Alþýðublaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 25. febrúar 1981
Miðvikudagur 25. febrúar 1981
3
alþýöu-
I n FT'rT'M m
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson, Ólafur Bjarni Guðnason,
Þráinn Hallgrimsson. Auglýsinga-og sölustjóri:Höskuldur Dungal.
Auglisingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Dreifingarstjóri:SigurðurSteinarsson. Ristjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866.
BREYTINGARTILLÖGUR
ALÞÝÐU FLOKKSINS
þ ingflokkur Alþýðuflokksins hefur sett fram breytingartillögur
sinarvið bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar. Kjarni tillagnanna er
sá, að hlifa þeim sem verst eru settir við kjaraskerðingu rikis-
stjórnarinnar, sem kemur til framkvæmda þann 1. marz n.k. Hér er
um að ræða itarlega útfærslu á tillögum um skattalækkanir, sem
koma þeim til góða, sem við lökust kjör búa. Auk þess miða tillög-
urnar að þvi aðbæta kjör húsbyggjenda og sparifjáreigenda. Tillög-
ur Alþýðuflokksins fela i sér eftirfarandi meginatriði:
1. Tekjuskattar einstaklinga eru lækkaðir um 24 millj. g.kr.
2. Sú kaupskerðing, sem rikisstjórnin boðar hinn 1. marz, verði ekki
látin ná til bóta almannatrygginga.
3. Komið verði á nýjum sparifjárreikningum, sem veita fulla
verðtryggingu á þvi fé, sem óhreyft er hverja fjóra mánuði.
4. Lán Húsnæðisstjórnar verði aldrei lægri en 35% af kostnaðar-
verði staðalibúðar.
5. Veitt verði viðbótarlán úr bankakerfinu, er nemi helmingi
húsnæðisstjórnarláns.
Ttillögur Alþýðuflokksins i skattamálum fela m.a. i sér eftir-
farandi breytingar:
Tekjuskattur hjóna verði 255 þús. g.kr. lægri en skv. gildandi
skattalögum. Tekjuskattur einhleypra verði 215—300 þús. g.kr.
lægri en skv. gildandi skattalögum. Hjá einstæöum foreldrum nemi
lækkunin 325—400 þús. g.kr. Með þessu móti lækkar skattbyrði frá
þvi sem hún var i fyrra um 1,5% af tekjum eða meira, hjá hjónum
meöminnaen 12millj.g.kr.itekjur. Sama gildir um einhleypa með
8 millj. g.kr. eða minna, og einstæða foreldra með allt að 10 millj
g.kr. tekjur.
Skattatillögurnar eru i megindráttum þessar:
1. Persónuafsláttur hækkar um 127,500 hundruö g.kr.
2. Persónuafsláttur nýtist til greiðslu eignaskatts. Þetta kemur
einkum öldruðu fólki til góða.
3. ónýtanlegur persónuafsláttur allt að 430 þús. g.kr. greiðist þeim,
sem eldrieruen 20 ára,ogstunda ekki atvinnurekstur.
4. Lágmarksupphæð fasts frádráttar hjá einhleypum hækkar úr 550
þús g.kr. i 900 þús. g.kr. Og hjá einstæðum foreldrum I 1.350 þús.
gkr. ,
5. Tekjuskattslækkunin komi til lækkunar á fyrirframgreiðslu fra
og með 1. marz.
6. Barnabætur verði greiddar út á fyrirframgreiðslutlmabilinu hjá
þeim, sem eiga tvö börn eða fleiri.
Þessari tekjuskattslækkun er mætt með eftirfarandi hætti: Með
II milljörðum g.kr. af þeirri upphæð fjárlaga, er ætluð var til efna-
hagsráðstafana. Með heimild i fjárlögum til lækkunar rikisútgjalda
um 3milljarða g.kr. Og með niðurskurði á framkvæmdum skv. sér-
stakri heimild.
1 viðtali við formann Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson, sem
birtist i Alþýðublaðinu i dag, kemur fram að álagning skv. gildandi
skattalögum mun færa rikissjóði tekjur, sem nema 5,5 milljörðum
g.kr. umfram áætlaðar tekjur fjárlaga. Við þetta bætist, að
tekjuáætlun fjárlaga af tekjuskatti einstaklinga er öðrum 5,5
milljörðum g.kr. of há, miðaö við óbreytta skattbyrði milli ára.
