Alþýðublaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 1
alþýðu- Þriðjudagur 19. desember 1978 — 240. tbl. 59. árg. Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Ríkisstjórnin mætti vera tilþrifa- meiri — krafa launafólks að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi betri samvinnu í stjórnarsamstarfinu, segir Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri Efnahagsmáladrög Alþýðuflokksins hafa vakið mikið umtal, og hafa þessum drögum verið valin ýmis nöfn, svo sem kjara- skerðingaráætlun, kaupránshugmyndir o.s.frv. Vegna umræðna um þetta fr umv arp ha fði Alþýðublaðið samband við Jón Heigason, formann Verklýðs- félagsins Einingar á Akureyri, en hann er jafnframt formaður verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins. — Eru þetta kjara- skeröingarhugmyndir Jón? Þaö má eflaust lita mörgum augum á þaö. Ég segi fyrir mig aö ég er ekki enn búinn aö meta þetta i heild, þar sem um er aö ræöa svo marga veigamikla þætti. Hins vegar lit ég þannig á þetta, aöallar aögeröir sem eru til þess fallnar aö setja bremsu á veröbólguna sé til hagsbóta fyrir launafólk, og þá ekki sist láglaunafólkiö i framleiöslu- greinunum. Ég býst viö þvi aö þeir sem tekjuhærri eru kalli þetta kaupránshugmyndir, en vfsitölubætur á laun hafa alltaf veriöþannig aö mlnum dómi, aö þær hafa mataö þá mest sem meira hafa. Þannig aö þaö er ekki sama frá hvaöa bæjardyr- um þetta er skoöaö aö minu mati. t minum huga eru hér á feröinni róttækar aögeröir til aö stööva veröbólguna, og ef þaö tekst meö þessum aögeröum aö stööva þennan skrúfugang sem veriö hefur á kaupgjaldi og verölagi, tel ég þaö til veru- legra bóta fyrir framleiöslu- stéttirnar, og lika náttúrlega um leiö fyrir framleiösluna i landinu. — Hvert var álit verkalýös- málanefndar Alþýöuflokksins á þessum hugmyndum? Verkalýösmálanefndin var kölluö saman, og henni voru kynntar þessar hugmyndir. Ég haföi aö visu ekki aöstööu til aö vera á þessum fundi vegna fjarveru minnar, en þaö var fallist á þetta gegn þvi aö hlutur lægst launaöa fólksins yröitryggöur. Og viö teljum þaö aö þegar þurfi aö fara aö skeröa laun almennt þá veröi þaö fyrst og fremst þeir, sem eru meö breiöari bökin sem veröi tekiö af fyrst. Þaö er alveg ljóst aö laup lægst launaöa fólksins, sem býr kannski eingöngu viö dag- vinnumá ekki skeröast. Ég held aö óhætt sé aö fullyröa aö þaö sé almennt skoöun Verkalýös- málanefndar Alþýöufiokksins, aö fýrst og fremst þurfi aö tryggja kaupmáttinn til aö skapa þann jöfnuö sem viö stefnum aö i Alþýöuflokknum. — Hvaö viltu segja um þær hugmyndir sem uppi eru um vfs itöluna ? Ég er nú einhvern veginn oröinn sannfæröur um þaö, aö visitalan veröi hálfgert eiliföar- mál. Þaö hafa ævinlega veriö skiptar skoöanir innan verka- lýöshreyfingarinnar á þessari visitölu, en þaö er aö sjálfsögöu nauösynlegt aö einhvernveginn veröi tryggöur sá kaupmáttur sem samiö erum hverju sinni, svo framarlega sem hann er þá raunhæfur. En I þessari óöa- verðbólgu sem hér hefur geisaö hefur lægst launaöa fólkiö alltaf oröiö undir. Ég held aö þaö geti oröiö erfitt aö fá fullkomna samstööu innan launþegahreyfingarinnar um visitöluna, vegna hinna breyti- legu launakerfa sem uppi eru, oghafa raunar alltaf skekkt þau launahlutfóll sem samiö hefur verið um. En þetta eru margir hópar sem eiga i hlut, bæöi inn- an ASt og BSRB og þeir lita misjöfnum augum á þessi mál. — Nú talar Hlif i Hafnar- firöi um ófélagsieg vinnubrögö Verkamannasambandsins varöandi samþykktina um