Alþýðublaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 15. júní 1978
Fimmtudagur 15. júní 1978
5
alþýöu-
(Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarma&ur:
Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aösetur
ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán-
uöi og 100 krónur i iausasöiu.
SMATT ER FAGURT
Séð frá bæjardyrum jafnaðarmanna er það
alltaf hættuleg og varhugaverð þróun, þegar
smárekstur er á undanhaldi fyrir stórrekstri.
Það er fyrir þvi sögulegar skýringar að þegar
jafnaðarstefna var að mótast á árunum eftir
fyrri heimsstyjöld, og annars vegar að mynda
andstöðu við fjármagnsstéttir þeirra tima, og
hins vegar að skera sig frá hinum rússneska og
einræðissinnaða kommúnisma, þá byggðu
jafnaðarmenn fjöldafyigi sitt annars vegar á
frjálsum launþegafélögum og menntamönn-
um, og hins vegar á samstöðu með smærri
rekstri, til dæmis iðnaði.
Það er sigilt inntak jafnaðarstefnu að standa
méð smárekstri i öllum myndum, og gegn sókn
stórreksturs. Bæði vegna þess að smátt er fag-
urt, og ekki siður vegna þess að smárekstur er
liklegri til þess að dreifa lifsgæðum og auka
jöfnuð.
Það er alltaf hættuleg þróun þegar stórrekst-
ur ógnar smárekstri, þegar hringar ná tökum á
framleiðslu eða öðrum viðskiptum. Þessarar
þróunar hefur um of gætt á íslandi hin siðari
ár. Kaupmaðurinn á horninu hefur orðið að
láta i minni pokann gagnvart stórmörkuðum,
meðal annars vegna þröngra reglna um opnun-
artima verzlana. Smærri iðnfyrirtæki hafa
orðið að láta i minni pokann gagnvart stærri
samsteypum. Smærri matsölustaðir hafa ekki
náð að skjóta rótum i Reykjavik, meðal annars
vegna strangra reglna sem þjóna hinum
stærri.
Mörgum af þessum ágöllum má bæta úr með
lögum og reglum. Umfram allt, þá verður að
auka virðingu samfélagsins fyrir smárekstrin-
um, gera samfélaginu það rækilega ljóst að
smárekstur stuðlar að jafnari dreifingu lifs-
gæða og stöðugra og fegurra samfélagi. Stór-
rekstur og einkaleyfi stuðla hins vegar að ein-
okun og hringamyndunum um framleiðslu og
verðlag.
Það er með brýnni hagsmunamálum is-
lenzks almennings að neytendasamtök verði
efld að mun i landinu. Það er eitthvert brýn-
asta verkefni næstu ára að búa svo um hnútana
að neytendur séu rækilega upplýstir, ekki ein-
asta um vöruverð heldur einnig um fram-
leiðsluhætti og baksvið verzlunar og viðskipta.
Neytendur hafa ótrúlegt vald, ef þeir beita
samtakamætti sinum.
En það sem er nauðsynlegt að leggja á á-
herzlu er að það verður að snúa þeirri þróun
við að stórrekstur leysi smárekstur hvarvetna
af hólmi. Þetta má gera með lagasetningu og
reglugerðum. Smátt er fagurt og smárekstur
er lifsgæði af sjálfu sér. Smærri framleiðslu-
einingar og smærri þjónustufyrirtæki stuðla að
betra þjóðfélagi og fegurra mannlifi. Það er
stjórnvalda að stuðla að þvi að smárekstur
haldi velli og gott betur.
Verði smáreksturinn að rikjandi rekstrar- og
þjónustuformi, þá verður Island betra land.
Það hefur verið sýnt fram á það með útreikn-
ingum, að smáreicstur þarf sizt að vera óhag-
kvæmari en stórreksturinn. Slikt er vitaskuld
aldrei algilt. Kjarni málsins er samt sá, að
smærri rekstrareiningar eru lifsgæði af sjálfu
sér. _VG>
„FÓLKIÐ HJÓLAÐI MIKLU
MEIRA HÉR ÁÐUR FYRR’
Peningaskúfían kostaöi 20 krúnur fyrir 40 árum siöan og hana er
einungis hægt aö opna meö töfrabrögöum.
