Alþýðublaðið - 09.09.1980, Qupperneq 1
Stödnun í
austurblokkarinnar
Sjá grein á bls. 3
Á húsgangsklædum
Lenmismans
Sjá leiðara bls. 3
Menn fundu fyrir þvi i gærmorgun, að haustið er ekki langt undan. Vonandi
verður haustið milt, eitthvað i likingu við þessa fallegu mynd, sem ljós-
myndarinn tók af ungum dreng niður við Tjörnina siðedegis i gær. —
(Mynd: Valdis).
Blaðamannafélag Islands
mótmaelir handtöku
blaðamanns
Eins og fram hefur komið i fjöl-
miðlum geröist sá atburður, að
blaöamaöur Helgarpóstsins var
handtekinn af lögreglunni, þar
sem hann var viö störf I miöborg
Reykjavikur aöfararnótt laugar-
dagsins.
Eftir aö hafa kannaö málsatvik
og rætt máliör samþykkti stjórn
Blaöamannafélags Islands svo-
hljóöandi ályktun:
• >A fundi stjórnar Biaðamanna-
félags Islands f dag, var fjallaö
um handtöku Guðlaugs Berg-
mundssonar blaöamanns á
Helgarpóstinum, er hann var aö
störfum i miöbæ Reykjavfkur
aðfararnótt iaugardagsins 6.
september, vegna mikils mann-
fjölda, sem þar haföi safnast
saman.
Stjórn Blaöamannafélags ts-
lands mótmælir harölega ástæöu-
lausri handtöku Guölaugs Berg-
mundssonar, blaöamanns.
Eftir að hafa kynnt sér mála-
vöxtu teiur stjórnin ljóst aö iög-
regluþjónar hafi vitað, aö Guö-
laugur Bergmundsson var þarna
að störfum fyrir blaö sitt.
Stjórn Bt litur þaö mjög alvar-
legum augum, aö blaðamaður
skuli hafa veriö handtekinn og
hindraöur i starfi.”
Guölaugur Bergmundsson
visar á bug,sem tilhæfulausum,
fullyrðingu lögreglunnar um, að
hann hafi æst unga fólkiö til ólát-
anna. Þá er rétt að það komi
skýrt fram, að Guðlaugur var
allsgáður og var honum,m.a.,
synjað um blóðprufu þegar á lög-
regluvarðstofuna var komiö.
Framkoma lögreglunnar i þessu
máli vekur þvi ýmsar spurn-
ingar, sem enn er ósvarað af
hennar hálfu. Þess er vænst, að
lögreglan geri hreint fyrir sinum
dyrum og birti öll gögn, sem mál-
iö varða
*
Jöfnun kosninga-
réttar markviss
þróun sem ekki
verður stöðvuð
— segir Áskell Einarsson
Fjórðungsþing Norðlendinga
var haldiö á Akureyri dagana
31. ágúst til 2. september slöast-
liöinn. A þinginu voru sam-
þykktar margar ályktanir og
tillögur, og fjallað um helztu
mál fjóröungsins s.s. orkumál,
sjávarútvegsmál og fleira.
Framkvæmdastjórí sam-
bandsins, Askell Einarsson,
fiutti I upphafi þinghalds
skýrslu um starfsemi sam-
bandsins og hag þess.
llok skýrslu sinnar vék Askell
að stöðu byggðamála og ræddi
um áhrif breyttrar kjördæma-
skipunar. Áskell sagði m.a.
þetta um siðasttalda atriðið:
Margir landsbyggðarmenn
eru haldnir þeirri blekkingu að
til lengdar sé hægt að mismuna
fólki um kosningarrétt. Það má
vafalaust færa rök fyrir þvi, að
fólk sem er búsett nærri höfuð-
stöðvum rikisins eigi auðveld-
ara með að hafa áhrif á gang
mála og þvi þurfi þeir færri
þingmenn að tiltölu, en þeir sem
þurfa lengra að sækja. Hins
vegar er ekki hægt að sannfæra
venjulega borgara um þaö, að
atkvæði hans skuli hafa mjög
breytilegt vægi eftir búsetu.
