Alþýðublaðið - 04.12.1980, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1980, Síða 3
Fimmtudagur 4. desember 1980 3 alþýðu blaðið J tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn ' Framkvæmdastjóri: Jóhannes GuBmundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Olafur Bjarni Guönason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Auglýsingar: Elín Haröar- dóttir _ .. . Gjaldkeri: Halídóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: SigurBur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aB SiBumiila 11, Reykjavik, sirai 81865. H nýafstöönum landsfundi AlþýBubandalagsins voru lagBar fram alls þrettán skýrslur og álitsgeröir um her- stöövamál. Til samanburöar má nefna, aö allar aörar álykt- anir um innlend málefni voru aðeins fimm talsins. Þetta sýnir, að flokkseigendafélagi Alþýöubandalagsins hefur þótt mikið við liggja aö stemma stigu við kraumandi óánægju herstöðvaandstæðinga með bréf Alþýðubandalagsins i þessu helzta hugsjónamáli flokksins. í einni þessara þrettán álits- gerða segir Olafur Ragnar Grimsson, kjarnorkusérfræð- ingur Alþýðubandalagsins, að samtök herstöðvaandstæðinga þurfi nú að finna upp á nýjum baráttuaðferðum. Hann full- yrðir, að samtök herstöðvaand- stæðinga hafi á undanförnum árum breytt um eðli. Þau séu nú orðin að einskonar hræðslu- bandalagi Alþýðubandalagsins og annarra afla vinstra megin við það. Þar sé ekki lengur neina framsóknar- eða alþýðu- flokksmenn að finna. Þess vegna þurfi að leita nýrra bragða i baráttunni. „Hin nýju skæði í vopnabúri herstöðvaandstæðinga geta því varla talizt ný. Þau eru sama markinu brennd og málflutningur þeirra alla tíð hingað til. Sá mál- flutningur hefur einkum byggst á afneitun stað- reynda, átakanlegu skilningsleysi á alþjóðastjórnmál- um, rökleysu, rómantík og ruglanda". Hindurvitni herstöðvaandstæðinga flf skýrslunum þrettán má ráða að hverju málflutningur alþýðubandalagsmanna i sam- tökum herstöðvaandstæðinga á einkum að beinast á næstunni. Fyrst á að setja á oddinn kröfu um friðlýsingu Norður-At- lantshafs. Samt neyðast skýrsluhöfundar til að viður- kenna, að friðlýsing Indlands- hafs frá þvl fyrir nokkrum árum hefur reynzt innantómt hjal. Astæðan er einfaldlega sú, að ekkert þeirra hervelda, sem máli skipta, hafa tekið hið minnsta mark á þessu hjali. Flotauppbygging hefur magn- ast um allan helming, og her- stöðvum verið fjölgað, við Ind- landshaf, sérstaklega eftir að það var friðlýst. Hæsta krafa á að .vera um kjarnorkuvopnalaust 'svæði á Norðurlöndum. Svarið við þvi er einfalt. Norðurlönd hafa verið, og eru, kjarnavopnalaust svæði. Það hefur hins vegar nákvæm- lega enga hernaðarlega merk- ingu. Astæðan er sú, aö á s.l. áratug hafa Sovétríkin lagt höfuðkapp á kjarnorkuvigbúnað eftir endilöngum landamærum Vestur- og Mið-Evrópu, frá Kolaskaga í norðri suður til Búlgariu. Herstöðvaandstæð- ingar eru háværir viða i V- Evrópu, en hafa átakanlega litil völd, þar sem máli skiptir, nefnilega i Kreml. Þess sér hvergi stað i s.kýrsl- unum þrettán, að herstöðvaand- stæðingar hafi grun um þau þáttaskil, sem orðið hafa i vig- búnaðarkapphlaupinu á s.l. ára- tug. Sú hernaðarlega ógnun, sem V-Evrópu stafar af vigbún- aðaruppbyggingu Sovétrikj- anna á endilöngum þessum landamærum, er hvergi tekin til greina i umfjöllun herstöðva- andstæðinga. Hernaðarleg áform Sovétrikjanna, og þörfin fyrir að bregðast við þeim með einhverjum hætti, fyrirfinnst einfaldlega hvergi i þessari um- fjöllun. Hin nýju skæði I vopnabúri