Alþýðublaðið - 04.12.1980, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.12.1980, Síða 1
alþýðu ðió Þokkaleg dægrastytting Bryndís Schram skrifar um leiklist bls. 4 Líkamleg vellfðan Sigurður Þór um tónlist bls. 3 Hindirvitni her- stöðvaandstæðinga — sjá leiðara bls. 3 Fimmtudagur 4. desember 1980 184. tbl. 61. árg. W W w w w Yfirlýsing frá Patrick Gervasoni Vegna þeirrar undarlegu stööu sem málefni min hér- lendis eru nú komin i vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hef beðið um hæli sem pólitiskur flóttamaður hér á Is landi. Einfalt ætti aö vera að svara þeirri spurningu minni neitandieða játandi. Samningar þeir sem nú fara fram bakvið tjöldin um málefni min eru timasóun og annað ekki á meðan þeir ganga útá það eitt að pólitiskir aðilar komi sér saman um það með hverjum hætti ég verði fluttur hreppa- flutningum til Danmerkur. Mér er satt að segja ekki ljóst hvaðán sú hugmynd er komin, sjálfurhef ég aldrei beðið um og mun aldrei biðja um að verða fluttur þangað, enda hef ég i höndum tvö bréf frá þarlendum yfirvöldum með tilkynningum um að ég sé þar „óæskilegur”. Neiti Islensk yfirvöld mér um hæli og vernd þá sem í þvi felst vil ég ekki vera fluttur einsog flækingshundur milli landa heldur sendur beint til Frakk- lands þarsem ég mæti dóm- urum minum einsog mann- eskja, augliti til auglitis með stuðningi fólks sem þorir að taka afstöðu i málinu. Það er betra hlutskipti en vemd þeirra sem ekki geta tekið afstöðuna með réttindum minum en skortir hugrekki til að standa við þá afstöðu sina. Allt tal hérlendra yfirvalda um að vernda mig utansinnar eigin lögsagnar er fyrirsláttur einn og blekkingar. Geti þeir ekki veitt mér skjól á sinu eigin lög- sagnarsvæði er naumast von til að vernd þeirra dugi fremur annarsstaðar. Vilji dómsmála- ráðuneytið standa viö þá ákvörðun sina aö visa mér Ur landi biö ég þvi um að vera sendur beint til Frakklands. Umleið og ég undirstrika þennan vilja minn vil ég biðja fyrir bestu kveöjur til fólksins sem verjð hefur á vakt i ráðu- neytinu. Þau eru raunverulegur stuðningur. Gleðileg jól. P.G. YFIRLYSING FRA DOMSMALARAÐU- NEYTINU UM GERVASONI-MÁLIÐ OECD skýrsla um efnahags- ástandið á íslandi Nú er komin út skýrsla Efna- hagssamvinnu- og þróunar- stofnunarinnar um ástand og horfur i islenzkum efnahags- málum, en stofnunin birtir slik- ar skýrsiur árlega. Þær for- sendur, sem stofnunin hcfur til að vinna úr eru gefnar af Þjóð- hagsstofnun og öðrum stofnun- um hérlendis og takmarkast þvi þessi skýrsla erlendu sérfræð- inganna af þessu. 1 niðurlagsorðum skýrslunnar segir, að áframhaldandi verð- bólgustig, yfir 50%, geti haft alvarlegar afleiðing ar i för með sér og miöaö við óbreytt visi- Dómsmálaráðuneytið sendi i gærkveldi frá sér greinargerð varðandi málefni Patrics Gerva- sonis og ákvöröun sina I máli hans, og fer hún hér á eftir. Dómsmálaráðuneytinu barst i marsbyrjun þ.a., um hendur utanrikisráðuneytisins, beiðni Patricks Gervasonis um land- vistarleyfi i Islandi, sem borin hafði verið upp við sendiráðið i Kaupmannahöfn i lok febrúar. Sendiráöið taldi ekki æskilegt að verða við þessari beiðni. Mun sú afstaða m.a. hafa verið mótuð af lýsingu hans sjálfs á ferli sinum, en hann lýsti sig hafa frá 17 ára aldrei, þ.e. 1968, verið i' algerri uppreisn gagnvart rikinu og neit- að að hlita kröfum þess. Her- þjónustukvaðningu hafnaði hann tvitugur þ.e. 1971. Beiðni um landvistarleyfi var hafnað 11. mars með tilkynningu til utan- rikisráðuney tisins. Með bréfi til dómsmálaráð- herra, dags. 8. mai s.l., fór Gervasoni siðan fram á aö sér yrði veitt pólitiskt hæli á Islandi vegna aðstæðna sinna. I tilfefni af bréfinu var ákveöið að leitast viö að afla frekari upplýsinga um málefni Gervasonis, bæði frá Frakklandi og Danmörku. Gékk það greglega, enda var ljóst að yfirvöld höfðu litlar upplýsingar um feril hans