Alþýðublaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 21. maí 1978 Fró útlondum Nær því í viku hverri berast okkur fréttir af á- tökum hinna ýmsu hópa og flokka á Bretlandseyjum. Æ oftar heyrist minnzt á hinn hægrisinnaða stjórn- málaflokk National Front eða flokk þjóðernissinna og áköfustu andstæðinga þeirra þ.e. ýmis flokksbrot til „vinstri". Sagt er að á- tök þessi eigi uppruna að leita í svokölluðu kynþátt- vandamáli er gerist nú æ meira á Bretlandseyjum. Á umliðnum áratugum hefur nefninnilega flutzt til eyjanna fjöldi blakkra þegna brezka samveldis- ins/ af öðrum en evrópsk- um uppruna. I grein þeirri er hér fylg- ir er fjallað nokkuð um þessi mál og þá helzt með tilliti til nýafstaðinna aukakosninga í kjördæm- inu Lambeth í Lundúnum, en þar er búsettur fjöldi innflytjenda af afrískum og asískum uppruna. Bretlandseyjar, um þær eyjar má nú segja að byggðar séu þær mörgum kynþáttum. Þar eru menn blakkir, og þeir blökku eru ekki einungis þangað komnir til stuttrar viðdvalar heldur til þess að setjast þar að til frambúðar. „Hvað sem frú Thatcher kann Sllkt er umhverfi Ibúanna I Brixtonhverfi Lambethkjördæmi f Lundúnaborg. Hverfi þessu hefur fbúun- um, flestir þeirra eru af amerlskum eöa asiskum uppruna, heppnazt aö gera aö mannabústaö. Og þaö aö mestu á eigin spýtur án nokkurrar umtalsverörar hjálpar frá hendi stjórnvalda. AF KYNMTTAATOKUM Á BRETLANDSEYJUM að segja erum viö svartir ekki undirrót vandamála hér i landi. Astæðu vandamála af þvi tagi sem nefnd eru kynþáttavandamál má rekja til þeirra er gefa vilja kynþáttastefnu svigrúm...” Svo mæltist Trevor Philips, 24 ára gömlum tæknifræðingi, blökkum Lundúnabúa, þá er hann tók til máls fyrsta sinni sem kjörinn formaður brezkra há- skólanema, er munu 800.000 að tölu. Philips er ættaður frá Guy- anna, þ.e. norö-austur hluta S.- Ameriku. En foreldrar hans fluttust til Lundúna á 6. áratugn- um. Sigraði með yfirburðum Phillips er sá fyrsti i röð leið- toga sambands háskólanema á Bretlandseyjum sem ekki er af evrópskum uppruna. Hann segist sjálfur vera lýðræðislega þenkj- andi sósialisti og bar hann mikiö sigurorð af helzta mótframbjóð- enda sinum. þ.e. frambjóðenda alþjóðlegra marxista. Segja má að kjör Phillips sé það lóð er há- skólanemar gátu hvað þyngst lagt ámetaskáiarumræðna þeirra er gerast nú æ háværari og jafn- framt grófari varðandi kynþætti þá er nú byggja eyjarnar. Þann 20. april s.l. fóru fram aukakosningar i kjördæminu Lambeth i Lundúnum til kjör- dæmis þessa telst m.a. Brixton- hverfið er oft hefur verið kallað Harlem Lundúna. Brixton er einn hinna niöurniddu borgarhluta i miðborg Lundúna. En þó má það þakka fólki þvi frá Vestur-Indium „Viö þörfnumst engra kvóta eöa takmarkana á innflutning hinna misiitu þegna samveldisins.” Þessi eru orö Meriyn Rees innanrfk- isráöherra „fjöiþjóöarikisins” Bretlandseyja. En hugmyndir I- haldsmanna brezkra eru nokkuö á annan veg. t byrjun april s.l. iögöu þeir fram á þinginu I Lundúnum tillögu varöandi takmarkanir á innflutningi fólks til eyjanna. Ný efnisgrein undir stjórn ihalds- manna myndi komiö á ákveönum kvótum varöandi innflytjendur. Akvaröanir um búsetu ættingja þeirra innflytjenda er þegar hafa setzt aö hertar. Samtimis þvi aö stuöningur væri veittur þeim inn- fiytjendum er snúa vildu til heimalands sins á nýjan leik. Um nokkra nauöungarflutninga yröi þó ekki aö ræöa. er þar býr nú aö tekizt hefur að forða borgarhlutanum frá þvi að verða hreint fátækrahverfi að bandariskri fyrirmynd. Þess I stað hefur hverfið nú öðlazt nýtt lif og nýjan þjóðfélagsanda. 