Alþýðublaðið - 06.01.1981, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.01.1981, Síða 3
Þriðjudagur 6. janúar 1981 3 alþýðu- Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Framkvæmdastjori: Jóhann- es Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthúrsson, Ólafur Bjarni Guönason, Þráinn Hall- grímsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórnog auglýsingar eru aö Síöumúla 11, Reykjavik, simi 181866. Vaxtamál eru mjög i brenni- depli um þessar mundir. Með bráöabirgöaráöstöfunum sinum hefur rikisstjórnin ákveöiö að fresta um eitt ár gildistöku þess ákvæöis Ólafslaga, sem kvaö á um jákvæöa ávöxtun sparifjár. Þetta var eina skrautfjööurin sem núverandi utanrikisráö- herra skildi eftir sig, eftir stutta veru á stóli forsætisráðherra 1978—1979, enda lögin við hann kennd. Ennfremur er stefnt að lækkun vaxta á afuröalánum til atvinnuveganna úr 8,5 i 4%. Þá er sett þak á vexti af verö- tryggðum lánum: 2% á lánum til lengri tima en 10 ára, en 4% af lánum til skemmri tima. Reyndar er leitun á verö- tryggöum lánum, sem bera hærri vexti, svo aö raunhæft gildi þessarar lagasetningar sýnist takmarkaö. Meira máli skiptir ef til vill sú stefnuyfir- lýsing, aö breyta beri skamm- timalánum og lausaskuldum vegna íbúðabygginga i föst lán til lengri tima. Enn er þó allt á „Verði þetta frumvarp Alþýðuflokksins að lögum mun hagur húsbyggjenda stórbatna. Hin föstu lán húsnæðismálastjórnar og úr bankakerfinu nema þá 52,5% af íbúðarverðinu. Að viðbættum lífeyrissjóðs- lánum má ætla að lánshlutfall geti komizt upp í um 70%. Það eru vitaskuld villimannlegar aðfarir að ætla ungu fólki að afla allt að 3/4 hlutum af íbúðarverði með skammtímalánum og vinnuframlagi eins og hér tíðkast. Þessi háttur er hvergi í grannlöndum okkar. Með frumvarpi þessu leggur Alþýðuflokkurinn áherzlu á að koma verði til móts við ungt fólk, sem þarf að eignast þak yfir höfuðið". VAXTMUUN: HAGSMUNAMAL HÚSBYGGJENDA OG SPARIFJÁREIGEN DA huldu um framkvæmd þessa, en aöþvi á aö vinna á vegum fjög- m-ra stofnana: Viöskiptaráöu- neytis, Seölabanka, Félags- máiaráöuneytis, og Húsnæöis- málastofnunar. F ormaöur Alþýöuflokksins, Kjartan Jóhannsson, geröi vaxtamálin, sérstaklega aö um- ræöuefni I áramótaboöskap sin- um. Hann sagöi m.a.: „Þaö á ekki aö hverfa frá þvi markmiöi aö koma hér á jákvæöum raunvöxtum. Hver sem neitar þvi er aö leggja til aö stela skuli af sparifjáreigend- um. Hver sá sem afneitar raun- vöxtum, vill gera eitt af hag- stjórnartækjunum óvirkt og halda uppi spákaupmennsku og braski. Þá munu menn heldur ekki koma fjárfestingu i landinu á heilbrigöan grundvöll. Hitt er annaö mál, áö vaxta- stefna getur ekki staöiö ein. Hún þarf aö vera liöur i heildaraö- geröum, sem miöa að þvi aö ná veröbólgunni niður á móti vöxt- um. Jafnframt hefur Alþýöu- flokkurinn lagt áherzlu á, aö raunvöxtum ætti aö fylgja, að lánstimi yröi lengdur og greiöslubyröi dreift yfir lengri tima. Ekkert af þessu hefur rikis- stjórnin framkvæmt. Hún er þvi ekki aö framfylgja stefnu Al- þýöuflokksins. Hún