Alþýðublaðið - 11.01.1979, Side 2

Alþýðublaðið - 11.01.1979, Side 2
2 Fimmtudagur 11. janúar 1979. alþýöu- blaðiö Utgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og abyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar. er i Siöumúla 11. simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu. Heilsteyptar aðgerðir Alþýðuflokkurinn tók þátt i þvi ásamt öðrum nú- verandi rikisstjórnarflokkum að gera bráða- birgðaráðstafanir i efnahagsmálum 1. september siðast liðinn og aftur 1. desember. Alþýðuflokk- urinn tók þátt i þessum aðgerðum og bar á þeim fulla ábyrgð, þrátt fyrir það lykilatriði i stefnu flokksins að gera beri heildstæðar langtimaráð- stafanir i efnahagsmálum — að taka beri upp ger- breytta efnahagsstefnu. Auðvitað má á hverjum tima um það deila, hversu langt eigi að ganga i samningaátt til þess að varðveita lif rikisstjórna. Alþýðuflokkurinn hefur viljað að þessi rikisstjórn heppnaðist og hann hefur tvivegis staðið að skammtimaráðstöfunum i þeirri von að næst náist árangur um heildstæðari lausnir efnahagsmála. Þegar ljóst var 1. desember s.l. að enn var verið að gera hreinar bráðabirgðaráðstafanir án þess nokkur tilraun væri til þess gerð að snerta rætur efnahagsvandans, þótti mönnum samt nóg af svo góðu komið. Þingmenn Alþýðuflokksins sömdu Frumvarp til laga um Jafnvægisstefnu i efnahags- málum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Þar er þvi lýst i smáatriðum . með hverjum hætti eigi að ráðast að rótum verðbólgumeinsins. Það er lykilhugmynd þessa frumvarps, að rikisvaldið verði að byrja á hreingerningum hjá sér. Ef þær aðgerðir eru raunverulegar og þess vegna trú- verðugar, munu launþegar fyrir sitt leyti taka þátt i verðbólguhjaðnandi aðgerðum. 1 frumvarpi Alþýðuflokksins er jafnframt gert ráð fyrir þaki á laun og verðlagshömlun, en þó þannig að sér- stakur kaupauki komi á lægstu laun. Alþýðuflokkurinn er staðfastlega þeirrar skoð- unar að ef ekki verði gerð slik áætlun um efna- hagslega endurreisn innan tiðar, þá stefni hér i fullkomið upplausnarástand i efnahagsmálum. Það getur ekkert samfélag borið fimmtiu prósent verðbólgu til lengdar. íslendingar eru fyrir löngu komnir á yztu nöf, og stiga þar trylltan dans. Alþýðuflokkurinn vill fara öðru visi að. Þessar til- lögur hefur Alþýðuflokkurinnkynnt i smáatriðum. Fyrir 1. febrúar munu rikisstjórnarflokkarnir hafa tekið afstöðu til þessara hugmynda. Sérstök ráðherranefnd hefur verið sett á fót til þess að ná samkomulagi þar um. Samfélagið allt veit að 1. marz kemur nýtt launaskrið. Áður en þar kemur þarf að leggja fyrir i smáatriðum hvað rikisvaldið ætlast fyrir i efnahagsmálum, hver stefnan til frambúðar á að vera. Þvi aðeins geta launþegar lagt mat á, með hverjum hætti þeir geti hagað kröfum sinum, en samt verið innan þeirra marka, að samfélagið allt nái árangri i verðbólgumálum. Tvivegis, 1. september og 1. desember, hafa launþegar verið um það beðnir að slaka nokkuð á kröfum sinum. Það hafa þeir gert. Enn liggur ekki fyrir, hvað rikisvaldið ætlast fyrir i rikisfjár- málum. Þetta verður að liggja fyrir áður en kemur að næstu samningalotu. Alþýðublaðið er þess fullvisst, að launþega- hreyfingin mun af fullri ábyrgð taka þátt i áætlun til endurreisnar efnahags, og haga kröfugerð sinni i samræmi við markaða stefnu á öðrum sviðum. En til þess að svo megi verða þarf