Alþýðublaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 3
53m Sunnudagur 11. júní 1978
3
að úttekt þessi færi fram á
næstu 12 mánuðum samkvæmt
sérstöku umboði stjórnvalda,
svo og að allar nauðsynlegar úr-
bætur yröu gerðar samkvæmt
gildandi lögum að viðlagðri lok-
un vinnustaðanna. Enn fremur
var farið fram á að fyrirtækjum
yrðu veitt sérstök lán til að gera
úrbætur á þessu sviði.
Rikisstjórnin fékkst ekki til að
fallast á kröfu þessa, nema að
litlu leyti. Hún iofaði I áður-
nefndu bréfi athugun, sem
„...mun ná til ákveðins og tak-
markaðs fjölda vinnustaða...”.
Enda þótt mikill ávinningur
sé að endursamningu laganna
og takmarkaöri úttekt vinnu-
staða sýnir reynslan, að alls-
herjarathugun, eins og sam-
inganefndir verkalýðsfélaganna
óskuðu eftir, er brýn nauðsyn.
Samþykkt Alþingis á þessari til-
lögu myndi ekki aðeins verða
mikilsverður stuðningur við
þetta mál, heldur aðkallandi út-
vikkun á þvi loforði sem rikis-
stjórnin gaf.
Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa ár eftir ár flutt tillögur um
vinnuvernd og starfsumhverfi,
þar sem lagt hefur verið til að
Alþingi feli rlkisstjórninni að
láta semja frumvörp til nýrra
laga um aðbúnað, hollustu og
öryggi á vinnustöðum, svo og
ihlutun starfsfólks um næsta
umhverfi sitt við vinnu. Þessar
tillögur hafa ekki náð fram að
ganga. Samninganefnd verka-
lýðsfélaganna tók málið hins
vegar upp við samningagerð
slðastliðið sumar með ágætum
árangri. Súáherzla, sem verka-
lýðshreyfingin leggur á þetta
mál, kom einnig fram I samn-
ingunum sjálfum, en 4. grein
þeirra hljóðar á þessa leið:
,,A vinnustöðum skal vera
fyrir hendi, til afnota fyrir
starfsfólk, sá öryggisútbúnaður,
san öryggiseftirlit rikisins tel-
ur nauðsynlegan vegna eðlis
vinnunnar eða tiltekinn er i
kjarasamningi.
Starfsfólki er skylt að nota
þann öryggisbúnað, sem getið
er um i kjarasamningum og
reglugerðum, og skulu verk-
stjórar og trúnaðarmenn sjá um
að hann sé notaður. Ef starfs-
fólk notar ekki öryggisbúnað,
sanþvi er lagður til á vinnustað,
er heimilt að visa þvi fyrirvara-
laust úr starfi eftir að hafa að-
varað það skriflega. Trúnaðar-
maður starfsfólks skal tafar-
laust ganga úr skugga um að til-
efni uppsagnar hafi verið fyrir
hendi, og skal honum gefinn
kostur á að kynna sér alla mála-
vexti. Sé hann ekki samþykkur
tilefni uppsagnar, skal hann
mótmæla uppsögninni skriflega
og kemur þá fyrirvaralaus upp-
sögn eigi til framkvæmdar.
Brot á öryggisreglum, sem
valda þvi að lifi og limum
starfsmanna er stefnt 1 voða,
skal varða brottvikningu án
undangenginna aövarana, ef
trúnaðarmaður og forsvars-
maöur fyrirtækis eru sammála
um það.
Ef öryggisbúnaður sá, sem
tiltekinn er i kjarasamningum
og Oryggiseftirlit rikisins hefur
gefið fyrirmæli um að nota
skuli, er ekki fyrir hendi á
vinnustað, er hverjum þeim
starfsmanni, er ekki fær slikan
búnað, heimilt að neita að vinna
við þau störf, þar sem sllks bún-
aðar er krafizt. Sé ekki um ann-
að starf að ræða fyrir viðkom-
andi starfsmann, skal hann
halda óskertum launum.
Komi til ágreinings vegna
þessa samningsákvæðis, er
heimilt að visa málinu til fasta-
nefndar A.S.I. og V.S.l.-V.M.S.”
Þessi samningsgrein gefur
nokkra hugmynd um hversu
mikil áhersla nú er lögð á
öryggismálin.
þökkum fyrir það sem þakkar er
vert frá Úðnum árum. En ég er
enn sem áður þeirrar skoðunar,
að Island þurfi að eignast sterkan
sameinaðan flokk jafnaðar-
manna, hvernig sem stjórnmálin
annars veltast og velkjast. Að þvi
að svo megi verða vil ég enn
vinna. Með vinsemd
Hannibal Valdemarsson
(sign).”
