Alþýðublaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. mars 1979. 3 alþýöu- blaðió Ctgcfandi: Alþýöuflokkurinn. Ábyrgbarmaður: Bjarni P. Magnússon Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 3000 krónur á mánuði og 150 krónur f lausa- sölu. Fyrir nokkrum árum var það almenn skoðun manna að fiskurinn i sjónum væri auð- lind sem aldrei þryti. Þá var það merki um stórhug og dugnað að láta sem flesta báta róa til fiskjar, og gilti þar einu hvort koppurinn var stór eða litill, vel eða illa tækjum bú- inn, hver viðbótar fleyta myndi einungis auka aflann. Þessi skoðun hefur ætið verið rikjandi i útgerð á Islandi og það er ekki hægt að álasa þeim sem vissu ekki betur. En það eru nokkur ár siðan visindin komu okkur i skilning um að auðlind sjávar væri ekki óþrjótandi nægtarbrunnur, sem óþarfi væri að verðleggja, rétt eins og loftið sem við önd- um að okkur. Hið frjálsa markaðskerfi frjálshyggjumanna einhvers konar einkaeign og stolt Sjálf- stæðisflokksins hefur hin sið- ustu ár sannað ófullkomleik sinn hvað áþreifanlegast með tilliti til þeirra breyttu við- horfa sem skapast hafa i um- hverfismálum. Loftið sem við öndum að okkur er ekki lengur verðlaus gæði, náttúran sem við lifum i er það ekki heldur. Hreint land fagurt land, hreint loft, gott loft eru nú verðmæti sem við viljum njóta en fáum ekki notið nema opinberir aðilar gripi inni hið frjálsa hagkerfi, sem vegna einka- gróðahyggju getur ekki skilið slik verðmæti og þvi er brugð- ið til þess ráðs að setja hömlur á frjálshyggjuhagkerfið svo það spilli ekki verðmætum sem hafa gildi meðal þegn- anna þótt svo sjálft kerfið meti slik gæði einskis. Þvi er þetta skrifað að i raun og veru gildir sama um frjálshyggjuna i sjávarútvegi og i samskiptum hennar við landið og loftið. Vegna þess að auðlind sjáv- ar er takmörkuð og að lif allra okkar sem þetta land byggjum er háð þeirri auðlind, þá gildir ekki lengur skilgreining hins frjálsa markaðshagkerfis um það hverjir séu hagsmunaað- ilar sjávarútvegsins. Nú og um alla framtið eru þeir allir þegnar þessa lands óháð þvi hvort þeir gera út til fiskjar eður ei. Það er búið að sanna það að viðbótar bátur aflar i raun ekki viðbótarafla heldur tekur nær eingöngu frá öðrum. Það er i sjálfu sér eðlilegt að stjórnkerfi okkar þurfi um- þóttunartima til þess að skilja og aðlagast nýjum staðreynd- um. Hins vegar verður að gera þá kröfu að það dragist ekki alltof lengi að hagsmunir þjóðarinnar sem heildar verði viðurkenndir og þess krafist að veiðunum verði stjórnað. Frjálshyggju hagkerfi sjávar- útvegsins er eitt dýrasta og ó- hagkvæmasta rekstrarform sem völ er á, auk þess tekur það ekkert tillit til þess að auðlindin er takmörkuð hvað þá heldur að með skynsamleg- um vinnubrögðum megi græða 100 falt ef ekki 1000 falt á við núverandi kerfi. Eðlilegt er að ekki sé gerlegt að söðla um i einni svipan en sá sem vill breyta verður að gera sér grein fyrir þvi hverjir eru með og hverjir á móti breytingum. Vonandi tekst Al- þýðuflokknum það sem hvorki Alþýðubandalaginu né heldur Sjálfstæðisflokknum tókst að láta þjóðina græða svo um munar á þeirri auðlind