Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 28.07.1979, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.07.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 28. júlí 1979. 3 Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Abyrgöarmaöur: Bjarni P. Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Guöni Björn Kjærbo r Auglýsingar: Ingibjörg Siguröar- dóttir Dreifingarstjóri: Siguröur Stein- arsson Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Slöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Tveir helztu hugsuðir í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins eru alþingismennirnir Ellert B. Schram og Eggert Haukdal. Hins vegar ætti stuðningsfólk Sjálf- stæðisf lokksins að gera sér það til gamans að spyrja þessa tvo hugmyndafræðinga um stefnu Sjálfstæðisf lokksins í landbúnað- armálum. Hætt er við að spyrj- endur fengju nokkuð ólík svör. Ellert B. Schram og nokkrir Sjálfstæðismenn aðrir hafa látið sem þeir fylgdu stefnu sem í grundvallaratriðum líkist stefnu Alþýðuf lokksins. Þessir menn hafa hins vegar ævinlega verið áhrifalausir, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft hönd í bagga með framkvæmdavald- inu. Eggert Haukdal og skoðana- bræður hans leggja hins vegar kapp á að jafnvel yfirbjóða Framsóknarf lokkinn, og Alþýðu- bandalagið núorðið, í þvf að auka við styrkjakerfið, bæta við niðurgreiðslurnar, gera fram- leiðslukerfi landbúnaðarins enn óheilbrigðara, auka á byrðar skattgreiðenda. Það er með ólíkindum hversu lengi Sjálfstæðisflokknum hefur liðizt að hegða sér eins og tví- höfða þurs í landbúnaðarmálum. Þeir reka allt aðra stefnu gagn- vart neytendum landbúnaðaraf- urða heldur en þeir gera gagn- vart framleiðendum landbúnað- arafurða. Hins vegar er það svo, að vaxandi áhugi alls almennings á efnahagsmálum leiðir eðlilega til þess, að æ fleiri krefjast skýrra svara við þeirri einföldu spurningu, hver sé stefna Sjálf- stæðisflokksins í þessum mála- f lokki. Hún hef ur engin verið. Og jafnvel þótt bæði Ellert B. Schram og Eggert Haukdal hugsi skýrt, þá nægir það ekki þegar stefnurnar tvær eru eins olíkar og dagur og nótt. Sjálf stæðisf lokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa til skiptis farið með stjórn landbún- aðarmála undanfarna áratugi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur farið með stjórn þessa mála- flokks hefur framsóknararmin- um í þeim flokki verið afhentur þessi málaflokkur, en sjónar- miða neytenda hefur ekki gætt. Þessa sér nú merki um samfé- lagið allt. Hinar hefðbundnu greinar landbúnaðar eru reknar með gíf urlegum halla. Hins veg- ar hefur ekki tekizt að tryggja stórum hópum bænda viðunandi kjör. Þessi stefna þjónar því í raun hvorki bændum né neytend- um. Búið er að koma upp fokdýru skrifstofubákni, sem er niður- greitt af skattgreiðendum. Þess- ir skrifstofumenn hafa síðan öll ráð bænda, og neytenda fram- leiðslu þeirra, í hendi sér. Nær- tækt umbótamál er þess vegna að endurskoða það skrifstof ubákn sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa í sameiningu komið á laggirnar. Víst er að slíkt bákn er engin trygging, hvorki fyrir hagsmun- um bænda eða hagsmunum neyt- enda. Á undanförnum árum hafa sprottið upp nýjar búgreinar, svo sem grænmetisrækt, kjúklinga- rækt og svínarækt. Þessar bú- greinar eru ekki styrktar af al- mannafé. Hins vegar er beint samband framleiðenda og neyt- enda. Þessar búgreinar fram- leiða i samræmi við neyzluþörf. Þær eru svar við breyttum neyzluþörfum almennings. Ekki sízt ber að fagna miklum fram- förum sem að undanförnu hafa orðið i grænmetisframleiðslu, og hvetja aðstandendur þeirrar bú- greinar f rekar til dáða. Hins veg- ar sitjum við enn uppi með hinar hefðbundnu búgreinar, þar sem ríkisafskiptakerfið hefur keyrt svo úr hófi fram, að nánast ekk- ert samband er á milli neytenda og framleiðenda. Oll framleiðsla er styrkt og keypt, með niður- greiðslum, með útflutningsbót- um og með rándýru milliliða- kerfi og skrifstofukerfi, sem skattgreiðendur borga. Guðlaugur í Karnabæ fram- leiðir föt. Svo gera fleiri fram- leiðendur. Fjölmargt fólk vinnur við framleiðsiu fatnaðar, enda hefur klæðnaður talizt til