Alþýðublaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. október 1978 Við sættum okkur ekki við atvinnuleysi — segir Tryggve Bratteli fyrrverandi forsætisráðherra FjárhagserfiBleikar þeir, sem nú á siöustu árum hafa gert ýmsum iBnrikjum heimsins erfitt um vik, virBast i mörgu vera meB öBrum hætti en heims- kreppan mikla á árunum eftir 1930. ÞaB er þvi vafa- samt hve árangursrikt væri nú, aB beita gegn henni sömu ráöum og reynd voru þá og haldiB var áfram i efnahags- lifi striBsáranna og þeim aöferBum, sem beitt hefur veriB i uppbyggingunni eftir striBiö, allt til þess er aftur fór aö kreppa aö. Eölilega vekur hiö mikla og vaxandi atvinnuleysi i iönþróuBu löndunum tölu- veröa óró. En er þá ekki þörf fyrir fullt starf allra vinnu- færra handa til þess aö full- nægja allra þörfum? Er þaö möguleiki meö vaxandi tækni og atorku, aö 80 prósent alls vinnandi fólks geti framleitt nægjanlega mikiö öllum til lifsviöur- væris? Hvaö skal þá meö hin 20 prósentin, sem utan viö öll framleiösíustörfin standa? Ég. trúi þvi ekki, aö nokkurt þjóöfélag geti sætt sig viö slikt ástand, jafnt þó aö hægt sé aö fullnægja vel öllum daglegum þörfum. Takmarkiö hiytur aö vera réttlát skipting bæöi vinnu og tekna. Hver og éinn á rétt- mæta kröfu til vinnu, sem honum hentar og gagnleg er fyrir þjóöfélagiö. Og allir eigakröfu til tekna. Þetta er hin sígilda krafa um öryggi, atvinnu og tekjur öllum til handa. „Hernámsandstæðingur” ..Mikil er trú þin kommi”, — varö einhverntimann manni aö orði þegar þaö fréttist að hernámsandstæöingar væru hættir aö nenna aö þramma á milli Keflavikur og Reykjavikur máli sinu til stuönings og þjóö- inni til skemmtunar, en biöu þess i staö handan við Oskju- hliðina eftir fáum göngumóöum ofsatrúarmönnum til þess aö tölta meö þeim siöasta spölinn á Torgið. Þaö hefur verið áberandi á siöustu árum, aö þegar her- námsandstæöingar hafa komist i rökþrot veröur hræsni þeirra og eymd bókstaflega grátbros- leg. Þegar undirskriftasöfnun Varins lands haföi kyrfilega slegið úr höndum þeirra það vopn að þeir væru fulltrúar meirihluta fólksins i landinu og þeir stóöu eftir meö allt á hæl- unum, upphófst einhver skitug- asta rógsherferð sem dæmi eru um. Þegar kjarkurinn reyndist af skornum skammti og mikill skrekkur hlaupinn i þá allra-kjaftforustu var blásiö i lúðra og þvi lýst yfir að mál- frelsi væri i hættu á Islandi en nokkrir sjálfskipaðir landsfeö- ur frjálsræöis stukku til' og stofnuöu sjóö til styrktar þeirri stigamennsku, sem felst i þvi aö hafa æruna af andstæöingunum þegar rök málstaöar þrutu. Og þar höfum viö NIBfrelsissjóð. 1 Alþýöuflokknum eru her- námsandstæöingar I minnihluta hvað sem siöar veröur. Þeir hafa fullt málfrelsi á meöal jafnaöarmanna og er þvi vork- unnarlaust þótt þeim hafi ekki tekist að færa þau rök fyrir mál- staöi sinum sem sannfært hafa meirihluta flokksmanna. Einn þeirra skrifar i Alþýöublaðiö um öryggi Islands og dollara slðastliöinn fóstudag og byriar á þvi að hneykslast á þvi að Loki skuli ekki heldur skrifa i Morgunblaöið þar sem greinar hans séu hver annarri aftur- haldssamari aö hans dómi. Hann á einig fá orð yfir þaö hneyksli, aö Loki skuli hafa veriö iðinn viö að fylla ,,siö- ur málgagns vor jafnaöar- manna”. Þar er þá komiö jöfn- uöinum, aöþeirsem leyfa sér aö vera á annarri skoöun en þessi hemámsandstæöingur meðal okkar, eigi skilyrðislaust aö pilla sig burt og ganga i Sjálf- stæðisflokkinn, „þar sem hann væri frekar i hópi skoöunar- bræðra”. Þetta er afturhaidið holdi klætt, sem hefur veriö aö ganga af Alþýöuflokknum dauö- um á undanförnum árum. í