Alþýðublaðið - 03.02.1981, Side 3
Þriðjudagur 3. febrúar 1981
alþýðu
i n rT'jt*
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn
Framkvæmdast jori: Jóhann-
es Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthúrsson, ölafur Bjarnii
Guðnason, Þráinn Hall-
gnmsson.
Auglýsinga- og sötustjóri:
Höskuldur Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf-
steinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórnog auglýsingar eru
að Sfðumúla 11, Reykjavik,
simi 81866.
Brautinni, blaði jafnað-
armanna i Vestmannaeyjum,
gerir Magnús H. Magnússon,
varaformaður Alþýðuflokksins,
orku- og iðnaðarmál að umtals-
efni. Hann segir m.a.:
„Undanfarin ár hefur kaup-
máttur launa hér á landi farið
minnkandi og kauphækkun sú,
sem um var samið fyrri hluta
þessa vetrar, hefur nú verið af-
tekin með bráðabirgðalögum.
Spáð er 2—3% lækkun kaup-
máttar á þessu ári, þrátt fyrir
kjarasamninga.
Fyrir fáum árum stóðum við i
fremstu röð hvað lifskjör al-
mennings varðar. Á seinustu
árum höfum við dregizt veru-
lega aftur úr. Þessari þróun
verðum við að snúa við. Við
verðum að hefja- stórsókn til
bættra lifskjara. En hvernig?
Á hvaða sviðum getum við
með skjótustum hætti aukið
þjóðarframleiðslu okkar og
þjóðartekjur, svo að um muni?
V ið verðum að hafa það i
huga, að aldursskipting þjóöar-
innar er slik að mjög mikil
fjölgun verður á vinnumarkaöi
næstu árin. Við veröum þvi að
fjölga mjög þjóðhagslega hag-
kvæmum störfum, ef við viljum
ekki missa fólk úr landi i stórum
stil, eða eiga á hættu að fjölgun-
in á vinnumarkaði fari mestan
part i þjóðhagslega litt arðbær
þjónustustörf.
1 hefðbundnum landbúnaðar-
greinum er framleiðslan nú
þegar of mikil. Hana verður að
minnka i áföngum. Það eitt út af
fyrir sig mun bæta lifskjör þjóð-
arinnar allnokkuð.
. Við getum fjölgað og aukið
nokkuð framleiðni i landbúnaði,
engetum þó hvorki reiknað með
auknum mannafla né aukinni
fjölgun á vinnumarkaði næstu
árin.
Oft er sagt, og það með réttu,
að helztu auðlindir landsins séu
þrjár: Gróðurmáttur jarðar,
' fiskimiðin um hverfis landið og
aflið i fallvötnum og jarðhita.
Fyrstnefndu tvær auðlind-
irnar eru nú fullnýttar, ef ekki
ofnýttar. Þriðja auðlindin, ork-
an i fallvötnum og jarðhita, er
aðeins að mjög litlu leyti nýtt,
eða u.þ.b. 6% af nýtanlegri
orku, þótt tillit sé tekið til
náttúruverndarsjónarmiða.
NÝJflR LEIÐIR TIL
BÆTTRA LfFSKJARA
heildarframleiðslu landbúnað-
arvara.
Vegna ástands þýðingar-
mestu fiskistofna okkar getum
við ekki á næstu árum reiknað
með auknum sjávarafla. Ef við
gætum það, væri auðvelt að
bæta lifskjör alls almennings i
landinu með skjótum hætti. Um
leið verðum við að búa okkur
undir harðnandi samkeppni á
þýðingarmestu mörkuðum
okkar frá meira eða minna
rikisstyrktum sjávarútvegi
annarra þjóða, ekki sist
Kanadamanna.
Þetta breytir engu um það,
segir Magnús H. Magnússon, að
sjávarútvegurinn verður um
fyrirsjáanlega framtið styrk-
asta stoðatvinnulifs og lifskjara
hér á landi. En ytri aðstæður
valda þvi, að sjávarútvegur og
fiskiðnaður geta ekki tekið við
nema takmörkuðum hluta þess
mannafla, sem við bætist á
vinnumarkaði á næstu árum.
Það verður i vaxandi mæli að
verða hlutverk nýrra iðngreina.