Kosningaréttur verður jafn-
aöur. Þaö er markviss þróun,
sem ekki verður stöðvuö, þótt
halda megi henni meö réttsýni
innan markaþjóðfélagslegraað-
stæöna á hverjum tima. Hér
verður að hafa raunhæft mat á
staðreyndum. Spurningin er
hvernig er mögulegt, aö lands-
hlutarnir fái aukna meðferð á
sinum málum, þrátt fyrir að
hlutur þeirra, verði minni á
Alþingi, en áöur.
1 þessu sambandi er ekki
nema ein fær leið, sem er sú að
auka verði heimastjórn og þar
með verkefnatilfærslu frá
höfuðborgarkjarnanum til
landsbyggðarinnar. Það verður
aðskerpa aðnýju mörkiná milli
löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds. 1 þvi sambandi
hlýtur aukin valdsmeöferð
fólksins i landshlutum og sveit-
arfélögum að vega mjög þungt á
metaskálunum. Viö verðum að
ræða þessi mál af fullri einurð
og leita leiða til lausnar á þeim.
Verkefnatilfærsla má ekki vera
eingöngu bundin við að saman
fari fjárhagsleg ábyrgö og
stjórnun. Það verður að fela
fólkinu úti I landshlutum með-
ferð verkefna, sem að öllu eru
kostuð af rikinu, og eru best
leyst heima fyrir. Með sama
hætti þarf að tryggja heima-
aðilum stjórnaraöild að rekstri
opinberrar þjónustu á sinum
svæðum.
Góöir þingfulltrúar. Ég hefi
hér I lok skýrslu minnar dregið
fram tvö veigamikil mál, sem
geta skipt sköpum. Ég er þvi
ekki i neinum vafa um að
uppbygging landshlutasamtaka
er hyrningarsteinn nýrrar
í'Oyggöastefnu. Þvi er oröið
timábært að landshlutasam-
tökin fái viðurkenningu að
lögum svo að þau verði megnug
að annast þetta verkefni, sem
veröahlutverkþeirra. Mistakist
aö treysta landshlutasamtökin,
sem nógu sterkt afl, til að vega á
móti þvi valdaspili, sem kemur I
kjölfar hlutfallabreytinga á
Alþingi og nýrrar iðnþróunar-
aldarerljóst aölandsbyggðin er
vanbúin að aðhæfast breyttum
viöhorfum, með svo öflugum
hætti að hlutur hennar aukist til
frambúðar.
Verndartollar á sælgæti og kex
svigrúm fyrirtækja til að laga sig að óheftri
samkeppni
Gefin hafa verið út bráða-
birgðalög um sérstakt tlma-
bundið innflutningsgjald á sæl-
gæti og kex Samkvæmt lögum
þessum verður 40% innflutnings-
gjald almennt lagt á innflutt sæl-
gæti og 32% innflutningsgjald á
kex.
Þegar innflutningur var gefinn
frjáls á kexi um áramótin s.l. oe
siðan á sælgæti 1. april s.l. jókst
innflutningur á vörum þessum
verulega umfram það sem gert
hafði verið ráð fyrir. Þessi aukni
innflutningur leiddi þegar til mik-
ils samdráttar I innlendri fram-
leiðslu þessara vara og var þvi
fyrirsjáanlegt að yrði ekkert að
gert gæti það leitt til stöðvunar
atvinnurekstrar i viðkomandi
iðngreinum og atvinnuleysis
starfsmanna. Til þess að fyrir-
byggja slikt og jafnframt aö veita
innlendum iðnfyrirtækjum i þess-
um iðngreinum svigrúm til þess
að aölaga sig óheftri samkeppni
við innflutning hér um ræddra
vara var talið nauðsynlegt aö
gripa nú þegar til timabundinna
aðgerða og leggja sérstakt inn-
flutningsgjald á nefndar vörur.
Lög þessi, sem gefin voru út 5.
september, gilda til 1. mars 1982.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
NORÐURLANDANNA LÝSA
ÁHYGGJUM SÍNUM VEGNA
ÁSTANDSINS í
ALÞJÓÐAMÁLUM
Utanrikisráðherra Norðurland-
anna komu saman til fundar I
Osló 1. september siðastliðinn.