herstöðvaandstæðinga geta þvi ekki talizt ný. Þau eru sama markinu brennd og málflutn- ingur þeirra alla tið hingað til. Sá málflutningur hefur einkum byggst á afneitun staðreynda, átakanlegu skilningsleysi á al- þjóðastjórnmálum, rökleysum, rómantik og ruglanda. Það hefur alla tið verið svo, aö það er auöveldara aö syngja um stefnu herstöðvaandstæð- inga, en að verja hana með rök- um. tsland úr Nató — herinn burt, — syngja þeir i tíma og ótima. En þeir virðast aldrei hafa ómakað sig á þvi að spyrja einfaldrar spurningar: Verði þeim að ósk sinni — þá hvað? Hefur öllum hættum þá verið bægt frá, i eitt skipti fyrir öll? Hefur þessi fámenna eyþjóð þar með tryggt sér friö og öryggi um aldur og ævi? Er þá Nirvana náð? Hernaöarlegt mikilvægi ts- lands felst m.a. i þvi, að varnir V-Evrópu, ef til átaka kemur, byggjast á gifurlegum liðsflutn- ingum frá Bandarikjunum til Evrópu. Þessir liðsflutningar fara fram á sjó, og þurfa öfluga ioftvernd. Það er megin mark- mið Sovétmanna, að skera á þessa lifæð, ef til átaka kemur. Þess vegna hafa þeir byggt upp mesta vighreiður veraldar á Kola-skaga, skammt handan landamæra Noregs, til þess að tryggja sér yfirráð á sjó og i lofti á norðanverðu Atlantshafi. Á Kola-skaga er mesta flotastöð i heimi. Þaðan eru geröir út 150 kjarnorkuknúnir kafbátar, bæði árásarkafbátar, til aö sökkva skipalestum og 50 kafbátar búnir langdrægum kjarnaeld- flaugum. I þessum flota eru flugvélamóðurskip ' til að tryggja loftvemd við fyrirhug- aöa innrás og hernám bæði Nor- egs og tslands. Staðreyndin er sú, að ef til þessará átaka kemur á N-At- lantsháfssvæöinu og i V- Evrópu, verður reynt að taka Island., hvort heldur hér er varnarviðbúnaður eða ekki. Styrjaldartilefnin eru ófyrir- sjáanleg, en geta verið ótelj- andi. Aðild að varnarbandalagi og varnarviðbúnaður i landinu dregur úr áhættunni, en tryggir ekki öryggi. Varnarlaust land, pólitiskteinangrað með einhliða hlutleysisyfirlýsingu, býður hættunni heim. Þessari byrjendaspurningu um viðbrögö við hugsanlegu hernámi eru herstöðvaandstæð- ingar ekki byrjaðir að svara enn, eftir 30 ára umhugsunar- frest. Þeir þurfa þess vegna að setjast niður, — ekki til þess aö æfa skala — heldur til þess að hugsa ráð sitt að nýju. Það er of seint að iðrast eftir dauðann. JBH Þingsályktunartillaga um bætta nýtingu sjávarafla og frumvarp um niðurfellingu söluskatts á rafeindatækjum í frystiiðnaði Flutt hefur verið i Sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar um bætta nýtingu sjávarafla. Flutningsmenn eru þeir Gunnar R. Pétursson Arni Gunnarsson og Agust Einarsson. Gert er ráð fyrir þvi að Alþingi álykti að fela sjávarútvegsráð- herra, að skipa nefnd til að at- huga hve mikil brögð eru að þvi, að fiskvinnslufyrirtæki taki við fiski, af fiskiskipum, örar en vinnslugetan leyfir. Einnig verði hlutverk nefndarinnar að kanna, að hve miklu leyti minnkandi gæði frystra afurða, megi rekja tilþess, að fiskurinn liggi óunninn i landi. Gert er ráð fyrir þvi að nefndin skili áliti um úrbætur og hafi I huga hvort mögulegt er að stjórna löndun afla, fyrst og fremst löndun togara. Það sem vakir fyrir flutnings- mönnum er, að láta athuga, hvort heildarstjórn fisklöndunar geti ekki komið i stað stækkunar fiski- skipastólsins, sem fyrirhuguð er. Telja flutningsmenn það liggja I augum uppi, að stuðla beri að Styttingur Aö loknu máli Guðrúnar voru bornar fram margar fyrirspurnir sem snertu borgarskipulagið i heild, en þó sérstaklega varöandi byggðina austan Elliöaáa. Mikill