siðustu árin. Er farþegaferjan „Smyrili” kom til Seyðisfjarðar 2. septem- ber s.l. geröi maður grein fyrir sér sem frönskum rikisborgara, Dominique Lucien Vanhoove, og lagði fram hollenskt atvinnu skirteini sem bar mynd af honum, en kvaðst hafa glataö vegabréfi sinu á sjóferðinni. Gaf viðkomandi útlendingaeftirlits- maður þvf skýrslu um komu mannsins. Er Patrick Ger vasoni gaf sig fram viö útlend- ingaeftirlitið 5. sept- ember s.l. eftir að lögmaö- ur hans Ragnar Aöalsteins- son, hafði með bréfi 4. september itrekað beiðni hans um að honum yrði veitt landvist sem póiitískum fióttamanni, viðurkenndi Gervasoni, eftir aö hafa fyrst neitað aö hafa f höndum skilriki að hann væri meö í höndum framangreind skilrfki sem hann aflaði sér f Hollandi en neitaði að gefa nánari skýringu á öflun þeirra. Dóm smálaráðuneytið ákvað að heröa á um öflun upp- lýsinga um málefni Gervasonis. Fengust ýmsar upplýsingar varð- andi réttarstöðu hans og var ákveðið á þeim grundvelli að visa honum aftur til Danmerkur, þar sem hann hafi komið óiögleg inn i landið þaðan hinn 2. september. Eftir beiðni lögmanns Gerva- sonis i bréfi dags. 24. september s.l., um að fallið yrði frá ákvörð- un um brottvisun Gervasonis, sem honum hafði verið tilkynnt með bréfi dags. 22. september, féllst ráðuneytiö með bréfi dags. 25. september á að framlengja frestinn til brottfarar hans af landinu til 2. desember. ( Þá eru liðnir þrir mánuöir frá komu hans) en jafnframt var skýrt fró þvi, að forsendur fyrir brottVisun hans væru óbreyttar, t þvi bréfi var jafnframt staðfest samkomu- lag um að lögmaöurinn tæki aðsér umsjá með skjólstæöingi sinum þann tima. IFrakklandi hafa fallið á hann 2 dómar herdómstóls fyrir ólög- mæta höfnum á gegningu her- þjónustu á friðartimum, 12 mán- aöa fangelsi, skv. dómi upp- kveðnum 18. október 1973, og 8 mánaða fangelsi skv. dómi uppkveðnum 25. mars 1976, vegna liðhlaups innanlands á friðartim- um. Eru með þvi sakir tæmdar gegn honum fyrir liðinn tima og þvi fjarri lagi að hans bíöi 10 ára fangelsi eða jafnvel meira. Strangari refsingar eru fyrir liðhlaup úr virkri herþjónustu en fyrir þaö var Gervasoni ekki dæmdur. Þess má vænta að slíkir dómar yrðu við fullnustu þeirra styttir a.m.k. um fjóröung að öllu eðlilegu. Ef hlutaö» eigandi hinsvegar féllist á | aö gegna herþjónustu má vænta þess að dómar yröu I lækkaðir I eins til F, aw b Stuöningsmenn Gervasoni, sem settust aö I dómsmáiaráöuneytinu á þriöjudag voru þar enn, seint I gær, þegar þessi mynd var tekin, þó þeim færi nokkuö fækkandi. (Abl. mynd Jim Smart) Bankamennharðorðir í garð Tómasar bankamálaráðherra, sem ekki man hvað kjaradeilan gengur útá Þær hafa þótt furöuiegar, yfirlýsingarnar hans Stein- grims Hermannssonar á stund- um en viðtalið við Tómas Arna- son i Morgunblaðinu i gær, um kjaradeilu bankamanna og bankanna siær út allar yfirlýs- ingar Steingrims, meö eftir- minnilegum hætti. Bankamála- ráðherrann veit ekki alminni- lega út á hvaö deilan gengur, en er þaö aö undra þegar niöur- talning verður upptalning og allt aö fara i strand. Banka- menn brugðu skjótt viö og sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu: „1 dagblööunum i dag, 3. desember 1980 getur að lita einkar athyglisveröar hugleið- ingar bankamálaráðherra. Tómasar Arnasonar, um laga- setningu til þess að stöðva kjarabaráttu félagsmanna Sambands Islenskra banka- manna. Hugleiðingar þessar eru þeim mun athyglisverðari, aö ráðherrann lætur þess jafn- framt getið i a.m.k. einu dag- blaðanna, Morgunblaðinu, aö hann muni nú ekki nákvæmiega um hvaö kjaradeila banka- manna snúist. I þessu sambandi er rétt, að minna ráöherrann á, að kjara- deila bankamanna nú snýst einkum og sér i lagi um, aö viösemjendur bankamanna standi við kjarasamninga, sem gerðir voru á árinu 1977. Til viöbótar hugleiöingum bankamálaráöherra um lagasetningu til þessað