Alþýðublaðið - 22.09.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 22.09.1978, Side 2
2 Föstudagur 22. september 1978 alþýöu- n RT'iT' t'tg. Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri og ábm. Arni Gunn- arsson. AAsetur ritstjúrnar «r i Si&umúla 11, simi 81866. Prentun Bla&aprent h.f. AskriftaverA 2000 krónur á mánu&i og 100 krónur I lausa- söiu. Lögum um tekjuskatt verður að breyta Alþyöuflokkurinn hefur haldiö þvi fram aö álagning tekjuskatts á launatekju i þeim mæli og þeirri m\-nd sem tiökast hefur þurfi verulegrar endurskoðunar viö. Þessi stefna Alþýöuflokksins hefur ekki breytst þó hann hafi þurft vegna bráö aökallandi verk- efna aö samþykkja nú þann viö- bótarskatt sem lagöur var á til striðsrekstrar gegn verðbólgunni. Stefna Alþyöuftokksins er sú að ekki veröi greiddur tekjuskattur af almennum launatekjum og aö verulega veröi hreinsað til þannig að álagning sé einföld og giröi fyrir skattsvik eins og mögulegt er. Ef skoðað er af raunsæi álagn- ingu tekjuskatts þá er hann langt þvi frá sú réttlát tekjujöfnunar leiö sem sumir vilja halda fram. Við þekkjum öll svo fjölda mörg dæmi i kringum okkur sem sanna þaö. Sá stórihópursem lifirlangt um hærra en skattskráin gefur til kvnna aö hann hafi tekju til, veldur réttlátri reiöi hinna sem samviskusamlega greiöa sin gjöld. Það þarf þvi engan aö furöa aö þessi mál séu tekin til umræöu i fjölmiölum þvi skattlagning snertir hvert einasta heimili i landinu. Það hefur þvi vakiö nokkra furöu hversu óstinnt vinir vorir á Þjóöviljanum hafa tekið skrif Sveins Jónssonar um þessi mál. Þaö er þörf á skoöanaskiptum þau. Viðhorf al- mennings til ríkisstjórnarinnar mun mjög mótast af þvi hvort hún kemur á hreinni og réttlátari skattalögum eöa hjakkar bara i fari fyrri rikisstjórna. Rétt leiö veröur ekki fundin nema mál- efnalegar umræður eigi sér staö. Viö bentum hér á fyrir nokkrum vikum á eina af þeim hugmyndum sem rætt er um meðal almennings til úrbótar i þessum málum. t þeirri hugmynd er gert ráö fyrir skatti af brúttó •tekjum eins og útsvariö en álagning hans hef jist ekki fyrr en ofánvið mörk sem miöuöeru viö daglaun verkamanna. Siöan geturveriö tröppugangur á álagningarprósentunni að ákveðnu hámarki. Með þvi aö breyta yfir i brúttóskatt Vosnar um mikinn starfskraft á skatt- stofunum sem nú fer í þaö aö fara yfir frádráttarliðina. Þennan starfskraft má nota til að vinna gegn skattsvikum. Meö þessu er einnig lokaö fjölda undankomu leiöaþeirra sem spila á kerfiö. Ef haföar eru ákveönar álagningar prósentur á brUttó tekjur fyrir ofan tilgreind mörk þá veit fólk hversu miklu það heldur eftír af þvi sem þaö fær i launa umslag-. inu. Rikiö krefst ráödeildar af þegn- unum, þegnarnir eiga sömu kröfu á hendur rikinu þess vegna á álagningar prósentan aö vera föst samkvæmt þessari hugmynd. Ef tekjur einstaklinga breytast þá eiga tekjur rikisins af þessum skattí aö breytast i sama hlutfalli. Þá vita báðir hvar hinn stendur og meira öryggi og tiitrú skapast. HH. „Endurskipuleggja þarf starf Framsóknarflokksins” — segir Eiríkur Tómasson, nýkjörinn formaður SUF Á síöasta þingi Sam- bands ungra fram- sóknarmanna/ er haldið var í Bifröst í Borgarfirði fyrir skömmu/ var Ei- ríkur Tómasson/ sonur Tómasar Arnasonar/ f jármálaráöherra/ kjör- inn formaður. Eiríkur hefur lengi verið framar- lega í flokki ungra fram- soknarmanna, og var í 3. sæti á f ramboðslista Framsóknarflokksins við siðustu borgarstjórnar- kosningar. Alþýðublaðið haföi samband við hinn nýja formann SUF og spurði hann fyrst um sambandsþíngið. „Þetta