Þeir sem tóku þátt i fundinum
voru: Kjeld Olesen, Danmörku,
ólafur Jóhannesson, tslandi,
Knut Frydenlund, Noregi, Ola
Ullsten, Sviþjóð, og Matti
Tuovinen, Finnlandi.
Utanrikisráðherrarnir fjölluðu
sérstaklega um alþjóöaástandið.
t þvi sambandi lýstu þeir miklum
úhyggjum af þróun mála á
alþjöðavettvangi, sérstaklega
með tiHiti til stjóramála- og efna-
hagsástandsins. Þeir lögðu þunga
áherzlu á að nú væri nauösynlegt
aö efla samstarf á alþjóöavett-
vangi til að tryggja friösamlega
þróun mála.
1 þessu sambandi bentu þeir á,
aö halda yrði áfram viöræðum
stórveldanna um slökunarstefn-
una og einnig töldu þeir brýnt, að
halda áfram viðræðunum um tak-
mörkun vigbúnaðar til að tryggja
friðinn i heiminum.
Utanri'kisráðherrarnir ræddu
Afganistan-málið, eða innrás
Sovétmanna i Afganistan, sér-
staklega. Þeir lýstu þvi sem skoð-
un sinni, að ástandið I Afganistan
væri mjög alvarlegt, ekki ein-
ungis I Afganistan heldur og á
nálægum landssvæðum. Utan-
rikisráðherrarnir bentu á, að
skynsamlegasta lausn þeirra
mála væri i samræmi viö sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna þar
aðlútandi, en þærkveða m.a. svo
á, aö allur erlendur her hverfi
tafarlaust brott frá Afganistan, til
aö tryggja afgönsku þjóðinni rétt-
inn til að ákvarða framtið sína
sjálf’., óháð erlendri ihlutun.
Þá ræddu utanrikisráðherrarn-
ir einnig um gislatökuna I lran,
sem þeir sögðu vera i mótögn vlð
skuldbinndingar rikisins við
Þjóðréttarlög. Þeir lögðu áherzlu
á, að gislunum yrði sleppt hið
bráðasta óg þau vandamál.sem
máli þessu tengjast yrðu sömu-
leiðis leyst.
Utanrikisráðherrarnir ræddu
einnig ýmissmál 1 tengslum vib
Norður-Suður viðræðurnar,
öryggisráðstefnuna i Madrid og i
sambandi við kjaraorkumál.
Þá var þvi lýst yfir, að lausn
væri nú brýnni en oft áöur I lönd-
unum fyrir botni Miöjaröarhafs,
vegna hinnar vaxandi ólgu sem
þar gætti. Þeir lýstu fullum
stuðningi við allar þær tillögur
sem stuðluðu að varanlegri lausn
deilumálanna þar. Þá lýstu þeir
leiðindum slnum vegna hvers
þess sem sagt yrði eða gert, sem
hindrað gæti hin striðandi öfl i þvi
aö ná samkomulagi. Búsetu-
stefna Israelsmanna og einhliða
tilraunir til að breyta stöðu Jerú-
salem töldu utanrlkisráðherrar
Norðurlandanna alvarlega hindr-
un samningaviðræðna.
Þeirundirstrikuðufyrri afstöðu
sina f málinu með þvi að visa til
ólafur Jóhannes sat fundinn fyrir
hönd tslendinga.
samþykkta öryggisráðsins nr.
242ognr. 338, sem útgangspunkt-
um fyrir friðarviöræöum. Friður I
Mið-Austurlöndum kemst ekki á
nema Israelsmönnum verði
tryggt, að þeir geti óhultir lifaö
innan öruggra landamæra og
þjóöarréttur Palestinumanna
verði viðurkenndur af öUum.aðil-
um. A sama hátt og það er réttlátt
að Palestinumenn fái sjálfs-
ákvörðunarrétt, verða þeir að
taka þátt I viðræðum, sem
tryggja varanlegan friö á þessum
svæðum.
Þá ræddu utanrlkisráöherrarn-
ir ástandiö i efnahagsmálum
heimsins. Þeir lýstu miklum
áhyggjum yfir þeirri óvissu, sem
Framhald á bis 2.