Alþýðublaðið - 04.06.1978, Síða 3
MmÍu Sunnudagur 4. júni 1978
3
laun þessara stétta skert
með lagaboði, visitölu-
skerðingu og skerðingu á-
unninna réttarbóta fé-
lagslegum. Slikum að-
gerðum hafa allar rikis-
stjórnir beitt allt frá
stríðslokum.
öllu hugsandi fölki sem ekki þjá-
istaf flokkablindu er þetta full ljóst
og telur, en fær engu ráðiö, aö full
þörf sé á að hefjast handa til úr-
bóta. Málum er nú svo komiö i okk-
launastöðu. En láglaunafólkið situr
eftir oft með verri hlut en til var
ætlazt. Það sama er aö gerast i fé-
lögum launafólks innan BSRB en
BHM-félags fólks með háskólapróf,
það hefúr að visu ekki verkfalls-
rétt, en það nýtur samt verkfalls-
réttar BSRB-fólks óbeint og krefst i
áunnum kjarabótum þess hækkaðs
kaups i hærri prósentu en það fær
með sinni verkfallsbaráttu. Þar
eru þeir þrýstihópar i skjóli lág-
launafólks innan BSRB.
Þessir þrýstihópar eru nú meira
og meira að láta til sin taka innan
rikiskerfisins og heimta stærri og
þá samnmga
eru hverju sinni
þættinum: „Um daginn og veginn”
ar þjóðlifi, að þrátt fyrir margra
áragóðæri lifir þjóðin á erlendum
lántökum til að forða þjóðinni frá
efnahagslegu gjaldþroti.
Staðreyndin er þvi sú, að stjórn-
málaflokkarnir og fulltrúar þeirra
á alþingi valda ekki stjórnmálaleg-
um verkefnum þjóðarinnar.
STÉTTASKIPTING
Það kom fram i útvarpsviðtali nú
' nýverið, að á sjúkrahúsum rfkti á-
i berandi stéttaskipting, bæði hvað
! starf snerti og umgengni fólks inn-
; an sjúkrahúsanna. Þetta er vissu-
iegarétt en þessi stéttaskipting er i
! dag miklu viðtækari en þar kom
. fram. Þessi stéttaskipting er nú
orðin í öllum stofnunum innan
rikisins og þar er komin upp sama
staða og nú er innan Alþýðusam-
bands Islands þar sem þrýstihópar
fagmanna ráða mestu, en styðjast
við i kröfugerðum sinum láglauna-
fólkiðog hvetja það til verkfalla og
bættra kjara og ná með þvi betri
stærri hlut til sin i skjóli sérþekk-
ingar. Stjórnvöld leggja blátt bann
við þvi, að fólk i láglaunaflokkun-
um innanrikisstofhananna fái yfir-
vinnu til launauppbóta, það heitir '
af nauðsyn til sparnaðar.
En þegar kemur til fólks með há-
skólapróf, það eru þrýstihóparnir,
er þeim fundin alls kyns störf eftir
venjulegan vinnudagog um helgar,
með þvi er þeim gefinn kostur á
launauppbót. Það þekkist jafn-
framt, að starfsfólki sé greitt við-
bótarkaup undir borðið, kaup fyrir
vinnu, sem aldrei er unnin. Heyrzt
hefur að i ráðuneytunum þekkist
það að gera starfsmenn þar að
deildarstjórum yfir deildum, sem
ekki eru til, nema á pappirum
ráðuneytanna, en það er gert til að
réttlæta kauphækkun viðkomandi
starfsmanna. Fleira mætti vafa-
laust fram telja. En þessi starfs-
máti er fólki ábending um hvað er
að gerast i okkar fámenna þjóðfé-
lagi. Við erum að skipta þjóðinni
jafnvel i ósættanlega starfshópa.
Margir aðilar i þessum þrýstihóp-
um vinna sömu störf sem fólk úr
sérskólum, Verzlunar- eða Sam-
vinnuskóla, en þrátt fyrir það getur
munað allt upp i 5 til 6 launafbkka
hvaðþaö fær minna fyrir sín störf,
slikur er mismunurinn.
Ég get ekki betur séð, en að þessi
þróun geri þessa sérskóla óþarfa
nema sem menntaskóla en önnur
sérkennsla hinnaralmennuverzlun-
argreina sé færð yfir f f jölbrauta-
skólana, þvi að þessar greinar gefa
ekki nemendum færi til starfs sem
krefst sérþekkingar. Nemendum
þaðan er bolað út af vinnumarkaði
nema til venjulegra afgreiðslu, þá
helzt i verzlunum.
