Alþýðublaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 4
alþýðu-
blaðið
Lítgefandi Alþýöuflokkurinn V
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu ' Laugardagur 24. febrúar 1979.
múla 11, sími 81866. /
Aðalsteinn Sigurðsson skrifar:
Skarkolaveiðar
og dragnót
FYRRI HLUTI
Dragnótaveiðar hófust hér vió
landþegará siðasta tug 19. aldar
þó i smáum stil væri. Þaö voru
danskir sjómenn, sem fyrstir not-
uðu þetta veiðarfæri hér, en það
var ekki fy rr en löngu seinna sem
tslendingar fóru að nota það.
Upphaflega var dragnótin aðal-
lega ætluð til flatfiskveiöa og þá
ekki sist til þess aö ná skarkolan-
um.Viö höfum lengst af litið veitt
skarkola I botnvörpu, enda var
hlutdeild okkar I skarkolaaflan-
um lengi vel mjög litil og lengst af
undir 1000 smálestum á ári. Það
var ekki fyrr en á siöari heims-
styrjaldarárunum, að skarkola-
afli okkar jókst til muna og komst
þá mest i liölega 5000 smálestir.
Eftir siöari heimsstyrjöldina
héldum við svo okkar hlut um það
bii til jafns við Breta, sem lengst
af höfðu veitt allra þjóöa mest af
skarkola hér við land svo langt
aftur sem aflatölur er að finna og
sennilega frá þvi að þeir hófu hér
botnvörpuveiöar skömmu fyrir
siðustu aldamót.
Þegar landhelgin var færð Ut i 4
sjómilur og dragnóta- og botn-
vörpuveiðar voru bannaðar innan
þeirrar landhelgi, féll afli okkar
aftur niður fyrir 1000 smál. á ári.
Þá jókst hins vegar afli Breta og á
árunum 1955—1959 fengu þeir
meiri meðalafla af skarkola á ári
en á nokkru'fimm ára tilabili
siöan þeir hófu skarkolaveiöar
hér viölandeða liölega 7000 smál.
Ariö 1%0 þegar draganótaveiö-
ar voru aftur leyföar, jókst skar-
kolaafli okkar og árið 1%4 var
hann 5336 smál. og um 1300 smál.
meiri en hjá Bretum.
A árunum 1960—1971 var
skarkolaaflinn hér við land lengst
af mjög nærri æskilegum
hámarksafla, sem talinn er vera
um 10.000 smál., en komst þá
nokkuö upp fyrir hann stundum,
einkum árið 1969, þegar hann
varö 14.031 smál., enda virðist þá
hafa verið gengið of nærri stofn-
inum.
Eftir árið 1972ogUtfærslu land-
helginnar I 50 sjómilur, höfum við
setið næstum þvi einir að skar-
kolastofninum og varla hálfnýtt
hann. Vafalaust eru ýmsar
ástæður til þess, svo sem öröug-
leikar á vinnslu, sem hæfir góðum
markaði. Þar að auki eru einhver
bestu skarkolamiðin viö landiö
þ.e.a.s. Faxaflói, lokuð fyrir
dra gn ó ta ve iðu m lögum
samkvæmt.ráðstöfun, sem orkaö
getur tvimælis.
Aðaisteinn Sigurðsson
Þó að Bretar veiddu skarkolann
i botnvörpu, hefir lengst af verið
litið um slikar veiðar af okkar
hálfu. Verður þvi skarkolastofn-
inn vart nýttur til fulls án þess að
nota dragnót. Það ætti heldur
ekki aö vera neitt þvi til fyrir-
stöðu, ef rétt er að veiöunum
staöiö.
Það er margt, sem dragnót hef-
ir verið fundiö til foráttu á undan-
förnum árum og veröur nú leitast
V.
100 ■ H-3-76 Skarkoli
Poki án hlifar og
klæöningar = 165,9 /
60- mm / /
50% taplengd 33.2 cm. / /
70- Kjörstuðull 2.00 / /
• O //
50-
40 HG-76-60-67 og 81
Skarkoli
30 1 dragnót =166mm
50% taplengd 33,1 cm
x/' Kjörstuöull 1.99
»0 —■— y
22 23 24 25 2 6 2 7 2 * 29 30 3' 32 33 34 35 36 3 7 38 39 40
1 mynd. Veiöhlutfall skarkola I dragnót (punktallna) og I botnvörpu (heil llna) I poka meft um 166 mm
riftli. Llnuritin sýna hundraftshlutfall þess fisks, sem veiftist meft tilliti til lengdar fisksins (Guftni
l>orsteinsson 1976).
riftli. (Guftni Þorsteinsson 1976).
viö að ræða helstu atriöin hér.
Oft er þvi haldið fram að
dragnót taki allan fisk, sem fyrir
henni veröur, hve smár sem hann
er. Þetta er ekki rétt þegar
möskvastærð er við hæfi. Til-
raunir hafa sýnt, aö bolfiskur
sleppur betur I gegnum dragnót
heldur en botnvörpu með sömu
möskvastærð (2. mynd). Þar aö
auki er möskvastærð I dragnót nú
170 mm, en 155 mm i botnvörpu.
Tiiraunir Hafrannsóknarstofii-
unarinnar með dragnót undan-
farin ár hafa glögglega sýnt, að
mikill hluti ókynþroska skarkola
smýgur I gegnum þennan möskva
(1. mynd) (Guöni Þorsteinsson
1976) hvað þá annar fiskur svo
sem þorskur og ýsa.
