Alþýðublaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 30. desember 1978. >;
alþýðu-
blaðið
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn
Ritstjéri og ábyrgöarraaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar. er i Sfðumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 2200 krónur á raánuði og 110 krónur i lausasöiu.
Til hvers er barizt?
Rikisstjórnir verða ekki vegnar með orðum.
Þær standa eða falla með verkum sinum.
Tvennar siðustu rikisstjórnir féllu af verkum
sinum. Nafngiftir þeirra, vinstri eða hægri,
skiptu engu máli. Báðir skildu við i yfir 50% verð-
bólgu. Þessi óðaverðbólga var að fjórum fimmtu
hlutum fjármögnuð af sjálfu rikisvaldinu.
Almenningi i landinu er að byrja að skiljast, að
pólitisk óstjórn viðheldur efnahagslegri upp-
lausn, að án gerbreyttrar efnahagsstefnu verður
óðaverðbólgan ekki hamin.
Mönnum er ljóst, að þjóðin verður ekki vanin af
ávanafikn verðbólgunnar nema með harðneskju-
legum og sársaukafullum aðgerðum. íslenzkt
efnahagslif er orðið helsjúkt. Sjúkdómurinn hefur
náð að breiðast út um allan þjóðarlikamann. Við
megum engan tima missa. Það verður að leggja
sjúklingin á skurðarborðið. Það eitt gefur von um
bata.
Þjóðin er nú viðbúin hinu óhjákvæmilega. Hún
veit, að það er ekki eftir neinu að biða. Hún kviðir
afleiðingunum, ef ekkert verður að gert. Hún
væntir forystu, sem tekur af skarið og visar veg-
inn.
Hvaðan er þeirrar forystu að vænta? Núver-
andi rikisstjórn hefur til þessa ekki sýnzt likleg til
að uppfylla þær vonir. Hún gerði þá reginskyssu,
að hefja feril sinn með pólistiskum loforða- og
óskalista, i stað hernaðaráætlunar um sam-
ræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Henni hefur
hingað til skolað yfir öldufalda verðbólgunnar,
eins og hverju öðru rekaldi. Hún hefur ekki fundið
strikið. En er ekkert land fyrir stafni. Áhöfnin er
komin með velgju.
Þetta þarf engum að koma á óvart. Formaður
Alþýðubandalegsins var viðskiptaráðherra 1971
—1974. Hann skildi við i 55% verðbólgu. Flokkur
hans er verðbólginn i orði og verki.
Formaður Framsóknarflokksins var forsætis-
ráðherra 1971 — 1974, viðskiptaráðherra 1974 —
1978, og i dag er hann forsætisráðherra þrátt fyrir
þungan dóm kjósenda i seinustu konsingum.
Valdaferill hans hefur einkennzt af samfelldri
óðaverðbólgu. Hún er hans pólitiska fylgikona.
Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi sig hafa
gert út björgunarleiðangur 1974. Undir lokin
þurfti þjóðin að bjarga honum, illa til reika, út úr
þvi brennandi húsi, þar sem hann þóttist vera að
slökk viliðsstörf um.
Er Alþýðuflokkurinn undir sömu sök seldur?
Nei. Ekki ennþá a.m.k. Á tólf ára valdaferli hans
1960 til 1971 var verðbólgunni haldið i skefjum.
Hann var utan stjórnar 1971 til 1978, þegar aðrir
flokkar hleyptu öllu i bál og brand. Og innan nú-
verandi rikisstjórnar er hann, þrátt fyrir allt, eini
flokkurinn, sem sett hefur strikið skýrt og ákveð-
ið. Með frumvarpi sinu til laga um jafnvægis-
stefnu i efnahagsmálum til tveggja ára, og sam-
ræmdar aðgerðir gegn verðbólgu, hefur hann
visað veginn. Samstarfsflokkarnir hafa timann
fram til 1. febrúar á næsta ári til að svara þvi,
hvort þeir eru með — eða ekki. Á svari þeirra
veltur framtið stjórnarsamstarfsins.
Núverandi rikisstjórn verður ekki vegin með
orðum, frekar en aðrir. örlög hennar ráðast af
þvi, hvort samstarfsflokkar Alþýðuflokksins þora
að fylgja honum hinn grýtta veg út úr ógöng-
unum. Til þess þarf vit og kjark. Til þess þurfa
þeir að byrja nýtt lif með nýju ári. Batnandi
mönnum er bezt að lifa.
—JBH
Benedikt Gröndal, formadur Alþýð
Ár unga fólksi
i.