Lækkun á skattbyrði er þvi einungis fólgin I lækkun umfram þessa
11 miiljarða g.kr. skv. gildandi skattalögum.
IJm þetta atriði segir Kjartan Jóhannsson i umræddu Alþýðu-
blaðgsviðtali:
,,1 öllum umræðum um skattalækkanir, sem vafalaust eiga eftir
að vera á opinberum vettvangi, verða menn að átta sig á þvi, að eigi
raunveruleg skattalækkun að koma til framkvæmda, þá verður hún
að miðast við það, að hér sé um að ræða lækkun á óbreyttri skatt-
byrði milli ára. Það væru hreinar blekkingar hjá fjármálaráðherra,
ef hann ætlar sér að miða boöaða skattalækkun við einhverjar abrar
tölur: Annað hvort fjárlagatölur, eða þá álagningartölur miðað við
óbreytt skattakerfi. Fjármáiaráðherrann hefur nefnilega þegar
sölsaðundir sig 11 milljarða g.kr. umfram óbreytta skattbyrði milli
ára.Ef lækka á skattbyrði milli ára, þá kemur lækkunin einungis
fram, sem sú tala, sem skatturinn lækkar umfram þessa 11
milljarða”. — JBH.
GRÓÐRARSTÍAN
ff
ff,
I nýlegri blaöagrein vekur Finnur Torfi Stefánsson fyrrv.
alþm. ath.vgli á þvi, að vinnubrögöin viö kaup Þórshafnartogarans
fræga eru engan veginn óvenjuleg, miklu fremur eru þau dæmigerð
um fjárfestingarákvarðanir hér á landi, 1 framhaldi af þvi víkur
Finnur Torfi aö Framkvæmdastofun rlkisins, sem hann kallar
„gróðrarstiu sukks” og heilbrigðu stjórnarfari til vansæmdar. Við
gefum Finni Torfa orðið:
„Ljóst er að gagnrýnin á Framkvæmdastofnun er að mestu eða
öllu leyti á rökum reist. Stofnunin er alls ófær um aö annast það
mikilvæga verkefni að undirbúa framkvæmd byggðastefnu i land-
inu auk þess sem hún er til vansæmdar heilbrigðu stjórnarfari.
1 sjálfu sér á sú húgmynd rétt á sér að hafa skipulega heildarsýn
yfir framkvæmdir rikisins. Að sama skapi er nauðsynlegt að menn
geri sér hugmyndir um hvernig þróun byggðar á aö vera i landinu
og skapi sér tæki til að sveigja hana aö þeim markmiðum sem æski-
leg eru talin. Hugmyndin um Framkvæmdastofnun rikisins var þvi
ekki aö öllu leyti vitlaus. Gröf stofnunarinnar var hins vegar grafin
þegar ákveðið var að setja alþingismenn I stjórn hennar. Þar með
var ákveðið að stofnunin mundi ekki starfa eftir málefnum eöa með
heildarsýn i huga, heldur skammtima stjórnmálahagsmunum
þeirra sem í stjórn sátu. 1 þessum orðum er ekki falinn neinn al-
mennur áfellisdómur yfir alþingismönnum. Þeir hafa einfaldlega of
mikilla hagsmuna að gæta til þess aö unnt sé að treysta þeim til þess
að úthluta eftirlitslaust peningum til kjósenda sinna.” — JBH
Viðtal við Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokksins, um breytingartillögur Alþýðuflokksins
við efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar:
Skattalækkun handa láglaunafólki og
stórbætt kjör húsbyggjenda
Alþýöuflokkurinn hefur sett fram breytingartillögur
sínar við bráðabirgðalög ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens. Flokkurinn sendi frá sér tilkynningu í
fyrradag þar sem tillögurnar eru kynntar. Kjarni til-
lagnanna er sá að hlífa þeim sem verst eru settir við
kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar, sem kemur til fram-
kvæmda eftir nokkra daga og menn munu uppgötva á
næstu vikum. Hugmyndir þessar hafa ekki fengið sér-
lega góðar undirtektir hjá stjórnarsinnum, enda afhjúpa
tillögur Alþýðuf lokksins haldleysi tillagna ríkisstjórnar-
innar og sýnafram á það, hve illa ríkisstjórnin hefur
haldið á málum gagnvart verndun kjara þeirra, sem
verst eru settir. Hér á eftir fer viðtal við formann
Alþýðuf lokksins, Kjartan
Alþýðuf lokksins:
t tillögum Alþýðuflokksins seg-
ir, að þessar tillögur séu settar
fram til að „hlifa hinum verst
settu við kjaraskerðingu rikis-
stjórnarinnar, lækka skatta og
bæta kjör sparifjáreigenda og
húsbyggjenda”. Að hvaða leyti
gera tiilögur rikisstjórnarinnar
ekki ráð fyrir þvi að svo verði?