Hér er Vilberg meö stærsta hjóliö i bænum.
Á Vesturgötu 5 er reið-
hjólaverkstæðið Baldur til
húsa og mun það vera elsta
reiðhjólaverkstæðið í bæn-
um af þeim sem nú eru
starfandi. Það var Guð-
mundur Bjarnleifsson sem
setti það á stofn árið 1926.
Blaðamaður. og Ijós-
myndari Alþýðublaðsins
brugðu sér þangað fyrir
stuttu til þess að forvitnast
um starfsemi þessa forna
fyrirtækis.
Innandyra voru reiðhjól
af öllum stærðum og gerð-
um sem biðu lagfæringar.
Eitt þeirra hékk í keðjum
niður úr loftinu og var Vil-
berg Jónsson reiðhjóla-
smiður að dunda við að
gera við bremsurnar á því.
Vilberg rekur verkstæðið
ásamt Axel Jansen, sem er
dani. Axel hafði upphaf-
lega komið hér til Islands
og ætlaði að dveljast hér í
þrjá daga. En svo hitti
hann danska vinnukonu
sem dvaldist hér4 eignaðist
með henni 6 börn og hefur
ekki sýnt á sér neitt farar-
snið síðan. Og þriggja daga
dvölin á islandi er nú orð-
in að 40 árum.
Málarar hjóluðu með
málningardollurnar um
bæinn
Vilberg lærði hjólaviögeröir hér
heima, en fðr svo til framhalds-
náms i Danmörku sem ekki þótti
ónýtt í þá daga. Ariö 1931 kom
hann svo heim og setti upp reið-
hjólaverkstæöiö Baldur á Lauga-
veginum.
Þá var öldin önnur og menn
hjóluöu miklu meira en nú er
gert. Iönaöarmenn hjöluöu þá
mikiö t.d. veggfóðrarar og mál-
arar sem hjðluðu meö málningar-
dollurnar um bæinn. En svo varö
þaö gamaldags aö hjóla og allir
þurftu aö eignast bil.
Nú eru þaö aöallega krakkar
sem hjóla, en þetta er aö verða
móöins aftur sagöi Vilbert, full-
orðiö fólk er jafnvel fariö aö taka
fram hjólin sín eftir 20 ára notk-
unarleysi.
En hér er ekkert tillit tekið til
hjólreiöarmanna í umferðinni,
erlendis hjóla allir og þar hefur
reiðhjólið sama rétt I umferöinni
og önnur farartæki.
Það kostaði 50 aura að láta
bæta slöngu árið 1931.
Þegar Vilberg byrjaði atvinnu-
Vllberg aö gera viO.
rekstur áriö 1931, þá kostaði 50
aura aö láta bæta gat á slöngu, en
I dag kostar þaö 500 krónur, svo
mikill er máttur veröbólgunnar.
Og á þessum tima hafa hjólin
breyst gifurlega, nú eru komin
gírahjól og hjól með alls kyns ný-
stárlegum útbúnaði.
— Eftir aö þessi nýju hjól komu
til.þurftum við gömlu mennirnir
að fara að læra upp á nýtt sagöi
Vilberg.
Arið 1942 flutti Vilberg sig siðan
af Laugaveginum niður á
Klapparstig og þaðan árið 1945
niður á Vesturgötu og tók nafnið
af gamla verkstæðinu meö sér.
Þannig að i húsinu á Vesturgöt-
unni hefur hann nú starfað i 23 ár.
Aðspurður um það hvort hægt
væri að lifa af þessari atvinnu-
grein hér, sagði Vilberg:
— Það er ekki meira en svo, en
það er ekki um annað að ræða, ég
fer ekki að byrja upp á nýtt
úr þessu.
Á meðan við stöldruðum við
komu drengsnáðar inn á verk-
stæðið til þess að fá leiðbeiningar
og aðstoð með hjólin sin.