rikisvaldið að hafa forystu um að slik stefna verði mörkuð. Um nokkurt skeið höfum við flotið áfram stefnulaust. Mál er að linni. Alþýðuflokkurinn hefur þegar lagt fram slika áætlun. Það er höfuðnauðsyn að frá þeirri áætlun verði gengið eigi siðar en 1. febrúar . —VG. I tilefni af Barnaárinu 1979^21 ðryggi baraa og foreldra Foreldrar veröa að fá stuðn- ing til að annast sjálfir börn sín. Heilsufar barns verður að vera undir stöðugu eftirliti heilsu- gæslustöðvar. Fullorðnir sem hafa umsjá barnsins með hönd- um eiga að hafa greiðan aögang aö stöðvunum. Sjá verður for- eldrum fyrir leiðbeiningum um barnauppeldi, næringarika fæðu og góðan barnafatnað. Það verður einnig að sjá fyrir sér- fræöilegum rannsóknum á skynfærum barnsins og annarri likamlegri heilsu á hinum óliku aldursstigum þess. Við sjúkdóm barns verður að heimila móður eða föður sér- stakt umönnunarfri. Við viljum beita okkur fyrir: — að eftirlit heilsugæslu- stöðva, eða lækna, með heilsu barns verði gert að skyldu. — að annað hvort foreldri eigi kost á umönnunarfrii á launum vegna veikinda barna sinna — að heimilishjálp verði stór- aukin. Litlar fjölskyldur hafa nú komið i vaxandi mæli í stað stórra fjölskyldna. Þess vegna er ákaflega vafasamt að heim- ihð eitt geti veitt smabarni þá félagslegu örvun, sem það á kröfu til og sem er forsenda fyrir eölilegum félagsþroska þess. Verkaskipting milli heimilis og opinberra stofnana, sem veitt geta uppeldislega þjón- ustu, hlýtur að vera barninu tii aukins hagræðis. Við viljum vinna að þvi: — að i dreifbýli jafnt sem þéttbýli verði komið á fót nauð- synlegum dagvistunarstofnun- um. — að komið verði á fót eftirliti með leikföngum, svo að þau valdi ekki tjóni, og leiöbeining- um um hvaða leikföng hæfi viö- komandi aldri — að framleiðsla, innflutning- ur og verslun á striðsleikföng- um verði bönnuð. Bamið í þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar EINSTAKUR MENNINGARVIÐBURÐUR A næsta laugardag fer fram i Háskólabiói nýj- ung i menningarlifinu. Þar verður efnt til óperugleði. Gætu hrunið 1 svona mannvirki gerði kröfur um miklu meiri styrkleika heldur en áöur var talið. í skýrslu þeirri sem gerð var um ástand mastranna segir: „Astand mastranna er afar slæmt, djúpir ryðpollar á horn- stoðum, yfir og undir samsetn- ingarlöskum. Þversniðsrýrnum er viða um og yfir 20% og miklar skemmdir i skástrengjum.” Ennfremur segir i þessari skýrslu, að þær ryðskemmdir sem um er að ræða, rýri buröar-. þol mastranna um 20%, og viða þó heldur meira. Telja verði undrunarefni að möstrin skuli enn uppistandandi. Duldir gallar, svo sem skemmdir boltar auki enn á þá hættu sem möstrin eru i. Haraldur Sigurðsson sagði i samtalinu við blaðamann Alþýðublaösins, að þaö nýjasta sem gert hefði verið fyrir möstrin á Vatnsenda væri það, að skipt hefði veriö um styrktarstög þeirra fyrir 25 árum. Þessi skýrsla væri þvi mjög alvarleg aövörun, um hvað gerst getur fyrirvaralaust. —L & MÞAUTCitRB RIKISINS Ms. Hekla fer frá Reykjavík miðviku- daginn 17. þ.m. til lsafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: tsafjörð, Bolungavik, (Súgandafjörð og Flateyri um tsafjörð), Þingeyri, Patreksf jörð, (Bildudal og Tálknafjörð um Patreks- fjörð) Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 16. þ.m. Ms. Esja fer frá Reykjavik föstudag- inn 