áhugi var meðal fundarmanna á að fylgjast sem best með fram vindu skipulags- og umhverfis- mála borgarinnar og nauösyn þess að borgarbúar gætu haft bein áhrif á tiltekna þætti þeirra. Kosin var ný stjórn i félaginu. Formaður var kosinn Asmund- ur J. Jóhannsson, tæknifræð- ur, varaformaður Þorvaldur Þor- valdsson arkitekt, ritari Jóhannes Pétursson kennari, gjaldkeri Hreinn Kristinsson skjalavörður og bréfritari Sigrið- ur Friðþjófsdóttir, hú'sfreyja, Einar Ragnarsson tannlæknir, Reynir Vilhjálmsson skrúögaröa- arkitekt og Sigmar Eyjólfsson bifvélavirki. Hin nýkjörna stjórn hefur þeg- ar hafið störf og vinnur nú að þvi hámarksnýtingu togaraflotans og aflans, frekar en að stækka fiski- skipaflotann endalaust, sjó- mönnum, útvegsmönnum og þjóðarbúinu til mikils skaða. Breytingar á lögum um söluskatt Þá hefur einnig verið lagt fram i Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um söluskatt. Flutningsmenn eru Ágúst Einarsson, Matthfas Bjarnason, Guömundur G. Þórarinssonog Arni Gunnarsson. Frumvarpið miöar að þvi að létta söluskatti af vogum og raf- eindatækjum, sem notaðar eru i fiskiðnaði til mælinga og skoðana. Flutningsmenn segja, i greinargerð með frumvarpinu, að athyglisverð þróun hafi átt sér stað á undanförnum árum i raf- eindaiðnaði innanlands, einkum i tengslum við tæknivæðingu fiskiðnaðarins. Nefnd eru fyrir- tækin Völundur i Vestmanna- að afla upplýsinga og fá yfirlit um ýmsa þætti umhverfismála varö- andi hverfið. Einkum er stjórnin uggandi ef skipulögð verður byggð á þeim svæðum sem ætluð hafa verið til útivistar eða hrað- brautarumferö beint gegnum hverfið. Kúltúrkorn 4 inga um hana og komast eftir, hvern hug hún ber til hans. Asa Sólveig er fædd árið 1945. Hún hefur skrifað nokkur leikrit, bæði fyrir útvarp og sjónvarp, og þar að auki skáldsögur. Otvarpið hefur flutt þrjú leikrit eftir hana, „Gunnu” 1973, „Ef ekki i vöku, þá i draumi” 1975 bg „Gæfusmiöi” 1979. Leiklist___________________4 stendur sig þokkalega, án þess að gefa of mikið. Það, sem mér eyjum og Póllinn á Isafirði, en bæði fyrirtækin hafa framleitt tæki fyrir frystihúsin á stöðunum, sem vakið hafa verðskuldaða at- hygli. Flutningsmenn segja, að þessar iðngreinar hafi sýnt það, svo ekki verður um villst, að Islendingarerufullkomlega færir um að þróa og smiða fullkomin tæki, sem stuðla að Betri nýtingu fiskafla, betra eftirliti og hag- kvæmari stjórnun innan sjávarútvegsins. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum létt gjöldum af fisk- iðnaðinum til að gera honum betur kleift að útbúa sig sem beztum tækjum og eru margs konar tæki nú söluskattsfrjáls. Hér er fyrst og fremst um erlenda framleiðslu að ræða og þvi eðli- legt, að mati flutningsmanna, að islenzk tæki njóti sömu skilyrða, hvað þetta snertir, og er það til- gangurinn með frumvarpinu, að skapa jafnan samkeppnisgrund- völl innlendra og erlendra fram- leiðenda meö niðurfellingu sölu- skatts á þessum tækum. fannst ósannfærandi viö sýning- una, var andrúmsloftið, stemmningin. Við erum stödd I svörtustu Afriku, en gleymum þvi jafnharðan. Hitann leggur ekki út i salinn, hann þjakar engan á sviðinu og þvi siður okkur hin. Hvort er heitara úti eða inni? Rikra manna ibúðir eru loftkældar, er það ekki? Við sjáum sólina vera lengi að hniga til viðar og sitjum i rökkri. 