Alþýðublaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 4
I styttingi Ályktun frá læknaráðum spítalanna í Reykjavík Fyrir skömmu lýsti heilbrigðis- ráðherra, Svavar Gestsson, yfir vilja sinum til að halda ,,heil- brigðisþing” að hausti, þar sem m.a. yrði gerð úttekt á stöðu og þróun heilbrigðismála I landinu. 1 þvi skyni, svo og til nokkurra annarra verkefna, skipaði ráö- herra tiu manna undirbúnings- nefnd. Athygli vekur sérstaklega, að i þessa nefnd var ekki skipaður neinn læknir frá sjúkrahúsunum i Reykjavik, né heldur fulltrúi frá læknadeild Háskóla tslands. Þarna hafa gleymzt þýðingar- miklar og reynslumiklar stofn- anir. Formenn læknaráða spitalanna i Reykjavik hafa af þvi tilefni sent heilbrigðisráðherra eftirfarandi ályktun: Stjórnir læknaráða Borgar- spitala, Landspitala og Landa- kotsspitala fagna ákvörðun heil- brigðismálaráðherra að halda þing um heilbrigðismál á næsta hausti og hyggja gott til þátttöku i þvi. Hinsvegar lýsa stjórnir lækna- ráðanna undrun sinni á þvi, að engir fulltrúar spitalalækna eða kennara læknadeildar eigi sæti i undirbúningsnefnd. Telja stjórnir læknaráðanna, aö i þeim hópi megi finna hæfustu ráögjafana um þróun heilbrigöisstofnana. Reykjavik, 12. júni 1980 Asmundur Brekkan, Borgarspitala Sigurður S. Magnússon, Landspitala Ólafur örn Arnarson, Landakotsspitala Lánveitingar til húsbyggjenda A fundi húsnæöismálastjórnar hinn 10. júni sl. voru samþykktar lánveitingar til húsbyggjenda, sem samtals nema 2649 millj- ónum króna. Er hér um að ræða frumlán, miðlán og lokalán og koma þau til greiðsu i júli, ágúst og september nk. Lánveit- ingarnar skiptast þannig: 1. Lokalán (3. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 15. júli nk. þeim umsækjendum til handa, sem . fengu frumlán sin greidd 5. júli á siðasta ári og miðlán sin greidd 20. janúar sl. Lánveiting þessi nemur samtals 315 millj. króna. 2. Frumlán (1. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 25. júli nk. þeim umaækjendum til handa, sem sendu stofnuninni fokheldis- vottorð vegna Ibúðabygginga Framhald á bls.3 Sigurdur Þór Gudjónsson skrifar um Listahátíð Hinn vitri sjáandi HINN VITRI SJÁANDI. Orgeltónleikar í Krist- kirkju. Ragnar Björnsson. Efnisskrá. Fæðing frelsarans. Niu hugleiðingar fyrir or- gel. Þegar Messiaen ungur maður braut heilann um vandamál nýrri tónlistar voru tvö sjónar- mið honum efst i huga: laglina og rytmi. Hann kom fram með nýtt kerfi er hann byggði á rannsókn á náttiJrunni. Hann nefndi það „hætti með tak- markaðri tilfærslu”. Rytmi hans er byggður á þriskiptri reglu þar sem siðasti hlutinn tengist þeim fyrsta en hefur lika mótast af indverskri tónlist þar sem rytmi er óendalega fjöl- breyttur og flókinn. Laglinur hefur hann byggt á fuglasöng sem hann hefur rannsakað af mikilli kostgæfni. En höfuðein- kenni Messiaen er máttug trúarleg kennd og ótrúleg hljómbrigðagáfa. 1 augum hans er guð ekki hlutlægt hugtak, dulartákn né óskiljanlegt fyrir- brigði. Hann er raunveruleg lif- andi vera sem hægt er að skilja. Það er ekkert djúp staðfest milli hans og mannanna. En sterk mannúðarstefna og rik tilfinn- ing fyrir mannlegri þjáningu helst i hendur við einlæga guðs- trú Messiaens. Hann hefur sjálfur lýst tónlist sinni þannig: „Ég hallast að tónlist sem glitr- ar, sem er fáguð og jafnvel un- aðssæl (en alls ekki munúðar- full), tónlist er túlkar endalok timans, hiö alls staðar