Hér erum við komin i ógöngur
nema þá aö við viðurkennum
hreinlega stéttaskiptingu i þjóðfé-
laginu. Háskólafólk, yfirstétt, með
alls slags friði ndi i þjóðfélaginu,
likt og alþingismenn, ráðherrar og
forstjórar rikisfyrirtækja hafa
skapað sér.
Ég er að færast til sömu skoðun-
ar og fram kemur I frumvarpi
Stefáns Jónssonar alþingismanns
um einföldun launa, kaup verka- og
launafólks eitt og sama, en hinn
hópurinn, alþingismenn, forstjórar
og háskólamenn á öllum stigum og
gráðu tvöföld laun hinna áður-
nefndu. En við það skapaðist þá
sameiginlegur þrýstingur til launa-
hækkana ef kaup vinnustéttanna
hækkaði um 10%, þá hækkuðu laun
embættismanna um 20%. Þá fær-
um við að nálgast það sem alltaf er
að gerast i þjóðfélaginu þegar - styr
hefur staðið um bætt lifskjör.
UNGLINGAVANDAMÁL
FORELDRAVANDAMÁL
Viðheyrum oft talað um ungling-
ana oghallærisplanið hér i Reykja-
vik. Það má jafnvel segja, að vart
liði svo dagur að ekki berist fréttir
frá lögreglu um ólæti, óknytti og
vinneyzlu ungiinga sem þangað
leita — vissulega vekur það ugg i
brjósti foreldra og annarra uppal-
enda. Hér er vandi á ferðum.
Ég held þó, að of sjaldan sé hug-
leitt sem skyldi, hvers vegna ung-
lingarnir leita þangað. Er það vist
ogrétt, að sökin sé aöeins ungling-
anna sjálfra, eigum við þar enga
sök sjáif. Höfum við sjálf lifað þvi
lifi, að sómi einn sé að? Höfum við
skapað þeim þá aðstöðu sem þeir
þar&iast innanhúss til starfs og
leiks? Höfum við sýnt þeim næga
ræktarsemi og reynt að koma til
móts við þá með skilningi? Eða er
það hugsanlegt, að við höfum hrak-
ið þá burt frá okkur og þá á götuna
vegna skilningsleysis?
Ég tel, að rétt sé að hugleiða alla
þessa þætti i fullri alvöru. Við sjálf
höfum dýrkað um of okkar eiginn
mammonog gert heimiliokkar svo
fin, að börn okkar finna sér ekki
staöinnanþeirra. Við Köfum byggt
hús okkar þann veg, aö viö látum
þeim eftir smæstu herbergin og
stundum ekkert„og þau og félagar
þeirra fá ekki inni og þá boðið þeim
götuna. Nútölum við um kynslóða-
bii með kokhreysti og sem réttlæt-
ingu og segjum, unglingarnir,
börnin okkar, eigi ekki samleið
meðokkurfélagslega. Hvers vegna
er kynslóðabil? Við sjálf drekkum,
reykjum og látum öllum illum lát-
um á skemmtunum og samkomum
og i heimahúsum oft verr en þeir
unglingar sem við erum að dæma
dag hvern fyrir veru sina á hallær-
isplaninu.
Höfum við i alvöru reynst góöar
fyrirmyndir. Ég læt ykkur sjálfa,
lesendur góðir, um áframhald
þessara tilvitnana, sem ég hef
dregið fram, en vissulega mætti
mörguvið bæta, svo sagan yrði öll.
Mér finnst miður, þegar rædd eru
mál unglinga og ungs fólks, að þá
er áberandi hjá lögreglu, blöðum
og fjölmiðlum að draga fram allt
það sem neikvætt er i starfi og
hegðun þeirra. Það mætti helzt
ætla að þar gangi allt i alls slags
vimu og ólifnaði.
Hér i Reykjavik ber hæst,
Hallærisplanið. Þangað leita
margirunglingar,þaðer rétt, en af
hverju þangað, það er stóra málið.
Ég hef að nokkru rætt tildrögin
hér að framan og spurt okkur sem
erum feður ogmæður þessara ung-
linga og ungmenna, hvort skýringa
sé að leita hjá okkur sjálfum á
þessari hegðan þeirra, og vil jafn-
framt spyrja hvort hegðun okkar
innan og utan húss sé alltaf til
fyrirmyndar og geti ekki i nokkrum
mæli likzt þvi lifi sem Hallæris-
planiðendurspeglar, það mætti vel
hugleiða. En þetta margumtalaða
hallærisplan er ekki bara hér i
Reykjavik, heldur miklu viðar i
okkar þjóðlifi.