— Þetta eru aðalkúnnarnir
sagði Vilberg og kvað vera mikið
um það að krakkar leituöu til
hans með ýmislegt smávegis sem
dytta þyrfti að reiðhjólunum
þeirra.
Þór Vigfússon á stærsta
hjólið í bænum.
— Þetta er stærsta hjðl I bænum
sagði Vilberg og benti okkur á
svart stórt hjól sem stóð upp við
vegg inni á verkstæðinu. Þótti
okkur það forvitnilegur gripur og
tjáði Vilborg okkur þaö að hann
hefði pantað þetta hjól sérstak-
lega frá Danmörku á sinum tima.
Væri hjólið i eigu þess ágæta
manns Þórs Vigfússonar borgar-
fulltrúa Aiþýðubandalagsins.
Vesturgata 5 tilheyrir Grjóta-
þorpinu og spuröum við Vilberg
hvort ekki stæði til að rifa það.
— Ég er að biöa eftir þvi, svar-
aði hann, þá ætla ég aö hætta.
IÍR ÞRÆNDALÖGUM
Dagana 3.-9. júní voru
tæplega 40 islendingar í
dvöl og á ferð í Þrændalög-
um. Tilefnið var athugun á
reynslu Norðmanna af
framkvæmd grunnskóla-
laganna norsku# sem um
afar margt svipar til laga
okkar. Þetta var hópur
skólastjóra og yfir-
kennara# auk þess sem
eiginkonur flestra prýddu
hópinn.
Kennarasamband Norð-
mannaCNorsk Lærerlag)
annaðist fyrirlestrahald og
aðra fyrirgreiðslu# meðal
annars skipulagði stuttar
ferðir um nágrennið.
Hér er ekki ætlunin að
ræða aðaltilefni fundanna,
eða ef menn vilja heldur
kalla það námskeið. Það
bíður samt/ ef til vill, ekki
afar langs tíma. Hitt er
meir tilgangurinn að ræða
þau hughrif, sem samvist-
ir við frændur okkar og
ferðir um landið höfðu á
undirritaðan. Verður nú að
þvi horfið.
Okkur Islendingunum var fyrir
komiö i heimavist nær 80 ára lýð-
háskóla, Fredly, sem liggur i nál-
ægt 20 km fjarlægð frá Þránd-
heimi. Skólastarfið er mjög reist
á kristilegum grunni og stendur
utan við hið eiginlega rikisskóla-
kerfi, enda ekki beinar leiðir þar
á miíli, þó hið verzlega sé veru-
lega sniðið að grunnskólalögun-
um.
Driffjaðrir i stofnun skólans, i
upphafi munu hafa verið svokall-
aðir Hauges-sinnar, sem íslend-
ingar- þeir er lesið hafa sögur
Kiellands, Lies og fleiri norskra
höfunda-hafa nokkrar reiður á.
Virðist mér þó, að hið forna
„salt” hafi nokkuð dofnað, þó enn
beri starfið nokkurn keim þar af.
Þegar við íslendingarnir
komum tilFredly aðkvöldi 3. júni
var okkur tekið einkar elskulega,
og hélzt sá andblær alla dvölina
út. Eftir að hafa verið rikulega
fæddir og visað til herbergja, var
haldinn smá fyrirlestur um sögu
og stöðu skólans.
Þar var á engan hátt haldið að
okkur þeim sértrúarskoðunum,
sem skólinn hefur verið rekinn
eftir, sizt með neinni frekju.
Lauslega var þó ýjað aö þvi, að
vel mætti vera möguleiki á þvi, að
þeir sem það vildu, gætu fengið
sinn andlega kompás réttan af, og
fengiðörugga stefnu á himins hlið
án allra segulskekkja og mis-
visinga! Vissi ég þó engan, sem i
þá afréttingu fór, og er ekki gam-
an gerandi að islenzkum sjálf-
byrgingshætti!
Eitt okkar fyrsta verk að
morgni næsta dags- átti að vera
að hlýða hámessu i sjálfri Niðar-
ðsdómkirkju.
