Alþýðublaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. september 1980. 3 alþýöu Otgefandi: Alþýöuflokkur- inn Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Olafur Bjarni Guönason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Auglýsingar: Elln Haröar- dóttir . Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. , Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö SlöumUla 11, Reykjavlk' slmi 81866. Nú er liöiö langt á annan áratug frá því aö framsýnir menn vöktu máls á þvl aö málefnum islenzks landbúnaöar væri stefnt i óefni. Til skamms tima hafa þeir, sem ráöa lögum og lofum um málefni bænda- stéttarinnar, ekki viljaö viöurkenna aö vandamáliö væri til. Málefnalegri gagnrýni á rikjandi landbúnaöarstefnu var svaraö meö getsökum og dylgjum um óvild I garö bænda- stéttarinnar. Þannig var af forkólfum landbúnaöarkerfisins kynt undir elda tortryggni og úlfúöar milli bænda og neytenda, milli launþega og framleiöenda, milli dreifbýlis og þéttbýlis, meö þeim hætti aö öllum málsaöilum hefur veriö til skammar og þjóöinni I heild til skaöa. Þaö er ekki fyrr en á seinustu misserum, sem forkólfar land- búnaöarstefnunnar hafa neyözt til aö viöurkenna, aö gagnrýnin haföi vissulega viö ærin rök aö styöjast. En ekki er ráö, nema I tlma sé tekiö. Heiftin og illmælgin hefur svo lengi náö aö bera skynsemi ogyfirvegun ofurliöi, aö skaöinn „Það verður að teljast þó nokkur framför á 15 árum að forkólfar offramleiðslustefnunnar fást nú til að viðurkenna þau vandamál sem þeir'hafa skapað. En hvernig á að leysa vandann? Eins og venjulega koma einkum tvær leiðir til greina: Annars vegar höft og bönn, eins og kvótakerf ið. Hins vegar óbeinar aðgerð- ir sem gera bændum kleift að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum á tilteknu tímabili, án þess að kontóristar í Reykjavík ætli sér þá dul, að stjórna búrekstri hvers einstaks bónda." „Bóndi er bústólpi” er skeöur. Nú er vandamáliö oröiö aö þrálátri martröö fyrir alla aöila: Bændur sjálfa, neytendur, skattgreiöendur og rikissjóö. Enginn ein stétt I landinu er hneppt I viöjar hafta og banna eins og bænda- stéttin. Þeir eru komnir undir ráöstjórn rlkisvaldsins. Hvert er vandamáliö? Þaö er of mikil framleiösla á heföbundnum búvörum, mjólk og m jólkurafuröum og sauöfjárafuröum, umfram þarfir heimamarkaöar. En er ekki hægt aö flytja vandamáliö út? Þvi miöur. Astæöurnar eru einkum tvær: Of hár fram- leiöslukostnaöur (heimatilbúin veröbólga) og niöurgreiöslur samskonar afuröa á erlendum mörkuöum. Útflutningur er þess vegna aöeins hugsanlegur I formi matargjafa. Hver borgar reikninginn? Skattgreiöendur. En er ekki landbúnaöur viöast hvarniöurgreiddur? Jú, einmitt þess vegna höfum viö ekki efni á aö búa okkur til offramleiöslu- vandamál aö óþörfu. Erlendar niöurgreiöslur koma I veg fyrir útflutning. Þaö er enginn aö tala um aö afnema allan stuöning viö land- búnaöinn. En reikningurinn er oröinnof hár. Niöurgreiöslur og útflutningsbætur nema nú bróöurpartinum af öllum tekj- um rikissjóös af tekjuskatti einstaklinga. Dæmiö er oröiö af þeirri stæröargráöu, aö þaö á stóranþáttl aö halda llfskjörum þjóöarinnar niöri. M.a.s. forkólfar hinnar röngu land- búnaöarstefnu sem sjálfir bera óneitanlega ábyrgö á vandan- um, viöurkenna nú, aö komiö sé út I hreinar öfgar. Hiö flókna kerfi kvóta, leyfa, styrkja og millifærslna, sem hróflaö hefur veriö upp 1 kringum land- búnaöinn, og allur almenningur er löngu hætturaö botna i.hefur einnig þann höfuöókost, aö bændum er