Alþýðublaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 1
t dag kl. 10, veröur Búnaðar-
þing sett i Búnaðarþingssalnum I
Bændahöllinni. Asgeir Bjarnason
formaður stjórnar Búnaðarfélags
tslands setur þingið með ávarpi,
en siðan mun Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra flytja
ávarp.
Eftir hádegi mun svo þingið
koma saman aftur, og veröur þá
kosið I nefndir og lögð fram þau
mál, sem fjallaö skal um á þing-
inu. Af þeim málum má t.d. nefna
frumvarp um breytingar á
jaröræktarlögum, sem unniö
hefur verið af milliþinganefnd
Búnaöarþings.
A föstudag mun svo þingiö
koma saman til þess aö fjalla um
reikninga félagsins og heyra
skýrglur um þau mál, sem fjallað
hefur veriö um á vegum
Búnaöarfélagsins, sfðan siðasta
þing var haldið.
Búnaöarþingsfulltrúar eru 25
og þingfundir eru öllum opnir.
Búnaöarþing hafa venjulega
staðiö um tvær vikur, og má gera
ráö fyrir aö svo veröi einnig nú.
Ullar- og skinnavöruútflytjendur:
SÖLUAUKNING, EN
SVART ÚTLIT
Það kom fram á blaðamanna-
fundi með útflutningsaðilum i
ullar- og skinnavöruframleiðslu,
að útlitið fyrir þessar starfsgrein-
ar er anzi dökkt. Megin ástæðan
er verðbólguþróuniii f efnahags-
lffi okkar tslandinga, en margt
annaö kemur einnig til.
A árinu 1979 nam útflutningur
meira og minna unninna ullar- og
skinnavara 11.862 milljónum
króna en var á árinu 1978 6.662
milljónir. Aukning á útflutnings-
verðmæti milli áranna er þvf
5.200 milljónir i krónum talið eða
78%. Til samanburðar má geta
þess, að heildarútflutningur
landsmanna, jókst um 58% milli
sömu ára.
rúmlega tvöfaldast. Langstærsti
kaupandi að prjónavörum eru
Sovétrikin. Útflutningur þangað
jókst úr 77 tonnum i 172 tonn og
var þó 100 tonnum minni 1979 en
1977. Annaö mesta viðskiptaland
okkar í útflutningi prjónavara er
Bandarikin, en þangaö voru flutt
74 tonn, þar á eftir koma
Vestur-Þýskaland, Kanada og
Bretland.
Útflutningur á ullarlopa og
bandi var nær sá sami og 1978, en
talsverður samdráttur varö á
sölu ytri fatnaöar og ullarteppa.
Sala á ullarteppum jókst veru-
lega á vestrænum mörkuöum eöa
úr 26.5 tonnum i 38,5 1979. Ytri
fatnaöur —kápur — er eingöngu
Útflutningur ullar- og skinnavara i tonnum:
Vörur úr ull 882.4
Sútuð skinn og
vörur úr þeim 695.9
Eins og áöur er langmestur
hluti skinnavöruútflutningsins
forsútaöar gærur. Samtals voru
fluttar 880 þús. sútaöar gærur,
þar af 685 þús. forsútaöar gærur
til Póllands og Finnlands og 195
þús. gærur voru fluttar út fullsút-
aðanfyrst og fremst til Danmerk-
ur, Svíþjóöar, Noregs og Banda-
rikjanna. Alls voru flutt út 9.6
tonn af fullunnum skinnaflikum á
móti 7.5 tonnum 1978. Umtalsverö
aukning var á sölu til Svíþjóöar,
en vert er aö vekja athygli á, aö
útflutningur fullunninna skinna-
flika hefur átt erfitt uppdráttar.
Þaö sem setur mestan svip á
útflutning ullarvara er hin mikla
aukning á prjónavöruútflutningi
milli áranna 1978 og 1979. Aö
magni til er aukningin 44% og
verömætiö I krónum talið hefur
1977 1978 1979
1146.7 1018.8 1147.5
+605.2 755.3 743.4
seldur á vesírænum mörkuðum
og meöalverö þeirrar vöru I krón-
um taliö á hvert kiló er mjög hátt
eöa 22669 krónur.
Eftirspurn eftir islenskum
prjónavörum var mjög mikil á
siöasta ári, og slöari hluta árs var
ekki hægt aö fullnægja henni.
Ekkert lát er enn á eftirspurninni
og flestar eöa allar saumastofur
hafa nú yfirdrifin verkefni, en
undanfariö hefur oft veriö verk-
efnaskortur á þessum tima árs.
