Alþýðublaðið - 31.03.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1981, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 31. mars/ 1981 l (gotaiuli: Alþv('iuflokkurinn. Kramkvæmdastjóri: Jóhannes Guðniundsson. Stjórumálaritstjóri (ábm):Jon Baldvin Hannibals- son. Blaóamenn: Heigi Mar Arthursson. Olaíur Bjarni Guðnason, Þráinn Hallgrimsson. Auglvsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjald- keri: Halldora Jonsdottir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Kitsljórnog auglysingar eru aö Siðumúla 11. Reykjavik, simi 81866. GAMLAR LUMMIIR EÐA HEILBRIGÐ SKYNSEMI F ulltrúar sitjandi rikisstjórnar hafa oft viöurkennt það opinberlega, að þörf sé stefnumótunar i fiskveiðimálum þjóðarinnar. Flestir viður- kenna að flotinn er of stór, aö afkastagetan sé of mikil, miðað við það sem sérfræðingar telja skynsamlegt að taka Ur sjónum. Rikisstjórnin hefurhinsvegar látiösitja viö orðin tóm. Þegar leysa hefur átt vanda einstakra byggðalaga varðandi atvinnumál hafa verið farnar hefð- bundnar leiðir. Þórshafnarmálið er eitt dæmið, Patreksfjarðarskipið verðurannaðogsvo mætti lengi telja. Flotinn heldur áfram að stækka. Afkastagetan verður stöðugt meiri. Skammtimahagsmunir eru látnir ráða ferðinni, en hagsmunir heildarinnar, eða langtimahagsmunir út- gerðar og sjómanna, já reyndar þjóðarinnar allrar, eru fyrir borð bornir. V ið þessar aðstæður hefur það komið i hlut Alþýðuflokksins að setja fram stefnu i fiskveiðimálum, sem kemur i veg fyrir áframhaldandi stækkun fiskiskipastólsins, án þess að draga Ur endurnýjun flotans i heild. Þvi vissulega er það rétt sem bent hefur verið á, aö islenzkir sjó- menn og Utgerðarmenn verða alltaf aö hafa beztu fáanlegu tæki i hönd- unum til aðsækja þann afla sem þeir bera á land. Það er ekkert nýtt að það skuli vera Alþýöuflokkurinn sem setur fram stefnu i anda heil- brigðrar skynsemi i þýðingamestu málum þjóöarinnar. Tillögur flokksins i efnahagsmálum, tillögur flokksins i virkjunarmálum og til- lögur flokksins i hUsnæðismálum. Allt eru þetta mál sem Alþýðu- flokkurinnhefurbeittasér af alefli fyrirá Alþingi. Alþýðuflokkurinn hefur sett fram fjögur frumvörp sem marka eiga stefnuna i fiskveiðimálum þjóöarinnar. Þau fela i sér nánari Utfærslu á grundvallar stefnu flokksins sem er að skipuleggja eigi uppbyggingu fiskiskipaflotans og fiskvinnslunnar i samræmi viö sóknarþol fiski- stofnanna og atvinnuþörf byggöalaganna. Aflann á að taka með þeim skipunog veiðaríærum.sem hagkvæmust eru hverju sinni og sókninni á aö halda i skefjum meö þvi að hafa stjórn á afkastagetu fiskiskipa- stólsins. • Fyrsta frumvarp Alþýöuflokksins felur i sér, að heimild frá árinu 1972 til rikisstjórnar um aö veita sjálfsskuldarábyrgð á lánum til kaupa á skuttogurum er afnumin. Þetta þýðir að framvegis verður aðieggja slik mál fyrir Alþingi hverju sinni. • Annaö frumvarp Alþýðuflokksins felur i sér þá almennu reglu að endurnýjun skipastólsins megi ekki á neinu ári fara fram Ur 50% að meöaltali Urfalls tveggja næstliðinna ára mældu i brúttórúmlestum. Með tilliti til þróunarinnar siðustu misseri er þó gert ráö fyrir, að á ár- unum 1981 og 1982 veröi gert algjört hlé á innflutningi fiskiskipa og inn- lendar smiðar takmarkast við