Þá höfum við það, svona varö
þá útkoman eftir öll umbrotin á
þjóömálasviöinu.lengi er hægt að
kljúfa þegar klofningar klofna.
Annars er lýsing bréfsins harla
hláleg staðfesting hversu fyrr-
verandi menntamálaráðherra
hefurbrotiðallasina eiða ogfarið
eigin leiðir, enda litið sig stóran,
þar sem hann varð ráðherra áður
en hann var búinn að sitja einn
einásta þingfund. Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna ætluöu
aö sameina alla jafnaðarmenn i
einn flokk, ekki tókst þaö. Einnig
átti að vernda hagsmuni verka-
lýðsins, sömu leið hlaut sú stefnu-
skrá, þegar ólafiustjórmn var
búin að spila rassínn úr buxun-
um og öUu eytt, stóðu dreggjam-
ar af Samtökunum aö því ásamt
kommum og framsókn að stór-
skerða kaupgjaldsvisitölu, kaup-
ránslög þessa tima.
Ekki furða þó Geirólina reyndi
að skáka I sama hróksvaldi og
beita sama bragði þegar allt var
komið á sömu þrömina hjá sjálf-
um fjármálavitringum þjóðar-
innar, en þeir góðu menn aðgættu
ekki að nú voru ekki sömu hrók-
arnir með á taflborðinu og færri
peð.
Og enn ætla Samtökin að reyna
að styðja núverandi kaupráns.
herra með þvl aö stilla upp enn á
ný til að dreifa kröftum la'una-
stéttanna og það I vonleysu. Nóg
er búið að vera af klofningi, allt
frá árinu 1930, verkalýðs og
vinstrisinna þó sliku fari að linna.
En eitt spor markaði fyrrverandi
menntamálaráðherra I sögu
alþingis og það var að hefja hið
fræga Zu mál sem öll þjóöin hlær
aö.
Að lokum vil ég segja til viöbót-
ar við ofanskráð bréf frá Hanni-
bal Valdemarssyni, að dauðinn
býr ekki I Alþýðuflokknum, dauð-
inn býr i Samtökum frjálslyndra
og vinstrimanna.hannbjó þegar i
flokknum við stofnun hans.
Eiður Guðnason i sjónvarpskynningu Alþýðuflokksins:
Gera verður kjarasáttmála milli
verkalýðshreyfingar og ríkisvalds!
Kjarasáttmáli er
nýtt orð í pólitiskri um-
ræðu hér á landi.— orð,
sem Alþýðuflokkurinn
hefur lagt til. Við erum
þeirrar skoðunar, og
það er grundvallaratr-
iði i þeirri gerbreyttu
efnahagsstefnu, sem
við teljum óhjákvæmi-
legt að taka nú upp, að
gera verði kjarasátt-
mála milli verkalýðs-
hreyfingar og rikis-
valds.
Til þess að tryggja að
ekki sé sifellt verið að
semja um verðlausar
krónutöluhækkanir, til
að tryggja að verkafólk
fái notið þess er hagur
þjóðarbúsins batnar,
og lika til að tryggja
launajöfnuð og at-
vinnulýðræði.
Svo unnt sé að gera
kjarasáttmála verður
trúnaður að rikja milli
verkalýðshreyfingar
og ríkisvalds. Núver-
andi stjórnarflokkar
hafa rofið þann trúnað,
gerzt griðrofar, þannig
að i ljósi biturrar
reynslu er þeim i engu
treystandi.
Að sletta nokkrum hækkunum
I fólk með bráðabirgðalögum
viku fyrir kosningar, og kvarta
siðan um það I sjónvarpinu eins
og Ólafur Jóhannesson gerði hér
um daginn, að launahækkunin
hafi ekki „skilað sér” I kosning-
unum, slikt lýsir svo skelfilegu
vanmati á dómgreind og hugsun
fólks, að það er hreint með ólik-
indum. Andstætt þvi sem for-
maður Framsóknarflokksins
sýnilega heldur, þá er fólk ekki
kjánar. Fólk er upplýst og það
hugsar.
Þótt rikisstjórnin setji lög á
eigin ólög, þá mun slíkt aldrei
duga til þess að þjóðin kjósi yfir
sig að nýju samstjórn þessara
tveggja gömlu ihaldsflokka.
Sjálfstæðisfíokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa til skiptis
farið með stjórn landbúnaðar-
mála hér undanfarna áratugi.
Af þeirra hálfu hefur linnulaust
verið reynt að koma þvi inn hjá
fólki, að Alþýðuflokknum sé á
einhvern hátt I nöp við bænda-
stéttina. Alþýðuflokknum er I
nöp viö stefnuna i landbúnaðar-
mæalum. Stefnan hefur veriö
gagnrýnd, ekki bændur.