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika,
utan að komandi og heimatil-
búinna, er iðnaðurinn sa at-
vinnuvegur, sem mestan mögu-
leika hefur til stækkunar og þa
um leið til að taka við verulegri
1 þessu eru fólgnir okkar
stóru möguleikar i dag og i
framtiðinni. Heimsmarkaðs-
verð á oliu margfaldaðist á sið-
asta áratug. Sú þróun heldur
áfram, þótt ekki væri nema
vegna þess, að ört gengur á
þekktar oliulindir jarðar.
Okkar orka hefur þá kosti um-
fram flesta aðra orkugjafa, að
hún endurnýjar sig sjálf, og er
mengunarlaus. Aftur á móti
gerir hún litið gagn, ef árnar
renna að mestu óbeizlaðar til
sjávar, og jarðhitinn er hlut-
fallslega mjög litið nýttur.
Það liggur i augum uppi, að
tækifærin til að auka þjóðar-
tekjur fljótt og mikið eru fyrst
og fremst i orkufrekum iðnaði.
Þar er samkeppnisstaða okkar
bezt. Um stóriðju eins og við
venjulega notum það hugtak,
þarf ekki endilega að vera að
ræða, þótt vissulega sé hag-
kvæmtaðhúnsé inni i myndinni
og stóraukin frá þvi sem nú er.
Steinullarverksmiðjan, sem
mikill áhugi er á að resa i
Þorlákshöfn, er dæmi um orku-
frekan iðnað, þótt ekki sé um
stóriðju að ræða i venjulegum
skilningi.
Hagkvæmnisútreikningar
Llnuritið sýnir raforkunotkun tslendinga 1950—1980 og hugsanlega
framvindu orkunýtingar, annars vegar án aukins orkufreks iönaöar
(neðri slitna linan) og hins vegar með 500 GW!h aukningu á ári
vegna orkufreks iðnaðar. Sú aukning samsvarar einum kerskála i
Álverinu i Straumsvik á ári hverju. An orkufreks iðnaðar verður
markaður fyrir raforku fram til ársins 2000 aðeins 1/3 hluti þeirrar
eftirspurnar, sem uppbygging orkufreks iðnaðar ella kallar á.
Hingað til hafa islendingar einungis nýtt u.þ.b. 6% af nýtanlegri
orku, þótt tillitsé tekið til náttúruverndarsjónarmiða. An orkufreks
iðnaðar verður nýtingin aðeins 10% árið 2000.: Miðað við 500 GWh
aukningu á ári til ársins 2000, vegna orkufreks iðnaðar, veröur þá
búið að virkja einungis 30% af mögulegri orkuframleiöslu.
sýna, að hún yrði mjög ábata-
söm. Þegar hún verður komin i
rekstur, mundi hún hafa 80
manna starfslið og nota 6 MW af
orku. Það er ekki meiri orka en
svo, að auðvelt er að flytja hana
svo til hvert á land sem er.
Áætlað er að helmingur fram-
leiðslunnar fari á innanlands-
markað. Hinn helmingurinn
yrði fluttur út.
Hér hefur aðeins verið minnst
á einn möguleika af mörgum á
þessu sviöi.
V ið þurfum strax aö hefjast
handa um áætlanagerð til lengri
og skemmri tima um byggingu
orkuvera og uppbyggingu orku-
freks iðnaðar viðs vegar um
landið. Um þaö snérist
þingsályktunartillaga sem
Alþýðuflokksmenn fiuttu á
Alþingi i þingbyrjun s.l. haust.
Þessar áætlanir á ekki að
gera til þess eins að fylla skrif-
borðsskúlfur, eins og alltof
mörg dæmi eru um, heldur til
þess að byggja á þeim ákvarð-
anir og hrinda þeim i fram-
kvæmd.”
—JBH
SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRIFAR UM TÓNLIST
FÖRUSVEINAR
Simon Vaughan og Jónas
Ingimundarson héldu ljóöatón-
leika í Norræna húsinu á mið-
vikudag. Þeir hófust á An die
ferne Geliebte eftir Betthoven.
