Alþýðublaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 1
32. þing S.U.J.
verður haldið dagana 4. og 5.
nóvember i Hafnarfirði
Dagskrá þingsins verður nánar
auglýst síðar
Bjarni P. Magnússon formaður
Kjaradómur ákveði laun þingmanna
aö auka hagkvæmni I orkunotk-
un þjóöarinnar og draga úr
henni, þar sem þess er kostur.
Tillaga sama efnis var flutt á
tveimur siöustu þingum af
Benedikt Gröndal og Eggert G.
Þorsteinssyni, en varö ekki út-
rædd.
1 greinargerö meö frumvarp-
inu segir, aö almenningi sé nú
oröiö ljóst, aö íslendingar eru
um lifskjör sin mjög háöir orku,
bæöi aökeyptri og innlendri. Sé
nauösyn á þvi, aö þjóöin geri
heildarúttekt á orkubúskap sin-
um, sem gæti oröiö grundvöllur
aögeröa til aö tryggja stööu
þjóöarinnar i orkukreppunni.
Enda þótt nú sé lögö áhersla á
vinnslu varma og raforku meö
innlendum orkugjöfum, og mik-
iö hafi miöaö i þá átt aö undan--
förnu, er ekki þar meö sagt, aö
gjaldeyrisútgjöldum linni aö
sama skapi. Orkuverin og dreif-
ingarkerfin eru gerö fyrir erlent
lánsfé og notkun þeirra, fylgir
mikill erlendur kostnaöur.
Meö þvi aö skera niöur orku-
notkun sina getur þjóöin bæöi
minnkaö innflutning á eldsneyti
' og dregiö úr fjárfestingaþörf i
nýjum virkjunum og stækkun
orkuflutningskerfa. I greinar-
geröinni eru geröar tillögur um
fjölmargar aögerðir til orku-
sparnaöar, sem stjórnvöld eiga
og veröa aö hafa virka forystu
um.
Hér gefst ekki timi til aö rekja
þær tillögur nánar, þaö veröur
gert siöar hér i blaðinu, en þaö
skal nefnt, að þrir meginflokk-
arnir varöa bætta orkunýtingu
við húshitun og heimilishald, I
atvinnurekstri og I samgöngu-
kerfinu. Þaö léttir alla viöleitni
til orkusparnaöar, aö hér er um
álþjóðlegt viö fangsefni aö ræöa
og góöar lausnir geta vfða átt
viö. —K
Frumvarp þess efnis meðal
tillagna þingmanna Alþýðu-
flokksins á Alþingi
Vart verður annað sagt
en að hið nýja og vaska
þinglið Alþýðuf lokksins
hafi verið iðið við að
leggja fram lagafrum-
vörp og þingsályktunar-
tillögur þann stutta tíma/
sem þing hefur staðið.
Hefur nokkuð verið sagt
frá hinum fyrstu þeirra
hér í blaðinu/ en nú hafa
nokkur fleiri bæst við.
Hér er um að ræða tvö
lagaf rumvörp/ annað
um þingfararkaup al-
þingismanna/ hitt um
meðferð opinberra mála.
Þingályktunartillögurnar
eru einnig tvær, önnur um
varnir gegn oliumengun i
nágrenni Keflavíkurflug-
vallar, og hin um orku-
sparnað.
Þingfararkaup
alþingismanna
Vilmundur Gylfason og Eiður
Guðnason hafa lagt fram frum-
varp til laga um þingfararkaup
alþingismanna. Er þar lagt til
að Kjaradómur ákveöi launa-
kjör þingmanna, i staö þess aö
þingmenn skammti sér sin laun
sjálfir eins og nú er. Gert er ráð
fyrir þvi i frumvarpinu, aö önn-
ur kjör alþingismanna en launa-
kjör ákveöi kjaradómur sömu-
leiöis, þó aö fengnum tillögum
þingfararkaupsnefndar
Alþingis, en hér er einkum um
aö ræöa húsnæöiskostnaö þing-
manna, sem veröa aö halda
annað heimili i Reykjavik um
þingtimann, dvalarkostnaö
þingmanna, sem búsettir eru
utan Reykjavikur, og kostnaö
viö feröalög þingmanna i sinu
kjördæmi.
1 greinargerö meö frumvarp-
inu segir m.a. aö tilgangur
breytingar þessarar sé aö skapa
aukiö traust milli Alþingis og
annarra þegna samfélagsins. A
þaö hafi skort m.a. vegna þeirr-
ar leyndar, sem umleikið hafi
kjör þingmanna. Er gert ráö
fyrir þvi, aö Kjaradómur birti
jafnóöum allar upplýsingar um
hækkanir. Nánar veröur sagt
frá þessu frumvarpi siöar.
Takmarkaður verði rétt-
ur til að úrskurða í gæslu-
varðha Id.