sem er undirstaða efnahagslifs okkar sjálfstæðu þjóðar. En ef svo á að verða þá duga engin vett- lingatök þá verður að minnka sóknina i þroskstofninn i þá veru sem fiskifræðingar segja til um og jafnframt verður að koma á auðlindaskatti, sem stjórntæki til hámörkunar gróða. Slikur auðlindaskattur ætti er fram i sækir að leysa skattborgarana undan þungri -byrði skattheimtunnar og virka til þess að gera lifskjör góð, með þeim bestu sem völ væri á, bara ef taumhald er haft á endemisrugli sjálfstæð- ismanna um kosti frjáls- hy gg juefnahagskerf isins. B.P.M. AUÐLINDA- SKATTUR Samstaða færir sigur — segir Vinnan, málgagn ASÍ I síðasta hefti Vinn- unnar, tímariti Alþýðu- sambands islands er f jall- ar um efnahagsmálin svo og kaupgja Idsbaráttu verkalýðssamtakanna, í leiðara og fer hann hér á eftir: Kaupgjaldsbarátta sú sem nú stendur yfir hófst meö mótmæla- aögeröum 1. og 2. mars sl. Engum heilskyggnum manni datt i hug aö þessar aögeröir einar sér færöu úrslitasigur i málinu. And- stæöingar verkalýössamtakanna héldu þvi mjög fram, aö þessar aögeröir heföu misheppnast, en samkvæmt hlutlægu mati, sem fram fór á vegum Alþýöusam- bandsins, var hér um aö ræöa eina af fjölmennustu vinnustööv- unum, sem háöar hafa veriö hér á landi. Þaö getur þvi ekki veriö neinum vafa undirorpiö, aö þær náöu fyllsta tilgangi sinum sem mótmælaaögeröir. Strax aö loknum mótmæla- aögeröunum hóf miöstjórn Alþýöusambandsins og 10 manna nefnd þess aö ræöa og skipuleggja áframhaldandi baráttu. Jafn- framt var sett fram gagnvart at- vinnurekendum krafa um aö þeir gengju til samninga viö verka- lýösfélögir. um kaupgjald, sem veitti launþegum ekki lakari kjör en samningarnir frá 22. júni sl. gera ráö fyrir, þannig aö raun- gildi samninganna haldist út samningstimabiliö, þ.e. til 1. des- ember nk. 1 þeim viöræöum sem hingaö til hafa fariö fram milli 10 manna nefndar ASl og atvinnurekenda hafa bæöi fulltrúar Vinnu- veitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna algjörlega neitaö aö veröa viö — eöa koma til móts viö kröfuna um fullar bætur til laun- þega fyrir þá kjaraskeröingu sem þeir hafa oröiö fyrir vegna laga rikisstjórnarinnar og meirihluta alþingis um „efnahagsráöstaf- anir”. Viöbárur atvinnurekenda fyrir þvi aö þeir geti ekki staöiö viö þá samninga sem þeir hafa gert viö verkalýössamtökin eru aöallega þær, aö 1) atvinnureksturinn geti ekki greitt hærra kaup, og 2) aö þeir geti hvorki né vilji vikja frá stefnu rikisstjórnarinnar I þess- um málum, en rökin fyrir þeirri stefnu eru meöal annars þau, aö almennur kaupmáttur sé of mik- ill, — hann megi ekki veröa meiri en hann var aö meöaltali á siöasta ári. Þessi „rök” atvinnurekenda og rikisstjórnar eru gamalkunn. Aö mati þessara herra hefur kaup þessa fólks sem vinnur aö fram- leiöslunni alltaf veriö of hátt. Þessari firru er nú haldiö fram, þrátt fyrir þá staöreynd, aö tekjur islenska þjóöarbúsins hafa aldrei veriö eins miklar: viöskiptakjör hafa batnaö og framleiösla aukist frá þvi sem gert var ráö fyrir viö gerö kjara- samninganna. Þannig er ljóst, aö ef kaupgjald heföi veriö tengt breytingu á afkomu