ógerningur aö laga framleiöslu sina aö breyttum og breytilegum markaösaöstæöum og neyzluvenjum. Þetta er ráö- stjómarkerfi. Paö veröur aö teljast þó nokkur framför á 15 árum, aö forkólfar offramleiöslustefn- unnar fást nú til aö viöurkenna þau vandamál, sem þeir hafa skapaö. En hvernig á aö leysa vandann? Eins og venjulega koma einkum tvær leiöir til greina: Annars vegar höft og bönn, eins og kvótakerfiö. Hins vegar óbeinar aögeröir, sem gera bændum kleift aö laga sig aö breyttum markaösaöstæöum á tilteknu timabili, án þess aö kontóristar I Reykjavlk ætli sér þá dul, aö stjórna búrekstri hvers einstaks bónda. Kvótakerfiö er rangt, vegna þess, aö þaö dregur enn úr framleiöni landbúnaöarins, sem varþó ekki of mikil fyrir. Sumir bændur búa á kostajöröum, hafa þegar fjárfest mikiö, geta aukiö framleiöslu án mikils tilkostnaöaijeru vel I sveit settir gagnvart mörkuöum og geta þvl aukiö framleiöslu meö tiltölu- lega litlum tilkostnaöi . Aörir sitja bú, sem viö skilyröi offramleiöslu geta undir engum kringumstæöum veriö hag- kvæm. Þetta tvennt, leggur kvótakerfiöaö jöfnu. Sama máli gegnir um styrkjakerfi. Ef styrkir eru miöaöir viö lág- marksstærö, geta menn rétt imyndaö sér, hvaö kemur I hlut stórbænda, sem búa viö hag- stæöustu skilyröi, þegar reitt er fram úr sjóöum millifærslukerf- isins. Þegar af þeirri ástæöu er hugmyndin um aö tengja afkomu framleiöenda viö laun einhverra viömiöunarstétta, út I hött. Hin leiöin, I staö kvótakerfis, er aö afnema útflutningsbætur og draga úr niöurgreiöslum i áföngum á tilteknu árabili. Meö þvl móti myndi verölagskerfiö sjálfkrafa stýra framleiöslu- magni í samræmi viö eftirspurn á markaönum. Hækkandi verölag myndi draga úr eftirspurn og þar meö framleiöslu. Þeir bændur, sem hagkvæmastan búrekstur stundá, myndu þá fullnægja þörfum heimamarkaöarins. Eftir sem áöur væri bændum tryggö einokun • heimamark- aöar og verndun frá samkeppnisáhrifum. Þeim milljarðatugum, sem viö þetta myndu sparast af almannafé, mætti slöan verja til aö leysa vandamál I staö þess aö búa þaö til. M.a. til þess aö aöstoöa þá bændur, sem ekki sæjuástæöu til aö halda áfram búrekstri, sem vonlaust er að beri sig. Þetta er eina leiðin til aö létta af bænd- um s kr i f f i n n s k u k e r f i ráöstjórnarinnar. Kontóristar i Reykjavlk leysa ekki vanda bænda. Þaö gera bændur bezt sjálfir. Þess vegna munu þeir sprengja af sér kvótakerfiö — fyrr en siöar. — JBH. ,,Vissulega verðum við/ í bili, að þola það að einræðis- rikiðog f lokksmaskínan hjari við hlið okkur. Við verðum að gera ráð fyrir því að þau geri allt, sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja lýðræðisleg félög okkar, og koma í veg fyrir að áform okkar nái f ram að ganga. Við munum verða fyrir kúgun og ofbeldi. Við verðum að reyna að verja okkur og vinna aftur smátt og smátt það sem rikið hefur sölsað undir sig. Þessvegna mun við- fangsefni hinna sjálfstýrðu hópa vaxa og vaxa." Efnahagsmál Pólverja í upplausn: Enginn treystir Kommúnistaflokkn- um til að finna lausn Grein eftir Jecek Kuron Verkföllin i PóIIandi hafa veriö m jög til umræöu í fjölmiðlum upp á síökastið. Mörgum fannst sem þaö væri aö eggja óbilgjarnan, aö pólskir verkamenn legöu út I sllkt, vitandi af þvlhvernig Sovétrik- in taka á frávikum frá hinni einu og sönnu stefnu. Þaö viröist þó, sem deilurnar hafi nú veriö leystar I bili og verkamenn hafi náö aö vinna umtalsveröan sigur. t grein þeirri, sem hér fer á eftir, ræöir Jacek Kuron, helsti leiötogi pólska andófsmannahópsins