Alþýðublaðið - 16.05.1981, Page 5
Laugardagur 16. maí 1981
5
Helga G. Guðmundsdóttir:
ég reynt að sýna fram á að tölvan
getur aldrei oröið neinn óvinur
Eru tölvur hættulegar?
Einn ágætur ræöumaður verka-
lýðsins á útifundi 1. mai sl. hvatti
verkafólk i ræðu sinni til að vera á
varöbergigagnvart hinni öru þró-
un Tölvunnar. Af hverju á varð-
bergi? spyr ég. Hvatningar af
þessu tagi, frá forystumönnum
verkalýðsins finnast mér alveg
fráleitar. Þær endurspegla ein-
mitt þá hræöslu við Tölvuna sem
einkennt hefur hinn almenna
borgara nú sfðustu ár. Það er
auðvitað ekki von á góðu meöan
hann er hvattur til andstöðu við
hana, en ekki þveröfugt.
t sliku hræðsluópi felst sú skoð-
un, að minu mati, að Töivan sé
hreint og beint að taka við af
manninum, sem er auðvitað al-
gjör firra. Töivan gerir ekkert
upp á sitt einsdæmi, það er og
verður jú alltaf maður sem
stjórnar henni.
Hræðsla?
Ég álit að ástæða þessarar
hræðslu, sem ég kalla svo, sé al-
menn vanþekking, sem oft er við-
komandi sjálfum að kenna. Að
visu hefur ekki mikið veriö gert
til að kynna Tölvuna og starfsemi
hennar fyrir þvi fólki sem ekki
starfar beint við hana, en nú upp
á siðkastið hafa komið fram
fyrirtæki sem veita þessa fræðslu
öllum sem áhuga hafa á. Einnig
hefur mikil bragarbót oröið á I
framhaldsskólum landsins, þar
sem nú fer að nokkru leyti fram
kennsla á tölvur.
— Annars má segja að hræðsla
manna við framþróunina al-
mennt sé ekkert nýnæmi, hún
hefur fylgt manninum i gegnum
aldirnar. Ég tek sem dæmi vefar-
ana sem brutu vefstólana á sinum
tima og hásetana sem hræddust
gufuvélar skipanna o.s.frv. Auð-
vitað eru þetta ósköp eðlileg við-
brögð þeirra sem halda jafnvel að
þeir komi til með að missa starf
sitt nýjunganna vegna, en við
megum ekki gleyma þvi að i stað-
inn koma ný og annars konar
störf, og ég vil leyfa mér að segja,
betri og auðveldari oft á tiðum.
Hagnýt notkun
Tölvan er tæki sem flest fyrir-
tæki nota i hagræðingar- og
sparnaöarskyni. Ég tek dæmi
sem blasir við okkur öllum á
hverjum degi, eins og Trygginga-
stofnun Ríkisins, bankana, Gjald-
heimtuna, Samvinnutryggingar,
farskrárdeild og söluskrifstofur
Flugleiða o.fl. o.fl. Þessar stofn-
anir hafa tekið tölvuna I sína
þjónustu, og þar með bætt þjón-
ustuna við okkur viðskiptavinina.
Ég veit ekki til þess, að fólk hafi
misst vinnu sina i þessum fyrir-
tækjum með tilkomu þessarar
fullkomnu tækni, en é veit með
vissu, að margt hefur breyst til
batnaðar, bæði hjá starfsfólki og
viðskiptavinum þeirra.
,, Persónun jósnir ”
Ég get ekki látiö hjá liöa hér að
minnast aðeins á málefni sem
hefur veriö ofarlega á baugi að
undanförnu, en það eru hinar svo-
kölluðu „persónunjósnir”. Þetta
orð hefur verið mikið notað, og að
minum dómi oft misnotað.
Hvernig stendur á þvi að svona
nokkuð er búið til, þegar spjald-
skrár, sjúkraskrár og skyrslur
hinna ýmsu fyrirtækja um sina
viðskiptavini eru komnar á tölvu-
pappir? Þessar upplýsingar hafa
alltaf verið til, bara á annars
konar formi, svo sem á pappa-
spjöldum i kössum út um allt.
Þær voru ekki búnar til af tölv-
unni, eins og mér virðast margir
halda. Þennan misskilning verö-
ur að leiðrétta. Persónulegar
upplýsingar nú eru ekki eins
hættulegar og þær voru áöur en
tölvan kom til sögunnar. Aður
lágu þær á viö og dreif um við-
komandi deildir i möppum og
kössum en nú er allt samankomiö
á einn stað, og I flestum tilfellum
hafa mikið færri aðgang að þess-
um upplýsingum en fyrir nokkr-
um árum. Ég á ekki von á þvi að
nokkur sá, sem viö Tölvuna vinn-
ur, misnoti aðstöðu sina að þessu
eða nokkru öðru leyti, enda væri
sá hinn sami þar með ekki starfi
sinu vaxinn.
1 þessu stutta spjalli minu hef
mannsins nema hann vilji það
sjálfur, en eins og áöur sagöi, er
hann ennþá hæstráðandi á þeim
vettvangi.
Ég beini þeim tilmælum til
þeirra sem hafa hæst um aö tölv-
an sé að skapa hér eitthvert voða-
legt atvinnuleysi, kynni sér mál-
ið, meö tilliti til þess að geta þá
tekið þátt i að byggja upp gott
tölvukerfi, þar sem enginn missir
vinnuna, heldur fær betra og oft
mun auöveldara starf. Tölvan á
ekki aö vera herra mannsins,
heldur á hún að þjóna honum i
baráttunni fyrir betra lifi. Um
þaö ættu allir aö geta oröið sam-
mála.
Milljón manna maki. Gerir hún okkur atvinnulaus? Við verðum
öllum tilhagsbóta.
að reyna aðhagnýta okkur tölvuna okkur
4 Hættu nú að þvó\
Ég býð loks ódýrar
pappírsbleyjur
Jramleiddar úr gæða
V hráefni y
Henta fynr born
allt að 15 mánaða
Sparið tíma, peninga,
gjaldeyri og fyrirhöfn
SKEMMUVEGUR 8 SIMI 78140