er þvi ekki aö framfylgja raunvaxtastefnu. Fátt er afkáralegra, en þegar rikisstjórnin er aö kenna Al- þýöuflokknum um vextina núna. Framkvæmdin er öll á ábyrgö rikisstjórnarinnar. Hún hefur haft þingstyrk I næstum ár til þess aö framfylgja hverri þeirri stefnu, sem hún kýs. kömmu fyrir þinglok lögöu Alþýöuflokksmenn fram sér- stakt frumvarp um bætt kjör sparifjáreigenda og húsbyggj- enda. Þetta frumvarp var lagt fram með tilliti til þeirrar ó- vissu, sem rikir i peningamál- um um þessar mundir, i vaxta- málum og i málefnum lántak- enda. 1 þessu frumvarpi er gert ráö fyrir þvi, aö stofnaöir veröi sér- stakir sparireikningar, þar sem lánsfé veröi verðtryggt, en þó ekki bundiö meö sama hætti og tiðkast hefur. Verötryggingin nái til þess hluta innistæöu, sem óhreyfö er i hverja þrjá mánuöi, en á annan hluta innistæöunnar, sem er breytilegur, reiknist al- mennir sparisjóösvextir. Ekki leikur vafi á þvi, aö þetta mun auka sparnaö 1 landinu. þaö er annar þáttur þessa frumvarps, aö gert er ráö fyrir, aö lán Húsnæöismálastjórnar til hiisbyggjenda megi ekki fara niöur fyrir 35% af kostnaði viö staöalibúö. Þetta er þaö stefnumiö, sem Magnús H. Magnússon lagði til með frum- varpi sinu um húsnæöismál, en rikisstjórnin er nú á góöri leiö meö aö eyðileggja þessa stefnu- mörkun. Þá er I þriðja lagi gert ráö fyrir þvi, aö húsbyggjendur eigi kost á '.verötryggöu láni til 15 ára úr bankakerfinu, sem nemi hálfu láni Húsnæðismálastjórn- ar. Eins og nú háttar er hús- byggjendum ætlað aö afla allt aö 3/4 hlutum af ibúöarveröi meö eigin framlagi, eöa meö þvi að snapa lán I mörgum bönkum og leggja á sig óheyrilega vinnu. Veröi þetta frumvarp Al- þýöuflokksins aö lögum mun hagur húsbyggjenda stórbatna. Hin föstu lán Húsnæöismála- stjórnar úr bankakerfinu nema þá 52,5% af Ibúöarveröinu. Aö viöbættum lifeyrissjóöslánum má ætla að lánshlutfall geti komizt upp I allt aö 70%. Það eru vitaskuld villimann- legar aöfarir að ætla ungu fólki aö afla allt aö 3/4 hlutum af ibúöarverði meö skammtima- lánum og vinnuframlagi eins og hér tíökast. Þessi háttur er hvergi viðhafður i grannlöndum okkar. Meö frumvarpi þessu leggur Alþýöuflokkurinn áherzlu á, aö koma veröi til móts viö ungt fólk, sem þarf aö eignast þak yfir höfuðiö. Kjartan Jóhannsson hefur lýst þeirri skoöun sinni, aö einu jákvæöu þættirnir I bráöa- birgöaráöstöfunum rikis- stjórnarinnar séu ’einmitt stytt- ing bindisskyldu verötryggðra innlánsreikninga úr 2 árum I 6, og óljós fyrirheit um aö breyta skammtimalánum og lausa- skuldum vegna ibúöabygginga i föst lán til lengri tima. Einmitt þessi ákvæöi voru tekin upp i efnahagstillögum rikisstjórnar- innar, vegna þess aö frumvarp Alþýöuflokksins lá þá þegar fyrir. Ef af framkvæmd verður, er þvi ljóst aö tillögugerö Al- þýöuflokksins á þingi hefur aö nokkru leyti rétt hlut sparifjár- eigenda og húsbyggjenda. Hins vegar er framkvæmd þessara mála I tillögum rikisstjórnar- innar svo óljós, aö ótimabært er að slá nokkru föstu um niður- stööur. þess vegna væri þaö vænsti kosturinn fyrir þá