nýafstaðna þing var miklu fjörugra en a.m.k. siöasta þing, bæöi fjölmennara og lif- legri umræður. Segja má að hver þátttakandi hafi núna ver- ið virkur. Við skiptum niöur i marga umræðuhópa, þar sem voru fáir þátttakendur i hverjum. Mér finnst þetta þing lofa góöu i þessu tilliti. Hins vegar var málefnalega ekki um mikla stefnubreytingu að ræöa. Það kom fram, að menn binda vonir við þetta stjórnarsamstarf, sem nú hefur nýtekizt, og eru mun ánægðari meö það en fyrri stjórn. Þaö er ekki óliklegt að það hafi valdiö mestu um þaö hve þingiö tókst vel.” — Nú hafa ungir framsóknar- menn mikiö um þaö rætt, aö nauösynlegt sé að endurskoöa starf flokksins. Hvert veröur næsta skrefið i þvi máli? „Þaö er alveg ljóst aö þaö þarf aö vinna alveg markvisst aö þvi að bæta flokksstarfið. Við viljum fyrst og fremst auka tengsl flokksforystunnar við hinn almenna flokksmann og gera flokksstarfið liflegra en það hefur verið. Fyrsta skerfiö i þá átt er það aö þessi mál verða rædd innan stjórnar SUF og ég á von á þvi að stjórnin móti einhverjar ákveðnar tillögur sem siöan verða sendar til fram- kvæmdastjórnar flokksins. Einnig komu fram hugmyndir á flokksþinginu um bætta starfs- hætti. Þá hefur verið skipuö nefnd innan flokksins um þessi mál og eigum við þar okkar fulltrúa. Viö væntum góös af starfi þess- arar nefndar. Hins vegar er ekki timabært aö skýra frá þvi, hverjar þessar breytingar verða, æösta stjórn flokksins verður að taka ákvörðun um það.” — Eru ekki nau&synlegar s k i p u 1 a g s b r e y t i n g a r i flokknum. „Þaö er þaö, sem nú er verið að skoða. Ég tel að það þurfi ekki endilega að breyta lögum flokksins, heldur fyrst og fremst inntaki flokksstarfsins. Bæöi þarf að efla tengsl forystunnar við hinn almenna flokksmann eins og ég sagði áðan og lika aö taka upp nýjar starfsaðferðir, sem ekki hefur verið beitt áður”. — Hverjar eiga þessar nýju starfsaöferöir að vera? „Þar er nú af mörgu að taka. Fyrst vildi ég nefna Timann, sem má segja aö hafi verið staönaður fram að siðustu kosningum, en hann hefur rétt mjög úr kútnum eftir það. Blaöið hefur veriö opnaö, og umræöur i blaöinu hafa verið miklu liflegri. Náttúrulækningadag- urinn á sunnudag Sunnudaginn 24. sept. n.k. er hátíðis- da gur náttúru- lækningamanna. Að venju verður hann haldinn á heilsuhælinu i Hveragerði. Náttúru- lækningadagurinn er kynningardagur náttúrulækninga stefn- unnar og einnig á þeirri starfsemi sem hún hef- ur tekið sér fyrir hend- ur. I Hverageröi er rekiö heilsu- hæli sem tekur 170 manns á dag, en mörg hundruö manns á biö- lista næstum allt áriö. Þar er i byggingu nýtt og stærra heilsu- hæli og er ein álma komin i notkun. Þaö vantar meira fé svo hægt sé að halda þeirri bygg- ingu áfram. Þar er rekin stór garðyrkjustöö og þaöan fær heilsuhælið sitt grænmeti, sem eingöngu er ræktaö meö lif- rænum áburöi. Þar er garö- yrkjustjóri sem er eini islenzki sérfæöingurinn i lifrænni ræktun. t Reykjavik reka náttúrulækningamenn matsölu, verzlun að Laugavegi 20 og bak- ari. Á Akureyri stendur til og er i undirbúningi aö reisa heilsu- hæli þegar fé veröur tíl. t nær 40 ár hefur stefna náttúru- lækningamanna veriö aö efla og útbreiöa þekkingu á lögmálum heilbrigös lifs og heilsusam- legum lifnaöarhttum. Aö kenna mönnum aö varast orsakir sjúk- dóma og útrýma þeim, aö vinna aö þvi aöþeir sem veiklaöir eru orönir eöa sjúkir, geti átt kost á hjúkrun og lækningameöferö hérlendis. Aö stuöla aö stofnun náttúrulækningafélaga viös vegar um landið. Náttúru- lækningadagurinn er einnig minningardagur Jónasar Krist- jánssonan