Alþýðublaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 4
alþýðu- blaöió Utgefandi Alþýðaflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Föstudagur 17. nóvember 1978 MÞað er ekki andskota- laust að vera maður” Tillaga um hámarks- og lágmarkslaun og takmörkun yfirvinnu Bragi Sigurjónsson, alþingismaður, hefur flutt á þingi tillögu til þingsályktunar um lágmarks- og há- marksiaun og takmörk á yfirvinnu. í fram- söguræðu sagði Bragi á þessa leið: A þingskjali 30 hefi ég leyft mér aö bera fram svofellda þál.: Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina aö setja 1 samráöi viö launþegasamtökin lög um lágmarks- og hámarkslaun, og skal munur þeirra eigi meiri eneinn á móti tveimur og hálfum til þremur, þ.e. há- markslaun f hæsta lagi þreföld viö lágmarkslaun. 1 sömu lög- um veröi takmörk settum lengd yfirvinnu, þar sem daglega er unniö um virka daga þannig aö hún veröi eigi lengri en 2 tímar hvern vinnudag, nema undan- tekningarleyfi sé veitt af viö- komandi launþegafélagi. Þaö er alkunna, aö skipting launa milli hinna mismunandi starfshópa þjóöfélagsins er ein viökvæmasta og vandteknasta ákvöröun í launamálum. Sifelld spenna og ókyrrö á launamark- aöi veldur hins vegar slikri óvissu, aö þróun atvinnulifsins biöur tjón af. Löngu er ljóst, aö aöilar vinnumarkaöarins, at- vinnurekendur og vinnuselj- endur, hafa ekki reynst þess umkomnir aö skapa festu og jafnvægi I þessum málum. Hér þarf þvi löggjafinn aö setja rammalöggjöf, sem haldi þess- um málum innan vissra marka, en aö.sjálfsögöu leita samvinnu og samráös viö þau samtök, sem þetta snertir mest. Til aö taka af tvlmæii, skal str ax tekiö fram, aö hér eru höfö ihuga laun fyrir ákveöna tima- einingu, þ.e. tlmakaup, viku- kaup fyrir umsamda vinnuviku eöa mánaöarkaup fyrir umsam- inn vinnumánuö, eins og gildir hverju sinni samkvæmt samn- ingum milli aöila vinnumarkaö- arins. Tökum sem dæmi, aö nú væri mánaöarkaup daglauna- manns f ófaglæröu starfi kr. 200 þds. miöaö viö 40 stunda vinnu- viku, en láta mun nærri, aö lægstu greiddir taxtar gefi nú þaö kaup, þá gæti hæstu laun samkvæmt þessari þál. veriö kr. 600 þús., en gætu veriö miöuö viö 33-35 stunda vinnuviku, svo sem samningar eru til um. Eins og tekiö er fram i greinargerö þál. þessarar, er hér aöeins höfö i huga rammasetning fyrir launabilum, en aö neöri jaöar haldi hálaunum í hófi eöa hæfi, og efri jaöar veu’ni þess, aö lág- laun veröi óhæfilega lág, þvi aö alltaf mega þeir betur launuöu sin meir I hverju þjóöfélagi og engan veginn ósanngjarnt aö beita þeim sem nokkurs konar lyftistöng fyrir þá, sem minna mega sin. Hér tel ég mér skylt aö taka fram, aö háttvirtur 4. þing. Noröurlands eystra, Stefán Jónsson, hefur a.m.k. tvö undanfarin þing flutt þál. liks eölis og þessa, er hér um ræöir, hvaö lágmarks- og hámarks- laun snertir. En viömiöun hans varönnur, þ.e. 1 ámóti tveimur, sem mér finnst of lftill munur. Aö sjálfsögöu er mír ljóst, aö sist má vanmeta svonefnda ófagiæröa vinnu, og vfst og satt er þaö, aö þjóöin væri bágiega stödd, ef ekki fengist nægilegt vinnuafl til svonefndra fram- leiöslustarfa, en bæöi er, aö viss framleiöslustörf, svo sem sjó- sóknog bUskapur falla ekki inn- an þess ramma, sem hér er dreginn upp, og svo má menn- ingar- og framfaraþjóö, svo sem viö viljum telja okkur, aldrei missa sjónar á þvf, aö slfku þjóöfélagi ber aö hvetja þegna sína fram til menntunar, áræöis og ábyrgöar, m.a. meö svo jaröneskum hætd aö þaö svari kostnaöifjárhagslega séö, hvort heldur hugar eöa handar, enda menntun, hæfileikar og ábyrgö launaveröir hlutir. Viö höfum fariö allt of mikiö inn á þá braut aö greiöa þessi verömæti undir boröiö: baö er opinbert leyndarmál, aö viöa i „Kerfinu”, sem svo er nefnt, er greitt fyrir störf, sem ekki eru unnin, eöa menn fá aö taka aö sér störf og vinna i vinnutima hins fasta raunverulega starfs sins, og fá umtalsveröar