Alþýðublaðið - 04.12.1980, Page 4

Alþýðublaðið - 04.12.1980, Page 4
wmmmmmmmmmmmmmmmm STYTTINGUR B.S.F.K. afhendir fjölbýlishús Nú i nóvember afhenti B.S.F.K. fjórða fjölbýlishúsið af fimm sem félagið byggir fyrir félagsmenn sina við Engihjalla i Kópavogi. Framkvæmdir við húsið hófust sumarið 1978. öllum ibúðum i húsinu 48 að tölu er skilað fullfrá- gengnum, sem og sameign og lóð. Allan kostnað við bygginguna verða byggjendur að fjármagna sjálfir, utan húsnæðismálaláns. B.S.F.K. var stofnað árið 1953, og á næstu 13 árum var lokið við 6 byggingaáfanga, þannig að verk- efni voru óstöðug. Frá árinu 1967 hefur félagið haft verkefni, og nú i haust var hafist handa um byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Astún, sem er 17. byggingarflokkur félagsins. Auk þess er unnið að uppsteypu á siðasta húsinu við Engihjalla en það verður afhent á næsta ári. Um siðustu áramót voru félags- menn 2451, en eru nú 2794, þannig að þeim hefur fjölgað um 343 á ár- inu. öllum þeim ibúðum sem i byggingu eru hefur þegar verið úthlutað til félagsmanna, og u.þ.b. 100 félagsmenn eru á bið- lista eftir ibúðum sem hugsan- lega myndu losna, þannig að ljóst er að félagið hefur ekki náð að anna eftirspurn félagsmanna sinna. Aðalfundur Framfarafélags Seláss- og Árbæjarhverfis Aðalfundur Framfarafélags Seláss- og Arbæjarhverfis var haldinn 15. nóv. sl. Fundarstjóri var Þórir Einarsson prófessor. 1 upphafi fundarins rakti frá- farandi formaður Guðmundur Sigurjónsson sögu félagsins i stuttu máli. 1 ræðu hans kom fram að félagið hafði fengið ýmsu áorkað til hagsbóta fyrir hverfis- búa á meðan starfsemi þess var i blóma, en siðast liðin sjö ár hefur félagsstarfið legið niðri. Óskaði hann félaginu velfarn- aðar og vonaöi að það mætti verða ibúum Seláss og Árbæjar til stuðnings til að standa vörð um sérmál byggðarinnar á félags- svæðinu og hvatti fólk til að ganga i félagið og taka þátt i störfum þess. A fundinum flutti Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, forstöðumaður borgarskipulags, snjallt erindi úm skipulagsmál. Hóf hún mál sitt með þvi að árna félaginu allra heilla i starfi og lét i ljósi þá skoðun aö hverfasamtök hefðu þörfu hlutverki að gegna fyrir ibúa borgarhverfanna. Bryndís Schram skrifar um leiklist Þokkaleg dægrastytting Þjóöleikhúsiö sýnir Nótt og dag eftir Tom Stoppard Þýöandi: Jakob S. Jóns- son Lýsing: Kristinn Daníels- son Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason Leikstjóri: Gísli Alfreðs- son. Ég hafðisatt að segja hlakkað til þess i allt haust, að sjá verk eftir Tom Stoppard á sviði hér heima. Mér er enn i fersku minni sýningin á Rósinkranz og Gullinstjörnu sem ég sá á Edin- borgarhátið fyrir mörgum árum. Það. leikrit var með allra fyrstu verkum Stoppards, og var hann um þær mundir skærasta stjarnan i heimi brezka leikhússins, eins konar framhald af Osborne, Pinter og Wesker. Þessi sýning var ný leiftursókn i anda „Horfðu reið- ur um öxl” einum tiu árum áð- ur, verk sem olli endalausum deilum, hristi duglega upp i mönnum og var auk þess skrif- að á svo mergjuðu máli, að jafn- vel dönnuðustu ljóðskáld vildu eigna sér höfundinn. Sfðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stoppard orðinn þekktur viöa um heim og hefur skrifað tug leikrita, ef ekki tvo. Þekkt- ast er eflaust „Dirty Linen” sem hefur þegar gengið i nokkur ár i London, og virðist ekkert lát á aðsókn. Hins vegar kann það sjaldan góðri Iukku að stýra, þegar menn skrifa mjög mikið og erfitt að standa við þau fyrir- heit, sem fyrstu verk