endurnýjunarþörf. • Þriðja frum varp Alþýðuflokksins gerir ráö fyrir aö stofnaður verði greiðslutryggingasjóður innan aflatryggingarsjóös. Hlutverk greiðslu- ryggingasjóðs á aö vera.skv. frumvarpinu, að stuðla að jafnvægi i afladreifingu, án þess að tilkostnaður vaxi verulega og treysta þannig byggðajafnvægi. Tilgangurinn er að tryggja staðgreiðslu afla, sem landað er utan heimahafnar, t.d. á stöðum sem búa við hráefnisskort i fiskvinnslu með veitingu lána til fiskkaupenda. • Fjórða frumvarp Alþýðuflokksins var á dagskrá i siöustu viku, en þetta frumvarp miðar að þvi að auka möguleikana á brottfalli skipa úr flotanum og skapa þannig svigrUm til endurnýjunar umfram það sem ella yröi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, aö hluti útflutn- ingsgjalds til Ureldingarstyrkja hækki Ur þremur prósentum i fimm prósent, en hluti Fiskveiðasjóös minnki að sama skapi. Þá er Fisk- veiðasjóði gert að greiða tuttugu prósent af framlagi sjóðsins til aukn- ingar á úreldingarstyrkjum. I þessu siðasta frumvarpi Alþýðuflokksins er m.ö.o. gert ráð fyrir , þvi að auka hlut Ureldingarstyrkja i Utflutningsgjaldi og tiltekinn hundraðshluti af rikisframlagi til Fiskveiðasjóðs fari sömuleiðis til þessa verkefnis. Eins og nU er háttaö myndi þaö styrkja afkomu út- gerðar i landinu að verja auknu fé til Ureldingar frekar en að fjárfesta i nýjum fiskiskipum. Meginatriði frumvarpsins er hins vegar að skapa svigrUm til endurnýjunar, án þess að fiskiskipastóllinn stækki. Með samþykkt frumvárpsins myndu fjárráð til úreldingar rúmlega tvö- laldast, eöa, tekjur þær sem ráðstafað er til úreldingarstyrkja myndu hækka úr 780 millj. gkr. i 1650 millj. gkr. N U kann einhver að spyrja hvort nauðsynlegt sé, aö leggja fram svo viðtæk lagafrumvörp til að hagkvæmustu aðferðum veröi beitt til að afla þess fisks sem taliö er óhætt að taka Ur sjónum. Svarið við spurn- ingunnier já. Þaðerekkiótakmarkaðsem má taka uppúr sjó. Rikjandi veiðitakmarkanir á þorskveiðar togara og báta, og takmarkanir vegna loðnu veiða, eru til marks um það að sóknargeta fiskiskiptaflotans er meiri en svarar til afrakstursgetu fiskistofnanna, eins og sakir standa. Þetta viðurkenna stjórnvöld, m.a. með þvi að beita sér fyrir takmörk- unum, en þar viðsitur. Stjórnvöld takmarka sóknina, en leyfa innflutn- ing á nýjum, eða gömlum fiskiskipum, eða byggingu nýrra innanlands, af handahófi. Hægri höndin bannar veiðar i svo og svo langan tima, en vinstri hönd fjölgar skipunum, eykur afkastagetu fiskiskipaflotans og knyr þannig hægrihöndina til að takmarka veiðarnar ennþá frekar. Hér ráða skammtimahagsmunir ferð’inni. Til grundvallar liggur pólitiskt úthlutunarhugarfar stjórnmálamannsins. Fulltrúar stjórnar- flokkanna halda að þeir geti keypt sér atkvæði kjósenda i landinu meö þvi aö Uthluta skuttogurum og bátum eftir pöntunum einstakra út- gerðarmanna i byggðalögum landsins. Þeir halda að þeir geti sett niður virkjanir allt eftir þvi hvar flestra atkvæða er von. Þeir gera sér ekki grein fyrir þvi að þetta eru lika skammtimalausnir sem kjósendur munu fyrr en siöar hafna. Lausnir er helzt mætti likja við gamlar lummur. Alþýðuflokkurinn reið á vaðið með þvi að setja fram fullmót- aðaefnahagsáætlun.hvers ágæti