stjórnarliða einfaldlega að styöja frumvarp Alþýöuflokksins, sem er klárt og kvitt og tekur af öll tvimæli um þessi þýöingarmestu hags- munamál sparifjáreigenda og húsbyggjenda. _ JBP INNLEND SYRPA Þing Landssambands vörubilstjóra 14. þing Landssambands vöru- bifreiöastjóra var haldiö dagana 6. og 7. desember sl. Formaður sambandsins, Einar ögmundsson setti þingiö meö ávarpi og minnt- ist m.a. tveggja látinna forystu- manna, þeirra Ingimars Óla- sonar, Isafirði og Þorsteins Krist- inssonar Dalvik. Forsetar þingsins voru kjörnir Valgeir Guðjónsson, Sauöárkróki og Guðmundur Kristmundsson, Reykjavik. Ritarar: Þórarinn Þórarinsson N-Þing. og Jón Sigurgrimsson, Arnessýslu. Verslunarráð 1 hagkvæmari fjárfestinga og minni þenslu i þjóðfélaginu. Verzlunarráðið leggur hins vegar rika áherzlu á, að rekstrar- skilyrði atvinnuveganna taka enn ekki mið af örri verðbólgu og þeirri viðtæku verðtryggingu fjármagns, sem orðin er. Þvi verður að innleiða frjálsa verð- myndun og viðhalda raunhæfri gengisskráningu, svo aö verð- tryggingin og verðbólgan skapi ekki að óþörfu rekstrarerfiðleika i atvinnulifinu, atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja. Atvinnulif- inu mun reynast það nógu mikið átak að aðlagast þeim breyttu starfsskilyrðum, sem verðtrygg- ingin skapar, þótt erfiðleikarnir séu ekki auknir með óraunhæfum afskiptum að verðmynduninni i landinu. Rikisfjármálin. Áætlanir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum sneiða nánast hjá öllum aðgerðum i rikisfjár- málum. I ár verða útgjöld rikisins þvi enn aukin og skattheimtan heldur áfram að vaxa. Verzlunarráðið telur, að fors- enda raunhæfs árangurs i lækkun verðbólgu sé, að tekið verði á öll- um þáttum efnahagslifsins og skipta rikisfjármálin þar höfuð- máli. Verði þau ekki tekin til endurskoðunar og útgjöld, umsvif A þinginu var flutt skýrsla sambandsstjórnar og lagðir fram og samþykktir reikningar sam- bandsins. Meðal samþykkta þingsins voru eftirtaldar: „14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra haldiö 6.-7. des. 1980, telur að 59. gr. skatta- laganna sé það gölluö i fram- kvæmd að ekki verði hjá þvi komistað endurskoöa þessagrein laganna, þannig að einungis veröi lagt á rauntekjur manna.” „14. þing landssambands vöru- bifreiðastjóra felur stjórn sam- bandsins aö halda áfram þvi starfi sem hafiö er af fráfarandi stjórn varöandi tryggingu öku- manns. Þingið leggur á það og skattheimta hins opinbera lækkuð, telur Verzlunarráðið að ekki sé hægt að búast við teljandi árangri i að kveða niður þá 50% verðbólgu sem hérer orðin land- læg. Nægir að minna á slæma reynslu Breta af misheppnuöum efnahagsaðgerðum vegna þessa. Lokaorð I áætlunum rikisstjórnarinnar er itrekað, að rikisstjórnin ætli að móta sér stefnu i efnahagsmál- um,orkumálum og málefnum at- vinnulifsins. Hér eru þvi boðaðar skammtimaaðgerðir rikis- stjórnar, sem enn veit ekki hvað hún vill. Er það orðið timanna tákn, að það taki rikisstjórnir stjórnartimabilið að semja sér stjórnarsáttmála. Sú óvissa, sem þetta ástand