Atti þvi að sjá sómasamlega
fyrir hinni andlegu hliðinni þann
daginn. Þó skömm sé frá að segja
fyrir mann á minum aldri, hafði
ég alls ekki gert mér grein fyrir
muninum á messu og hámessu.
En i sakleysi minu taldi ég, að hér
væri um að ræða verulegan mun.
Við komum nokkuð timanlega
til messunnar og stóðum úti á
kirkjuhlaðinu og dáðumst að útliti
guðshússins. Þar voru einnig
nokkrir fleiri.
Skyndilega bar fyrir augu okk-
ar sérstaka og óvenjulega sýn.
Tvær telpupontur, svona á að
gizka 14-15 ára aö aldri breiddu úr
hvitum pappirsborða milli sin og
á hann var letrað með skýru,
stóru letri (lausleg þýðing):Takið
ekki mark á hirðisbréfinu! Ja, nú
er heima, flaug mér i hug.Um
hvað fjallar eiginlega þetta
hirðisbréf? En það gafst nú ekki
langur timi til að velta vöngum
yfir þvi. Allt i einu ruddist heil-
mikil skessa fram á vettvanginn
og hrifsaði borðann af telpunum,
kuðlaði hann saman og reif hann
sundur um leið og hún stjakaði
óþyrmilega við telpunum. Og
augnaráðið til þeirra var litlu
bliðlegra en Þórs forðum, þegar
hann sat i höll Þryms jötuns i
klæðum Freyju og brúögumann
fýsti, eða lysti að kyssa hann, eða
Freyju, sem hann taldi vera!
Um stund leit svo út, sem til
handalögmáls ætlaöi að draga.
En fyrir góðra manna milligöngu
var þvi afstýrt. Og svo var þá
gengið i kirkjuna.
Þetta reyndist töluvert labb,
þvi kirkjan er stór, og við
íslendingar söfnuðumst saman i
sætum framarlega. Þvi olli vitan-
lega, aö við vildum ekki missa af
neinni andagt, en höfðum rekið
okkur á, að málfar norskra er
talsvert breytilegt eftir þvi hvar
uppruna þeirra er aö finna.
Ekki varð nú samt af því, að við
settumst i fremstu sætaröð. Stól-
bökin þar voru messingslegin að
ofan og á þau letrað-fjögur i röð-
biskupinn! Má um það segja, að
stór sitjandi þarfnast viörar
brókar, en ekki bar neinn slikan
fyrir augu okkar. Kirkjusiðir
reyndust áþekkir og hér heima og
það verður að segja prestinum til
verðugs hróss að hann flutti
predikun sina rösklega, meðan
hann talaði úr sjálfs sin buxum.
En svo tók hann til við að lesa
hirðbréfið áður nefnda sem var
undirskrifað af sex biskupum. Þá
skipti um skreið.
Bréfið fjallaöi um lög, sem
Stórþingið hefur nýlega viðtekið-
lög um frjálsar fóstureyöingar.
Biskuparnir lögðu á það reiði
himnaföðurins, að slik lög næðu
fram að ganga og virtist auð-
heyrtað þeir töldu sig standa þar
báðum fótum i jötu!
Minnt var á, að eitt af
boðorðunum væri, að ekki skyldi
manndeyða. Raunar var nokkuð
vaklað milli þess og annars boð-
orðs um að ekki ætti heldur hór-
dóm að drýgja, enda samhengið
það, að hið fyrrnefnda leiddi oft-
lega að broti á þvi siðartalda!
Og svo kom einskonar „Inter-
mezzo”.
Tveir kórdrengir og tvær kór-
telpur birtust skyndilega út úr
hliðargöngum(sem eru mörg) og
gengu fyrir söngflokkinn berandi
rauða smáposa festa á litinn
málmhring úr einhverjum
smeittum málmi. Söngfólkið tók
þessum posum tveim höndum og
nú hófst ganga milli kirkjugesta,
samskot skyldu hér fram fara!