Ekki ætla ég að fara að þylja
hér talnarromsur um land-
búnaðarmál, en fáein atriði
skulum ,við hafa i huga. Við lif-
um ekki I þessu landi án land-
búnaðar, það er óhagganleg
staðreynd. Landbúnaðurinn er i
vanda. Vandinner léleg, ótrygg
og misjöfn afkoma bænda.
Vandinn er offramleiðsla á
kindakjöti og mjólkurafurðum.
Vandinn er of litil framleiðsla til
dæmis á grænmeti og garð-
ávöxtum. Og vandinn er lika
fólginn i vitlausustyrkjakerfi og
rangbeitingu fjárfestingarlána.
Við eigum til dæmis aö hætta
að styrkja þá sem stunda tóm-
stundabúskap. Vilji menn hafa
skepnur sér til gamans, þá þeir
um það, en það á ekki að láta
samfélagiö borga brúsann. Þá á
lika tvlmælalaust að taka rekst-
ur rikisbúanna til endurskoðun-
ar.
Bændur sem og aðrir hafa nú
gert sér grein fyrf þvi, aö sú
.Tumiuiausa framleiðslustefna
sem fylgthefur verið er búin að
ganga sér til húðar. Það þarf að
stokka upp.
Talsmenn Alþýðubandalags-
ins hafa farið um sveitir að und-
anförnu og boðað þar botnlaust
lýðskrum I landbúnaöarmálum.
Þeir segja: Framleiða meira,
hækka kaupið, þá kaupir fólk
meira kjöt, meira smjör. Þetta
hefði kannski gengiö I fólk fyrir
fjörutiu árum. Nú er fólk betur
upplýst en þá og það er brosað
að svona boðskap i dag.
Neyzluvenjur hér eins og ann-
arsstaðar hafa breytzt Land-
búnaður verðurrétteins og hver
önnur framleiðslugrein að laga
sig að breyttum neyzluvenjum.
Það er mergurinn málsins og
það er óumffýjanlegt.
Bændafundirnir um land allt
bera með sér að bændur vita, að
það verður að eiga sér stað
stefnubreyting i landbúnaðar-
málum. Við veröum að setja
framleiðslunni mörk. Það verð-
ur að söðla um. Með nokkrum
hætti má segja aö bændur séu
núí uppreisn gegn forystu sinni,
forystu sem hefur dagað uppi.
Alþýðuflokkurinn viðurkennir.
vanda landbúnaðarins og leggur
áherzlu ávaö þar þarf að verða
stefnubreyting, sem áreiðan-
lega verður ekki auöveld Ifram-
kvæmd en verður að eiga sér
stað engu að síöur.
Fjölbrautarskólanum í Breiðholti slitið r
Fyrstu nemendur á Islandi
í hússtjórnarfræðum
Fjötbrautarskólanum í
Breiðholti var slitið 25.
maí, en það voru þriðju
skólaslitin í sögu skólans. I
vetur stunduðu nám 730
manns í skólanum og eru
námssvið7 en námsbrautir
alls 24. Kennarar eru um
50.
26 nemendur útskrifuð-
ust á Heilbrigðissviði,
þar af luku 18 nem-
endur bóklegum og
verklegum þáttum sjúkra-
liða og hafa flestir nem-
endanna bætt við sig 34
vikna verkþjálfunartíma á
sjúkrahúsum og öðlazt
fullgild sjúkraliðaréttindi.
Þá brautskráði skólinn
einnig 8 nemendur á heil-
brigðissviði í snyrti- og
heilbrigðisfræðum og valdi
þeim starfsheitið snyrtir.
10 nemendur útskrifuðust á
hússtjórnarsviðieftir tveggja ára
nám I matvæla- og hússtjórnar-
fræðum bóklegum, en þeir eiga
siöan eftir að Ijúka 34 vikna verk--
þjálfunartima á sjúkrahúsum eða
stærri mötuneytum, til að nám
þeirra verði fullgilt. Þetta mun
vera ný námsbraut á íslandi.
12 nemendur útskrifuöust á
listasviði, i grunnnámi myndlist-
ar og handiöa.
8 nemendur útskrifuðust I bók-
legum og verklegum þáttum
húsasmiöa eftirþriggja ára nám I
skólanum. Iðnfræðsluráð gaf I vor
út styttingarreglur vegna iðn-
náms I verknámsskólum og bend-
ir flest til þess að hægt verði að
tilkynna hina brautslö-áðu nem-
endur I húsasmiði til sveinsprófs
á þessu ári og verða kennarar
skólans meistarar þeirra.
2 hópar nemenda voru braut-
skráðir á viðskiptasviði. Þar af
luku 45 almennu verzlunarprófi
og 4 sérhæfðu verzlunarprófi,
sem er nýjung i Isl. skólasögu.
Auglýsið í Alþýðublaðinu