skapar, er orðin óviðunandi. Athuganir Verzlunarráðsins benda til, að skerðing verðbóta þann 1. marz n.k. um nær 9% muni að mestu eyða verðbólgu- áhrifum kjarasamninganna frá siðasta ári og forða þeirri verð- bólguholskeflu, sem stefndi að. Verðlag mun hins vegar enn hækka á næsta ári um rúm 50%. Raunverulegur árangur I viður- eign við það verðbólgustig næst hins vegar ekki, nema með sam- ræmdum aðgerðum i efnahags- málum svipuðum þeim og Verzlunarráðið hefur sett fram i stefnu sinni i efnahags- og at- vinnumálum. áherslu að stjórnvöld beiti sér nú þegar fyrir lagabreyting i þá átt að ökumaður vörubifreiða sé tryggður i starfi hvort hann er viö vinnu viö fermingu, affermingu eða akstur bifreiöarinnar.” „14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra fagnar þvi átaki sem núverandi rikisstjórn hefur boðaö i vegafram- kvæmdum. Það er eindregin skoðunþingsins aö bætt vegakerfi sé undirstaða aukinnar hagsæld- ar á hinum mjög mismunandi sviðum þjóðlifsins. Bætt samgöngukerfi hlýtur að verða að teljast nauðsynlegur öryggisþáttur viö þær náttúruaö- stæður sem þjóðin býr við og jafn- framt stuöla að auknum menningarsamskiptum milli landshluta.” „14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra itrekar sam- þykktir fyrri þinga sambandsins um aukið umferöaöryggi og auknar slysavarnir. Þaö er ein- dregin skoðun þingsins að það starf sem Slysavarnarfélag Islands og Umferðarráð hefur innt af hendi og vinna að, hafi skilað umtalsverðum árangri til bættrar umferðarmenningar. Landssamband vörubifreiða- stjóra heitir þessum aðilum fullum stuðningi I þeirra mikil- væga starfi.” Er kom að stjórnarkjöri lagði kjörnefnd þingsins fram eftirfar- andi tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Þar sem fyrir liggur að a.m.k. 4af7 núverandi stjórnarmönnum Landssambands vörubifreiða- stjóra gefa ekki kost á sér til endurkjörs, og kjörnefnd hefur ekki tekist á þeim tima sem hún hefur til umráða að gera tillögu um nýja stjórn, leggur nefndin til við þingið, að þessu þinghaldi veröi frestað um einhvern tima, t.d. 3 mánuði enda noti kjörnefnd þann tima til undirbúnings stjórnarkjörs og trúnaðar- manna.” Jafnframt var þeirri ósk beint til starfandi stjórnar að gegna áfram störfum og féllsthún á það. Akveöiö var aö þingið skuli kallað saman til framhaldsfunda eigi siðar en i lok marsmánaðar 1981. Um aðlögunargjald Fundur i sambandsstjórn Sam- bands málm- og skipasmiðja haldinn 15. desember 1980, Itrek- ar þá skoöun samtakanna aö lög um timabundiö aölögunargjald veröi framlengd eftir næstu ára- mót. Fundurinn bendir á, aö þær for- sendur sem lögin eru byggö á eru — þvi 'iöur — enn fyrir hendi. Stjórnvöld hafa á þessu og síðasta ári ekki framkvæmt þær leiörétt- ingar á samkeppnisaöstööu iönaöarins sem lofaö haföi veriö. Ef loforöin heföu veriö efnd, væri engin ástæöa til aö framlengja umrædd lög. tslenskur iönaður biöur aöeins um jafnrétti I aö- stööu gagnvart öörum atvinnu- greinum svo og erlendum sam- keppnisaöilum. Fundurinn er þeirrar skoöunar, aö ef stjórnvöld