FRJÁLS
FÉLAGASTARFSEMI
BLÓMLEG
Ég véit það með fullri vissu, að
mun stærri hópar unglinga og ung-
menna, leita félagsskapar annars
staðar en á Hallærisplaniðþótt blöð
og fjölmiðlar geti þess litið eða
aldrei. Þessir aðilar gera oftastlit-
ið af þvi að kynna sér þá staöi sem
ungt fólk og unglingar standa ao og
starfrækja sem til fyrirmyndar má
telja. Það telst ekki fréttnæmt og
teljast ekki eins söluhæfar fréttir.
Hér i Reykjavlk starfa margir
tómstundastaðirsem Reykjavikur-
borg stendur að, félagsheimili sem
skákfélög standa að, skátafélög
með sin félagsheimili svo og félög
KFUM og K með sina félagsstarf-
semi. Trúlega mætti nefna fleiri
aðila, og sizt má gleyma þvi merka
kirkjustarfi sem séra Halldór
Gröndai hefur komiö upp i Grens-
ássókn. Mættu aðrir prestar og
ekki sizt prestar hér I Reykjavik,
sem eru orðnir nokkuð margir svo
og prestar hér i nágrenni Reykja-
vikur gjarnan kynna sér og taka
upp i sinum sóknum oggerast virk-
ari I félagsstarfi meðal ungmenna.
Mér finnst að það ætti i raun að
vera hluti köllun þeirra. Þeir eru
fræðarar og trúarlegir uppalendur
ekki bara fræðarar i ræðustólum
innan kirknanna.
I starfi þvi sem ég áður nefndi og
fram fer i félagsheimiti Grensás-
sóknar, starfar stór hópur ung-
menna og unglinga og mér er til
efs, að sá hópur sé oft minni en sá
sem á Hallærisplanið leitar að jafn-
aði. Ég veit um að unglingar sem
þar starfa leita til unglinga sem á
planið sækja og reyna að fá þá til
samstarfs innan sins félagsskapar
og það hefur oftar en margan grun-
ar tekizt — það gætu blöð og fjöl-
miðlar kynnt sér ef vilji væri fyrir
hendi. Það þarf aö kynna þaö sem
vel er gert, jákvæðar hliðar i starfi
og hegðun ungs fólks og unglinga i
dagog hér eiga að hluta öll þau fé-
lög sem ég áður nefndi.
Nei, sem beturfer eigum við lika
mikið af ungu fólki og unglingum
sem lifir og starfar að góðri fyrir-
mynd og mættum við þeir eldri
margt af læra og við mættum oft
vera mildari i dómum okkar en við
erum þegar við þó setjumst á dóm-
arabekk og dæmum lif og hegðun
ungmenna og unglinga. Sama gild-
irum blöðogfjölmiðla. Við verðum
að kynna okkur allar aðstæður áður
en við kveðum upp fullnaðardóm.
Unglingar og ungmenni draga dám
af þeim sem þau umgangast. Það
er gömul og ný saga. Heimilin,
skólarnir og fólkið sem þau um-
gangast ráða jafnvel öllu um vega-
nestið þegar til framtiöar er litiö.
Getum við ekki sætztá, að sökin sé
ekki bara barnanna, heldur er
hlutur okkar ómældur og óviss.
Framhald á bls. 4.
garðsson, Niels Hafstein,
Jón Gunnar Árnason,
Magnús Á. Árnason,
Magnús Pálsson, Ragnar
Kjartansson, Rúrí, Sigurð-
ur Steinsson, Sigfús Thor-
arensen og Sverrir ólafs-
son. Gestur sýningarinnar
er Sigurjón ólafsson.
íslenzkir myndhöggvarar hafa
frá upphafi tekið þátt i Listahátið
með útisýningum og útisýningar
þeirra eru alls orðnar 9. En verk
listamannanna hafa ekki fengið
að vera i friði fyrir skemmdar-
vörgum þannig að sýningin verð-
ur innan dyra að þessu sinni, að
mestu leyti. Sýningin er I Ás-
mundarsal, að Mimisvegi 15.
Hluti hennar er undir beru lofti, á
svölum hússins á annarri hæö.
Myndhöggvararnir telja sig
þannig hafa skotið skemmdar-
vörgum ref fyrir rass.
Sýningin verður sem fyrr segir
opnuö sunnudaginn 4. júni klukk-
an 16. Hún verður opin meðan á
Listahátíð stendur frá klukkan
16-22 daglega.
—ATA
Sendum öllum ísienzkum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra 4. júní.
Sambandsskipin eru í stöðugum siglingum til meginlands
Evrópu og til Ameríku.
Upplýsingar um umboðsmenn vora erlendis veittar
á skrifstofu vorri og í síma 28200.
m
M/s JÖKULFELL
M/s DÍSARFELL
M/s HELGAFELL
M/s MÆLIFELL
M/s SKAFTAFELL |
M/s HVASSAFELL 1
M/s STAPAFELL |
M/s LITLAFELL I
SKIPADEILD SAMBANDSINS