Það er eitt þeirra verka sem
mér finnst að ekki ætti að flytja
nema eitt sér. Þá verður nautn
áheyrenda mest. En þeir vilja
auðvitað fá eitthvað fyrir
peningana og þá láta sér flestir
andlegar nautnir i léttu rúmi
liggja. En þá mætti flytja An die
ferne Geliebte svo sem fimm
sinnum, tvisvar fyrir hlé en
þrisvar eftir hlé. Þá ætti öllu
réttlæti að vera fullnægt.
Beethoven er sjaldan jafn
opinskár um tilfinningar sinar
sem i þessum lagaflokk. I söng-
lögum hans kemur oft fram til-
finningasemi, jafnvel væmni,
sem ekki gætir annars staðar.
Kveðjan til ástmeyjarinnar er
þar engin undantekning. En
menn geta rétt munað hvernig
það er að standa augliti til aug-
litis við elskuna sina.
Veikleiki þessa tónverks felst
i þvi að Beethoven, sem virti
yfirleitt fyrir sér lifið af hærra
sjónarhóli en aðrir menn,
laumar inn i klassiska tign og
heiðrikju barnalegum og frum-
stæðum hugmyndum svo okkur
finnst þessi mikla einlægi
óþægileg. Astfanginn maður er i
augum alsgáðra manna og
þeirra sem búið hafa i sambúð i
þrjátiu ár óskiljanlegur með
öllu. Sterkar og heitar persónu-
legar tilfinningar hrifa ekki i list
nema þær séu falsaðar svo og
svo mikið með reglum skyn-
seminnar. Og það fara miklir
listamenn létt með. En þegar
komið er nálægt kvikunni i ein-
staklingnum verður jafnvel
hugsuðum eins og Beethoven
ómögulegt að hemja viðkvæmni
sina með hugviti. En þessir
„gallar” An die ferne Ge-
libte — laganna eru einmitt
fegurð þeirra. Beethoven, sem
var fyrir músikina það sem Ein-
stein var fyrir eðlisfræðina, var
þegar kom að sárasta parti
sálarinnar ósköp hversdags-
legur einstaklingur svo þessi lög
verða að einstæðum mann-
legum vitnisburði. Mér fannst
þeir félagar gera þessu skyn-
samleg skil með þvi að leggja
meiri áherslu á vitsmunalegan
búning en tilfinningalegt inni-
hald. Það er svo sem enginn
leikur þvi hver hefur heyrt þess
getið að ástfanginn maður
stjórnist af hyggindum? Næst
komu þrjú lög eftir Hugo Wolf,
Fússreise og Gebet eftir Mörike
og Heimweh eftir Eichendorf.
Þegar Hugo hafði lokiö fyrsta
laginu var hann svo uppljóm-
aður að hann fullyrti að það
væri„milljón sinnum betra” en
það besta sem hann hafði hing-
að til gert en það var daginn á
undan. Enginn vafi er á þvi að
Hugo Wolf hefur þá liðið svipað
og manninum sem' kvæðið lýsir
og frá sér numin af þvi einu að
vera til heldur tómhentur út i
heiminn og skilur fortiöina á
bak viö sig en fær óskorið frelsi
að launum. En slikur náungi er
ekki ofurhugi fyrir ekki neitt og
áður en varir rennur upp fyrir
honum að takmarkalaust frelsi
er ekki til nema sem saklaust
hugarfar sem er nauðsynlegt til
að upplifa ferska reynslu. Hann
skilur þá að sá er frjálsastur
sem dyggilegast hlýðir reglum
lifsins. Þá verður bæn hans eins
og Krists i grasgarðinum: Verði
þinn vilji! Þessu sálarástandi er
lýst i Gebet. En þegar föru-
sveinninn uppgötvar þetta er
hann auðvitað staddur þúsund
milur frá hólnum góða þaðan
sem hann lagði af stað glaður og
kátur. Og nú á hann þann eina
draum að staulast aftur i hlað-
varpann. En flestir eru löngu
dauðir áður en sá draumur ræt-
ist. En sveimhuginn Eichendorf
virðist hafa haft heppnina með
sér i Heimweh. Hann sá að
minnsta kosti til ævintýralands-
ins en þvi' miður á bak við fjöll
og djúpa dali, en i Þýskalandi
eins og á Islandi er alltaf nýtt
fjall og nýtt svo fyrirheitna
landið er ævinlega úti við sjón-
deildarhringinn. Ég stóð einu
sinni i 400 metra hæð i sólskini
við Wartburg-kastala þar sem
Lúther þýddi bibliuna. Þá skildi
ég að Heimweh hlýtur að vera
rómantiskasta söngljóð sem til
er og enginn léti sér detta i hug
slikt kvæði nema búa i landi
þykkra skóga, dimmra kastala,
lygnra fljóta og mjúkra hæða.
