Alþýðublaðið - 03.08.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1978, Síða 4
alþýöu blaðiö Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeijd Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Fimmtudagur 3. ágúst 1978 Árni Gunnarsson skrifar: Pólitískt sjónarspil og brúk- un Alþýðuflokks A framboðsfundum í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir síðustu al- þingiskosningar sagði Stefán Jónsson, þing- maður Aiþýðubandalags- ins: „Ég ætla ekkert að fara að deila við Aiþýðu- f lokkinn. Það getur verið, aðvið þurfum að BRÚKA hann eftir kosningar". Þessi orö lýsa betur en flest annaö viðhorfi Alþýöubanda- lagsmanna til Alþýðuflokksins. Og þannig hefur þetta verið i áratugi. Eða eru menn kannski búnirað gleyma sundrungar- og klofningsstarfi kommúnista i Alþýöuflokknum. Þeir hafa brúkaö Alþýðuflokkinn sér til framdráttar, og það munaði minnstu að þeim tækist ætlun- arverk sitt: að eyðileggja hann endanlega. Stefán Jónsson er að því leyt- inu heiðarlegri en flokksbræður hans, að hann segir frá þessu opinberlega. Það geröi einnig fyrrverandi formaður flokksins, Ragnar Arnalds. Hinir bara leggja á ráðin, skipuleggja og kanna allar þær leiðir, er flýtt gætu förinni að þvi marki að Al- þýðuflokkurinn yrði rústir ein- ar. Eftir kosningar Alþýðubandalagsmenn urðu skelfingu lostnir, er úrslit kosn- inganna lágu fyrir. Alþýðu- flokkinn skorti ekki nema rösk- lega 1000 atkvæði til að verða stærri en Alþýðubandalagið og hann varð jafnstór Alþýðu- bandalaginu á þingi. Hugmynd- in um að brúka Alþýöuflokkinn fór út i veður og vind. Nú voru góð ráð dýr. Á fyrsta degi eftir kosningar byrjuðu hugmynda- fræðingar Alþýðubandalagsins að velta vöngum og hugleiða hvernig ætti að vinna á óvinin- um. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Vest- fjarðakjördæmis, sendi Alþýöu- flokknum tóninn i útvarpsviðtali daginn eftir kosningar. Þar gerði hann litið úr sigri flokks- ins og þvi fólki, sem kaus hann. Varla gátu ummæli hans talist góð byrjun á þvi samstarfi, sem svo margir hafa óskað eftir aö gæti tekist. Ummæli Kjartans komu þvert á þær óskir og von- ir, sem Einar Olgeirsson lét i ljós eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar. Þá sagði þessi þraut- reyndi forystumaður kommún- ista á Islandi, að nú bæri verka- lýðsflokkunumað taka höndum saman og vinna stóra sigra. En Kjartan og hans lfkar hafa greinilega aðrar skoöanir. Kannski honum finnist, aö Ein- ar Olgeirsson hafi mildast um of með árunum. Hann sé ekki nógu harður lengur. Til Sjálfstæðisflokks Harölinumennirnir i Alþýðu- bandalaginu voru nánast ráða- lausir, þegar umræður um stjórnarmyndun þurftu að byrja. Einu ráði lumuðu þeir þó á. Ef Alþýðuflokkurinn yrði ekki eftirgefanlegur og brúkanlegur, yrði þjóðarheill fórnað, öllum efnahagsvanda gefið langt nef, svo og stóru orðunum um nauð- syn aukinnar samvinnu innan verkalýðshreyfingarinnar, að- eins til að ná tilteknum pólitisk- um árangri, þ.e. að koma Al- þýðuflokknum i eina sæng með Sjálf stæðisflokknum. Meðal annars afþeirri ástæðu hafnaði Lúðvik Jósepsson og þingflokkur hans, umhugsunar- litið, hugmyndinni um „nýsköp- unarstjórn”, sem langmesta möguleika hefði haft til að berj- ast við verðbólguna, koma á kjarasáttmála og vinnufriði. Al- þýðubandalagsmenn töldu nefnilega, að Alþýðuflokkur- inn myndi þá þegar hefja við- ræður við Sjálfstæðisflokk um nýja „viðreisn”. Það kom Alþýðubandalags- mönnum mjög á óvart hversu litinn áhuga Alþýðuflokkurinn ■í- • hafði á samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Alþýðuflokkur- inn hefur aldrei fengið aðra eins útreið i kosningum eins og eftir samstarfiö i viðreisnarstjórn- inni. A þetta einblindu harðlinu- menn Alþýðubandalagsins og vildu allt til þess vinna, að Al- þýðuflokkurinn hæfi þetta sam- starf á ný, ella gæti hann orðið