Finnur Torfi Stefánsson hefur
lagt fram lagafrumvarp um
meöferð opinberra mála, þar
sem lagt er til aö þrengdur veröi
réttur dómstóla til aö dæma
menn i gæsluvaröhald. 1
greinargerð meö frumvarpinu
segir flutningsmaöur meöal
annars: „Hin tiöa notkun gæslu-
varöhalds viö rannsókn saka-
mála skapar óþolandi öryggis-
leysi fyrir fólk. Rangar sakar-
giftir geta auöveldlega oröiö til
þess, aö menn veröi hnepptir I
gæsluvaröhald, og eru þess sorg
leg dæmi. Auk þess stríöir hún
gegn mannúöarsjónarmiöum.
Þá leikur vafi á gagnsemi
langrar gæsluvaröhaldsvistar
frá rannsóknarsjónarmiöi, þar
sem framburöur fanga hættir aö
vera marktækur eftir langa
innilokun. Er brýnt aö gera hér
breytingu á og þrengja skilyröi
dómstóla til þess aö úrskuröa
gæsluvarðhaldsvist.”
Auk þess er i frumvarpi Finns
Torfa lagt til aö handtekinn
maöur eigi undir öllum kring-
umstæöum rétt til aö fá skipaö-
an réttargæslumann, en kostn-
aöur viö skipaöa réttargæslu-
menn er greiddur úr opinberum
sjóöum. Einnig er lagt til i
frumvarpinu, aö verjanda sé
heimilt að tala viö sökunaut
einslega, nema dómari telji sér-
staka hættu á aö þaö torveldi
rannsókn.
Rannsókn á olíumeng-
un frá Kef lavíkurflug-
velli
Gunnlaugur Stefánsson hefur
lagt fram tillögu til þingsálykt-
unar um varnir gegn oliu-
mengun I nágrenni Keflavikur-
flugvallar. Þar er lagt til aö
utanrlkismálanefnd Alþingis
veröi faliö aö láta rannsaka
hversu mikil mengun hefur nú
þegar hlotist af oliu i jarðvegi
umhverfis Keflavikurflugvöll. 1
greinargerð meö frumvarpinu
segir aöfulltrúar sveitarfélaga á
Suöurnesjum hafi tjáö flutn-
ingsmanni að nú sé aöeins
timaspursmál, hvenær vatnsból
nokkurra byggðarlaga á Suöur-
nesjum veröi ónothæf vegna
oliumengunar.
Er I greinargeröinni vitnaö I
skýrslu, sem hreppsnefnd
Njarövikurhrepps lét gera
T970—1972, en þar segir:
'„Nefndin telur sig geta rökstutt
þaö meö fjölmörgum ábending-
um aö ekki mörg hundruö tonn
af ollum og bensfni og ýmsu
þrýstilofts flugvélaeldsneyti,
heldur margar þúsundir tonna
hafa runnið út I jaröveg Kefla-
vikurflugvallar á umliönum
áratugum frá byggingu hans...
enn þann dag i dag streymir
olian I tugum tonna út i jaröveg-
inn af slysni, kæruleysi eöa
þekkingarleysi án þess aö nokk-
uö sé að gert”. Segir i greinar-
geröinni, aö ekki sé vitaö til þess
að mikiö hafi hingaö til veriö
gert til varnar og athugunar I
þessu máli, og sé enn viö sömu
vandamál að striöa og lýst sé i
hinni sex ára gömlu skýrslu.
Orkusparnaður.
Þeir nafnar Bragi Sigurjóns-
son og Bragi Nielsson hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um
aö rikisstjórninni veröi faliö aö
láta gera úttekt á orkubúskap
Islendinga. Skuli nú þegar hafn-
ar markvissar aögeröir til þess
alþýöu
i n rt.it.
Fimmtudagur 2. nóvember 1978 — 208. tbl. 59. árg.
Flokksþing Alþýðuflokksins
38. þing Alþýðuflokksins verður haldið
dagana 11. og 12. nóvemBer
Dagskrá þingsins verður auglýst síðar
Benedikt Gröndal formaður,
Björn Jónsson ritari
Tekjuskattur verði afnuminn
af almennum launatekjum
— segir í ályktun sem samþykkt var á
fjölmennum fundi kjördæmisráðs
Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi
Síðastliðinn laugardag.
var haldinn fjölsóttur
fundur i kjördæmisráði
Alþýðuflokksins í
Vesturlandskjördæmi.
Fundurinn var haldinn í
Hótelinu í Borgarnesi og
lauk um kvöldmatarleytið
á laugardagskvöld.
Sveinn Guömundsson formaöur
kjördæmisráösins geröi i upphafi
fundar grein fyrir kostnaöi viö
prófkjör á siöastliönu ári og kosn-
ingabaráttu i tvennum kosning-
um. Greindi hann frá þvi aö
fjáröflun heföi gengiö allvel og
væri allur kostnaöur þegar
greiddur, og yröu reikningar birt-
ir á næstunni.
Alþingismennirnir Eiöur
Guönason og Bragi Nielsson
ræddu um stjórnmálaviöhorfiö og
siðan voru frjálsar umræöur.