menn eru nú smátt og smátt að viöur- kenna. Alþýðuflokkurinn setur nU fram stefnu sina i fiskveiðimálum. Hún ber þess vitni að vera rödd heilbrigðrar skynsemi. Hér ræður hið pólitiska Uthlutunarhugarfar ekki rikjum. Hér sitja hagsmunir heildarinnar i fyrirrUmi. —HMA „Laukrétt, laukrétt Viðhöfum ákveðiöaðfresta landsfundinum þangað tillhaust...allirsammála? Sem sagtgott!” Landhelgisgæslan 1 klst. eða innan við 1 klst. á dag að jafnaði. Fokker F27 vélar Landhelgisgæslunnar flugu á sama tima 1399 klst., sem er innan við 2klst.á flugvél á dag að jafnaði. A sama tima var meðalflugtimi Fokker F27 véla Flugleiða 4,71 klst.á dag. Meðan nýting flugvéla rikis- ins er svona litil eru Landmæl- ingar með fastan samning við einkaaðila um a.m.k. 70 klst. flug á ári fyrir 72.000 dollara. Þessu flugi gæti flugvél Flug- málastjórnar auðveldlega annaö. Einnig gæti hún annast fjöldann allan af verkefnum fyrir Landhelgisgæsluna sam- hliða verkefnum Flugmála- stjórnar. Má þar nefna is- könnunarflug samhliða eftir- litsflugi og flugi vegna við- gerða tækjabúnaðar Flug- málastjórnar Uti á landi. Rekstrarkostnaður Fokker F27 flugvéla Landhelgisgæsl- unnar er margfalt jneiri en rekstrarkostnaður King Air flugvélar Flugmálastjórnar en hún hentar þó mjög vel i flest ef ekki öll verkefni Land- helgisgæslunnar, eins og fram kemur i „Áfangaskýrslu nefndar um flugrekstur Larid- nelgisgæslunnar”, Utgefinni af fjármálaráðuneytinu i jUli 1975. Með þvi að sameina undir eina stjórn allan flugrekstur á vegum rikisins er unnt að auka verulega nýtingu flug- vélakostsins, auka hagræð- ingu og sparnað i rekstri. Þar eð Landhelgisgæslan er langstærsti flugrekstrar aðili á vegum rikisins er lagt til að sameinaður flugrekstur rikis- ins verði undir hennar stjórn”. Lánsfjáráætlun 1 hækkað eitthvaö”, segir enn- fremur. Er gert ráð fyrir þvi, að útflutningsverð hækki um nær 6% milli áranna 1980 °g 1981. Um verðlag á fiskafurðum til útflutnings segir i áætluninni: „Verðlag á frystum fiski i Bandarikjunum mun sem fyrr ráða miklu um útflutningsverð á þessu ári. Verð á mikilvæg- ustu afurðunum hefur nú i tvö ár staðið nokkurn veginn óbreytt, þrátt fyrir það, að matvælaverð i Bandarikjunum hafi almennt hækkað talsvert. Afar erfitt er að ráða i liklega verðþróun á frystiafuröum á næstu mánuð- um, en engin merki um al- men-nar4iækkanir eru sjáanleg, hvað sem siðar kann að verða. Um aðrarsjávarafuröirer erfitt aö segja, en þar gæti þó orðið einhver hækkun. Verð á lýsi og mjöli hefur þó lækkað aö undan- förnu og gætir þar aö einhverju leyti áhrifa af hækkun á gengi dollars. Gert er ráö fyrir þvi aö inn- flutningsverð i heild hækki um 7—8% á föstugengi milli áranna 1980—81. Veltur það eins og áður mikiðá þróun olluverðs á árinu. Skráð verö á ollu á Rotterdam- markaði hefur verið stöðugt á undanförnum mánuðum. Gert er ráð fyrir þvi, að oliuverð fari heldur hækkandi á árinu, jafn- vel meira en verö á öðrum inn- flutninei. Þjóðarframleiöslan verður obreytt á þessu ári frá þvi sem var á árinu 1980 miðað við helstu forsendur. 