Alþýðubandalaginu verulega skeinuhættur i náinni framtið. Þegar ljóst var, að Alþýðu- flokkurinn taldi „viðreisn” ó- raunhæfan möguleika, byrjuðu Alþýðubandalagsmenn að kyrja songinn um „vinstri stjórn”. Þessi hugmynd og kenning um „vinstri stjórn” er að þvi leyt- inu fáránleg, að Alþýðubanda- lagið virðist enga grein gera sér fyrir þvi hve sterk ihaldsöflin eru i Framsóknarflokknum. Hugmyndafræðingar sósialista- og kommúnistaflokka i ná- grannalöndum okkar myndu hlæja sig skakka, ef hugmynda- fræðingar Alþýðubandalagsins reyndu að telja þeim trú um, að Framsókn væri vinstri flokkur. Framsóknarflokkurinn er dæmigerður miðflokkur, þar sem gifurlegir fjármunir og völd hafa safnast á fárra manna hendur. En ekki meira um það. Aö minu mati voru viðræð- urnarum „vinstri stjórn” hrein og klár sýndarmennska af hálfu hóps ráðamanna i Alþýöu- bandalaginu, þótt nokkrir gengju heilshugar til leiksins. .J>etta var bara einn þáttur i þvi laumuspili að spyrða saman Al- þýöuflokk og Sjálfstæðisflokk. Lúðvik vildi geta sagt, að hann hafi knúið Alþýðuflokkinn til „vinstri” viðræðna, en kratarn- ir hefðu bara haft gömlu ihalds- úrræðin og ekki viljað feta „vinstri” leið. Enda kom það á daginn, þegar slitnaði upp úr viðræðunum. Alþýðubandalag- ið lét springa á tillögum i efna- hagsmálum, sem jafnvel þeirra eigin hagfræðingar hlógu að. Hvaða máii skipti harðlinu- mennina þó 10 til 20 milljarða skorti svo dæmið gengi upp, bara ef þeir fengju höggstað á krötunum, og ástæðu til að hlaupast frá ábyrgðinni? Undanfarna daga hefur Þjóð- viljinn dregið upp striðsletur sitt og fullyrt að Alþýðuflokkur- inn hafi svikið launþega, viljað helmingi meiri kjaraskeröingu en sjálf kjaraskerðingar-stjórn- in. Þjóðviljann munar litið um að hagræða sannleikanum og allir biða spenntir frá degi til dags eftir nýjum útgáfum frá Lúðvik á vonzku kratanna. En Þjóðviljinn og Lúðvik hafa þag- að yfir þvi, að þeir vildu stuðla að þvi, að prófessorar og þing- menn fengju 70 þúsund króna hækkun á mánaðarlaun á sama tima og verkamaður fengi 6- 7000krónur. Þeir vildu stuðla að gamla hafta- og skömmtunar- fyrirkomulaginu með allri þeirri pólitisku spillingu, sem þvi fylgdi. Þeir neituðu að horf- ast i augu við þá staðreynd, að gengi krónunnar var fallið. All- ar nýju tölurnar um slæma af- komu þjóðarbúsins hræddu þá og gerðu þeim auðveldara að nota „vinstri” viðræður i póli- tiskum tilgangi. Alþýðubanda- lagið er „króniskur” stjórnar- andstöðuflokkur sem lifir á erf- iðleikum annarra og nærist á upplausn og óstjórn. En það er ekki vist að kjós- endur Alþýðubandalagsins fyr- irgefi þeim óheilindin i þetta sinn. Það er ekki vist að her- námsandstæðingar taki með þegjandi þögninni, að þeir voru tilbúnir aö verzla með varnar- málin. Vonandi fer fólki nú að skiljast hvers konar flokkur Al- þýðubandalagiðer. — Það hefúr nú tvivegis komiö I veg fyrir stjórnarmyndun aðeins til aö þjóna eigin pólitiskum hvötum, án minnsta tillits til þjóðarheill- ar. Verkalýöshreyfingin Það hefur lengi verið ósk og von undirritaðs, að þróun mála hér á landi gæti orðið sú, að unnt reyndist á næstu árum að skapa voldugan lýðræðissinnaðan verkalýðsflokk. Grundvöllur að slikum flokki er náið samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þetta samstarf hefur verið fyrir hendi. Verkalýðsfor- ingjar Alþýðubandalagsins eru mun frjálslyndari og ábyrgari menn en hugmyndafræðingarn- ir. Þess vegna hefur þetta sam- starf tekist. Og vonir stóðu til, að það ætti eftir að verða énn meira og mun nánara.. Með þessari samvinnu hefði m.a. verið unnt, að taka föstum tökum endurskipulagningu verkalýöshreyfingarinnar, sem um of hefur verið bundin i viðjar fornra byltingarhugmynda. Unnt hefði verið að tryggja þau áhrif launþegahreyfinganna á landsstjórnina, sem svo nauö- synleg er. Þetta er markmið jafnaðarmanna