þess anda ætti að vera jafn rökrétt aö segja sem svo, aö allir her- námsandstæöingar eigi aö fylkja sér um Alþýöubandalagiö af þvi aö þar séu þeir frekar i hópi skoöunarbræðra, eða enn heimskulegra afturhald i þess- um stil, sem segöi aö allir verzl- unarmenn ættu aö vera I Sjálf- stæöisflokknum, allir verka- menn I Alþýðubandalaginu, all- ir bændur I Framsóknarflokkn- um og þannig fram eftir götun- um. Þetta afturhald hernámsand- stæöingsins á meðal vor, er á- gætt skólabókardæmi um þann sjálfglaða hroka sem alltof lengi hefur riölaö jafnaöar- mönnum hér á landi og staöiö þróun Alþýðuflokksins fyrir þrifum og iöulega gert þaö aö verkum, aö eölileg skoöana- skipti hafa verið næsta fátið I þessu blaði okkar. A sama hátt og Loki virðir rétt hernámsandstæöingsins á meöal vor til þess aö hafa sinar á stangli skoöanir og kynna þær, þá ætl- asthanntil þessaö sá hinnsami 'virði rétt þeirra flokksmanna sem ekki eru sama sinnis. Hvat- vislegur skætingur i upphafi greinar hernámsandstæðings- ins okkar siöastliöinn föstudag, er máli hans alls ekki til fram- dráttar og er ekki til þess fallinn að gera rök hans aögengilegri. Skoöanir hans eru vissulega athyglisveröar og mun þeim veröa gerö nokkur skil siöar. Þaö er aöeins ein alhæfing sem hernámsandstæöingurinn gri'p- ur algerlega úr lausu lofti i greininni, en þaö er þegar hann gerir Loka upp þá skoðun aö: „Skörulegur málflutningur Vil- mundar Gylfasonar á engan þátt I (kosninga)sigrinum, aö mati Loka”. Vilmundur Gylfa- son á örugglega mjög stóran þátt i kosningasigri Alþýöu- flokksins i' siðustu alþingiskosn- ingum og þaö sæti sist á Loka aö viöurkenna ekki þá staöreynd. Hinsvegarfer nú i hönd sá timi, sem leiöa mun i ljós hvort Vil- mundi veröur eitthvaö ágengt i þeim umbótamálum, sem hann hefur beitt sér fyrir og veröi hann ekki studdur dyggilega af öllum þingmönnum flokksins, er hætta á að fylgisaukningin frá siöustu kosningum hjaöni verulega. Vilmundur Gylfason mun, án efa, veröa fyrsti maöurinn til þess aö viöurkenna rétt ann- arra jafnaöarmanna til þess aö vera honum ekki æfinlega sam- mála og i trausti þess mun Loki og fleiri láta áfram i sér heyra, hvað svo sem hernámsandstæð- ingurinn okkar kann aö vilja i þvi efni. ATHUGASEMD FRÁ RITSTJÓRN 1 þessari grein vegur Loki úr launsátri aö einum blaöamanni Alþýöublaösins, sem geröist svo djarfur (I grein, sem hann skrif- aöi undir nafni) aö kalla skoöanir hans afturhaldssamar. Nú segir Loki, aö i „hernámsandstæöingum” sem hann svo kallar án rökstuönings, búi „afturhaldiö holdi klætt”. Þaö skal tekiö fram, aö þrátt fyrir itrekaöar tiiraunir rannsóknar blaöamanna til aö fá þaö upplýst, hvaöa lögpersóna búi i Loka. eru blaöa- menn Alþýöubiaösins allir meö töiu engu nær I þvi efni. Loki hefur ordid Þankar um nýja vísitölu, gamalt fórnarlömb Araba kjöt og „Þeir bjóöa upp á ódýrt kjöt rétt á meöan þeir eru aö fitla viö visitöiuna.” Lesbók Morgunblaösins 15. okt. llla fór hann Gvendur grey, þótt gamalt hefði hann ketið. Þeir eru til, sem þrífastei, þó þeir geti étið. Þessi visa varö til, þegar gamall smali fannst sálaöur úti I haga, og vildu margir um kenna slæmri matarvist. En sagt var, aö húsmóöir hans hefði laumaö svo litiö bar á nokkrum kjötbitum i mal gamla mannsins aö honum dauöum. Vildi hún með þvi sanna, aö ekki heföi veriö knappur kosturinn. Þetta geröist á þeim tima sem vlöa var þröngt i búi hér á landi þó ekki væri það á þessu heimili, og voru þá menn og skepnur oft illa framgengin aö vori. Nú er hins vegar öld önnur, og talið er, aö frekar veröi ofeldi islenzkum aö fjörtjóni en skortur á mat. Og ekki sizt á kjötát aö vera hættu- legt heilsu manna, og þeim mun er kjötiö banvænna sem þaö er feitara og betra aö fornu mati. Nú hafa samt sem áöur upp- hafist háværar raddir, þar sem ráðamenn þjóöarinnar eru kall- aöir matarillir og um þaö eru þeir sakaöir, / smátt skammti þeir kjötiö. 