— Bráðabirgðalög rikisstjórn-
arinnar hlifa hinum verst settu
alls ekki sérstaklega vegna þeirr-
ar kjaraskerðingar sem nú stend-
ur fyrir dyrum. Það er hins vegar
talað um það af hálfu rikisstjórn-
arinnar að lækka skatta á þeim,
sem eru með lágar tekjur eða
miðlungstekjur, án þess að tang-
ur né tetur hafi sést af stefnu-
mörkum rikisstjórnarinnar i
þessum efnum, og ekkert kemur
fram i bráðabirgðalögunum
varðandi þetta.
Það er yfirlýst af hálfu rikis-
stjórnarinnar að ekki sé að vænta
tillagna eða stefnu i þessum mál-
um nú.
Tillögur Alþýðuflokksins gera
ráð fyrir að tekjuskattur lækki
um 24 miiljarða gamaila króna.
Er svirúm til svo mikillar lækk-
unar að mati Alþýðuflokksins,
eða, hvernig á að mæta lækkun af:
þessari stærðagráðu á tekjuhlið
fjárlaga?
— Lækkun tekjuskatts um 24
milljarða gamalla króna er fyrir-
hugað að mæta með þessum
hætti: 1 fyrsta lagi eru til 11
milljarðar af tólf milljörðum,
sem ætlaðir voru til efnahagsráð-
stafana rikisstjórnarinnar. 1 öðru
lagi gerum við ráð fyrir þvi, að
framkvæmdaframlög lækki um
Jóhannsson, um tillogur
10 milljarða gamalla króna, skv.
þvi sem rikisstjórnin hefur boðað,
vegna samdráttar i framkvæmd-
um. t þriðja lagier i lánsfjárlög-
unum heimild til rikisstjórnar-
innar til þess að lækka útgjöld um
þrjá milljarða gamalla króna,
sem við gerum ráð fyrir að verði
nýtt.
Auk þess er það um þetta að
segja.að tekjuskattslögin.eins og
þau eru nú úr garði gerð, munu
gefa 5.5. milljöröum meiraen tal-
an gefur til kynna i fjárlögum.
Þessa upphæð má leggja við þær
upphæðir sem ég taldi upp áðan.
Rikisstjórnin valdi að vera með
skattavisitöluna 145. Þrátt fyrir
ábendingar Alþýðuflokksins við
umræður um þetta mál um að
þessi skattvisitala myndi gefa
ineira en gert væri ráð fyrir á
fjárlögum hirtu stjórnarliðar ekki
um að breyta þessu eða gera
grein fyrir málinu.
Ýmsir gruna fjármálaráðherra
um það, fyrir hönd rikisstjórnar,
að ætla sér að bjóða mönnum
skattalækkanir til baka, að þetta
sé einmitt ástæðan fyrir skatt-
visitölunni 145, þ.e. að fá meira
inn i kassann, til að geta svo látið
lita svo út siðar, að menn fái
skattalækkun, sem i raun er
skattahækkun. Þetta gildir einnig
um annan 5.5 milljarð. Talan i
fjárlögunum er nefniiega hærri
en óbreytt skattbyrði milli ára
sem nemur þessari upphæð. Hér
er sem sagt um að ræða 11
milljarða króna.