KOR, (Nefnd til félagslegrar sjálfvarnar verkamanna) þaö ástand sem leiddi til verkfallanna og framtlöarhorfurnar. Þaö er ljóst af skrif- um hans, aö ef Pólverjar eiga aö halda þeim hlut, sem þeir fengu meö verkföllunum, veröur þaö hinn mesti linudans. (Þessigrein var skrifuö áöur en Kuron var handtekinn, þann 27. ágúst, sl. og áöur en verkföllunum lauk) 1 fjóröa sinn I sögu kommúnisks Póllands sýna verkamenn aö þeir geta brotiö á bak aftur einokun flokks og rikis á ákvaröanatöku. En i þetta sinn gerist þaö fyrst aö'engar óeiröir eru á götum úti, engir árekstrar milli verkamanna og lögreglu eöa hers. Verkamenn gera kröfur sinar og fylgja þeim eftir meö verkföllum, og verk- fall á einum staö leiöir til verk- falls á öörum staö. Þessi aöferö i réttindabaráttu er ekki gallalaus. Kröfur verka- manna eru ekki samræmdar. Launahækkanir þær, sem þeir heimta, munu aöeins ýta undir veröbólguþróun, en þaö mun bitna harðast á hinum lægst launubu sérlega ellilifeyrisþeg- um. Hagkerfi Póllands er aö leys- ast upp I sfna frumparta. Ekkert getur bjargaö þvf, nema gifurlegt sameiginlegt átak þjóöarinnar, ásamt yfirgrips- miklum endurbótum. Verkföllin sýna aö efnahagur þjóöarinnar er aö hruni kominn og aö enginn treystir flokksleiðtogunum til aö finna lausnir á vandanum, sem duga. Reynsla stjórnvalda af þeim aögeröum, sem þau hafa beitt áöur, til aö binda endi á mót- mælaaðgerðir, er slik, aö þau þora ekki aö beita valdi til aö binda endi á verkföllin. Það væri þvi auðvelt aö komast aö þeirri niöurstööu, aö þaö sé hættulaust aö fara I verkföll. En þegar fer aö hausta, þegar verö- bólgan hefur étiö sig inn I launin og þegar ljóst er að loforð um auknar kjötbirgðir hafa verið svikin, munu verkföllin hefjast aö nýju. Þá verður reiöi verkamanna mun meiri, og fyrirlitning þeirra á stjórnvöldum. Þá veröa stjórnvöld lika valdaminni og úrræöalausari en þau eru nú, og hættan á þvi aö annar hvor aðil- inn missi þolinmæðina verður mun meiri. Meö þessu er ég ekki aö segja aö ég sé mótfallinn verkföllun- um. Viö þörfnumst þeirra. Meö þeim geta verkamenn gert sig aö afli til félagslegra breytinga. Verkföllin eru aöferö til aö efla samtök og samheldni verka- manna. Þaö hefur tekiö flokksleiötog- ana langan tima aö sannfærast um þaö I hversu alvarleg vand- ræöi þeir hafa stefnt efnahags- málum þjóöarinnar, þrátt fyrir þaö, aö andófsmenn (stjórnar- andstaöa) og sumir virtustu sérfræöingar landsins hafi bent á þaö I slfellu. Loksins virtust leiötogarnir skilja þaö, hversu alvarlegt ástandiö er. Úrræöi þeirra var aö gripa til almenns sparnaöar á öUum sviöum, sem átti aö gera þeim kleift aö borga upp skuldir viö rlki vestan tjalds, og alfa þeim aukins lánstrausts. Stjórnvöld fyrirskipuöu mUcinn niburskurb á innflutningi, sem leiddi til samdráttar I fram- leiöslu, atvinnuleysis og verö- hækkana, — á meöan laun voru fryst. Pólland er nú statt á þeim krossgötum I efnahagsmálum, að ekki aðeins eru batahorfur engar, heldur, þvert á móti, viröist, sem lifskjör hljóti að fara versnandi. Stjórnvöld hafa misst vald sitt. Þau virðast gera sér grein fyrir þvi. Það er ljóst af viðvör- unum þeirra við sovéskri ihlutun. Hinir lægra settu I flokks- apparatinu eru hneykslaöir á getuleysi leiötoganna til aö beita valdi sfnu, og einnig á hræöslu þeirra viö fjöldann og óákveöni. Þaö er hætta á þvl, aö leiötogakllkan, eða aö minnsta kosti hluti hennar gripi til örþrifaráöa. Þá væri bylting næstum óhjákvæmileg, — og hún myndi óhjákvæmilega leiöa til