1 hitabeltisloftslagi dimmir á ör- skammri stund, og við heyrum kynleg hljóð utan úr myrkrinu. Leikmyndin var góö, svona býr Evrópufólk, jafnvel i frumskóg- inum, en þaö var allt i kringum hana, sem var ósannfærandi. Niðurstaðan er þvi sil, aö Nótt og dagur sé hvorki fugl né fisk- ur. Þokkaleg dægrastytting en ekki sú leiftursókn andans né rifandi snilldarverk sem maður hafði vænzt. Bryndis Schram Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist Líkamleg vellíðan Það voru fáir áheyrendur á siðustu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitarinnar 20. nóv. I Háskólabiói. Margir sem sækja sinfóniutónleika virðast vera stór skrýtnir hvað varðar nautn af músik. Þarna flykkjast að meðaltali þúsund manns á hálfsmánaðar fresti til að horfa á stóra hljómsveit leika listir sinar og ekki má gleyma ein- leikurunum sem eru vist ómiss- andi á hverjum tónleikum — guð má vita hvers vegna. Af- hverju ekki að hafa einstaka sinnum tónleika þar sem hljóm- sveitin leikur öll hlutverkin? Það væri til dæmis mjög gaman að heyra þrjár siðustu sinfóniur Mozarts á sömu tónleikum. En þá væri viðbúið að áheyrendur létu ekki sjá sig. Fyrir augað eru sinfóniutónleikar stórkost- legasta uppákoma tónlistar- heimsins. Sá mikli og fjölbreytti mannskari sem kemur við sögu gerirþessa athöfn að meiri hátt- ar félagslegum viðburöi. Ótrú- lega margir virðast aöeins koma tii að sýna sig og sjá aöra láta náungann sjá aö hann sé maður með mönnum. Fjöldi fólks sem maður þekkir i sjón af sinfóniutónleikum iætur aldrei sjá sig á öðrum konsertum. Hvers vegna? Er sinfónisk músik svona miklu áhugaverð- ari en önnur tónlist? öðru nær! — Yfirleitt eru sinfóniutónleikar minna spennandi en flestir konsertar I bænum. En þeir eru stórkostlegir sem félagsleg sýn- ing og mannfagnaður. Karsten Anderson frá Noregi sem stjórnaði þessum tónleik- um byrjaði á Concerto Grosso Norvegese eftir Olav Kielland. Verkið er svo drepleiðinlegt að enginn lifandi máttur fengi mig til aö hlusta á það af eigin hvöt- um. Richard Strauss var áttatiu og fimm ára er hann samdi Fjögur siðustu ljóð. Þó verður að segja eins og er að þetta er einhver nunúðarfyllsta tónlist sem um getur. Kannski hefur Strauss verið nýstiginn upp úr heita pottinum i sundlaugunum sæll og heitur og mókandi eins og köttur i heitu sólskini. Eng- inn tónlist veldur annarri eins likamlegri friðsæld og ef skrokkurinn er i sæmilegu lagi þarf litlar áhyggjur að hafa af sálinni. Stundum verður músik Strauss á allri sinni munúð og velliðan kynferðislega stork- andi sem ég held að sé einstætt um sinfóniska tónlist. Eftir lokaverki sinu að dæma virðist karlinn sannarlega ekki hafa verið dauður úr öllum æðum og væri óskandi að guð gæfi okkur sem flesta slika snillinga. Sieg- linde Kahman söng ljóð Hesse og Eichendorfs að ég hygg með viöeigandi löngun og angurværö og þá rennur upp fyrir manni að þegar öllu er á botninn hvolft er þessi músik kannski hættu- lega nærri lifsflótta og dauðaþrá eða úrkynjun öörum orðum. En hér tókst svo illa til aö hljóm- sveitin var of hávær, þó hún léki vel i sjálfu sér, svo til vandræða horföi fyrir áheyrendur að greina sönginn nema með höpp- um og glöppum. Þetta var leið- inlegt þvi guð má vita hvenær þessi tónlist heyrist aftur á islandi. Mér finnst ég lltið hafa gert siöustu vikur nema skrifa um Mozart og þvi meira sem ég skrifa þvi marklausari veröa orðin. Ég ætla þvi ekki að fjöl- yrða um Júpltersinfóniuna sem lauk þessum tónleikum. Ég verð þó að viðurkenna aö flutningur- inn varpaði engu nýju ljósi á eitt eða neitt sem varðar tónlist þessa manns sem ég held að hafi verið heilagur maður. Sigurður Þór Guðjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.