brjóta á bak í> verö- í> Þingsályktunartillaga alþýðuflokksmanna um opinbera stefnu i áfengismálum: Verslun stjórnvalda með áfengi leggur þeim þá skyldu á herðar að vinna gegn ofneyslu vínanda Aliir þingmenn Alþýöuflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um mörk- un opinberrar stefnu I áfengis- málum. Arni Gunnarsson talaöi fyrir tillögunni á Alþingi á dögun- um og birtist hér aö neðan úr- dráttur úr ræöu hans, en vegna lengdar cr ekki hægt að birta hana i heiid. Arni Gunnarsson sagði m.a., að rikisvaldiö hefði ekki mótað neina stefnu i áfengismálum enda þótt áfengisvandinn væri nú eitt mesta heilbrigðisvandamál þjóö- arinnar og snerti beint eða óbeint hverja einustu fjölskyldu i land- inu. Þingmaðurinn benti á, að skv. upplýsingum geðlækna væri um- talsverður hluti sjúklinga á geð- sjúkrahúsum þar vegna drykkju- sýki og yrðum viö að móta stefnu i þessum málum eins og aðrar þjóðir. Drykkjusýki hefur nú ver- ið tekin til sérstakrar umf jöllunar á þingi Aljóðaheilbrigðisstofnun- arinnar og samþykktar áskoranir til stjórnvalda um átak i þessum efnum. Um 5000 Islendingar hafa hlotið meöferð vegna drykkjusýki á sl. 5 árum, þar af hafa 600 manns notið vistar i Bandarikjunum. A deild 10 á Kleppsspitala og vistheimil- inu á Vifilsstöðum hafa um 3500 manns verið lagðir inn siðustu 5 árin. Um 2500 manns hafa fengið meðferð á sjúkrastöð SAA og um 750 manns hafa hlotið framhalds- meðferð hjá SÁA. Nú biða um 200 manns eftir að fá meðferö við drykkjusýki á Silungapolli Framsögumaður benti á, aö þó að Reykvíkingar hafi tiltölulega góöar aðstæður til að komast til lækninga, væru slikir möguleikar miklu minni viða út um land. Minnti hann á Akureyri og bæina við Eyjafjörð, þar sermalgert neyðárástand rikir i þessum efn- um að áliti lækna. Vitnaði hann i bréf frá Læknafélagi Akureyrar og bréf til fyrrv. heilbrigðisráð- herra, Magnúsar H. Magnússon- ar, þar sem segir að mjög vanti afvötnunarstöð i Kristnesi. Nú eru um 220 milljónirætlaðar til bindindismála og áfengisvarna á fjárlögum ársins 1981, en þessi upphæð er aðeins 0.6 pro mil af tekjum rikissjóða af áfengissölu. Til samanburðar má geta þess, að þetta hlutfall er um 6—8% i Bandarikjunum. I ræðu sinni minnti Arni Gunn- arsson á, að hið skráða áfengis- magn i umferö væri minna en hin raunverulega neysla vegna heimabruggunar og smyglaös áfengis. Talið er aö heimabrugg- un nemi a.m.k. 50.000 flöskum áf öli á ári og þessi drykkja auki heildarneysluna um ca. 0.5 litra á mann. Þessar upplýsingar er að finna i könnun, sem Tómas Helgason og fl. hafa unnið. Það kemur einnig fram, að tiðni áfengisneyslu hefur aukist i land- inu undan farin ár, en neysla sterkra drykkja virðist hafa minnkað nokkuð. Drykkjuvenjur hafa breyst nokkuö þannig, að heimadrykkja hefur aukist, en heldur dregiö úr drykkju að heiman. 1 könnuninni kemur einnig fram, að nálægt 14% þeirra sem spurðir voru, hafa hættuleg einkenni drykkjusýki. Framsögumaður vitnaði síðan i ritgerð tveggja háskólanema, Ólafs Jóns Ingólfssonar og Ólafs Tryggvasonar. 1 ritgerðinni kem- ur fram, að hlutfall tekna vegna áfengissölu af heildartekjum rikisins hafi farið lækkandi siðan 1944, en þá var þetta hlutfall 22.7% Arið 1969 var þetta hlutfall komið niður i 9.8%. I ritgeröinni Arni Gunnarsson er minnt á niöurstöður margra kannana sem sýna að drykkja aukist i réttu hlutfalli viö aukið framboð á áfengi. Einnig er i rit- gerðinni drepið á þá niðurstöðu Fjármálaráðuneytisins, að úr þvi magni bruggefna, sem stærsti innflytjandi á þessu sviði flutti inn á árinu 1978, mætti framleiða áfengi, sem jafngilti 175 þúsund litrum af 40% sterku öli. Af þessu má ráða, að heimabruggað öl sé umtalsverður hluti af neyslunni. Arni Gunnarsson gerði síðan tekjur rikissjóðs af áfengi að umræöuefni og sagðisíðan: „Það er mnni. £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.