harmleiks. Hagfræbingar, félagsfræö- ingar og tæknimenn, sem hafa eyra leiötoganna hafa árum saman hvatt til þess aö hagkerf- inu yröi breytt I grundvallar- atriöum. Þeir hafa hvatt til þess aö slakaö veröi á miöstýringu, aö markaöslögmálin fái aö virka. Eins og málum er nú háttaö myndi slikt vissulega skeröa lifskjör margra hópa. Til þess aö fá þá til aö samþykkja sllkt er nauösynlegt aö þeir samþykki umbæturnar. Sér- fræöingar gera sér grein fyrir þessu og hafa þess vegna hvatt til þess aö almenn umræöa um þetta veröi leyfö. En sllkar um- ræöur krefjast málfrelsis, félagafrelsis og annarra lýö- ræöislegra réttinda, — þó ekki væri nema til aö halda þessum umræöum gangandi. Pólsku flokksleiötogarnir eiga ekki annarra kosta völ. Pól- verjar hafa hvaö eftir annaö sýnt aö þeir geta fært miklar fórnir, ef þeir eru sannfæröir um aö þær séu nauðsynlegar, en flokksleiötogarnir hafa logiö of oft aö þjóöinni og svikiö hana. Þaö eru þvi gildar ástæöur fyrir þvl, aö stjórnvöld óttast nú allar breytingar I frjálsræöisátt. Sllkt myndi vekja upp öfl, sem stjórnvöld hefbu enga stjórn yfir. Þaö er vafalaust, aö þau skref sem stjórnvöld veröa aö taka nú leiöa til nokkurrar áhættu. En ef þau skref verða ekki tekin, gætu afleiðingar þess, — frá þeirra sjónarhóli — veriö mun alvarlegri. Sá dagur mun koma aö verkamenn munu ekki gera sig ánægÖa meö hálfan sigur. Þann dag veröa meiriháttar átök óhjákvæmileg. Geta stjórnvöld þá tekiö áhættuna á breytingum I frjáls- ræðisátt? Eg er hræddur um ekki. Allt frá stofnun Alþýöu- veldisins Póllands, hafa aöeins þeir menn risiö þar til áhrifa, sem beittu varfærninni. Allir þeir, sem hafa tekiö áhættu eöa sýnt kjark I ákvaröanatöku allir þeir, sem hafa lýst sig fylgjandi umbótum, hafa ætiö tapaö i valdabaráttunni. Þeir, sem sigra eru þeir, sem hafa fundiö aöferö til aö taka enga afstööu, enga áhættu. Ég trúi þvi ekki aö stjórnvöld séu fær um aö útfæra viðunandi umbótaáætlun. Hinsvegar er ég sannfæröur um aö pólska þjóbin getur leyst aösteöjandi vand- ræöi og þróaö leiöir til frjáls- ræöis. Stjórnarandstaðan veröur aö eiga frumkvæöiö aö slikri þróun. Viö höfum lltil áhrif innan raöa verkamanna, og viö getum aukiö þessi áhrif aðeins á þann veg, aö þeir þarfnast okkar hjálpar, upplýsinga og tillagna. Okkar verkefni er að hjálpa verkamönnum til aö sameinast I sjálfstæöum sjálf- stýrðum félögum, verkalýös- félögum. En helsta verkefni stjórnar- andstööunnar er aö breyta efna- hagslegum körfum I pólitiskar kröfur. Sovétrikin og herir þeirra hafa ekki horfið sjónum. Viö veröum aö taka þaö meö I reikninginn. En viö megum gera ráö fyrir þvl aö leiötogar Sovétrlkjanna sjái ekki ástæöu til íhlutunar, meðan Pólverjar foröast aö bylta úr sessi stjórn- völdum, sem eru þæg Sovétrlkj- unum. Þess vegna verðum viö, I bili, aö foröast þaö. Vissulega veröum viö, I bili, aö þola þaö aö einræðisrikið og flokksmasklnan hjari viö hliö okkur. Vib verðum aö gera ráð fyrir þvl aö þau geri allt sem i þeirra valdi stendur til aö eyði- leggja lýöræöisleg félög okkar, og aö koma i veg fyrir aö áform okkar nái fram aö ganga. Rikis- valdiö mun reyna að hræöa okkur og spilla fyrir okkur. Viö munum veröa fyrir kúgun og of- beldi. Vib verðum aö reyna aö verja okkur og vinna aftur smátt og smátt þaö sem rikið hefur sölsaö undir sig. Þess- vegna mun viöfangsefni hinna sjálfstýröu hópa vaxa og vaxa. (Þýtt úr The Guardian, 31. ágúst, 1980) Öreigar allra landa sameinist! Gegn Sovétfasismanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.