greiöslúr fyrir, svo aö þeir koma út meö mikiö hærri tekjur en uppgefinn starfstími gefur til kynna. Auk þess era alls konar friöinditekinupptil aö fá mennt- aöa manninn og hæfileikamann- inn til starfs fyrir hiö opinbera, siöan njóta margir góös af, sem ekki eru sömu kostum búnir og sá, sem i' fyrstu helgaöi friöindin og undirborösgreiösluna. Akveöin og fastmótuö launa- stefna þarf hér aö koma til, og einn liöur i þvi gæti veriö rammasetning um lágmarks- og hámarkslaun. Þá vik ég aö síöari þætti þess- arar þál., er hér um ræöir, þ.e. aö takmörk veröi sett um lengd daglegrar yfirvinnu. Löngu er oröiö timabært aö setjaskoröurviö þeirri óhóflegu yfirvinnu, sem nú tfökast í viss- um vinnugreinum, setja eins konar ný vökulög. Þaö ætti aö vera algert hámark, aövinnu- dagur sé 10 timar á sólarhring — nema i sérstökum undantekn- ingartilfellum — enda gerist allt isenn, sé staöiö lengur aö verki: vinnuafköst minnka, heilsu manna er stefnt i tvisýnu og menn eru sviptir tlma og næði til aö njóta nokkurs nema vinnu og aftur vinnu. Jöfn og stööug vinna er aö sjálfsögöu þakkar- verö, en vinnuþjökun er allt annaö og ber aö hindra. Samkvæmt Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar, októberhefti þ.á. er hlutfall yfir- vinnu af vinnutima eftir- greindra vinnustétta árin 1972 — 1978 mánuöina april — júni aö báöum meötöldum þessi: Verkamanna 25.5%, verka- kvenna 10% og iönaöarmanna 23.9%. Aiykta veröur, aö enn meiri yfirvinna hafi falliö á mán. júl.-sept. Þegar haft er i huga, aö hér er um meðaltal aö ræöa, gefur auga leiö, aö yfirvinna sumra I þessum hópum er mun lengri, og vita allir, sem erfiö störf hafa stundaö, aö einungis sérstakir vinnugarpar skiia fullum afköstum, fari vinnu- lengd daglega fram úr 9-10 stundum, flestir grlpa til þess ráös, aö ætia sér af, sem kallað er, og er þá stutt I þá ályktun, aö vinnukaupanda hljóti aö vera betra að láta vinna hóflegan vinnutima og greiða hann vel og fá hann vel unnin, en þjarka fólki út langan dag og van- greiddan. Til aö vinna gegn vinnuseinlæti eöa vinnusvikum hefir veriö gripiö til ákvæöis- vinnu, bónustaxta og yfirborg- ana og sýnst sitt hverjum um afleiöingar, en launþegafélögin gripiö tfl hárra yfirvinnutaxta til aö hamla gegn ónauösynlegri vinnutimalengd, en ekki hlotiö erindi sem erfiöi, þvi aö hátt yfirvinnukaup hefir leitt þá, sem ýmissa hluta vegna þurfa aö rifa upp mikiö á skömmum tima til aö útniöa sig viö vinnu, einstaka kannske gengiö ágirndin ein til. Nú veit ég eins og aörir, aö hnattstaöa landsins kallar á langan vinnudag yfir sumariö, en fyrrmá bjóöa enof- bjóöa. Þeir sem erfiöisvinnu stunda, þurfa ekki siöur öörum aö njóta unaössemda sólar og sumars. Hér er ég aö tala um innivinnufólk, m.a. þaö, sem vinnur I frystihúsunum. NU mun einhver segja: Veröi bannað aö vinna lengur en 2 tima í yfirvinnu hvern virkan dag á fóstum verkstaö, hvernig fer I öllum frystihúsunum okk- ar, þar sem aflahrotur kalla stundum á nær sólarhrings- vinnuskorpur? Sums staðar mætti mæta þessu meö vakta- vinnu, en hitt er rétt, aö sums staöar skortir fólk til aö mæta þessu álagi. Þar veröur aö hald- ast I hendur hagræöing á inn- komu skipa til löndunar og leyfi — fyrir undantekningum meö vinnutimalengd, svo sem þál. gerir ráö fýrir viö sérstakar ástæöur. Langur og strangur vinnu- dagur árum saman hefir boðiö hættunni heim, hvaö heilsunni viövikur, hjá mörgum. Svo heilsusamleg sem hæfileg og holl vinna er, bæöi andlegri og likamlegri velferö okkar, svo er vinnuþjökun háskaleg. En óhóf- lega langur vinnudagur veldur ööru, sem minna er leitt hug aö: hann varnar þvi, aö menn eigi tómstundir og læri að nota þær. Framhald á 2 síöu Endurskipulags þörf í starfi flokksins ingasigursins Það er vafalaust ofarlega i hugum Al- þýðuflokksfólkshvernig við getum tryggt stöðu flokksins i framhaldi af hinum stóra kosninga- sigri frá i vor. kosn Margir