visi- töluskeröinguna. Verkamannasambandiö hefur ekki tekiö þessa afstæöu i um- boöi nokkurs félags, og hefur heldur ekki hugsaö sér aö binda hendur nokkurs félags i þessu máli. Þaö hefur tekiö þessa af- stööu sem sérsamband sem slikt. Ég var reyndar ekki á þessum stjórnarfundi Verka- mannasambandsins, en ef ég man rétt var þessi samþykkt gerö samhljóöa meö öllum greiddum atkvæðum stjórnar Verkamannasambandsins. Ég held aö formaöur Hlifar hafi veriö á þeim fundi. Ég er hinsvegar samþykkur þessari ályktun Verkamanna- sambandsins, en ég heföi veriö á þessum fundi heföi ég aðeins vilja hnýta i endann á ályktun- inni. Ég heföi viljaö láta koma i ljós aö þessi stjórn ætti aö fá vinnufriö, og gefa henni tima tii aö vinna aö stefnumörkun til langs tima. En ég heföi jafn- framt látiö þaö I ljós aö stjórnin heföi mátt vera tilþrifameiri og þaö hafi veriö ætlast til þess af launafólki, aö rikisstjórnin sýndi meiri lit i þvi aö breyta um stefnu frá þvi sem veriö hef- ur. Þaö hefurkannskiekki alltaf veriöauövelt aö sjá mikinn mun á stjórnarathöfnum þessarar stjórnar og þeirrar fyrri. Mér finnst Alþýöubandalagiö nokkuö staönaö og meö of mikla henti- stefnu og reynist ekki þegar til kemur, þaö byltingarafl sem þeir vilja vera láta. Ég hef stundum sagt þaö um Alþýöu- bandalagiö, aö þaö sé eins og Sjálfstæöisftokkurinn I þvi aö telja sig flokk allra stétta. Þaö vill eigna sér alla allt frá hinum lægsta til hins hæsta. — Attu viö aö þér finnist stjórnarstefnan frekar reikul? Já, ég verö aö segja þaö, þótt ég meti margt og vonast til aö þaö sem búiö sé aö gefa fyrir- heit um veröi efnt. Þó maöur sé ekki ánægöur meö alla hluti, vill maöur trúa þvi aö þessi stjórn veröi velviljuölaunafólki i land- inu, og komi ýmsum þeim hlut- um i gagniö sem viö höfum veriö aö berjast fyrir. Þess vegna vil ég gefa henni vinnu- friö þrátt fyrir aö mér finnist aö hún heföi mátt vera tilþrifa- meiri. Og svo ég viki aftur aö hugmyndum Alþýöuftokksins þá eru þar stórir hlutir sem ég tel til hagsbóta. — Er eitthvaö sérstakt 1 þess- um hugmyndum sem þú vilt vekja athygli á? Það er reyndar fjölmargt athyglisvert sem þarna kemur fram. Þaö mætti kannski nefna þá höfuönauösyn, sem I þessum hugmyndum kemur fram, aö mjög aökallandi er oröiö aö beina fjármagninu I skapandi verömæti en ekki til fyrirtækja 'sem ekki skila neinu til þjóöar- búsins. Og svo aö komiö veröi á skdpuiagi I aium fjárfestingar- málum. — Er eitthvaö aö lokum, Jón, sem þú vilt taka fram? Ekki nema óska um þaö aö þessir menn fari að huga alvar- lega aö þvi, aö koma sér sam- an. Ég held aö þaö sé krafa frá launafólki, bæöi innan Alþýöuflokks og Alþýöu- bandalags, aö þaö skapist samvinna milli þingflokka þessara flokka, eins og þaö hefur veriö samvinna inn- an verkalýðshreyfingarinnar, milli forustumanna verka- lýösfélaga úr báöum þessum flokkum. Þeim hefur ekki tekist aö koma sér saman um stefnuna og vinna sitt i hvoru lagi. Þó menn greini á um ýmsa hluti heföi betur tekist tU, ef sam- vinna þessara flokka heföi veriö betri. Þaö er þvi min ósk aö lokum aö þeir reyni aö breyta þarum og ná saman, þvi hags- munirnir hljóta aö vera sameig- inlegir þótt menn greini á um leiöir. — L. Rafmagnsveitur ríkisins og | ■ | — SÍR mótmælir verðjöfnunargjaldi með bréfi til fjölmiðla, en W I H §11 ö 112| Rafmagnsveitur ríkisins segja að það bréf hafi ekki verið WI I m U W11 Cl borið undir stjórnarfund SÍR Samband islenskra rafveitna hefur sent frá sér greinargerð þar sem mótmælt er verðjöfn- unargjaldi á raforku. í framhaldi af