1 Lambeth-kjördæmi með borg- arhlutanum Brixton eru nú uþb. 25% ibúa af öðrum uppruna en evrópskum. En það er hæsta hlut- fall innfluttra úr öðrum heimsálf- uin i nokkru brezku kjördæmi. Brixton vinsælt meðal róttækra Það þykir nú mjög vinsælt með- al róttækra af evrópskum upp- runa að setjast að I Brixton. Ahugi róttæklinganna er ekki hvað sizt kominn undir þeirri á- kvörðun Ibúa Brixton að sýna hverjir öðrum samstöðu. Þessa ákvörðun hafa Brixtonbúar m.a. tekið með tilliti til þeirrar staö- reyndar að ekki munu vera svo ýkja margir er vilja rétta þeim hjálparhönd og búsettir eru utan hverfisins. Það er þvi niðurstaða fólksins i Brixton að það verði eft- ir beztu getu að hjálpa sér sjálft. Að vissu leyti má þó segja að borgarráðsmenn Lundúnaborgar hafi i grófum dráttum lagt nokkuö af mörkum ibúum Brix- ton til handa. Neðan jarðarbraut- arstöð hefur verið byggð auk þess sem nokkur umferðarmerki hafa verið sett upp svo umferðin gegn- um hverfið sé greiðari. Það eru ekki meira en tæp tvö ár siðan að hætta var á að Brix- tonhverfið yrði eitt óróahverfa Lundúnarborgar. Hörð átök áttu sér stað milli ungmenna og lög- reglumanna. Geta má þess að hvert og eitt ungmenni var þó ekki niðji innflytjenda eða inn- flytjandi sjálft. Atök þessi voru undirrót sem afleiðing kreppu i samskiptum ibúa Bristonhverfis og löggæzlumanna. En þá var það sem gripið var til þess ráðs af hálfu yfirvalda að stuðla að bætt- ari samskiptum lögreglu og Brix- tonbúa. Svo er sagt, að i dag sé kynþáttadeila eða átök tengd henni ekki lengur i brennipunkti og friður riki i samskiptum lög- gæzlumannna og búsettra i Brix- ton. Atvinnuleysi Ef til vill er höfuöorsökin fyrir fjölda unglingaafbrota þeim er viðgengst f Lundúnarhverfinu Brixton hið háa atvinnuleysis- hlutfall meðal ungs fólks. Sam- timis þvi sem tiðni unglingaaf- brota er hvað hæst á Bretlandi i Brixton eru um 25% unglinga at- vinnulausir. En yfirleitt er pró- sentufjöldi atvinnulausra ungl- inga i Lundúnum 12—13. Að sjálf- sögðu eru það helzt blámenn er i erfiðleikum eiga hvaö atvinnu snertir. Svo kallaðir veskjaþrifar (þ.e. þeir þrifa veski úr höndum fólks) eru ofarlega á lista yfir af- brotamenn sem og bilaþjófar. En meiru en svo hafa Brixtonbúar þeir flykkjast á vörumarkaði hverfisins ekki yfir að kvarta a.m.k. ekki hvað afbrotum við- kemur. Skipulögð glæpastarfsemi hef- ur ekki náð fótfestu i Brixton eins og t.d. i borgarhverfinu East- End. I Brixton er þess i stað talað um skyndiafbrot framin án undir- búnings eöa skipulagningar. Það er og álit manna að undir rólegu yfirborði borgarhverfisins leynist ekki nokkrar stærri móthverfur. Það álit fá menn óneitanlega á hverfinu fylgist þeir með kosn- ingabaráttu þeirri er þar fer fram, svosem einn dag. Þó ber að taka þaðfram að siðustu aðgerðir rikisstjórnar Verkamannaflokks- ins gefa heldur ekki tilefni til ó- róa. Stigvélaþramm Það þótti þjóna mikilvægum til- gangi að kosningar i Lambeth- kjördæmi yrðu haldnar fyrir þann 24. aprfl s.l en þann dag rann út timabundið bann er verið hefur i gildi gegn marseringum. Var þá m.a. þjóðernissinnum þ.e. National Front bannað að ganga fylktu liði um götur og stræti á stigvélum sinum. Þjóðernissinar (National Front) höfðu þvi ekki tækifæri til þess i kosningabarátt- unni að beita þvi helzta áróðurs- tæki sinu, stigvélaþramminu. Þó merkilegt megi virðast njóta öfgaflokkar til vinstri eigi fremur fylgis meðal Ibúa I kjör- dæminu en þjóðernissinar með sina kynþáttstefnu. Báðir hafa Sósialiski verkamannaflokkurinn og Sósialiski einingarflokkurinn boðið fram blakka eða þá er ekki eru af evrópskum uppruna. Þó hyggja frambjóðendur flokka þessara ekki á mjög svo öfluga kosningabaráttu. Fjöldi ibúa Brixton-hverfisins mun ekki hafa i huga að greiða atkvæði sitt i kosningunum einhverjum sér- stökum kynþætti, þvi fylkja þeir sér undir merki Verkamanna- flokksins eða þá Frjálslyndra. 