lofuðu. Færibandavinna er sist af öllu upplifgandi fyrir andann, en þó má vænta þess, að menn bæti sér upp dvinandi andagift með faglegri þekkingu. Og það má um þetta verk, sem Þjóðleik- húsið hefur valið til sýningar, segja, að það er faglega skrifað án þess að vera jafn heillandi og fyrstu verk höfundar. Það fer heldur ekki fram hjá neinum, að höfundur er meistari orðsins og ritar safarikt mál. Það hefur ekki verið neinn leikur að koma tviræðu orðalagi Stoppards yfir á skiljanlega Islenzku og láta alla orðaleikina njóta sin. Jakob S. Jónsson hefur greinilega ekki þau meistaratök á máli, sem til þarf. Hins vegar finnst mér ekki sanngjarnt gagnvart höfundi, að velja einmitt þetta verk til þess að kynna hann hér á landi af þvi að það er auðveldast I þýðingu. „Nótt og dagur” er eiginlega gamansaga af blaðamönnum, sem þó fær dramatiskan endi. Hvað lifa blaðamenn fyrir? Fyrir það að vera fyrstir með fréttirnar. Þeir eru reiðubúnir að fórna öllu, berjast með kjafti og klóm, jafnvel ganga út i op- inn dauðann fyrir það eitt að sjá nafn sitt undir frétt á forsiðu. í rauninni mjög svo æskilegur mórall, og heitir á venjulegu máli að ganga upp i starfi sinu. Hins vegar geta uppákomur orðið eilitið spaugilegar, þegar þær eru skoðaðar með gleraug- um eilifðarinnar. Það er til dæmis einkar spaugilegt samspil þeirra Richards Wagners, atvinnu- blaðamannsins og ný- græðingsins, sem af rælni kemst á forsiðurnar með stórfrétt. Var það eitt af beztu atriðum leik- ritsins, og Arnar, sem leikur Wagner, fór á kostum. Hann sýndi finlegan leik, þar sem hann með einni örsmárri hreyf- ingu hafði áhorfendur á valdi sínu. Gervi hans og látbragð voru mjög I réttum anda, hann var hinn gamalreyndi blaða- snápur, sem þekkir fag sitt út og inn. Gunnar örn réði ekki al- mennilega við hlutverk sitt, svolitið mikið á yfirborðinu, of ungur til þess að geta notfært sér, sina eigin lifsreynslu. Samt er upplifgandi að sjá ný andlit og æfingin skapar meistarann. Einhvern timann verða ungir leikarar að fá að spreyta sig. Anna Kristin var góð i hlut- verki vampirunnar, en þó ekki meira. Hún gerði allt rétt, en án þess þó að heilla mann upp úr skónum. Henni tókst ekki, sem maöur hefði þó vænzt, að raf- magna umhverfið með kyn- þokka slnum, og lengi vel var óljóst, hvort hún væri að leika geðveika konu eða aðeins að veita okkur innsýn i hugarheim sinn. Mér fannst Hákon Waage ein- um of dramatiskur i hlutverki blaðaljósmyndarans,og ég trúi ekki öðru en að með smálagfær- ingu hefði mátt gera þessa persónu ögn geðfelldari og ekki eins háværa. Hákon hefur til- hneigingu til að leika of sterkt, og þvi verður hann siður sann- færandi. Þessu hefði leikstjór- inn átt að sjá við. Það er alltaf heldur klaufalegt að sjá landann leika þeldökkan mann. Enn sem komið er, eig- um við„ekki slika innfædda og verðum þvi enn að notast við skósvertuna. En islenzkur lima- burður kemur alltaf upp um sig, það er engin músik i skrokknum á okkur, og þúfnagangurinn er og verður okkar vörumerki, hvaða lit sem við veljum okkur. Samt var Róbert furðu nærri Mageeba, ógnvaldi enda spilar Róbert á nikku, ef ég man rétt. Gerði hann auk þess góðlátlegt grin að kauða. Randver hafði likadægilega sveiflu i göngulagi sinu. Gunnar Eyjólfsson var skap- legur i hlutverki Carsons námu- eiganda. Samt hefði ég viljað greina meiri mun á honum og almúgamönnum frá Grimsby. Brezkur yfirstéttarmaður er alveg spes og sker sig úr, hvort sem hann er i Reykjavik eða Ruganda. Leikátjórn Gisla Alfreðssonar er fagmannleg;., án þess hann reyni að