læknis, upphafs- manns náttúrulækninga á ts- landi. . : Framhald á bls. 3 Annað sem mætti nefna er alls konar ný form á flokksstarfinu, t.d. mætti stofna hópa á vinnu- stöðum, i stéttarfélögum og i einstökum borgarhverfum hér i Reykjavik. Flokksstarfið hefur hingaö til verið i allt of stórum einingum hérna i þéttbýlinu, aö minum dómi. Þannig hafa aðeins fáir verið virkir af stórum hópi, og æskilegt að skipta þessu upp i smærri ein- ingar. — Telur þú að Framsóknar- flokkurinn hafi látið of litiö til sin taka innan verkalýös- hreyfingarinnar? „Já, ég er þeirrar skoðunar, aö það þurfi að efla starfið þar, og eins tel ég að þurfi að efla tengslin við samvinnuhreyf- inguna. Ég tel að fram- sóknarmenn geti stuðlað að æskilegum breytingum innan samvinnuhreyfingarinnar. — Nú hefur veriö um þaö rætt aö leggja þurfi meiri áherslu á hug my nda f ræöilega n þátt baráttu ykkar. Er þá von á stefnuskrá Framsóknar- flokksins? „A síðasta flokksþingi var samþykktur hugsjónagrund- völlur flokksins, og hugsjóna- stefna hans er í sjálfu sér skýr. Það sem vantar er frekari út- færsla hugsjónagrundvallarins með þvi að mörkuð sé skýrari stefna i þeim málum, sem uppi eru á hverjum tima.” — Hvaöa ályktanir dregur þú af fylgishruni flokksins i Reykjavik og Reykjanes- kjördæmi fyrir flokksstarfiö I framtiöinni? „Astæöan fyrir tapinu þar er öðrum þræði sú að þar er mest af lausafylginu. Úti á landi er fólk bundnara flokkunum, enda stóð Framsóknarflokkurinn þar viöa i stað á meöan fylgi hans jókst verulega i þéttbýlinu á árunum eftir 1950 og til 1967. Hins vegar hefur flokkurinn ekki gefið nægilegan gaum að suðvesturhorninu og ibúum þess. A vissum sviöum finnst mér einnig að flokkurinn hafi veriö of einstrengingslegur i afstöðu sinni til þesssa svæðis, t.d. hvað varðar stefnu Byggða- sjóðs um lánveitingar, þvi ekki hefur verið lánað úr honum til suövesturhornsins eins og til annarra landshluta, þegar atvinnulifið þar hefur átt i erfið- leikum.” — Nú er þvi haldið fram I ályktun SÚF-þingsins, að Framsóknarflokkurinn sé „eini öruggi málsvari bændastétar- innar á Alþingi”. Hvaö vilt þú þá segja um stefnu Alþýöu- bandalagsins i landbúnaöar- málum? „Yfirboðastefna Alþýðu- bandalagsins i þeim málum er hvorki raunhæf fyrir bændur né aöra landsmenn. Dæmiö gengur alls ekki upp hjá þeim, aö ætla að bæta kjör bænda án þess að skeröa hag annarra stétta. Til dæmis stenzt sú stefna þeirra ekki aö minu viti að lækka verð á landbúnaðarvörum, væntan- lega með auknum niður- greiðslum, til að hægt sé að hætta að greiða útflutnings- bætur, þvi landsmenn myndu ekki auka kjötneyzlu sina nægi- lega.” — Nú vakti þaö talsverða at- hygli, aö þingfulltrúar þágu kvöldverðarboð Kaupfélags Borgfirðinga. Telur þú það eöli- legt? „Já, það tel ég. Hér var um að ræða 40 ára afmæli Sambandsins, samtaka, sem hafa verið ófeimin við að lýsa yfir stuðningi við samvinnu- hreyfinguna, og þvi tel ég það ekki óeðlilegt að eitt stærsta kaupfélag landsins skyldi bjóða til kvöldverðar. Ég sé ekkert athugavert við það ef sama fyrirtæki gætu gert það sama eða önnur samvinnufyrirtæki við önnur samtök, sem ættu merkisafmæli og hefðu stutt við bakið á þeim. Hins vegar væri auövitaö óeðlilegt ef boðið væri t.d. ungum sjálfstæðismönnum eða fulltrúum annarra sam- taka, sem ráðizt hafa á sam- vinnuhrey finguna. ’ ’ ÞAÐ GERIR ÞÚ EF ÞÚ REYKIR. í TÓBAKSREYK ERU FJÖLMÖRG ÚRGANGS- OG EITUREFNI, SEM SETJAST í LUNGUN OG VALDA HEILSUTJÓNI. SAMSTARFSNEFND 'UM REYKINGAVARNIR QC3CJ33H 9 M » 1 >

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.