Um afkomu einstakra þátta
iöngreinarinnar og einstakra
fyrirtækja innan hennar á sl. ári
er ekki vitaö nema aö takmörk-
uöu leyti þar sem uppgjöri er ekki
lokiö. Vitaö er þó, aö afkoman var
misjöfn og hjá mörgum mjög
Framhald á bls. 2
Stjórnarsinnar í hár saman á öðrum degi:
LOÐNUTAKMARK-
ANIR STEINGRÍMS
VALDA DEILUM
Nýi sjávarútvegsráðherrann,
framsóknarmaðurinn Stein-
grimur Hermannsson gaf út i
fyrradag fréttatilkynningu um
stöðvun loðnuveiða á vetrar-
vertiö 1980.
Samkvæmt reglugerðinni eru
allar loönuveiöar bannaöar frá
kl. 12:00á hádegi 13. febrúar, þó
þannig að hvert skip má fara
eina veiöiferö eftir þessi tima-
mörk.
Þau skip, sem eru á mið-
unum kl. 12.00 á hádegi 13.
febrúar skuli fyrir þau tlma-
mörk tilkynna loðnunefnd
um aflamagn og halda þegar
til hafnar meö það afla-
magn, sem þau tilkynna. Að
öðrum kosti er þeim óheimilt
að fara i aðra veiðiferð.
Þegar þessu timabili
bræðsluveiða verður lokið
má ætla að veiöst hafi um
það bil 290 þúsund lestir.
Ráðuneytið mun á næstunni
taka ákvörðun um, hvort
einhverjar veiðar til fryst-
ingar eða hrongatöku verða
leyfðar og þá með hvaða
hætti. Kemur sú ákvörðun til
með að ráðast að mestu af
stærð loðnunnar, göngu
hennar og markaðs-
aðstæðum.
Af viðbrögðum manna viö til-
kynningunni um stöövun loönu-
veiöa mætti halda, aö hennar
hafi ekki verið vænzt. Þaö var
hins vegar fyrirsjáanlegt fyrir
löngu aö loönuveiöarnar yröi aö
takmarka. Þaö er hins vegar
rétt, aö ákvöröunin kom eins og
þruma úr heiöskiru lofti, og eftir
þvi sem næst verður komizt er
hér um einkaákvörðun sjávar-
útvegs- og samgönguráöherra,
Steingríms Hermannssonar, að
ræða.
Viðbrögð hagsmunaaðila á
loönuveiöum og I loönuvinnslu
yfirleitt hafa verið mjög á einn
veg. Kristján Ragnarsson for-
maöur LtÚ, Öskar Vigfússon
formaöur SSl og aörir fulltrúar
hagsmunaaöila I loönuvinnslu
hafa lýst undrun sinni yfir
ákvörðuninni og taliö hana orka
tvimælis.
Hart deilt á Alþingi
A Alþingi fóru fram miklar
umræður, utan dagskrár, um
þetta fyrsta embættisverk
Steingrims Hermannssonar.
Stjórnarsinnar, sem og
stjórnarandstaöan, gagnrýndu
ákvöröunina harölega. Einkum
bentu menn á, hversu mikil
áhrif stöövun loönuveiöanna
hefði á atvinnuástand og
afkomuhorfur fyrirtækja á þeim
stööum, sem beinlinis væru
uppbyggöir til aö taka á móti
loönu. Þá var einnig á þaö bent,
aö sá skipaf jöldi, sem nú stund-
aöi loönuveiöar yrði senniiega
að halda til þorskveiöa, en þar
væri af litlu að taka, enda tak-
markanir á þorskveiöum orönar
mjög umfangsmiklar.
Af þessu ætti aö vera ljóst, aö
um veruleg vandamál er aö
ræöa I fiskveiöimálum okkar
Islendinga og viröist þurfa
langtum betri stjórn, þegar um
uppbyggingu fiskiskipastólsins
er aö ræöa. A þaö hefur verið
bent, að fiskiskipastóllinn sé
alltof stór og afkastamikill,
miðað við þaö sem ráölegt er aö
taka úr sjónum. Takmarkanir á
loönuveiöi nú munu i fyrsta lagi
hafa víötæk áhrif I þeim ver-
stöövum, sem byggjast upp á
loðnuveiðum. Lausn vanda-
málsins viröist hins vegar liggja
i þvi að skipuleggja fiskveiöar
lamjsmanna betur meö tilliti til
hámarksnýtingar fiskiskipa-
flotáns, auölindanna og verk-
smiðjanna I landi.
Alit fiskifræðinga
Jakob Jakobsson sagöi, aö
auövitaö mætti lengi deila um
hvort niðurstöður fiskifræöinga
væru hárnákvæmar, en undir-
strikaöi, að mælingar þær, sem
geröar heföu veriö I fyrra og nú i
vetur heföu verið geröar viö
beztu skilyrði og aö þeir yrðu að
taka mark á niöurstöðunum
meö fyrirvara um nokkuð frá-
vik, vegna ónákvæmni sjálfrar
aöferöarinnar.