krydda . sýningunaeða skapa frumlega drætti.Hann er með þjálfað liö, sem þó að í> Nýyrðasmið miður orðhagra „sérfræðinga” er sérislenskt fyr- irbæri. Það er talanrti dæmi um skringilegheit Is'iendinga, að þráU fyrir ákaf'i þjóðarstolt sitt og yfirlýsta ofurást á ástkæra yl- hýra málinu, láta þeir nýyrða- smiðina yfirleitt eftir mönnum, sem að sönnu eru „sérfræð- ingar”, en ekki i islensku. Dæmin um klúðurslegar sam- setningar þessara manna eru svo mörg, að ekki verða upptalin hér. Þó má nefna dæmi eins og „grundvallarflugiö”, sem Flug- Eiöur Guðnason alþm. spurði Steingrim Hermannsson sam- göngumálaráðherra að þvi, hversu málum væri háttað með þyrlueign landsmanna. 1 svari sem ráðherra lagði fram skrif- lega segir m.a.: „Af þeim (þyrl- um, innsk. Abl.) eru fjórar enn á skrá, en aðeins tværeru I lofthæfu ástandi”. Þetta er skemmtilega fárán- legt. Loftin blá, eru auðvitað hið eðlilega umhverfi fugla og flug- véla. Það eru vegirnir hinsvegar fyrirbila. Eru þá bilar, sem hafa TIÖ óhöpp hala einkemit þyrlurekstur ner a i AÐEINS TVÆR AF TOLF í LOFTHÆFU ÁSTANDI — „flttektar þört á rekstrinum tll að eila öryggi,” seglr samgönguráöherra h*íu áslandi eru TK-ATII i eigi ” . . .......■* »)Ö Nlu al þeiro þyr i komiöhafa • »krá hala I algn Landhelgiagnlun a lyrlr oraokum »lyaa eg • ber I huga^öþyrlu^llug llughaö . þar aero hmdrunum. Viö hjörgunar- ■I þurfa þyrlur Ireraur olt a« »ln. ».« viömjo* erfiö »aö- Samgönguraöherri eölllegt aö Iraro tari Rarleg ut rekurar h«"a laníu" lyrlr auguro aö öryggi reröi e IIM MISHÆFNI SÉRFRÆÐINGA leiðir eiga nú að sinna, liklega án þess að fara nokkru sinni „I loft- ið”, eins og sagt er á flugstjóra- máli. Annað dæmi sem Þagall hefur minnst á a.m.k. tvisvar, er „öldrunarþjónustan”, en það er án efa einhver vitlausasta nýsmið á islenskri tungu, sem nokkru sinni hefur verið framin. (Þagall segir hér framin, þvi þetta er eins og hver annar glæpur). Nú i gær fengum við svo að heyra eitt nýsmiðað orðið enn, og frá „sérfræðingum” samgöngu- málaráðuneytisins. fengið skoðun, dæmdir vera i „veghæfu ástandi”? Eða „malbikshæfu ástandi”? Eða i „malarhæfu ástandi?” Allt krefst þetta athugunar við. Hvað er loft- hæft ástand? Eru t.d. allir Þing- eyingar i lofthæfu ástandi? Er þjóðarbúið i niðurtalningarhæfu ástandi? Er Steingrimur Hermannsson i hæfu ástandi? Þegar flugvélar eru skoðaðar, og dæmdar vera I góðu lagi fá þær „flughæfni” vottorð. „Flughæfni- vottorð” er kannski ekki beinlinis „elegant” islenska, en þó öllu laglegra orð, en „lofthæfni”. Þagall vill rif ja það upp hér, að þegar Flugfélag Islands og Loft- leiðir voru sameinuð I eitt félag, var fyrsti liður i fyrra nafninu tekinn ogsá seinni i þvi siðara, og þeim skeytt saman, svo út kom nafn nýja félagsins, Flugleiðir. Þagall hefur alltaf verið þeirrar skoöunar að þá hafi yfirvöld misst af gullnu tækifæri, þegar aöferðinni við nafngiftina var ekki snúið við, og nýja félagið kallað „Loftfélag Islands”. Þetta kemur hinsvegar ekki beinlinis málinu við. En þegar slfkt fordæmi i orða- smið heíur verið sett, vakna ýmsar spurningar. Fara t.d. bindindismenn þá ekki að tala um „húshæft” ástand á mönnum, sem eru edrú? Maður heyrir gjarna talað um það yfir vetrar- mánuðina að ýmsir fjallvegir séu ekki færir. Er ekki betra að tala um „umferðarhæfa” vegi? Annars er stór hætta á þvi, að ein- hver „sérfræðingurinn” I umferðarmálum fari að tala um „vanfæra” fjallvegi og þá mega menn sko fara að vara sig. En burtséðfrá þvi, hvort þyrlur eru „lofthæfar” eða „flughæfar”. Burtséð frá þvi, hvort vegir