Undanfarin tvö ár hefir mjög
litið veiðst af þorski og ýsu i drag-
nótatilraunum okkar 1 Faxaflóa i
ágúst—október. 1 október 1976 var
ýsa og þorskur samanlagt 55 fisk-
ar i 10 daga leiðangri, en köst
voru 57. Þetta er að vísu þaö
minnsta, sem fengist hefir af bol-
fiski I tilraunum okkar með drag-
nót i Flóanum. Það mesta, sem
viö hinsvegar höfum fengið var i
lok ágústmánaðar 1977. Þá var
kastað 56 sinnum og var bolfisk-
aflinn 1087 ýsur eða tæplega 20 i
kasti og 63 þorskar eða liölega
einn i kasti. Ef þorskur og ýsa
voru tekin saman var afiinn 21
fiskur i kasti til jafnaðar. Þorsk-
urinn var allur stór og mestöll
ýsan lika og var meðalþungi
hennar tæp 2 kg.
Þessber svo að gæta að dragnót
var áöur með miklu minni
möskva en nú.
Arni Friðriksson (1932) segir:
„Möskvastærð I dragnót er all-
breytileg þetta frá 35 mm til 70
mm leggurinn”, það er að segja
70—140 mm möskvi. Möskva-
stærð I dragnót hefur sennilega
lengst af verið á milli þessara
marka, þar til hún var ákveöin
170 mm 1976 ogsennilega sjaldan
nálgast efrimörkin, enda var um
skeið löglegt að hafa hana 10 mm
minni en gildandi möskastærð i
botnvörpu.
Það er þess vegna mikill
stærðarmunur á þeim fiski, sem
sleppur i gegnum þá dragnót,
sem nú er notuð, og þá, sem notuð
var fram til ársins 1976.
Guöni Þorsteinsson, fiski-
fræöingur (1976) hefir reiknað út
veiöihlutföll þorsks og skarkola i
botnvörpu og dragnót og ýsu i
botnvörpu og birtast niður-
stööurnar hér i 1,—3. mynd.
Möskvastærðin var 166 mm. Það
er athygiisvert, að kjörlengd
(einnig kölluð taplengd eða
smuglengd) þ.e.a.s. sú lengd þar
sem 50% sleppa i gegnum
möskvann, er sú sama hjá skar-
kola bæði i botnvörpu og dragnót
(1 mynd). Hjá þorski er hins-
vegar kjörlengdin I dragnót næst-
um 4 cm meirien i botnvörpu (2.
mynd) og svipað mun gilda um
ýsu.
A 1. töflu má sjá hversu mikiö
kjörlengd skarkola, þorsksogýsu
breytist ef möskvastærð er breytt
úr 166 mm I 90 mm en 90 mm, en
90 mm voru lögleg möskvastærð i
botnvörpu fyrir um það bil aldar-
fjórðungisiðan. Ef við nú hugsum
okkur að við færum linuritin á
1—3. mynd jafn marga cm til
vinstri og mismunurinn I 1. töflu
segir til um, ætti það að vera
hverjum ljóst aö munurinn á
þeim fiski, sem veiðist i dragnót
meö 170 og 90 mm riðli, er geysi-
mikill, enda er mismunurinn á
kjörlengdinni fyrir þorsk og ýsu
einir 25—26 cm og þaö munar um
minna.
Það er þvi mikill munur á notk-
un dragnótar nú, miðaö viö þaö
sem áöur var.
Fram til ársins 1952 var þar aö
auki gegndarlaus botnvörpuveiði
hér viö land allt inn að þriggja
milnamörkum allt árið um kring
ogmeö smáriðnum vörpum, miö-
að við það sem nú er. Þá var
skarkoli veiddur með botnvörpu
inn um flóa og firði að vetrinum,
þar sem einungis ókynþroska
kola var að fá, á meðan
kynþroska fiskur hélt sig úti á
hrigningarstöðvunum. Slikt er vis
vegur til ofveiði.
Vegna þeirrar möskvastæröar,
sem nú er höfð i dragnót, mun hún
hlifa ungfiski betur en flest önnur
veiðarfæri, sem notuö eru hér við
land.
Hvaö lúðuna snertir verður þó
aðtaka fram að tveggja ára fisk-
ur og eldri sleppur ekki i gegnum
170 mm möskva svo neinu nemi.
Hins vegar er lúðu-stofninum
haldiðniðri, hvortsem dragnót er
notuð eöa ekki, vegna þess að
unglúöa er veidd meö fiestum
veiðarfærum, sem notuð eru á
grunnslóö. Lúðan er lika oftast
orðin 9—10 ára þegar hún verður
kynþroska (Aðalsteinn Sigurðs-
son 1971).
Oft er þvi haldiö fram, aö
möskvar i dragnót og botnvörpu
leggist saman I drætti. Það gagn-
stæða hefir veriö sannað með
neðansjávar-ljósmyndun, bæði
hér og erlendis, 4. og 5. mynd
sýna þetta glögglega.
Margir halda aö dragnót eyði-
leggi „botngróður”. Þar sem
plöntum og dýrum er oft ruglað
saman I þessu hugtaki, skal hvort
tveggja tekið til athugunar hér á
eftir. A það ber einnig að benda,
að kafanir, sem fóru fram i Faxa-
flóa haustiö 1977, benda eindregiö
til þess, aö dragnót raski botni
Framhald á 2 siöu
RAÐSTEFNA U M
MANNINN OG UMHVERFIÐ
(HEFST KL9-00 BÁÐA DAGANA)
■ V V ' / /.*
vT