þessari greinargerð StR hafa Rafmagnsveitur ríkisins látið frá sér fara aðra greinargerð, þar sem gerð er grein fyrir af- stöðu hennar i þessu máli. 1 greinargerö SIR segir: „Allt frá þvi, aö lög um verö- jöfnunargjald af raforku voru fyrst sett hefur SIR mótmælt þeim, en gjaldiö var tvöfaldaö meölögum áriö 1970 og stórhækk- aö, I 13% af smásöluveröi meö lögum áriö 1974. Þaö fyrirheit var þá gefiö, aö skipulag og rekstur Rafmagnsveitna rikisins yröi endurskoöaö fyrir árslok 1975, en lögin giltu aöeins til þess tima. Siöan hafa þau þrivegis verið framlengd til eins árs i senn og ganga þvi úr gildi i árslok 1978. Frá fyrstu tiö hefur gjald þetta runniö óskipt til Rafmagnsveitna rlkisins, en viö stofnun Orkubús Vestfjaröa var ákveöið, aö 1/5 hluti þess skyldi renna til Orku- búsins. Sú breyting gaf ótvirætt til kynna, aö fremur ætti aö festa gjald þetta I sessi en aö afnema þaö, sem þó var gefiö i skyn I upphafi, svo og æ siöan meö þvi að setja lögin til aöeins eins árs. Þá segir ennfremur I greinar- geröinni: „Sambandinu er kunnugt um, aötillögur Rafmagnsveitna rikis- ins nú, til láusnar fjáhagsvanda fyrirtækisins.erufólgnar I þvi.aö eigandi fyrirtækisins, rikisjóöur, yfirtaki híuta af skuldum ogveiti einnig óafturkræf framlögtil hins félagslega þáttar framkvæmda. Tillögur fyrirtækisins gera hins vegar ekki ráö fyrirhækkun veröjöfnunargjaldsins. Ef tvær fyrrnefndu leiöirnar væru valdar og þeirri þriöju bætt viö, þ.e. aö stööva hina gegndar- lausu aukningu á sölu Rafmagns- veitna rikisins til rafhitunar á of lágu veröi og leiörétta stórgall- aöan marktaxta, mætti koma fjárhagsstööu fyrirtækisins á réttan kjöl og fella hiö óréttláta veröjöfnunargjald niöur. Til rökstuönings hækkunar verðjöfnunargjaldsins og ann- arra aögeröa til aöstoöar Rafmagnsveitum rikisins hefur veriö birtur samanburöur á raf- orkuverði viö verö hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur og öör- um rafveitum sveitarfélaga. Er þar aöeins minnst á -tvo taxta, heimilistaxta og vélataxta, og bent á, aö þeir séu 70—80% hærri hjá Rafmagnsveitum rikisins. Þetta er rétt, en gefur ákaflega rangláta og villandi mynd og staöfestir fyrst og fremst ranga gjaldskrársetningu og veröstefnu fyrirtækisins, sem á veigamikinn þátt i sivaxandi erfiöleikum fyrir- tækisins á siöari árum.” 1 þeim athugasemdum sem Rafmagnsveiturrikisinshafa lát- ið frá sér fara vegna greinar- geröar SIR segir: ,yegna dreifi- bréfs, sem formaöur og framkvæmdastjóri SIR hafa sent frá sér, vilja Rafmagnsveitur rikisins taka fram eftirfarandi: 1. Fyrrgreintdreifibréf var ekki boriö undir stjórnarfund SÍR, en Rafmagnsveitur rlkisins eiga fulltrúa i stjórninni. 2. Eftirfarandi vilja Rafmagns- veitur rikisins gera grein fyrir til- lögum sinum varöandi lausn á fjárhagsvanda stofaunarinnar á undanförnum misserum, og gera athugasemdir viö ýmis atriöi, san fram koma i dreifibréfinu. Eins ogkunnugt er, stafar fjár- hagsvandi Rafmagsnveitna rikis- ins aðallega af miklum kostnaöi viö orkuöflun, mjög erfiöum markaöi i hinum dreiföu byggö- um landsins og þeirri staöreynd, aö fjár til félagslegra og óaröi- bærra fra. nkvæmda heiur venö aflaö meö óhagkvæmum erlend- um lánum og visitölutryggöum lánum, sem aukiö hafa fjár- magnskostnaö stofnunarinnar á óeölilegan hátt, þannig aö tekjur af orkusölu og núverandi verö- jöfnunargjaldi hafa ekki veriö til aö anna eftirspurn á raforkunotk- un á orkuveitusvæði Rafmagns- veitnanna. Framhald á bis. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.