19. þ.m. austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjörð, Reyðarfjörð, Eski- fjörö, Neskaupstað, Seyðis- fjörð, Borgarfjörð Eystri og Vopnafjörð. Móttaka aila virka daga nema laugardaga til 18. þ.m. t viðtali við Sigriöi Ellu Magn- úsdóttur söngkonu, sem séð hefur um undirbúning óperugleðinnar, kom fram að hugmynd þeirra sem að þessu framtaki stæði væri sú að veit almenningi kost á að njóta einstakra vinsælia atriða úr hinum ýmsu óperum. Fluttar verða ariur og samsöngvar úr óperum og óperettum m.a. úr Töfraflautunni, Carmen, Ævin- týrum Hoffmans, Leðurblökunni Söngvarar auk Sigriðar Ellu verða Elin Sigurvinsdóttir , Elisabet Erlingsdóttir, Svala Nil- sen, Már Magnússon, Sigurður Björnsson, Simon Vaughan, Berglind Bjarnadóttir, Signý Sæ- mundsdóttir, Sigrún K. Magnús- dóttir auk þess sem Guðrún A. Símonar mun koma fram sem gestur kynnir verður Maria Markan og undirleikara þeir Carl billich og ólafur Vignir Alberts- son. Búningar eru fengnir að láni hjá Þjóðleikhúsinu. Vonandi tekst vel til hjá söngfólkinu þannig að framhald megi verða á slikum flutningi sigildra verka. Miðar á Óperugleöina fást I bókaverslun- um Lárusar Blixidal. — B Þegar ærleg 1 það á þingi, sjálfur formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, lýsti hann yfir þvi, að hann myndi ekki styðja frumvarpið. Það væri verið að skerða kjör bænda of mikið!!! Þarna hegg- ur Lúðvik i sama knérunn og áö- ur, en „sumum” Framsóknar- mönnum þykir það ekkert at- riði. Hvilik pólitísk skammsýni að sjá ekki hvert stefnir! En „sumum” þingmönnum Fram- sóknar er auðvitað fullkomlega heimilt að skamma ungu krat- ana. Þeir gleymast ekki á með- an! Hlutverk Alþýðu- bandalagsins Þáttur Alþýðubandalagsins I gagnrýni á Alþýðuflokk verður að mestu látinn liggja^ á milli hluta. Þessir flokkar hafa of lengi eldað saman grátt silfur og samskiptin hafa orðið Alþýðuflokknum dýrkeypt. Sag- an greinir frá þeim þætti islenzkra stjórnmála. Það er sorgarsaga islenzkra launþega. Alþýðuflokkurinn veröur aö geta treyst þvi, að Alþýðu- bandalaginu sé alvara I baráttu sinni fyrir launþega. Hins vegar hljóta efasemdir að vakna, ef Alþýðubandalagið ætlar að slíta stjórnarsamstarf- inu á vlsitölumálinu. A sama tima og Alþýðuflokksmenn berjast fyrir leiðréttingu á kjörum launþega. Ekkert hefur skekkt eins launarammann hér á landi og ranglátt visitölukerfi. Ekkkert hefur aukið launamismun hér á landi eins mikið og rangt visi- tölukerfi. En hvað er hægt að gera, þegar berjast. þarf við bókstafstrúarmenn? Væri ekki t.d. réttlátara, aö láta visitöluna gilda fyrir út- reikning launa félaga i Verka- mannasambandinu, Sókn og Iðju og fá siðan flata krónutölu- hækkun á önnur laun? A þetta vilja Alþýðubandalagsmenn ekki hlusta, amk. ekki fulltrúar þeirra i hópi iðnaðarmanna! En hvað sem öllu þessu liður mun „óróanum” i þingflokki Alþýðuflokksins ekki linna fyrr en samstarfsmenn þeirra i rikisstjórn hafa skilið, að gjör- breytt stefna i efnahagsmálum er þessari þjóð lifsnauðsyn. Raus og upphrópanir and- stæðinga Alþýðuflokksins mun engin áhrif hafa. A endanum verður það þjóðin, sem leggur dóm á óróann i Alþýðuflokkn- um. Þann óróa, sem i raun er hvildarlaus barátta fyrir leið- réttingu rangrar stefnu i efna- hagsmálum. Til þess voru þing- menn flokksins kjörnir. —AG— g -ath. auglýsingasíma 8-18-66

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.