Þessi lög voru vel spiluð og
sungin en hrifu mig samt litið
Mér fannst vanta meira viðsýni
og áhyggjuleysi i Flissreise,
auðmýkra innsæi i Gebet og
eins og meira sólglit i Heimweh.
En þá verð ég lika að viður-
kenna með gleði að lög Hugo
Wolfs eru ekki sist merkileg
fyrir þá sök að hægt er að
þjarka um þau endalaust eins
og persónur úi lslendingasögum
án þess að fá leið á þeim.
Það ætti að refsa söngvurum
þunglega sem syngja Hugo Wolf
með bros á vör án þess að gera
minnstu ráðstafanir til að gera
áheyrendum ljóst hvað sé svona
fyndið. Tónlist Hugo Wolfs er
merkingalaus nema fólk viti
nokkuð vel hvað ljóöið þýöir Og
orðlist t.d. Mörike er með þeim
hætti aö engir nema kannski
þjóðverjar skilja hana undir-
búningslaust gegnum söng.
Aumingja áheyrandinn hefur
ekki hugmynd um hvort hann er
að hlusta á klám eða guðsorð og
kemst loks að þeirri óhjá-
kvæmilegu niðurstöðu að hvort
tveggja sé sama tóbakið. Með
leyfi að spyrja: Eru söngvarar
að troða upp á pall til að
skemmta sjálfum sér eða
áheyrendum? Ég vona að úr
þeirri dularfullu gátu fái ég
skorið áður en ég dey. Af þess-
um ástæðum ollu lög Griegs við
ljóð eftir Andersen mér aðeins
skuggalegum hugrenningum
um tregðu mannlifsins en tón-
listin fór alveg framhjá mér.
Það týndist mér lika sumt þegar
Simon Vaughan og Jónas Ingi-
mundarson fluttu Songs of
travel eftir Robert L. Steven-
son'. (sem skrifaði Gulleyjuna)
við tónlist Vaugham Williams.
Hann var með eitt geðfelldasta
tónskáld Breta og Veldur þar
mesti sá trausti húmanismi sem
gegnsýrir hverja nótusem hann
setti á blað. En þetta er ágæt
tónsmið og ljóðin falleg og hvort
tveggja greip mig talsvert föst-
um tökum. Yfirbragðið er mjög
enskt og það gladdi mig að rifja
upp hve enskan er fagurt mál
þegar henni er beitt af meistara
máls og stils og hve söngræn
hún er þegar um hana er fjallað
af manni sem ekki aðeins bjó
yfirágætri tónsmiðagáfu heldur
ást og virðingu fyrir menningu
þjóðar sinnar. Slik samvitund
sprettur af ástundun og alúð við
þau verðmæti er skýrast spegla
þær eigindin er greina eina þjóð
frá annarri en það er túlkun
þjóðarinnar á lifsbaráttu sinni i
máli myndum tónum og verk-
legum framkvæmdum. Vaug-
ham Williams var gæddur ær-
legustu eðlisþáttum breskrar
skapgerðar sem er mjög ólik
þýskri og norrænni lifstjáningu.
Þetta fluttu þeir félagar af um-
talsverðri reisn svo laga-
flokkkurinn varð hápunktur
ágætra og óvenju menningar-
legra ljóðatónleika ef ég má
komast svo stirðlega að orði.
SigurðurÞór Guðjónsson
STYRKIR TIL NÁMS Á ÍTALlU
Itölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa tslendingum til
náms á ítaliu á háskólaárinu 1981—82. Styrkirnir eru eink-
um ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla
að loknu háskólaprófi eöa náms við listaháskóla. Styrk-
fjárhæðin nemur 330.000 lirum á mánuði.
Umsóknum skai komið til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. mars n.k. —
Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
30. janúar 1981.