framlengja ekki aölögunar- gjaldslögin né fella niöur hin ýmsu álög af iönaöinum þá hafi þau sett iönaöinn skör lægra en aörar atvinnugreinar. Meö setningu aölögunargjalds- ins fékkst viöurkenning á þvi hjá EFTA og EBE, að islenskur iðnaöur haföi enn ekki náö þeirri iönþróun sem til var ætlast á aö- lögunartimabilinu. Gjaldiö var hugsaö sem vernd aö nokkru og einnig fjármögnun iönþróunaraö- geröa. Meö afnámi aölögunar- gjaldsins er verndinni aflétt, án þess aö létt sé af iðnaðinum álög- um, svo sem launaskatti o.fl. Einnig er kippt fótum undan fjár- mögnun þess iönþróunarátaks sem S.M.S. hefur unniö aö i anda laganna, og stefnir markvisst aö þvi, aö efla framleiöni og sam- keppnishæfni starfsgreina 1 málmiönaöi. Þorskveiðitakmarkanir janúar-apríl Samkvæmt reglugerö, sem ráöuneytiö gaf út 18. desember s.l. eru skuttogurum, meö aflvél 900 hestöfl og stærri og togskip- um, sem eru 39 metrar og lengri, bannaöar þorskveiöar I 45 daga samtals á timabilinu janúar-april n.k. og þar af skal hvertskip láta af þorskveiöum i a.m.k. 20 daga samtals i janúar og febrúar. Útgeröaraöilar geta aö ööru leyti ráöiö tilhögun veiöitakmörk- unar, en þó skal hvert skip láta af þorskveiöum eigi skemur en 4 daga I senn. Útgeröaraöilar skulu tilkynna meö skeyti til ráöuneyt- isins, hvenær þorskbannstimabil hefst og lýkur hverju sinni og skulu tilkynningar sendar ráöu- neytinu, eigi siöar en 12 klukku- stundum eftir aö timabil hófst eöa þvi lauk. Viö ákvöröun á þvl hve lengi skip láta af þorskveiöum hverju sinni gilda eftirfarandi reglur: 1. Upphaf timabils miöast viö þann tima, er skip kemur i höfn til löndunar afla úr siðustu veiöiferö fyrir timabiliö. 2. Lok timabils miöast viö þann tima, er skipiö heldur úr höfn til þorskveiöa á ný 3. Sigli skip meö afla til löndunar erlendis og reynist þorskur yfir leyfilegum viömiöunarmörk- um, telst sá timi, sem fer I sigl- ingar út og til heimahafnar aft- ur ekki meö sem þorskbanns- timi. Þegar skip láta af þorskveiöum gildir sú aöalregla, aö hlutur þorsks I heildarafla hverrar veiöiferöar má ekki nema meiru en 15%. Þá er sú undantekning gerö, aö þorskur má nema allt aö 25% af heildarafla einstakra veiöiferöa, þó má dagafjöldi, sem þær veiöiferöir taka, ekki fara yf- ir 40 daga. Ennfremur skal hér lögð áhersla á, aö þessi regla tekur til alls ársins, og veröa ekki veittar frekari tilslakanir frá 15% regl- unni i þeim aögeröum, sem fyrir- hugaöar eru á næsta ári. Bann við veiðum loðnubáta Samkvæmt reglugerö sem ráöuneytiö gaf út 18. desember s.l. er þeim loönubátum, sem leyfi hafa til loönuveiöa, bannaö aö stunda veiöar meö netum, botn- og flotvörpu og linu frá 1. janúar til 10. febrúar n.k., eöa þangaö til annaö veröur ákveöiö. Ákvöröun þessi er tekin m.a. vegna þess aö ekki liggur fyrir endanlega hversu mikiö magn af loönu veröur leyft aö veiöa á yfir- standandi vertiö. Ráöuneytiö mun á næstunni beita se'r fyrir aö upp veröi teknar viöræöur viö hagsmunaaöila, um vandamál þessara skipa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.