Þetta kom mér vissulega
óþægilega á óvart og mér varð á
að hugsa: Nú, þrátt fyrir allt er
himnariki alls ekki gratis hér, þó
enginn skyldi trúa!
En það voru nú alls ekki min
vandkvæði, heldur hitt, að ég
hafði ekki fé-sfzt erlendan gjald-
eyri I vösum! Nú, eins og
jafnan,voru góð ráð dýr. En sem
betur fór hafði ég við nánari leit i
vösum rekizt á nokkurn slatta af
islenzkum álkrónum og eitthvað
af fimm- og tiköllum. Þá var ekki
um annað aö tala en að láta það
bara gluða I guðskistuna og þá
arka á auðnu, hvort metið yrði á
réttum stað, eða vanmetið.
Huggun mátti vera, bæði mér og
öðrum sem likt var ástatt fyrir ,
að hafa heyrt um eyri ekkjunnar
forðum, enda heimildir þar um
vist óyggjandi.
Siðasta athöfnin var svo, að
taka ótrúlegan fjölda kirkjugesta
til altaris, sem tróðst þar fram
eins og fé á garða.
Eftir að hafa heyrt ritualið fyrir
þessu og fundið að það var af
sama toga spunnið og hér heima,
varð mér á að ganga út.
Mér hefur ætið verið
einstaklega litið gefið um hina
sérstæðu formúlu fyrir þessari
athöfn, og enn minna gefið um
mannát, jafnvel þó aðeins tákn-
rænt sé, er samt enginn umtals-
veröur gikkur á brauð eða vin.
Oti fyrir dyrum var ég svo
heppinn að hitta á viröulegan og
alúðlegan kirkjuvörð.
Hann fræddi mig aðspuröur
um, hver væri nú eiginlegur mun-
ur á messu og hámessu. Þetta er
mér ljúft að selja á
innkaupsverði, ef einhverjum
þætti máli skipta. Hann tjáði mér,
að hámessa kallaðist sú messu-
gerð ein, sem fram færi milli
klukkan 11 og 12. Að öðru leyti
væri hún i engu frábrugðin öðrum
messugerðum! Þar tókst þó aö
stoppa i eitt gatið á kunnáttunni.
Við spjölluðum svo saman góða
stund i mesta bróðerni, meðan
hinir neyttu „blóðsins og holds-
ins” og ýmislegt sagði hann mér
úr sögu þesarar veglegu dóm-
kirkju, sem mér þótti betra að
hafa en missa. __
Erkistóll i Niðarósi.
Saga dómkirkjunnar er orðin
löng og nær aftur til 1066, eðanær
100 árum lengra en saga erki-
biskupsstólsins, sem settur var
1152. Við tslendingar, sem þá vor-
um settir undir þá kirkjustjórn
(fluttir frá Lundi) megum
minnast þess, að erkibiskuparnir
voru okkar bitrustu andstæöingar
i baráttu okkar við norska
konungsvaldið. Það nutu þeir og
okkar biskupa, svo sem Guö-
mundar góða, sem meö einstakri
þrákelkni heimtaði „guðsdóm”,
þ.e. klerkanna hafinn yfir
löglega, islenzka dómstóla.
Eftir að hafa skoðaö dóm-
kirkjuna undir skörulegri leið
kunnáttumanns, vorum við boðin
i erkibiskupssetrið, sém er rétt
hjá kirkjunni. Þar er nú raunar
tómt hús, siöan 1537, þó merkja
megi anda hinna gömlu „refa”
glöggt i byggingarháttum og hús-
búnaði.
Af framansögðu er þaö þvi með
nokkuö blönduöu geði, sem
íslendingar ganga þar um garða.
Þessi biskupsgarður er
byggður eins og hið rammgerasta
vigi og mundi ekki smámennum
hentað brjótast þar inn. Veggirn'ir
eru um 3ja álna þykkir eða meira
og hlaðnir úr limdu grjóti.
Gluggarnir eru litlar borur, sem
rétt köttur kæmist um. En það
sem vekur athygli, er að kalla má
Framhald á 6. siöu