eru „óumferðarhæfir” eða „van- færir”. Burtséð frá öllu þessu, dómsmálaráðherra hefur alla vega ákveðið að Gervasoni sé ferðafær. — Þagali. alþýóu- blaðió Fimmtudagur 4. desember KÚLTÚRKORN Tschaikofski prógram hjá Sinfóníunni Sjöttu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands á þessu starfsári verða I Háskóla- biói n.k. fimmtudag, 4. desember kl. 20.30. Efnisskráin er sem hér segir: Tschaikofsky: Pianókonsert nrl) Tschaikofsky: Hnotubrjóturinn Tschaikofsky: 1812 forleikur Tschaikofsky gerir ráð fyrir lúðrasveit i 1812 forleiknum og aðstoðar lúðrasveitin Svanur Sinfóniuhljómsveit Islands við flutning verksins að þessu sinni. Hljómsveitarstjórinn Wolde- mar Nelson fæddist i Kiev, höfuð- borg Okrainu, 1938. Hann lærði snemma að leika á fiðlu hjá föður sinum, sem var starfandi hljóm- sveitarstjóri þar i borg. Alhliða tónlistarmenntun hlaut hann við tónlistarháskólann i Novosibrisk. Að loknu námi þar lék hann með ýmsum hljómsveitum og kamm- ersveitum, en settist þó fljótlega aftur á skólabekk, og þá við nám i hljómsveitarstjórn. Nelson vakti fyrst alþjóðaat- hygli sem hljómsveitarstjóri þeg- ar hann óvænt vann fyrstu verð- laun I alþjóðakeppni I Moskvu 1971. Eftir það var hann aðstoðar- maður Kyril Kondrasjins við Moskvu Filharmoniuna 1 þrjú ár, og fór þá stjarna hans sem hljóm- sveitarstjóra sihækkandi. Þar til hann fluttist til Vestur-Þýska- lands 1977, stjórnaði Woldemar Nelson flestum stærstu hljóm- sveitum Sovétrikjanna, og meðal einleikara sem hann vann með á þeim árum voru Oistrak, Klimov, Kogan og Rostropovits. Ein 1 e i karinn , Shura Cherkassky er islenskum tón- listarunnendum að góðu kunnur enda hefur hann oft leikið hér áðúr, bæði með hljómsveitinni og á einleikstónleikum. Hann fædd- ist i Ódessu 1911 þar sem hann lærði kornungur að leika á pianó hjá móður sinni. Aðeins niu ára gamall kom hann fyrst fram á opinberum tónleikum i fæðingar- borg sinni. Arið 1923 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Banda- rikjanna og innritaðist i Curtis tónlistarskólann i Filadelfiu þar sem kennari hans var sá frægi Josef Hofmann. 1 Bandarlkjunum kom Cherkassky fyrst fram á tón- leikum i Baltimore og var honum þar frábærlega vel tekiö. Siðan tóku við tónleikaferðalög um Amerlku, Afriku og Ástraliu. Til Evrópu kom hann fyrst 1946 og var þá talinn i röð fremstu pianó- leikara heims. Þó Charkassky hafi slðan verið á sifelldum tón- leikaferðalögum um allar jarðir og hafi leikið við miklar vinsældir verk allra stórmeistaranna, held- ur þó túlkun hans á verkum rússneskra tónskálda og Chopins nafni hans hæst á lofti. Útvarpsleikrit vikunnar Fimmtudaginn 4. desember kl. 21.10 verða fluttir tveir leikþættir eftir Ásu Solveigu. Sá fyrri nefn- ist „Hvað á að gera við köttinn?” Leikendur eru Margrét Guð- mundsdóttir og Briet Héðinsdótt- ir. Flutningur tekur 27 minátur. Siðari þátturinn heitir „Nætur- þel”. og er 24 minútur að lengd. Þar leika Sigurður Skúlason og Saga Jónsdóttir. Stjórnandi beggja leikþáttanna er Brynja Benediktsdóttir, tæknimaður: Guðlaugur Guðjónsson. \,Hvað á að gera við köttinn?” segir frá tveim systrum, sem eru að róta I gömlu dóti eftir foreldra sina i þvi skyni að skipta þvi á milli sin. Þær eru ekki alveg ásáttar um, hvor á að fá hvað, né heldur hverju á að fleygja . Inn á milli eru þær með vangaveltur um það sem er og var. t „Næturþeli” hringir karlmað- ur til stúlku um miðja nótt. Hann hefur veitt henni athygli undanfarið og er bæði að afla upplýs- !•>

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.