nálæga, hina blessuðu dýrlinga, hið guð- lega og yfirskilvitlega undur”. Messiaen er organisti við Þrenningakirkjuna i Paris og hefur samið mörg merkileg verk fyrir orgel. Hann leysti hljóðfærið undan þeim álögum er það hafði orðið fyrir á hinu rómantiska skeiði að vera syn- fóniskt hljóðfæri eða skreyti- hljóðfæri. Hann leitaði nýrra hljómsambanda og hljóm- brigða. Ragnar Björnsson lék á sunnudaginn i Kristkirkju eitt þekktasta orgelverk Messiaen: Fæðing Krists, niu hugleiðingar fyrir orgel. Hugleiðing þessi er þriþætt. Hiö guðfræðilega sjón- armið, sjónarmið hljóðfærisins og sjónarmið tónsköpunar. Ég hafði aldrei heyrt þetta fræga verk. En það heillaði mig mjög. Það er guðlega fallegt, upphafið og annarsheimslegt. Það er lika fullt af heitri mannlegri tilfinn- ingu. Það var eins og að eiga stund með vitrum speking er fær opinberað i háleitri sýn leyndardóm sem enginn orð ná til og aldrei verður raunar gerður öðrum full skiljanlegur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir flutningi verks sem maður heyrir I fyrsta sinn. Ég ætla heldur ekki að freista þess. En mig langar að þakka Ragnari Björnssyni innilega fyrir að hafa kynnt okkur þetta dýrlega tónverk. Þessi sólarstund i Kristkirkju var máttug lofgjörð. Sigurður Þór Guðjónsson. GEGGJUÐ VERÖLD Geggjuð veröld. Kammersveit Reykja- vikur i Þjóðleikhúsinu. Efnisskrá: A. Schönberg: Strengjakvartett nr, 2, op.17 (1907-1908) Sex litil pianólög op.19 (1911) Pétur i tunglinu op.21 (1912). Arnold Schönberg var róman- tiskt tónskáld þrátt fyrir þá byltingu erhann geröi á tónmál- inu. Viðgangsefni hans er hann samdi tónlist viö kveðskap var I ætt við hroll og hrylling. Hann kannaði hið sjúklega og af- brigöilega i manneölinu. Hann er raunar einn af örfáum tón- smiðum er hafa árætt að kafa i þau djúp og myrkur sálarinnar þar sem órar og skripi eiga ætt ogóðul. En á yngri árum Schön- berg var Freud i óöa önn að sýna fram á það að i hverjum manni er skuggalegur afkimi þar sem frumstæðar hvatir leika lausum hala og troöa sér til meðvitundar i táknrænu formi. Sjúklegt tilfinninganæmi og mikil taugaveiklun virðist hafa sett mark á Schönberg. Ef Mahler var fulltrúi þess tima er kallaður hefur verið „siðustu dagar hinna rómsömu tima” er Schönberg fyrirboði hinna óró- legu og örvæntingarfullu ára er áttu eftir aö leiða af sér tvær heimsstyrjaldir. En jafnframt var hann túlkandi háborgara- legrar lifsýnar og allrar þeirrar auðnar og vonleysis er fylgir úrkynjaðri stétt sem er aö missa lifsþrótt sinn. A tónleikum Kammersveitar Reykjavikur i Þjóðleikhúsinu föstudaginn voru flutt þrjú verk eftir Schönberg. Fyrst fluttu Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauks- dóttir, Stephen King, Pétur Þor- valdsson og Sigrún Gestsdóttir annan strengjakvartettinn. Þar fléttar Schönberg i tónmáliö, sem ryður sér leiö út úr riki tón- tegundanna, tveimur kvæðum eftir hið ágæta skáld Stefan George. Verkið var vel flutt en þó saknaði ég ofurlitiö meiri virtúósablæa. Næst lék Anna Málfriður Sig- urðardóttir, sex litil pianólög op.19 og gerði þaö smekklegaen nokkuð dauft. Að lokum flutti Kammersveit Reykjavikur og Rut Magnusson Pétur I Tungl- inu eða Pierrot Lunaire. Það eru þrisvar sinnum sjö talsöng- var við ljóð eftir Albert Giraud i þýskri þýðingu Hertleben. En i efnisskránni var ágæt Islensk útlegging eftir Þorstein Gylfa- son sem ég þakka sérstaklega þvi mjög mikilvægt