undir- stöðunauðsynja allt síðan á dög- um Adams og Evu. En hvað myndu skattgreiðendur segja, ef Guðlaugur í Karnabæ og aðrir framleiðendur fatnaðar gerðu um það kröf u á hendur ríkisvald- inu að þeir mættu framleiða það sem þeim sýndist, án tillits til markaðar og án tillits til neyt- enda, og ríkisvaldið ætti sfðan að tryggja þeim að kaupa, niður- greiða og flytja út, langt undir framleiðslukostnaði, allan þann fatnað, sem þeir ekki gætu selt innanlands? Auðvitað segðu skattgreiðendur nei, og enda dytti Guðlaugi í Karnabæ vænt- anlega ekki í hug að fara fram á siikt. En slík er landbúnaðarstefnan í reynd. Á síðustu f járlögum fóru nær 15 af hundraði beint eða óbeint í styrkjakerfi land- búnaðarins. Þessa sér merki á þeim skattseðlum, sem fólk hef- ur nú verið að taka á móti. Fram- sóknarflokkurinn hefur varið þetta kerfi með oddi og egg. Hann hefur þó ekki farið dult með þær skoðanir. Það hefur hins vegar leikið meiri vafi á stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Andstæðingar jafnaðarmanna héldu því fram á árum áður að Alþýðuf lokkurinn væri að f jands kast við bændur og landbúnað með því að benda á þessar stað- reyndir og kref jast úrbóta. Þetta er auðvitað alrangt. Alþýðu- flokkurinn hefur viljað og vill heilbrigðan landbúnað. En i veröld, þar sem tækni fleygir fram, lifskjör batna og neyzlu- kröfur aukast, hefur engin þjóð efni á því að búa við kerfi, sem efalítið var réttlætismál fyrir áratugum, en hefur fyrir löngu gengiðsér til húðar. Kjarni þessa máls er sá að bændur og samtök jseirra, eins og aðrir fram- leiðendur vöru og þjónustu, verða að taka tillit til markaðar, til vilja og þarfa neytenda. íslenzk- ur landbúnaður á að vera rismik- ii atvinnugrein, sem stendur und- ir sér og framleiðir þá vöru, sem' neytendur vilja neyta, á því verði sem neytendur vilja gefa fyrir vöruna. Styrkjakerf i ríkisins get- ur auðvitað verið nauðsynlegt í einhverri mynd um lengri eða skemmri tíma. En það styrkja- kerf i má ekki verða svo ofvaxið, að það skeri á öll tengsl fram- leiðenda og neytenda. Rikisvaldið þarf að gera áætl- un til nokkurra ára, sem miðar að því að framleiðendur land- búnaðarafurða framleiði í fullu samræmi við þarfir markaðar- ins. Smám saman verður að draga úr hinu óhóflega styrkja- kerfi og stefna verður að því, að það verði að mestu af numið. Það er eðlileg þróun að í veröld auk- innar tækni. Alls staðar í tækni- væddum löndum hefur það verið hluti af sókn til betri lífskjara að þeim fækkar sem vinna við f ramleiðslustörf í landbúnaði. Hins vegar verður að sjá svo um, að slíkri þróun fylgi ekki óþæg- indi eða sársauki. En því má hins vegar ekki gleyma að heilbrigð matvælaframleiðsla er undir- staða góðra lífskjara. Heilbrigð- ur þróttmikill og rismikill land- búnaður á íslandi er þess vegna undirstaða góðra og batnandi lífskjara. Þeim mun beinna sam- band sem er milli bænda og neytenda, þeim mun betri trygg- ing er fyrir góðum og batnandi lífskjörum. -VG. SUNNU DAGSLEIÐakI : Borgarskrifstofur Austurstræti 16 óska eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: L Skrifstofumann. Gtóð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Verslunarskólamenntun eða hliðstæð menntun æskileg. 2. Forstöðumann mötuneytis (matráöskonu) i mötuneyti Reykjavikurborgar, Austurstræti 16. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- innar og Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist skrifstofu- stjóra borgarstjórnar fyrir 10. ágúst n.k. Vinningsnúmer í Happdrætti Aiþýðuflokksins 6 - 477 - 595 - 1001 - 1370 - 1961 - 2218 2297 - 4195 - 4660 Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 14-17 Staða framkvæmdastjóra Almannavarnaráðs er laus til umsóknar. Umsóknir sendist formanni Almanna- varnaráðs Snæbirni Jónassyni vega- málastjóra fyrir 15. ágúst 1979. Almannavarnaráð 25. júli 1979 Skrifstofustörf Raunvisindastofnun Háskólans óskar að ráða tvo starfskrafta til almennra skrif- stofustarfa. Vélritunarkunnátta er nauð- synleg og starfsreynsla æskileg. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Raunvisindastofnunar Háskólans Dun- haga 3 fyrir 10. ágúst n.k.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.