1 kaupgjaldsvisitölu sé reiknaö meö gömlu og ódýru kjöti, sem hvergi sé fáanlegt i verzlunum. Veröi menn þvi aö kaupa miklum mun dýrara kjöt og þvi aö draga viö sig skammt- inn. Munar menn nú svo mjög i kjötiö, aö þetta kjötsifur er endurtekiö i blööunum dag eftir dag. Rlkisstjórn er sökuö um fölsun visitölu verölags og kaupgjalds, og á sú fölsun aö byggjast á þvi, aö I visitölu- útreikningi sé reiknaö meö veröi á kjöti frá þvi i fyrra, sem til var I byrjun september og greitt var mikiö niöur. Þvi er einnig haldiö fram, aö þetta visitölukjöt hafi aöeins veriö á boöstólum dagana, sem veriö var aö reikna út visitölulækk- unina. Nú hef ég þaö fyrir satt, aö áætlaö kjötmagn frá fyrra ári og niöurgreitt var, hafi veriö fast aö einn fjóröi úr kjötskrokk á hvern mann I landinu. Þar meö talin börn og gamalmenni, náttúrulækningamenn og þaö fólk annaö, sem vegna trúar sinnar, ekki boröar kjöt. Ég hef litinn áhuga á aö bera blak af rikisstjórn þeirri, sem nú situr viö völd en vorkunn finnst mér henni, þó hún ætlaöi, aö allt þetta kjöt, sem greiddi niöur meö hundruðum milljóna, entist eitthvaö fram eftir visi- tölumánuöinum. Annars minn- ist ég þess ekki aö fyrri rlkis- stjórnir hafi yfirleitt talið sig ábyrgar fyrir þvi, aö verö þeirrar vöru, sem til visitölu- útreiknings var tekiö, héldist óbreytt allt til þess er ný vlsitala tæki gildi. Ekki er þaö heldur útilokaö, aö þess mætti finna dæmi, aö einhvern tima hafi veriö fitlaö við vísitöluna hér áöur. En hvernig áttu ráöherrar aö renna grun I, aö menn tækju allt I einu upp á þvi aö éta þvllik býsn af kjöti á nokkrum dögum, aö meö ódæmum má kalla. Hvar er ástæöunnar aö leita? Væri þaö ekki ágætt umfjöllunarefni næstu daga hinum kjötglööu blaöamönnum. En haldi fram þessu geysi lega kjötáti, hlýtur þaö aí brengla allan visitölugrund- völlinn, og væri þá ekki ónýtt fyrir rikisstjórnina aö eiga aö hagfræöiprófessor eöa einhvern annan tölfróðan mann aö rétta reikningana. Engin hætta ætti aö veröa á þvi, aö kjötfjall hlaöist nú upp viö hliöina á smjörfjallinu. Er knappt gæti oröiö um lamb- hrútana aö senda á ölturu Arab- anna handa prestunum aö fórna guöi til dýröar, nema ef vera skyldi, aö einhverjir hafi laum- aö I mal sinn svo lltiö bar á nokkrum bitum af gömlu kjöti Bókaskrá Æskunnar 1978 er komin út. Barnablaölð Æakan Bókaböð Æakunnar Sfmi 17336 Lougavegi 56 Síml 14235 Mesta úrval íslenskra bóka á einum stað. Hagstæöasta verö á markaðnum. Askrifendur blaösins láti afgreiðsluna vita, ef beir hafa ekki fengið bókaskrána senda. Nýir áskrifendur að blaðinu fá skrána senda strax. ||| Til sölu Tilboö óskast I eftirfarandi bifreiöar og vinnuvélar fyrir Reykjavikurhöfn: 1. Trader vörubifreiö árg. 1964, meö þreföldu húsi, ógang- fær. 2. Trader vörubifreiö, árg. 1964, meö tvöföldu húsi. 3. Hjólkrani, Kranekar, meö 3ja tonna lyftigetu. 4. Loftpressa, 150 cft. 5. Loftpressa, 350 cft. 6. 65 hestafla Perkins vél. Ofangreind tæki veröa til sýnis I bækistöö Reykjavlkur- hafnar, Hóimsgötu 12, Orfirseý, mánudag og þriöjudag 23. og 24. október 1978. — Tiiboö veröa opnuö á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, miövikudaginn 25. október n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR , Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.