Þetta er sú upphæö sem ráð-
herrann hefur sölsað undir sig
umfram óbreytta skattbyrði milli
ara. Ef á aö lækka skattbyrðina
milli ára þá kemur lækkunin ein-
ungis fram, sem sú tala, sem
skatturinn lækkar umfram þessa
11 milljarða.
Þið talið i ykkar tillögum um
hina verst settu. Hvaða þjóð-
félagshópar eru það, sem þið vilj-
ið létta undir með? Menn hafa oft
borið þvi við að erfitt sé að ná til
hinna verst settu. Er mögulegt að
ná til þeirra, sem mestan hag
hafa af skattaiækkunum?
Það er rétt, að menn bera þvi
oft við. Við teljum hins vegar að
okkar tillögur muni geta bætt hér
nokkuö úr. Við höfum gengið
þannig frá okkar skattatillögum,
að þær munu lækka skattana
langt um meira á lágar tekjur en
hærri tekjur eða miðlungstekjur.
1 öðru lagi er sérstök skattlækkun
til handa einstæðum foreldrum,
sem fóru illa út úr skattlagningu
siðasta árs. Alþýðuflokkurinn
gagnrýndi skattlagningu ein-
stæðra foreldra sérstaklega
siðastliðið ár. 1 kjölfar þeirrar
gagnrýni skipaði ráðherra nefnd
til að gera Tittekt á skattlagningu
einstæðra foreldra. Að þvi er ég
best veit hefur nefndin staðfest
það, að allir gagnrýnispunktar
okkar Alþýðuflokksmanna voru
réttir og að skattar hefðu hækkað
hjá einstæðum foreldrum. 1
þriðja lagi er það svo að ýmsir
þjóðfélagshópar sem hafa lágar
tekjur greiða ekki skatta. Við höf-
um með tillögum okkar farið inn
á þá braut að gera persónuafslátt
útborganiegan til þeirra.
Það má lita á þetta sem eins
konar fjölskyldubætur eða trygg-
ingarbætur. Það er skylt þvi. Við
látum þetta ná til allra þeirra
sem eru tuttugu ára eða eldri og
stunda ekki atvinnurekstur.
Geturðu útskýrt það nánar af
hverju þið viljið hafa fyrirvara
eða skilyrði fyrir þessu atriði
varðandi útborganlegan persónu-
afslátt?
— Það er svo, þegar umræður
hafa farið fram um þetta, þá hafa
menn velt þvi fyrir sér, t.d. hvort
nógu mikið væri að marka fram-
töl atvinnurekenda og i framhaldi
af þvi finnst okkur ekki vera
ástæða til að vera með útborgan-
legan persónuafslátt til þeirra.
Hvað unglinga varðar þá er það
svo að margir þeirra búa á
heimilum foreldra sinna fram
undir þennan aldur og stuðningur
við þá ætti eðlilega að vera i
gegnum önnur kerfi ef þeir þurfa
á stuðningi að halda, t.d. i gegn-
um Lánasjóði námsmanna. Að
visu þarf að athuga þetta mál
betur, en við teljum þetta hæfilegt
skref núna.
Við er um fyrst og fremst aö
hugsa um þá i þessum sambandi,
sem eru komnir út úr skóla og eru
vinnandi og hafa orðið fyrir ein-
hverjum áföllum. Það er þessi
hópur ungmenna sem við viljum
reyna að koma til móts við.
Ef við höldum okkur við skatta-
málin. Það segir i tillögum
ykkar, að „tekjuskattslækkunin
komi til lækkunar á fyrirfram-
greiðslu frá og með 1. marz”.
Þýðir það ekki að senda verður út
nýja seðla?