er að fá á is- lensku góðar þýðingar á þeim textum sem tónskáld.hafa tón- sett. Kvæði þessi bera sterkan keim af heimi martraðar og jafnvel geðveiki. Sumir segja að form þeirra hafi skirskotaö meira til Schönbergs en efni þeirra. En umgjörö Schönbergs er ótrúlega akkúrat bæði um form og ekki siður efni þessara ljóða sem sum gætu verið úr Hvitum hröfnum en önnur eftir Bjarna Bernhard. Flutningur þessa verks var afbragðs góður. Ég hef sjaldan orðið var við að áheyrendur væru beinlinis frá sér numdir á tónleikum með is- lenskum flytjendum. Sérstak- lega var hlutur Rutar Magnús- son stórkostlegur. Þessi kvöld- stund er einhver sú minnisstæð- asta sem ég hef Iifað á þessari Listahátið. RATSJÁNNI „Þaö er óþarfi fyrir menn aö koma af fjöllum”. Þetta sagði Garðar Sigurðsson I Morgunblað- inu á þriðjudag. Hann var ekki með þessu að hvetja þá Islend- inga, sem hafa farið i útilegur, til þess að koma ekki aftur til byggöa Onei. Garðar sagði siöan: „Ég hef ekki tekið eftir þvi, að þingflokkur Alþýðubandalagsins hafnaöi þessu. Þetta var allitar- lega rætt á þingflokksfundi, sem ég ekki sat, en siöan kynnti ég málið allitarlega á öðrum þing- flokksfundi og þar var engin sam- þykkt gerð á móti þvi. Þaö er auðvitað spurning hvort og þá hvenær svona á aö koma til fram- kvæmda en þá hefðu þessir visu menn átt að tjá sig um málið, þegar það var i undirbúningi, þvi þeir vissu allt um það þá. En sennilega hafa þeir ekki mátt vera að þvi aö hlusta á aðra en sjálfa sig. Þau tiðkast nú hin breiöu spjót- in. Spurningin I dag er sú, hvernig Ólafur Ragnar Grlmsson bregst við þessari réttmætu ásökun. Það má telja vist, að hann muni tviefl- ast i tilraunum sinum við að losa sæti Garðars fyrir skjólstæðing sinn Baldur Óskarsson. Þaö hefur Ólafur Ragnars Grimsson reynt áöur, og þó það hafi ekki geng- ið þá, þá er Ólafur Ragnar ekki maöur, sem gefst upp svo auð- veldlega. Enda vill Ólafur Ragnarí , ekki aöra menn nærri sér á þingi, en jábræður. Það mun vera rétt hjá Ólafi að meta Bald- ur Óskarsson þannig. Það er nú Ijóst að launamál þingmanna eru nú i höndum for- seta þingsins. Þeir eru Jón Helga- son, Helgi Seljan, og Sverrir Hermannsson. Til þess, að hin ill- ræmda tuttugu prósenta hækkun verði stöðvuö, verða tveir þeirra að vera mótfallnir henni. Sverrir Hermannsson hefur þegar látið á sér skilja, aö hann er ekki mót- fallinn hækkuninni. Hann virðist blákalt þeirrar skoðunar, að vinna sin og annarra þingmanna sé meira virði en hún er nú metin á. Reyndar hefur Ólafur Ragnar Grimsson einnig lýst þvi yfir, að launin séu of lág. Hann lýsti þvi enn fremur yfir, að margir menn, sem ættu erindi á þing heföu ekki treyst sér til þess að fara I framboð vegna þess, að þeir töpuðu svo miklu i launum á þvi. Það er þvi ljóst, aö Sverrir Hermannsson er ekki einn um skoðun sina á þessu máli. Hinir tveir forsetarnir, Jón Helgason og Helgi Seljan munu liklega vera þeirrar skoöunar, að ekki sé ástæöa til þess að hækka laun þingmanna. Þaö er vist, að þorri landsmanna er sömu skoöunar þó þaö sé ekki af sömu ástæöum og forsetarnir. For- setarnir vilja ekki hækka launin fyrr en samningum er aflokið, þvi þeir sjá aö samningar yrðu erfiö- ari ef launin þingmannanna hækkuðu strax. Þorri lands- manna (hver sem þaðnú er) telur hinsvegar ástæöulaust að borga þingmönnum meira en nú þegar fyrir klúðrið. Aöur en Þagall leggur frá sér pennann i dag, verður hann