og verður á- fram, hvernig svo sem Alþýðu- bandalagið hamast á Alþýðu- flokknum og reynir aö gera hann tortryggilegan i augum launafólks. Reynslan hefur sýnt og sann- að, að enginn islenzkur stjórn- málaflokkur hefur borið hags- muni launamanna eins fyrir brjósti og Alþýðuflokkurinn. Umbótastarf hans á liðnum ára- tugum hefur borið gifurlegan árangur. Afram verður haldið á sömu braut, — stefnt að kjara- sáttmála, vinnuvernd, bættu starfsumhverfi, meiri áhrifum launþega á stjórnir fyrirtækja og öflugri verkalýðshreyfingu. Ef Alþýðubandalagið vill ekki taka þátt i þessari baráttu, ætti það einfaldlega að fella grim- una, og koma fram með sitt rétta andlit. — Þvi mun ekki auðnast, fremur en öðrum, að brúka Alþýðuflokkinn AG— Rætt við Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðusambands Vestfjarða Snorri Jónsson braut trúnað ASl //Alþýöubandalagið þorði ekki aö takast á við þann vanda, sem nú er við að etja. Á því sprungu vinstri viðræðurnar. Þeir vildu heldur vera utan stjórnar og gagnrýna og skera svo upp í atkvæðum í næstu kosníngum, sem þeir reikna með að verði innan skamms. Síðan ætia þeir auðvitað að ná öðrum höfuðtilgangi sín- um, sem er að gánga af Alþýðuf iokknum dauð- um, þeim blæðir lfka> mjög í augum fylgis- aukning Alþýðuflokksins í síðustu kosningum." Þetta voru orð Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðu- sambands Vestfjarða, er blaðamaður Alþýöublaðsins innti hann álits á slitum vinstri viðræönanna i gær. Um kröfuna um samningana i gildi, sagði Pétur: „Þessi krafa getur ekki verið yfirlýst stefna Alþýðu- sambandsins, eins og Snorri Jónsson heldur fram, a.m.k. talar hann ekki fyrir hönd verkamannahópsins innan ASl, þegar hann segir, að það sé ófrávikjanleg krafa, að samn- ingarnir taki gildi hjá öllum. — Hvað vilt þú segja um þá tiliögu Alþýðubandalagsins, að greiddar verði fullar visitölu- bætur aiveg upp úr og svo settur sérstakur skattur á hátekju- fólk? „Það er bara hringavitleysa, að vera aö greiða út laun og taka þau svo til baka aftur, þá er alveg eins gott að vera ekkert að greiða þessi laun. Þetta er auðvitað bara leikur að orðum og tölum”. — i viðtali við Þjóðviljann i gær gagnrýnir þú verkalýðsfor- ystuna harðlega fyrir að hafa ekki 'halt'. samráð við launþega og fyrir aö hafa ekki haft frum- kvæði að viðræðum við vinstri fiokkana meðan stjórnarmynd- un var reynd með þeim. „Já, ég vildi, að það kæmi fram að ég tel að miðstjórn Alþýðusambandsins hafi brugð- izt með þvi að svara Benedikt neitandi. Þaö var ábyrgðarleysi og trúnaðrbrot hjá Snorra Jóns- syni að kalla ekki saman mið- stjórn Alþýðusambandsins til að ræða svarið. Hins vegar álit ég, að miðstjórnin hefði svarað þvi neitandi að ræða við Benedikt einan! Þegar flokkarnir voru komnir lengra i viðræðunum hefði það verið siðferðisleg skylda miðstjórnar ASl, að óska eftir viðræðum, ef þeir hefðu ekki verið kvaddir til þeirra. Allir verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins sögðu fyrir kosningar, að launafólk ætti þann eina kost til að rétta hlut sinn, að merkja rétt við i kjör- klefanum. Kjósendur fóru eftir þessum ábendingum, þvi að þessir flokkar juku verulega fylgi sitt og þá var eðlilegt sem næsta skref að Alþýðu- sambandið og þessir sömu menn hefðu frumkvæði að þvi ræða við þessa flokka. En þarna brugðust Alþýðubandalags- mennirnir. Aftur á móti sitja þessir garpar, eins og Snorri Jónsson, Guðjón Jónsson, Guð- mundur J. Eðvarð Sigurðsson og fl. á fundum með Alþýðu- bandalaginu til að uppfinna ráð til að svikjast undan vand- anum.” Fulltrúaráð Alþýðu- flokksins á Akureyri efnir til opins fundar i Strandgötu 9 klukkan 8:30 annað kvöld, fimmtudaginn 3. ágúst. Bragi Sigurjónsson og Árni Gunnarsson verða á fundinum og ræða stjórnmálaviðhorfin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.