1 Þjóöhags- áætlun var hins vegar reiknað með 1% vexti þjóðarfram- leiðslu. Ástæða þessarar breyt- ingar er fyrst og fremst lakari horfur i Utflutningi. Vegna rýrn- andi viðskiptakjara dragast þjóðartekjur saman eða um 1/2% en um 1 1/2% á mann. Dragnótaveiðar 4 vil ég taka skýrt fram, að ef við ætlum aö nýta kolastofninn, þá er dragnótin ekki verri en önnur veiðarfæri til þess”, sagði Björn Dagbjartsson. forstjóri Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins i gær, er hann var spurður álits á þéim áformum sem uppi eru að leyfa dragnótaveiöar að nýju 1 Faxaflóa. Björn sagði, að þau veiðarfæri sem nú væru notuð til dragnóta- veiða væru ekki sambærileg við þau sem notuð hefðu verið i flóan- um á sjötta áratugnum. „Möskvastærðin er orðin um 15 1/2 cm og þessi veiðarfæri sleppa raunar i gegn um sig stóreílis fiskum”, sagði hann, „þannig er ekki hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu”. ,,Ég fylgdist á sinum tima vel með tilraunaveiðum, sem fram fóru i ráðherratið Kjartans Jóhannssonar og niðurstaða þeirra tilrauna var mjög jákvæð. Auk þess má geta þess, að veið- araar munu skapa hráefni fyrir fiskvinnslustöðvarnar á svæðinu á tfma, sem annars er mjög dauf- ur. Steinullarverksmiðja 1 létlri steinull, sem keppt geti við innflutta glerull og þar með tryggt þann markað. Rekstrar- áætlanir sýna að slik verksmiðja skilar góöri arðsemi miðað við að sélt sé á innanlandsmarkaöi ein- göngu verðlagning sé 15-20% undir verðlagi á þeim innfluttu samkeppnisvörum, sem lægstar eru i verði. Sfðan segir i fréttatilkynning- unni: Meö ofangreind atriði i huga er grátbroslegt aö sjá Jaröefnaiönað h.f. reyna að breiða yfir mistök sin og slaklegan undirbúning meö þvi að reyna að telja sunnlend- inum trú um að steinullarverk- smiðja meö 15000 tonna ársaf- köstum geti orðið arbært fyrir- tæki á Islandi. Vita Sunnlendingar ekki að hinir þýsku sérfræðingar Jarö- efnarannsóknir, sem er dóttur- fyrirtæki Jarðefnaiðnaðar, skiluðu skýrslu um steinullar- verksmiðjuna á siðasta ári og lögðu eindregið til að reist yrði verksmiðja með 3.500 til 5.000 tonna áraafköstum vegna þess að útflutningur kæmi ekki til greina? Hafið þið Sunnlendingar aldrei fengið að sjá þá skýrslu? Aldrei hafa niðurstöður þeirrar skýrslu verið birtar opinberlega. Þegar þessum spurningum hefur verið svarað samviskusam- lega, mun koma i ljós að Jarð- efnaiðnaður h.f. sem er braut- ryðjandi á sviöi „viðskiptalegra” rannsókna á jarðefnum og á allan heiður skilinn á þvi sviði, á ekki gott meö aö takáá hendur hið við- skiptalega og fjárhagslega mat, sem sá einn getur tekið er reiðir fram hið nauðsynlega áhættufé, þegar rannsókn verður að iðnaðartækifæri. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa. Sjöfn Sigur- björnsdóttir, borgarfuiltrúi og Vilmundur Gylfason, al- þingismaður veröa til viðtals á skrifstofum flokksins þriðjudaginn 31. mars n.k. kl. 5.30—6.30', flulýsing um nafnnúmer á reikningum Að geínu tilefni og með visan til 5. gr. reglugerðar ,nr. 354/1972 um bókhald- vekur fjárm’giaráðuneytið athygli allra'. kröfuhafa 'á hendur rikissjóði á þvi éð reikningar og hvers konar innheimtuskjöl skulu m.a. bera með sér nafnnúmer útgef- anda (kröfuhafa). Verði misbrestur á þessu má búast við að viðkomandi skjáli verði visað frá afgreiðslu hjá rikisféhirði uns úr er bætt. Fjármálaráðuneytið, 30. mars 1981.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.