að koma að einni orðsendingu til Hamrahliðarkórsins. Við setn- ingu Listahátiöar um daginn flutti kórinn verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson með miklum glæsibrag. Að loknum flutningn- um ávarpaði Þorgerður Ingólfs- dóttir gesti á Lækjartorgi og bað þá að taka undir með kórnum þegar hann syngi „Hver á sér fegra föðurland”. A þriðjudags- kvöld siðastliöið, þjóðhátiðardag- inn sjálfan, var siðan þáttur I sjónvarpim sem heitir „Þjóðlif”. Þar var eitt atriði, sem tekið var upp á Þingvöllum þar sem kynn- irinn kynnti Hamrahliðarkórinn. Þá fann Þagall þaö á sér, að nú myndi kórinn syngja „Hver á sér fegra föðurland,” rétt einu sinni og varð þaö i hundraöasta sinn að hann heyrði kórinn syngja þetta lag. Þagli finnst timi til kominn að kórinn skipti um ættjarðarlag. „Hver á sér fegra föðurland”, er sykursætt og væmið lag. Kórnum væri nær aö syngja annaö lag, samið i sama tilefni og „Hver á sér fegra föðurland,, en það er „Land míns fööur”, Það er ekki aðeins, að þar sé betri skáldskap- ur heldur er ólikt meiri reisn yfir þvi lagi öllu en „Hver á sér fegra fööurland”. Og sist af öllu er þaö væmiö. —Þagall Ólafur Ragnar kemur af fjöllum ofan. Og Garðari finnst það megnasti óþarfi alþýöu- blaðið immtudagur 19. júní 1980 istahátíð í dag 3agskrá um óhann Sigurjónsson Fimmtudaginn 19. júni eru undrað ár liðin frá fæðingu Jó- anns Sigurjónssonar, skálds frá ■axamýri. Þá um kvöldið veröur utt dagskrá i Þjóðleikhúsinu um f og skáldskap Jóhanns. Ber agskrá þessi heitið VÆRI ÉG ÐEINS EINN AF ÞESSUM 'AU. Flytjendur eru: Arnar ónsson, Guðbjörg Þorbjarnar- óttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga íachmann, Helga E. Jónsdóttir, ierdis Þórvaldsdóttir, Jón S. íunnarsson, Kristbjörg Kjeld, tandver Þorláksson og Þórunn lagnea Magnúsdóttir, en umsjón afa Þórhallur Sigurðsson og .rni Ibsen. Dagskránni er ætlað að gefa lynd af manninum Jóhanni igurjónssyni og er hún sett sam- n úr sendibréfum skáldsins ljóð- m, blaöaviðtölum og frásögnum nnarra. Auk þess eru fléttuð inn triöi úr þremur leikritum Jó- anns og úr Fjallkirkjunni eftir iunnar Gunnarsson. Leikritin em atriðin eru tekin úr eru KUGGINN, æskuverk sem vergi hefur komið á prent, ’JALLA-EYVINDUR, sem er að leikrit Jóhanns er mesta rægð hlaut meðan hann lifði, og ’RO ELSA. Siöast talda leikritið r raunar aöeins brot af leik sem óhann hafði i smiöum er hann ést árið 1919. ; Dagskráin verður flutt aðeins etta eina sinn og hefst hún kl. 0.30 á stóra sviðinu. ■rá Ólafi iagnari Vegna villandi ummæla i fjöl- liðlum, þar sem m.a. hefur verið regið i efa aö þingflokkur ilþýöubandalagsins hafi fyrir inglok hafnað þvi að breyta nú lunum alþingismanna, er hér irt eftirfarandi bókun úr fundar- erö þingflokks Alþýðubanda- agsins 17. mai 1980, 3. dagskrár- Iriál: „3. Rætt um launakjör þing- lanna. Talið að ekki sé timabært ö afgreiða þetta mál: Þessi bókun sýnir andstöðu ingflokksins við að afgreiða reytingar á launakjörum þing- lanna. Ólafur Ragnar Gfimsson, formaður þingflokks Ajþýðubandalagsins. 1 Þjóðviljanum á þriðju- dag gefur að lita eftirfarandi myndtexta: „Skansinn sem sést I baksýn er mikið mann- virki. Hann var gerður um 1680 til varnar Tyrkjum.” Hér er komin fram ný söguskoðun. Samkvæmt henni voru það Isiendingar sem voru árásaraðilinn i átökunum þeim frægu, og Tyrkir fórnarlömbin. BOLABÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.