Alþýðublaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 19. júlí 1978 S3ST.
alþýðu
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur:
Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Slöu-
múla 11, sfmi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Áskriftaverð 2000 krónur á
mánuöi og 100 krónur I lausa-
sölu.
Ábyrgð í stað pólitískra
strákslegra skollaleikja
Margir eru orðnir óþolinmóðir
að bíða eftir nýrri ríkisstjórn.
öllum er Ijóst, að vandamál
efnahagslífsins hrannast nú upp
og að vandinn er að verða meiri
en hann hefur nokkru sinni áður
verið í íslenzku þjóðfélagi.
Auðvelt væri að kenna núverandi
ríkisstjórn um alla erfiðleikana,
en málið er ekki svo einfalt. Nú
eru að koma fram afleiðingar
margvíslegra ráðstafana, sem
sumar hverjar má rekja langt
aftur í tímann. Þjóðin i heild ber
að nokkru ieyti ábyrgð á því
hvernig komið er. Ofaná bætist
svo lítil og slök stjórn.
Ljóst er, að nokkur bið getur
orðið á myndun nýrrar ríkis-
stjórnar. Margir stjórnmála-
menn veigra sér við að bera þá
ábyrgð, sem því fylgir að takast
á við vandann. Margvíslegar
tölur berast nú daglega um stöðu
atvi nn uvega nna, ástand
peningamála, utanríkisviðskipti
og fleira. Og stöðugt verður
myndin dekkri,- sem við blasir.
Það kann að vera mannlegt að
veigra sér við því, að efna til
óvinsælla ráðstafana, sem hljóta
að koma illa við hvern mann. En
það er ekki stórmannlegt!
I þeim umræðum, sem nú eru
að hefjast, verða fulltrúar
stjórnmálaflokkanna að hraða
umræðum eftir beztu getu.
Nauðsynlegt er, að f jalla þegar í
stað um þá málaflokka, sem lík-
legastir eru til að valda mestum
ágreiningi. Má þar nefna grund-
vallarstefnuna í efnahagsmálum
og varnarmálin. Það væru mikil
mistök ef tímanum yrði eytt í
orðaskak um lítilsverða hluti.
Þá er mikils um vert, að náið
samráð og samvinna verði höfð
við launþegasamtökin í öllum
þeim umræðum, sem framundan
eru. Hér á landi verður engum
umbótum komið á, engar
breytingar gerðar og baráttan
gegn verðbólgunni er óhugsandi,
án stuðnings og samþykkis laun-
þegasa mtaka nna. Alþýðu-
flokkurinn mun leggja mikla
áherzlu á að þessi samvinna geti
orðið sem mest og bezt. Á sama
hátt verður að tryggja góð sam-
skipti við vinnuveitendur.
Alþýðuf lokkurinn hefur æ
ofaní æ bent á þá staðreynd, að
eigi einhver minnsti árangur að
nást í þeirri baráttu, sem fram-
undan er, þurfi að skapa sem
allra mesta þjóðareiningu, frið á
vinnumarkaði og kjarasáttmála,
er veiti svigrúm til raunhæfra
aðgerða. Framundan eruerfiðir
tímar. Fullri ábyrgð verður lýst á
hendur þeim, sem ekki eru til-
búnir að efla samstöðu þjóðar-
innar. Sé það hugmynd einhverra
að auka á deilur og ófrið í þjóð-
félaginu svo þeir megi styrkja
pólitíska stöðu sína, verður að
taka í taumana af mikilli hörku.
Alþýðuf lokkurinn er stað-
ráðinn í því, að reyna stjórnar-
myndun til þrautar. Flokknum
var sýnt mikið traust í siðustu
kosningum og hið unga þinglið
hans er staðráðið í því að bregð-
ast ekki þessu trausti.
Flokkurinn gerir sér Ijóst, að
margir eru ósáttir við sigur hans
og munu reyna að bregða fyrir
hann fæti. Verði komið í veg f yrir
að umbótatillögur Alþýðuf lokks-
ins nái fram að ganga, er hann
tilbúinn að leggja þær enn á ný
undir dóm þjóðarinnar. Um leið
hlýturað falla dómurí málilþeirra
stjórnmálaf lokka, sem ekki hafa
manndóm eða þor til að glíma við
þau hrikalegu vandamál, sem
aukast með degi hverjum.