— Jú það er rétt, að það þýðir
nýja seðla. Við verðum hins
vegar að gæta að þvi, að þessi
kjaraskerðing, sem rikisstjórnin
er sammála um og kemur til
framkvæmda 1. marz mun bitna
harðast á fólki mánuðina marz,
april og mai. Þess vegna teljum
við að skattalækkanir strax muni
létta fólki byrðarnar þá mánuði
sem kjaraskerðingin verður erf-
iðust. Þvi teljum við nauðsynlegt
að fyrirframgreiðslurnar verði
endurskoðaðar með þessum
hætti, en rikið sé ekki að sópa til
sin meiru en það á heimtingu á og
ætlar að fá, á þeim tima sem
menn eiga erfiðast með að greiða
það.
t sama kafla tillagna Alþýðu-
flokksins segir aö „barnabætur
verði greiddar út á fyrirfram-
greiðslutimabilinu hjá þeim sem
eiga tvö börn eða fleiri”. Hvers
vegna miöast þetta við tvö börn?
— Fyrst vil ég nú taka það
fram, að barnabætur eru ekki
greiddar út, sem stendur, á fyrri
hluta ársins. Það sjá það auðvitað
allir, að fólk sem þarf nauðsyn-
lega á barnabótum að halda þarf
þær ekki siður fyrri hluta ársins
en siðari hluta ársins.
Það er smuga fyrir fólk i þess-
um efnum. Það er mögulegt að
sækja um það að fá barnabæt-
urnar greiddar út á fyrri hluta
ársins, en það er kerfisvinna að
koma slfku i kring og gera ekki
nema þeir sem þekkja kerfið og
Kjartan Jóhannsson gerir i
þessu viðtali grein fyrir helztu
atriðum breytingatillagna
Alþýðuflokksins.
hafa komist uppá lag með þaö
Ýmsir þeir sem sértstaklega
þyrftu að njóta þessa eru ekki
slikrar gerðar að þeir legðu slikt
á sig.
Aðalröksemdin fyrir þvi að við
tilgreinum tvö börn er vitaskuld
sú einfalda ástæða, að þetta fólk
þarf frekar á barnabótunum að
halda, en auk þess er óliklegt að
bæði börnin eða öll séu að fara
yfir sextán ára markið.
Nú gerið þið ráð fyrir þvi i
ykkar tillögum að komið verði
mjög til móts við húsbyggjendur
með stórauknum lánum. Hvernig
er þessum málum háttað nú og
hvernig kæmi þetta út miöað við
það að tillögur Alþýðuflokksins
næðu fram að ganga?
— Okkar tillögur þýða það i
reynd, að maður sem er að kaupa
sér ibúð fyrir 40 milljónir gamalla
króna þarf ekki að þola nema um
eða innan við 20% greiðslubyrði
af Íaunatekjum verkamanns mið-
að við febrúar verðlag. Þetta
hlutfall er nú miðað við rikjandi
ástand um eða yfir 55% verðbólgu
Tillögurnar gera ráð fyrir að
sami maður geti fengið lán sem
svarar til útborgunar I slikri ibúð
miðað viö að hann eigi t.d. sex
milljdnir sjálfur, en þurfi ekki að
ganga milli manna snapandi pen-
inga fyrir útborgun eða geti
staðið undir greiðslubyrðinni á
ári. Flesitr þekkja það, að al-
mennt launafólk getur engan veg-
inn staðið undir greiðslubyröinni
eins og hún er núna. i
Attu von á þvi að þessar tillögur
ykkar Alþýðuflokksmanna muni
fá stuðning stjórnariiða á Al-
þingi?
— Mér virtist það 1 þeirri nefnd
sem um þessi mál fjallaði, að
menn tækju ekki sérlega vel i
Dæm um kaup é íbúó fyrir 40 nrij. gkr. og 32 nrij.
gkr. étb.
Nbverand rihögun eöa vrikostur AÞýéuflokkáis
TAFLAI
Fjórútvegun f útborgun
"SSf Tlaga WMMakn
Húawðöttn Bwluttn BgiAtt 6DmA.gkr. BDmii.gkr. 12J) mij. gkr. 6.0n»**r. 12D mSj. gkr. 8J)m4.gfcr. 6D maj. flkr. Mm*gfcr.
Als útborgun 32JmAgkr. XUJm^gkr.
TAFLA II Árlegar greiðslur
Tlaga Alþýóuflokksins
Húsnaðottn UfBynsjjóðdán 475þús.^r. 410 þús. gkr. 5.000 þús. gkr. 950 þús. gkr. 410þús.gkr. 503 þús-'gkr.