hafa látiö i ljós efa- semdir um þaö aö viö getum haldiö utan um þann styrk sem viö ööluöumst meö þessum sigri. Andstæöingarnir láta dynja á okkur þann áróöur aö viö höfum þegar svikiö kosningaloforöin og þess gætir þegar hjá sumum af okkar mönnum aö viö séum þegar far- in aö tapa fylgi. Allt mat á þvi hvort flokkur- inn sé jafn sterkur nú og hann var i vor er út i bláinn. Þaö get- ur enginn fullyrt neitt um stööu flokksins meöal almennings á þessu stigi. Þaö er hins vegar fyrstu skref okkar niöur á viö á ný ef viö töpum kjarki nú þegar. Nokkur ótti viröist hafa gripiö um sig þegar sumir hinna nýju þingmanna okkar fóru aö láta i sér heyra um einstaka mála- flokka I stjórnarsamningi nú- verandi rikisstjórnar. Þaö er mitt mat aö ekki sé neittaöóttast. 1 fyrsta lagi væri þaö fráleitt aö þeir ungu þing- menn okkar sem nú stlga fyrstu skrefin á Alþingi heföu ekki eitt- hvaöum stjórnarsamninginn að segja, og þá engu aö siöur aö gagnrýna þaö sem þeir telja aö hafi veriðmistökeinsog aö taka undir þaö sem vel var gert i samningnum. Styrkur hvers flokks felst i þvi aö félagarnir geti skipst á skoöunum um einstök mál án þess aö komi til sundrungar og aö viö sættum okkur viö þaö sem meirihlutinn hefur sam- þykkt án þess aö hætta baráttu fyrir málum sem viö teljum aö hafi veriö fyrir borö borin um sinn. Meirihlutinn þarf ekki allt- af aö hafa rétt fyrir sér en reynslansannar þaö alltaf hvaö rétt var eöa heföi veriö. Ef viö Eyjólfur Sigurðsson skrifar hins vegar viljum ekki sætta okkur viö lýöræöislega ákveön- ar aögeröir þá er hætt viö aö styrkur fiokksins fari dvinandi. Þaö á aö vera styrkur flokks eins og Alþýöuflokksins aö rúma alla þá innan sinna vé- banda sem hafa megin mark- miö okkar aö leiöarljósi. Okkur kann aö greina á i einstöku mál- um og þaö á aö vera styrkur okkar en ekki veikleiki, þaö bendir til þess aö menn velti fyrir sér hugmyndum og fram- kvæmdum og taki ákvaröanir aö yfirveguöu máli en taki ekki afstööu án umhugsunar. Þaðbiða okkar mörg verkefni á næstu mánuðum og árum. Fyrsta verkefni I starfi flokks- ins veröur aö vera algjör endur- skipulagning.opnara starf meö fleira fólki. Timi þeirra sem hafa veriö spjaldskrárfélagar en ekki félagar af áhuga fyrir málefnum fiokksins er liöinn. Margt fólk hefur komiö til liös viö okkur á siöustu mánuöum, þaö fólk krefst nýrra vinnu- bragöa, lfflegra starfs, opnari umræöu um einstök málefni. Viö þurfum aö ala upp bar- áttufólk, halda námskeiö I stjórnmálum, hafa leshópa um einstaka málafiokka og hafa þessa starfsemi opna fyrir fleiri en þá sem eru flokksfélagar. Þaö er margt fólk sem á sam- leiö meö okkur og er tilbUiö til þess aö taka upp baráttu fyrir stefnumálum flokksins en telur þaöekki nauösynlegtaöganga i flokkinn þrátt fyrir þaö. Auk þess er fólk sem vill kynnast málefnum fiokksins I viöræöum viö flokksmenn áöur en þaö gengur til liös viö flokkinn. Viötókum ákvöröun á siöasta flokksþingi sem hefur aö mínu mati haft meiri áhrif á fram- gang flokksins heldur en flest annaö. Það var ákvöröunin um opin prófkjör. Alþýöuflokkurinn var fyrstur stjórnmálaflokka til þess aö taka þetta I lög og árangurinn lét ekki á sér standa. Kjósendur um allt land um 14000 talsins tóku þátt I vali okkar frambjóöenda til Al- þingis- og sveitarstjórna. Kjósendur staöfestu þaö aö þessi leiö var rétt. Um þetta mál voru efasemdir á sinum tima en ég ætla aö allar slikar efa- semdir séu nú Ur sögunni. Hins vegar er þaö ljóst aö þaö tekur nokkurntimafyrir kjósendur og frambjóöendur í þessum próf- kjörum aö kunna aö fara meö þennan rétt og væntanlega veröa þeir fáu meinbugir sem uröu á framkvæmd einstakra prófkjöra til þess aö viö kunnum betur til verka næst. Umfram allt veröum viö aö taka saman höndum um aö styrkja flokkinn okkar til enn meiri áhrifa á næstu árum, heldur en okkur hefur þó tekist nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.