Þjóöin hefur um langt árabil
fylgst með margvíslegum
skrípaleikjum á sviöi stjórn-
málalífsins. Þar hefur lævísi og
laumuspil veriö afgerandi
þáttur. Þessi leikur er ekki
aðeins úreltur, — hann er alvar-
legt og grátt gaman. Þjóðin
krefst meiri einlægni og heiðar-
leika í pólitísku starfi. Hún lætur
ekki bjóða sér pólitíska, stráks-
lega skollaleíkí þegar risavaxin
vandamál blasa við hvert sem
horft er.
—ÁG—
FRETTAHORNIÐ
Þorsteinn B. Jóns-
son 70 ára í dag
Sjötugur er i dag, miöviku-
daginn 19. júll, Þorsteinn B.
Jónsson, málar, Naröargötu 61,
Reykjavik. — Hann veröur I dag
á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar aö Bergstaöastræti
7 og tekur þar á móti gestum á
milli klukkan 16 og 19.
Ný Ijóðabók eftir
Hannes Sigfússon
Mál og menning hefur gefiö vlt
nýja Ijóöabók eftir Hannes
Sigfússon og nefnist hún Orva-
mælir. Hannes hefur veriö I
fremstu röö islenzkra ljóö-
skálda allt frá þvi aö hann gaf
út fyrstu bók slna, Dymbilvöku
áriö 1949. Siöan hefur Hannes
bætt viö þremur ljóöabókum. Sú
siöasta kom út 1966 og nefndist
Jaröteikn. Hannes hefur einnig
samiö skáldsögu og gefiö út
mikiö safn þýöinga á norrænum
Ijóöum.
Þá hefur Mál og menning gef-
iöút skáldsöguna Maöurinn sem
hvarf eftir sænsku höfundana
Maj Sjöwall og Per Wahlöö.
Þýöandi er Þráinn Bertelsson.
Þetta er önnur bókin i sagna-
bálknum Skáldsaga um glæp.
Fyrsta bókin, Moröiö á ferjunni,
kom út á siöasta hausti.
Þá er Baráttan um brauöiö
eftir Tryggva Emilsson komin
út i annarri útgáfu. Fyrsta bók
æviminninga Tryggva, Fátækt
fólk, er löngu uppseld, og kemur
út I annarri útgáfu I haust. —
Búriö eftir Olgu Guörúnu Arna-
dóttur er einnig komin út I ann-
arri útgáfu.
Gigiarfélagið opnar
skrífstofu
Gigtarfélag Islands hefur
opnaö skrifstofu I Hátúni 10 I
Reykjavik og er hún opin
allamánudagafrá klukkan 14 til
16.
Meöal annarra nýjunga I
starfi félagsins má nefna, aö
ætlunin er aö gefa félagsmönn-
um kost á ferö til Mallorka 17.
september næst komandi á
mjög hagkvæmum kjörum. —
Vegna feröarinnar veröur skrif-
stofan opin klukkan 17 til 20 frá
24. til 28. júli. Þar má fá allar
upplýsingar um feröina.
40 þúsund félags-
menn í Alþýðu-
oriofi
Aöalfundur Alþýöuorlofs var
haldinn um siöustu mánaöamót.
Þar flutti formaöurinn, óskar
Hallgrimsson, skýrslu um starf-
semi orlofssamtakanna liöiö
starfstlmabil, þ.e. árin 1976 og
’77. Þar kom m.a fram aö aöild
aö Aiþýöuorlofi eiga nú um 90
stéttarfélög innan Alþýöusam-
bands Islands, auk 4ra lands-
sambanda ASÍ. Einnig eiga aö-
ild Iönnemasamband Islands,
Verkastjórasamband Islands og
Bifreiðastjórafélagiö Frami.
Félagsmenn eru um 40 þúsund.
Eftir aukningu á hlutafé fyrir-
tækisins eru eigendur nú Al-
þýöusamband Islands og Al-
þýöuorlof annars vegar og Sam-
band islenzkra samvinnufé-
laga og Samvinnutryggingar
hins vegar.