Tóku margir til máls og stóöu.
umræður lengi dags.
A fundinum fór fram kjör i
flokksstjórn Alþýöuflokksins.
Eftirtaldir hluti kosningu:
Sveinn Guömundsson,
Akranesi, Sveinn Hálfdánarson,
Borgarnesi, Elinbeigur Sveins-
son, Ólafsvik, Til vara: Rannveig
Edda Há 1 f dá na rdótti r,
Akranesi, Stefán Helgason,
Grundarfiröi.
t fundarlok var samþykkt
svohljóöandi ályktun:
„Fundur kjördæmisráös
Alþýöuflokksins I Vesturlands-
kjördæmi , haldinn i Borgarnesi
28. október 1978, minnir á hinn
mikla kosningasigur Alþýöu-
flokksins i Alþingiskosningunum
siöastliöiö sumar. Fundurinn tel-
ur aö úrslit kosninganna hafi
veriö skýlaus krafa kjósenda um
aukin áhrif Alþýöuflokksins og
stefnumála hans á stjórn landsins
og stefnuna i efnahagsmálum.
Þvi sé þaö skylda ráöherra og
þingmanna flokksins aö fylgja
stefnumálum flokksins fast eftir
innan rikisstjórnarinnar og á
Alþingi.
Núverandi rikisstjórn, sem
mynduö var meöal annars aö
áeggjan verkalýðshreyfingar-
innar, tók viö efnahagsmálunum i
öngþveiti, þar sem undirstööuat-
vinnuvegir voru ýmist aö
stöðvast, eöa þegarstöövaöir. Þvi
er eölilegt aö fyrstu mánuöir af
starfi rikisstjórnarinnar einkenn-
ist af skammtfmaráöstöfunum i
ljósi rikjandi aðstæöna.
1 samstarfsyfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar er aö finna mörg af
stefnumálum Alþýöuflokksins,
m.a. um gerbreytta efnahags-
stefnu og hjöðnun veröbólgunnar.
Fundum kjördæmisráösins tel-
ur aö baráttan gegn veröbólgunni
sé höfuöverkefni rikisstjórnar-
innar, ásamt þvi aö halda uppi
fullri atvinnu, tryggja kaupmátt
lægstu launa og auka jöfnuö i
þjóöfélaginu. Þessa baráttu
verður aö heyja og þar vinnst
ekki sigur, nema i nánu samstarfi
viö samtök launafólks i landinu.
Aö þessu ber rikisstjórninni aö
vinna meö festu og einurö, og
stefna aö þvi aö mjög verulega
dragi úr veröbólgu á árinu 1979.
Fundurinn minnir á þá stefnu
Alþýðuflokksins, aö afnema beri
tekjuskatt af almennum launa-
tekjum, og telur aö viö gerö fjár-
laga fyrir áriö 1979 veröi aö
tryggja verulega stefnubreytingu
i þessum efnum frá þvi sem nú er,
svo og aö dregiö veröi úr fjárfrek-
um framkvæmdum, eftir þvi sem
fært þykir, og itrasta sparnaöar
og aöhalds veröi gætt I öllum
opinberum rekstri og umsvif-
um.”
Ur flokksstarfinu
Eyjólfur Torfi Geirs-
son kjörinn for-
maður Alþýðuflokks-
félag Borgarfjarðar
Aðalfundur Alþýðu-
flokksfélags Borgar-
fjarðar var hadinn i
Borgarnesi að kveidi
mánudagsins 30. októ-
ber sl. Þar fór fram
stjórnarkjör og kjör
fulltrúa félagsins á
flokksþing.
1 upphafi fundarins flutti
formaöur félagsins Tngigeröur
Jónsdóttir skýrslu um starfiö
sföastliöiö ár, sem
einkennenndist af undirbúningi
tveggja kosninga r og
prófkjörum.
Aö loknum umræöum um
skýrsluna fjallaöi Sveinn G.
Hálfdánarson itarlega um
hreppsmálin og uröu um þau
talsveröar umræöur.
Þá fór fram stjórnarkjör.
Ingigeröur Jónsdóttir baöst
eindregiö undan endurkjöri sem
formaöur. en I hennar staö var
kjörinn formaöur Eyjólfur Torfi
(jeirsson. Aörir i stjórn voru
kjörnir: Birna Gunnarsdóttir og
Ingigeröur Jónsdóttir, og til
vara Jón Haraldsson og Ragnar
Asmundsson. Fulltrúi félagsins
á flokksþing Alþýöuflokksins
var kjörinn Eyjólfur Torfi
Geirsson og til vara Ingi
Ingimundarson.
Alþingismennirnir Eiöur
Guðnason og Bragi Nielsson
mættu á fúndinn og ræddu um
stjórnmálaviðhorfiö og fóru
fram miklar umræöur um þátt-
töku Alþýöuflokksins 1 stjórnar-
samstarfinu svo og þær aögerö-
ir, sem rikisstjórnin hefur þeg-
ar gripiö til. Fundinum lauk um
miönætti.