Annáll islenskra stjórn-
mála fyrir árið 1978
verður án efa einn hinn
viðburðarikasti og sér-
stæðasti i sögu þjóð-
arinnar. Tvennar kosn-
ingar fóru fram, til
sveitastjórna og til
Alþingis. Kosninga-
barátta var nýstárleg við
islenkar aðstæður, því út-
breidd dagblöð lýstu sig
óháð, opnuðu dálka sina
fyrir skriffinnum allra
flokka og knúðu flokks-
málgögn til að koma i
humátt á eftir. Þetta var
mikil breyting fyrir þá
flokka, sem lengi hafa
búið við lélegan fjöl-
miðlakost, en öllu lakari
tiðindi fyrir hina, sem
ráðið hafa útbreiddum
blöðum og miklu fjár-
magni. Skoðanakannanir
hófu innreið sina og
nútimalegar baráttuað-
ferðir kölluðu framorðið
,, poppkosn ingar. ’ ’
Mikil kynslóöaskipti höfðu orðið i
rööum flokkanna, sérstaklega þó
Alþýðuflokksins og i minna mæli
Alþýðubandalagsins. Kosninga-
barátta var ekki eingöngu háð milli
flokka, heldur barðist margt hins
unga fólks gegn „kerfinu,” spill-
ingu og misrétti sem þvi fannst
setja aDtof mikinn svið á islenskt
þjóðlif. Þaö gagnrýndi seinvirktog
samábyrgt embættis- og flokka-
kerfi, krafðist meira og sannara
lýðræðis. Setti þessi barátta hvað
mestan svip á Alþýðuflokkinn, sem
mestan sigur hlautilokin.
II.
Sagt hefur veriö, að stjórnmála-
menn striti viö vandamál llðandi
stundar og umbætur, sem þeir hafa
áhuga á, en slöar komi sagnfræð-
ingar eöa áróöursmenn ogsetji allt
I kerfi og stefnur og gefi þvl heiti,
sem oft festast f munnmælum og
bókum. Sennilega á þetta við um
þaö ,,kerfi”, sem Islendingar hafa
búiö við I stjórnmálum siðustu 40-50
ár, enda þótt heildarnafngift hafi
það enn ekki hlotiö'.
Um 1930 hafði komiö fram I
megindráttum þaö flokkakerfi,
sem þjóðin hefur haldið fast við og
ekki fórnað enn sem komiö er,
þrátt fyrir marga smáflokka.
Alþýöuflokkurinn var stofnaöur
1916, Framsóknarflokkurinn siöar
sama ár, Frjálslyndi flokkurinn og
Ihaldsflokkurinn mynduðu liölega
áratug siðar Sjálfstæðisfloldiinn,
og 1930 höfðu kommúnistar form-
lega sagt skilið viö Alþýðuflokkinn.
Samfélagsstofnanir, sem flokk-
arnir studdust við, tóku aö vaxa,
hin innlenda hugmyndafræði varö
skýrari, og hlutur rikisins I þjóðlif-
inu var stöðugt meiri. Hér nægði
ekki lengur fámennt, danskt em-
bættiskerfi, heldur hófst uppbygg-
ing hins Islenska stjórnkerfis, sem
nú er oft kallað „báknið”.
Þrátt fyrir ólikan hugsjóna-
grundvöll tókst öllum flokkunum
að tileinka sér kerfiö og hasla sér
völl innan þess. Sjálstæöisftokk-
urinn mildaði ihaldsstefiiu sbia og
samþykkti velferðarrikiö,
kommúnistar gripu fyrsta tæki-
færiötil aðkomast i stjórn, fá menn
I nefndir og ráð.
Sagan mun ekki dæma þetta
fýrsta Islenska stjórnkerfi hart.
Það haföi á aö skipa mörgum
mikilhæfum mönnum, það lifði af
kreppuna miklu, lauk sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar og mótaöi nýja
öryggisstefnu fýrir lýðveldiö, það
leiddi þjóðina frá sárri fátækt til
bjargálna. Þetta er ekki litill
árangur.
Þegar þjóðinni tók að fjölga og
menntun varð aögengileg allflest-
um, tók að þrengjast I kerfinu. Þá
kom i ljós, að fámenni þjóðarinnar
leiddi til almættis kunningsskapar
og samábyrgðar. Veikleiki i með-
ferð opinbers fjár varð annálaður,
skömmtunarkerfin leiddu til spill-
ingar og skattsvik breiddust út.
Enda þótt gerðar væru alvarlegar
tilraunir til að losa þjóöina við op-
inbera skömmtun, gerði óða-
veröbólga öll Utlán að nýju
skömmtunarkerfi, þvi sem er unga
fólkinu nú á dögum hvað mestur
þyrnir I augum.
sýnilega ekki gleymt þvi, til hvers
þeir voru kosnir, og þeir ætla ekki
að láta sitt eftir liggja til að standa
við gefin fýrirheit. 1 þeim efnum
óttast þeir mest, að ekki verði
nægilegur árangur I baráttunni
gegn verðbólgunni. Þeir hafa sótt
fast að ráðherrum og rikisstjórn,
látið óspart I ljós tortryggni á
munnleg fyrirheit og krafist trygg-
inga fyrir, að hinum eilifu bráða-
birgöaráöstöfunum verði hætt, en
vandanum mætt meö framtiðar-
áætlun. Enda þótt þeir séu vanir
að láta I sér heyra og nota sterk orð
(annaö dugir varti fjölmiðlum nú-
Hmans), hafa þeir sýnt vit ograun-
sæi með þviaðláta enn ekki bresta,
þar sem rikisstjórnin er varla 4
mánaða gömul enn.