Alþýöuorlof hefur tekiö upp
samstarf viö Menningar- og
fræöslusamband alþýöu um
skipulagningu sérstakra
fræösluferöa fyrir félagsmenn
stéttarfélaganna. Þetta er nýr
þáttur i starfseminni og nefnist
hann ,,AÖ feröast og fræöast”
Kynnisferö hefur veriö farin til
Noregs þar sem trúnaöarmenn
verkalýösfélaga kynntu sér
starfshætti verkalýössamtaka
þar I landi, þjálfun trúnaöar-
manna, eftirmenntun, vinnu- og
umhverfisvernd og fleira.
1 aðalritstjórn Alþýöuorlofs til
næstu tveggja ára voru kjörnir:
Oskar Hallgrimsson, formaöur,
Björn Jónsson, Halldór Björns-
son, Guöriöur Eliasdóttir, Einar
Ogmundsson, Lúther Jónsson
og Jón Björnsson.
Vinnum aft eflingu Alþýöuflokksins meö þvi aö gera Alþýöublaöiö aö sterku
og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaöarstefnuna á islandi.
Gerizt áskrifendur i dag. Fyllið út eftirfarandi-eyðublaö og sendiö það til
Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavik eöa hringið i sima 14-900 eöa 8-18-
•66.
U)
<o
a>
ioO
co i—
<o c=
cb
?t=
W to
’LU sco
alþýóu-
blaöid
Siðumúla 11
Reykjavik
Sitt iítid af... 4
þess aö hinn,heimski lýöur skilji
stefnu flokksins. Aö sjálfsögöu
er krafa þeirra réttmæt vegna
fyrrgreindra yfirlýsinga for-
ystumanna flokksins um gáfna-
far kjósenda, hvort sem þeir
sjálfir hafi þá dómgreind til að
bera aö geta dæmt heila þjóö
eins óviröulega og raun bar
vitni.
Þá segir i lok ályktunarinnar
að ungir framsóknarmenn muni
engan veginn sætta sig viö þaö
aö Framsóknarflokkurinn veröi
i framtiöinni Htill miöflokkur.<
Veröi þviaö endurreisa flokkinn
á nv.
Félag ungra Framsóknar-
manna ályktaöi einnig um kosn-
ingaúrslitin. Þar er þess krafist
aö ýmsum breytingum veröi
hrundið I framkvæmd svo og
FULLTRUI
Hitaveita Akureyrar óskar aö raöa nú
þegar til starfa fuUtrúa á skrifstofu Hita-
veitunnar, með viðskiptafræði eða tækni-
menntun.
Umsóknir er greini aldur menntun og
fyrri störf skulu sendar undirrituðum
Hafnarstræti 88b Akureyri,fyrir 24. júli n.k.
Undirritaður veitir nánari upplýsingar
um starfið
Hitaveitustjóri
UTBOO
Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i
lagningu 10. áfanga dreifikerfisins.
tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 B,
frá föstudegi 21. júli gegn 30 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Akureyr-
arbæjar, Geislagötu 9, föstudag 28. júli
1978 kl. 11 f.h.
Hitaveitustjóri.
öörum nýjungum.
Beina þeir spjótum slnum
aöallega aö rekstri og f jármála-
legri umsýslan framkvæmda-
stjórnar. Fara þeir siöan fram
á þaö aö nýr framkvæmdastjóri
veröi ráöinn, þar sem um „vita-
vertandvaraleysi” hafi verið aö
ræöa. Einnig hvetja þeir for-
ystumenn flokksins til þess aö
svara ásökunum um fjármála-
óreiöu og mistök. Segja þeir þaö
óþolandi fyrir hinn almenna
flokksmann aö flokksforystan
hiröi ekki um aö skýra, hvernig
málum er I raun háttaö. beear
blöö birta æ ofan 1 æ greinar um
spillingu og aöstööubrask innan
Framsóknarflokksins. Segja
þeir ennfremur að sú þögn er nú
lykji um forystuna sé aöeins til
þess fallandi aö ýta undir þann
oröróm sem blaöagreinar koma
á kreik.
Segir i lokin aö nú gildi sam-
staöan og aö nú veröi aö knýja
fast á meö þaö aö þessum
stefnuatriöum veröi hrundiö i
framkvæmd sem allra fyrst.
Greinilegt er aö ungir fram-
sóknarmennætlaaö láta reyna á
þaö, hvort þaö dugar aö berja
hausnum i steininn svo hann
molni mélinu smærra. Hvort
þaö dugar veröur ósagt látiö.
Vonandi tekst þeim þó aö vinna
eitthvaö á honum.