þjóöarbúsins, heföi launafólk nú fengiö kauphækkanir umfram samninga. Á siöasta viöræöufundi, sem fram fór 31. mars, sögöust at- vinnurekendur ætla aö ræöa viö rlkisstjórnina um þessi mál og myndu þeir boöa aftur til fundar ef ný viöhorf sköpuöust. Siöan þetta var eru liönar rúmar þrjár vikur, en ennþá hafa atvinnurek- endur ekki boöaö 10 manna nefnd til fundar, svo þaö litur út fyrir aö undirtektir rikisstjórnarinnar hafi ekki veriö jákvæöar hvaö þaö snerti, aö leysa þá deilu sem hún hefur sjálf stofanö til. Um miöjan þennan mánuö (april) lýstu félög innan Verka- mannasambands tslands yfir útflutningsbanni. Siöan hefur einn samningafundur veriö milli fulltrúa Verkamannasambands- ins og atvinnurekenda. A þeim fundi kom fram sami þver- giröingshátturinn af hendi at- vinnurekenda: þeir svöruöu sanngjörnum kröfum Verka- mannasambandsins meö algjöru neii. Þessi afstaöa atvinnurekenda hefur vakiö almenna andúö meöal verkafólks. Fleiri aöildar- samtök Alþýöusambandsins hyggjast nú koma til virkari þátt- töku i yfirstandandi baráttu. Þannig hafa félög innan Alþýöu- sambands Vestfjaröa aflaö sér verkfallsheimildar og Iöja I Reykjavik hefur iýst yfir tima- settum vinnustöövunum i byrjun mái. Meö órofa samstööu verkalýös- samtakanna mun kjara- skeröingunni veröa hrundiö, undir kjöroröinu KJARASAMNINGAN IGILDI! NFA-rádstefna 1 Tilgangurinn meö ráöstefti- unni er einkum sá aö fá sem flesta til aö skiptast á skoðunum um tengsl og hlut Verkalýös- hreyfingar I fjölmiölum. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Sérstaklega er boöiö tJtvarps- ráöi, útvarpsstjóra, ritstjórum og fréttastjórum dagblaöanna, frétta og dagskrárstjórum út- varps og sjónvarps. Einnig er miöstjórn A.S.I. og stjórn M.F.A. boöiö til ráö- stefnunnar. Þaö skal tekiö fram aö aögangur er ókeypis. Ráöstefnan er haldin i sam- vinnu viö Menningar- og Fræöslusamband alþýöu og rit- stjóra Vinnunar timarits Al- þýöusambands tslands. Þá segir 1 lok fréttatil- kynningarinnar aö Nemenda- samband Félagsmálaskóla al- þýðu vonist aö sem flestir sem áhuga hafi taki þátt i ráöstefti- unni. En sem fyrr segir hefst ráö- stefnan kl. 10.00 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir degi. Fimm mái veröa sérstak- lega tekin fyrir þ.e. I fyrsta lagi „Hlutur verkalýöshreyfingar i fjölmiðlum”. 1 ööru lagi „(Jtgáfustarfsemi verkalýös- hreyfingarinnar”. 1 þriöja lagi „Verkalýðshreyfingin og dag- blööin”. 1 fjóröa lagi „Verka- lýöshreyfingin og rikisfjöl- miölarnir” og i fimmta lagi „Viöhorf fréttamanna”. A milli framsöguérinda veröa stuttar fyrirspurnir. Þá veröa og gerö stutt Klé ööru hverju. —GBK SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur. meö sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómásalur, opinn alla daga' vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. &KEMMTANIR — SKEMMTANIR ^ Bremsuklossar — Bremsuklossar Vorum að fá sendingu af hinum frábæru kanadisku bremsuklossum i allflestar teg- undir bifreiða. N.B. Limum einnig á kúplingsdiska, allar stærðir, og bremsuskó. Álímingar, Ármúla 22, sími 84330

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.