Þeir ágætu stjórnmálamenn,
sem byggðu upp þetta kerfi (vit-
andi eða óafvitandi), hurfu af
sjónarsviðinu smám saman allt
fram I lok siðasta áratugs. Siðan
hefur óróleiki valdabaráttunnar
farið vaxandi, samkeppnin innan
nýrrar og fjölmennrar kynslóðar
sagt meir og meir til sin.Þar stönd-
um við nú I straumi sögunnar.
Þær hörðu siðferðilegu kröfur,
sem hið unga fólk i stjómmála-
heiminum nú gerir, eru þekktar
viða um lönd. Þar eru menn reknir
frá æöstu völdum fýrir afglöp I
meðferð opinbers fjár, sem varla
gera þá að glæpamönnum i augum
siðsamraborgara. Þar er öll endur
skoðun komin á hærra stig, þar
teljast skattsvik meö öðrum af-
brotum, þar er spilling i manna-
ráðningum að mestu horfin.
Allt mun þetta verða til bóta,
þegar það festir rætur á íslandi,
sem vonandi verður I næstu fram-
Uö III.
1 Alþýðuflokknum uröu kyn-
slóöaskiptin á liðnu ári mest, og
hann tileinkaði sér baráttuna fyrir
kerfisskiptum meir en aðrir. Sigur
hans varð langmestur og I rööum
hans voru einstaklingar, sem
mesta athygli vöktu i kosninga-
baráttunni. Það er þvi að vonum,
að fylgst hafi veriö af athygli meö
störfum hins nýja þingflokks
jafnaðarmanna.
Ekki veröur með nokkru móti
sagt, að þessir nýkjörnu þingmenn
hafi sest I helgan stein, er þeir
höfðu náð þvi marki að komast I
vellaunaða stóla Alþingis. Þeir
hafa þvert á móti veriö starfsamir
og ráðist hiklaust á hvers konar
meinsemdir i þjóöfélaginu. Eldri
þingmenn hinna flokkanna vita
sumir hverjir ekki, hvaðan á þá
stendur veörið, og þykir hávaðinn
helst til mikill á stundum.
Hitt skiptir miklu meira máli, að
þingmenn jafnaðarmanna hafa
Það sýnir best alvöru þingflokks
ins I efnahagsmálunum, aö eftii
bráðabirgðaafgreiðslumála 1. des-
ember, sem ekki veröur unnt aC
endurtaka 1. mars, settust þeir á
rökstóla og sömdu frumvarp um
heildaraðgerðir i efnahagsmálum,
sem byggir á tveggja ára baráttu
til að ná óðaverðbólgunni niöur.
Þarna er ekki mænt á kaupgjaldiö
eitt, heldur gert ráð fyrir alhliöa
aðgerðum á mörgum sviðum sam-
Ömis, svo sem I peningamálum,
opinberum fjármálum og fjárfest-
ingu. Þaö verður hægara að krefj-
ast fórna af einum, þegar fyrir
liggur, að hið sama veröur gert á
öllum sviöum. Engum má þó til
hugar koma, að unnt verði að ná
valdi á veröbólgunni meö þeim
hætti, aö fórnir verði aðeins lagðar
á ,,hina.”
Bent er á „skattpiningu” rikis-
stjórnarinnar og það ekki að
ástæöulausu, en þessi fjáröflun er
nauðsynleg til að halda skipinu
gangandi. Láglaunafólkið nýtur
niðurgreiðslanna langmest, en til
þeirra er aðallega variö þvi nýja fé,
sem innheimt hefiir verið siöan 1.
september.
IV.
Móttökur hinna rlkisstjórnar-
flokkanna, ekki sist ráðherra fram-
sóknarmanna, gefa vonir til, aö
hægt veröi að ganga frá allsherjar-
áætiun i efnahagsmálum i janúar,
áöur en kemur að vandanum 1.
mars. Rétt er þó að gera sér ljóst,
að jafnvel slik áætlun mun ekki
valda skyndilegum straumhvörf-
um, en hún gæti orðið ný og ger-
breytt efnahagsstefna til næstu
tveggja ára. Það væri mikil breyt-
ing i islenskum efnahagsmálum
Samstarfsyfirlýsing stjórnar-
flokkanna gefur mörg fyrirheit,
sem þörf er að framkvæma. Ef þeir
geta bætt sambúð sina og gagn-
kvæmt traust (sem nokkuö hefur
i