Jakob sagöi ennfremur, aö vel
gæti veriö, aö skipstjórnar-
mönnum þætti loðnumagnið
vera jafn mikiö núna og þaö
heföi veriö i fyrra, og væri það
ofurskiljanlegt. Hann benti á, aö
I fyrra heföi gangan veriö tvl-
skipt. Um 60% göngunnar heföi
fariö heföbundna leið noröur og
austur meö landinu, en um 40%
heföi veriö útaf Vestfjöröum og
gengiö siöan suöur, vestur meö
landinu. 1 ár væri vestangangan
Framhald á bls. 2
,
Tekjuskattsfrumvarp Alþýduflokksins:
MIKIL LÆKKUN TEKJU-
SKATTS VAR FYRIRHUGUÐ
1 viðtalinu við Sighvat
Björgvinsson, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, hér í Alþýðu-
blaðinu I gær var minnst á
skattafrumvarp, sem Alþýöu-
flokkurinn lagði fram núna fyrir
stuttu. t frumvarpinu birtist
meginstefna Alþýðuflokksins I
skattamálum, en hún er sú, að
þeir sem lægstar hafa tekjurnar
bcri litlar eða engar tekju-
skattsbyrðarog kjör þannig jöfn-
uð að einhverju leyti.
Þegar frumvarp til laga um
tekjuskatt og eignaskatt var
lagt fyrir Alþingi á árinu 1978,
fylgdi þvf frumvarp til laga um
staögreiöslu opinberra gjalda.
Þetta tekjuskattsfrumvarp náöi
fram aö ganga og varö aö lögum
nr. 40/1978. Staðgreiðslufrum-
varpið dagaöi hins vegar uppi i
meöförum þingsins.
Skattstigar og aörir þættir
álagningarkerfis laganna sem
samþykkt voru, voru engu aö
siöur samþykktir óbréyttir frá
frumvarpinu, en þeir voru
sniðnir aö staögreiöslu opin-
berra gjalda. Af þessum sökum
og vegna verðbólguþróunarinn-
ar varö hins vegar aö endur-
skoöa þetta álagningarkerfi, en
þaö var einmitt gert fyrir at-
beina þáverandi fjármálaráö-
herra, Sighvats Björgvinssonar.
Með frumvarpi til fjárlaga,
sem fjármálaráöherra Alþýðu-
flokksins lagöi fram I desember
s.l., var gert ráð fyrir, að
innheimtur tekjuskattur á árinu
1980 lækkaöi um 7,2 milljaröa
kr. frá áætlun fjárlagafrum-
varps Tómasar Arnasonar fyrir
áriö 1980. Á sama tíma var þvi
lýst yfir, aö ætlunin væri aö
beita þessari lækkun fyrst og
fremst til aö lækka skatta þeirra
einstaklinga sem lægstar hafa
tekjur.
Frumvarpið gerir ráö fyrir aö
tekjuskattur af almennum
launatekjum meöalfjölskyldu
veröi felldur niöur I tveimur
áföngum, á þessu ári og þvi
næsta. Frumvarpiö gerir ráö
fyrir að þetta verði gert meö
ákvöröun skattstiga þannig, aö
áriö 1980 veröi tekjuskattur
lækkaöur um rúmlega 7
milljaröa króna frá áætlun I
fjárlagafrumvarpi Tómasar
Arnasonar, og þeirri lækkun
þannig hagaö, aö hún komi þeim
mest til góöa, sem lágar tekjur
hafa, svo og einstökum hópum,
svo sem eins og einstæöum
foreldrum, sem eiga erfiöum
aðstæöum aö mæta, en gildandi
lög frá 1978 um tekju- og eignar-
skatt hefðu ella falið I sér nokkr-
ar skattahækkanir fyrir
umrædda aðila.
Skattstigi tekjuskatts
einstaklinga er sem hér segir
samkvæmt frumvarpi þessu:
Af fyrstu 2,5 m.kr. tekju-
skattstofni greiðist 15%, af
næstu 3,5 m. kr. tekjustofni
30% en 50% af þvl sem
umfram er 6 m.kr. I tekju-
stofn. Skattafsiáttur frá
reiknuðum skatti yrði 400 þús.
Sighvatur hugðist lækka tekju-
skatt
kr. Sami skattstigi og skatt-
afsláttur gildir fyrir einhleyp-
ing og fyrir hvort hjóna.
Munur milli hæsta og lægsta
skatthlutfalls er hér meiri en
frumvarpiö fyrra gefur tilefni
til. Raunar einnig meira en var
viö álagningu tekjuskatts á ár-
inu 1979, en þetta er gert I þvl
skyni aö nýta þaö svigrúm, sem
Framhald á bls. 2