Ak 5JJ85 þús. gkr. 1J563 þús. gkr.
TAFLAIII ÁHeg groiðslubyrði
1! T«aga AlþýðuflokksÍRS
Ariag graiðda «f tánun Graiðriubyrðin aa % «f 5.885 þús. gÉu. 1.883 þús. gkr.
inannB (akv. opinh. akýuhwl 55% 17.4%
þessar tillögur, a.m.k. hjá
stjórnarliöum. Þeir virðast þvi
miður ekki treysta sér til að koma
til móts við þá sem verst eru
settir i þessu þjóðfélagi á þennan
hátt.
Ég er hinsvegar ekki i neinum
vafa um það, að Alþýðuflokkur-
inn mun vinna þetta mál smám
saman, enda verður mállinu fylgt
fast eftir.
Menn kunnáað gripa til þess, til
að afsaka afstöðu sina til okkar til
lagna, að segja að þetta komi svo
seint fram, eða að bað sé óvið-
ráðanlegt að hrinda þessum
brfeytingum i framkvæmd af
tæknilegum orsökum. Þetta er
hreint bull. öllum þessum breyt-
ingum má hrinda i framkvæmd.
Það er einfaldlega spurning um
pólitiskan vilja. Vilja menn koma
þeim sem versteru settir gegnum
kjaraskerðingu rikisstjórnar-
innar eða ekki? Það er spurning-
in. Spurning hvort menn hafa
samúð með þvi fólki sem harðst
er leikið eða ekki.
Að iokum vil ég benda sérstak-
lega á það. vegna umræðna um
skattalækkanir, sem vafaiaust
eiga eftir að verða á opinberum
vettvangi, að ef skattlækkun á að
koma til f ^mkvæmda þá verður
hún að r. jast við það að hér sé
um að ræða iækkun á óbreyttri
skattbyrði milli tveggja áranna.
Það yrðu t.d. mikil svik hjá fjár-
miálaráðherra ef hann ætlaði sér
að miða auglýsta skattalækkun
við einhverjar aðrar tölur. Annað
livort fjárlagatölur eða þá tölur
>em eru enn hærri og kemur út úr
álagningu skatta eins og kerfið er
aúna. Það er einungis sá hluti
íkattalækkunar, sem er umfram
11 milljarða gamalla króna, sem
er raunveruleg skattalækkun.
— HMA
„l fyrsta lagi eru til 11 milljarðar, af tólf mill-
jörðum sem ætlaðir voru til ef nahagsráðstaf ana ríkis-
stjórnarinnar. I öðru lagi gerum við ráð fyrir því, að
framkvæmdaframlög lækki um 10 milljarða g.kr.,
skv. því sem ríkisstjórnin hefur sjálf boðað, vegna
samdráttar í framkvæmdum. I þriðja lagi er í láns-
f járlögunum heimild til ríkisstjórnarinnar til þess að
lækka útgjöld um þrjá milljarða g.kr., sem við gerum
ráð fyrir að verði nýttir."
„Við höfum gengið þannig frá okkar skattatillög-
um, að þær muni lækka skattana langt um meira á
lágar tekjur en hærri tekjur eða miðlungstekjur. í
öðru lagi er sérstök skattalækkun til handa einstæðum
foreldrum, sem fóru illa út úr skattlagningu síðasta
árs. í þriðja lagi er það svo, að ýmsir þjóðfélagshópar,
sem hafa lágar tekjur greiða ekki skatta. Við höfum
með tillögum okkar farið inn á þá braut, að gera
persónuafslátt útborganlegan til þeirra."
„ Rétt er að benda á það, að skattlagning skv.
gildandi skattalögum mun færa ríkissjóði tekjur sem
nema 5,5 milljörðum g.kr. umfram áætlaðar tekjur
f járlaga. Tekjuáætlun f járlaga af tekjuskatti einstak-
linga er öðrum 5,5 milljörðum of há miðað við
óbreytta skattbyrði milli ára. Skattalækkun undir 11
milljörðum g.kr. er því ekki skattalækkun heldur
lækkun skattahækkunar!"