1- haldsflokkurinn (eða Sjálfstæðis- flokkur) á sér ekki mikla vonir bundnar kjósendum i Lambeth- kjördæmi. Og eigi ku vonir þeirra hafa glæðzt þá er frú Thatcher forystumaður þeirra afhjúpaði tilfinningar sinar i garð annarra þeirra kynþátta en þess hvita er eyjarnar byggja. Möguleikar ihalds- flokksins. Hefðu möguleikar Ihalds- flokksins verið meiri ef frú Tatcher hefði ekki borið tilfinn- ingarsinar gagnvart þeim blökku svo á torg? Að áliti strætisvagns- stjóra eins ættuðum frá Vestur- Indium heföu möguleikar Thatchers og fylgdarliðs kannski orðið meiri i Lambeth-kjördæmi. Þó má sjá að þegar vagnstjórinn gefur yfirlýsingu þessa hvar glettnisglampa bregður fyrir i dökkum augum hans. Það var einmitt um það bil sem aukakosningarnar i Lameth skyldu haldnar að Verkamanna- og Ihaldsflokkurinn þ.e. rikis- stjórnin og stjórnarandstaðan birtu hugleiðingar sinar þær er varða innflytjendur. Opinberlega er notazt við orðið innflytjandi og er þá talað um „málefni innflytj- enda” en i munni almennings og að visu bregður frú Thatcher einnig fyrir sig þvi orði, er ein- faldlega talað um „kynþáttamál- ið” eða „málefni kýnþáttanna”. Þá er rætt er um málefni inn- flytjenda koma nokkuð við sögu tölur og talnadæmi. En þingnefnd sú er fyrir ekki ýkja löngu siðan lagði fram, samhljóða, tillögu þess efnis að innfl. samveldis- þegna til Bretlandseyja yrði takmarkaður hefur ekki hlotið á- heyrn rikisstjórnar Verkamanna- flokksins. Rikisstjórnin er þvi al- gjörlega andstæð að nokkrir kvót- ar verði settir á tilkomu samveld- isþegna til eyjanna hvort sem þeir eru ljósir yfirlitum eöa dökk- ir. Fleiri Ameríkumenn fara en koma. „Við þörfnumst engra kvóta eða takmarkana hvað varðar innflutning manna af öðrum en evrópskum uppruna” er orð inn- anrikisráðherra Breta Merlyn Rees. Samkvæmt upplýsingum Rees fækkar blökkum innflytj- endum óðum, á siðasta ári fækk- aði þeim um fjórðung. Að áliti hægrisinna ber þó nauðsyn til að hafa skipulag þ.e. takmörkun á innflutningnum. En slik takmörk- un myndi nær eingöngu viðkoma fólki ættuðu frá Asiu. Enda er það álit þeirra Amerikumanna komn- um frá Vestur-Indium er i Brix- ton-hverfinu búa að spurningin varðandi takmörkun á búsetu innflytjenda á Bretlandseyjum sé þeim með öllu óviðkomandi. Er það reyndar engin furða með til- liti til þeirrar staðreyndar að fleiri Amerikumenn flytja frá Bretlandseyjum en þangað koma til þess að setjast að. Það er álit manna búsettra i hverfinu Brixton Lambeth-kjör- dæmi að það er skipti þá mestu máli nú sem stendur sé ekki tölur yfir innflutta. Heldur beinist á- huginn fremur að þvi hvaö sé nú hverfi þeirra fyrir beztu. Hvað sé hægt að gera fyrir þá atvinnu- lausu, fyrir börnin, unglingana. Hver sé lausn húsnæðisvanda- mála þeirra og skólamála. „Hér er okkar heima" „Hér er okkar heima, á Bret- landseyjum. Búum við ekki hér, i Lundúnumá Englandi”, leyfir Joy Allen sér að benda á. Sú kom sem innflytjandi til Bretlands- eyja frá Vestur-Indium fyrir rétt- um 20 árum siðan, þá 25 ára göm- ul. Þá hóf hún störf á einu af sjúkrahúsum Lundúnaborgar, i dag starfar hún sem húsmóðir. Hún er nú i hópi ammanna og af- anna i Brixton ogá götum hverfis- ins, sem nú er þeirra heima, eru að leik blakkir afkomendur þeirra, sem aldreihafa litið Vest- ur-Indiur eöa Ameriku augum, og lita reyndar á sjálf sig sem Eng- lendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.