Frumvarp til laga 1
hann þannig að byggöajafn-
vægi, en þannig samræmist til-
gangur sjóðsins markmiðum
Byggðasjóðs.
Aö lokum er gert ráð fyrir þvi,
I frumvarpinu, að fiskkaup-
andi taki lán úr sjóðnum, til
staðgreiöslu afla, og andvirði
lánsins verði greitt seljanda
þegar að lokinni löndun. Stjórn
sjdðsins er ætlaö að meta um-
sóknir um lán úr sjóðnum
hverju sinni, hvert einstakt til-
vik.
Hitaveita
Suðurnesja
Óskar að ráða mann, vanan járnsmiðum
og vélaviðhaldi, til viðhalds og eftirlits i
Svartsengi.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu sendar Hita-
veitu Suðurnesja að Brekkustig 36, Njarð-
vik, 230 Keflavik, fyrir 15. mars 1981.
Bæjarmálafundur verður i Alþýðuhúsinu Hafnarfirði mið- vikudaginn 25. febrúar frá kl. 20.30—22.00. Fundarefni: Félagsmál. Framsögumaður: Erna Friða Berg. Alþýðuflokkurinn i Hafnarfirði. Frá Al þýðuf 1 okks félagi Kópavogs Fundur verður haldinn i skrifstofu félags- ins að Hamraborg 7 i kvöld kl. 20.30 Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kaupavogs- kaupstaðar. Stjórnin.
Þökkum innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og út- för Sveins Kjarvai Guðrún Kjarval Hrafnhildur Tove Kjarval Robin Lökken Jóhannes S. Kjarvai Gerður Heigadóttir Ingimundur S. Kjarval Temma Bell Kolbrún Kjarval Maria Kjarval og barnabörn STJÓRMÁLASKÓLI S.A. Námskeið i ræðumennsku og framsögn Fimmtudag 26. febrúar kl. 20-23 Ræðu- mennska v Leiðbeinendur verða: Gunnar Eyjólfsson og Hörður Sóphaniasson.
Laust embætti
sem forseti íslands veitir
Prófessorsembætti I lyflæknisfræði I læknadeild Háskóla
islands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 6.
april nk.
Prófessorinn I Iyflæknisfræði veitir forstjórn iyflæknis-
deild Landspitalans sbr. 38. gr. laga nr. 77/1979, um
Háskóla islands.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo
og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið,
23. febrúar 1981.
Útboð
A. Tilboð óskast i gatnagerðog fagnir I Ei’ösgranda, 3.
áfanga. titboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn
3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama
stað miðvikudaginn 11. mars 1981 kl. 14.00.
B. Tilboð óskast i lögn hitaveituæðar viö Eiðsgranda 2.
áfanga. Utboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri
gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tiiboðin veröa opnuð á
sama staö þriðjudaginn 17. mars 1981 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuveqi 3 — Sími 25800 ÍJ
Félag
járniðnaðarmanna
AÐALFUNDUR
veröur haldinn laugardaginn 28. febrúar 1981,
kl. 13.00 að Hótel Esju, 2. hæð
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Reglugerð sjúkrasjóðs
3. Önnur mál M ... , ....
Mætið vel og stundvislega
ATH. Reikningar félagsins liggja frammi á
skrifstofunni föstudaginn 27. febrúar
kl. 16.00-18.00 og laugardaginn
28. febrúar kl. 10.00-12.00
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Auglýsíng
um styrki Evrópuráðsins á sviði læknis-
fræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið
1982.
Evrópuráðið mun á árinu 1982 veita
starfsfólki i heilbrigisþjónustu styrki til
kynnis- og námsferða i þeim tilgangi að
styrkþegar kynni sér nýja tækni i starfs-
grein sinni i löndum Evrópuráðsins og
Finnlandi.
Styrktimabilið hefst 1. janúar 1982 og þvi
lýkur 31. desember 1982. Um er að ræða
greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt
nánari reglum og dagpeninga, sem nema
124 frönskum frönkum á dag.
Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu land-
læknis og i heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og eru þar veittar nánari
upplýsingar um styrkina.
Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir
23. mars n.k.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
23. febrúar 1981