Alþýðublaðið - 16.05.1981, Síða 6
6
Laúgardagur 16. maí 1981
Tékkar kiígaðir til hlýöni af „vinaþjóöinni” Sovétrlkjunum.
w
Guðmundur Arni Stefánsson:
ísland í samfélagi þjódanna:
Afleiötngar heimstyrjaldarinnar. Þaö veröa engir eftir til aö greftra hina la'tnu ef
kjarnorkusprengjurnar falla.
Stöndum utan hernaðarbrölts stórveldanna
Utanrikis- og öryggismál islensku þjóöarinnar hafa veriö mikiö til
umræbu á siöustu misserum. Það er raunar ekkert nýtt 1 þjóömálaum-
ræöu hérlendis. þvi varla hefur veriö um annað meira rætt á undan-
förnum áratugum, en stööu islands i umheiminum og hvernig þjóöin
eigiaö haga sér I samfélagi þjóöanna. Hafa öryggismálin sérstaklega
skipt þjóöinni i tvær andstæöar fylkingar.
Flestir eru i oröi kveönu a.m.k. sammála þvi, aö tsland skuli
standa fastan vörö um sjálfstæöi sitt og halda viröingu og reisn i sam-
skiptum viö aðrar þjóöir. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um þaö, hvernig
sliku markmiöi veröi náö.
Samband ungra jafnaöarmanna hefur á siöasta áratug, markaö sér
skýra stefnu iþessum málum. Telur SUJ, aö ekki sé eölilegt fyrir sjálf-
stæöa, herlausa og friöelskandi þjóö, aö starfa innan hernaöarbanda-
laga. Þvi skuli island standa utan Atlantshafsbandalagsins.
Sömuleiðis er þaö skoðun ungra
jafnaðarmanna, aö ekki sé þaö
verjandi, aö hér á landi dvelji er-
lent herliö á friöartimum og þvi
skuli bandariski herinn á Miðnes-
heiöi af landi brott og islenskt
land ekki vera hernumið á einn
eða annan hátt, baö er þó auðvit-
að ljóst, aö bandariski herinn
hefur i dag allveruleg áhrif á
stööu atvinnumála þá einkanlega
á Suöurnesjum, og þvi yrði aö
einangra varnarliöiö efnahags-
lega frá islensku þjóölifi áður en
tilbrottflutnings kæmi, þannig að
islenski atvinnumarkaöurinn
gæti tekiö við þvi fólki, sem þegiö
hefur vinnu hjá varnarliðinu. Slik
einangrun ætti aö gerast þegar i
staö, þvi burtséö frá öllu ööru, þá
er þaö niöurlægjandi fyrir sjálf-
stætt velferöarþljóöfélag eins og
lsland aö geta ekki séö þegnum
sinum fyrir atvinnu án aðstoöar
erlendrar herstöövar.
Yfirráðasvæði risavelda
Ýmsir hafa oröiö til þess aö
benda á, aö ástand heimsmála sé
ótryggara nú en oft áöur. Benda
þeir á kulda i samskiptum risa-
veldanna og ýmsar skærur viös-
vegar i heiminum. Þessi „kaida
striös” áróöur er hreint ekki
óþekktur, Hann hefur duniö yfir
landslýö á siöustu áratugum. A
hverjum tima hafa Vesturlanda-
búar séö ofsjónum yfir heims-
•valdastefnu Rússa og benda þá
gjarnan á Ungverjaland og
Tékkóslóvaki'u i þvi sambandi.
„RUssarnir koma, Rússarnir
koma” hefur Morgunblaðiö
hrópaö stanslaust i tugi ára.
VÍst er þaö, aö ekki rfkir friöur
og eindrægni I hverju horni
heimsbyggöarinnar. Þaö er hins
vegar ekkert nýtt. Hreyfiafl sög-
unnar hefur þvi miöur æöi oft
veriö styrjaldir. Hins vegar
bendir ekkert til þess I dag, að
heimsstyrjöld sé nær raunveru-
leikanum. en t.d. fyrir tuttugu
árum. Nú kúga Sovétmenn Af-
gani og Bandarfkjamenn halda
ibúum E1 Salvador i heljar-
greipum. Sllkur yfirgangur risa-
veldanna er öllum kunnur ef litiö
er til baka. Hver man ekki
Tékkóslóvakiu og Vietnam?
A hinn bóginn er lika ljóst, aö
þessi risaveldi láta til sina taka á
afmörkuöum svæöum. Nefnilega
á slnum „yfirráöasvæöum” Staö-
reyndirnar eru þær, aö strax eftir
siöari heimsstyrjöldina skiptu
Bandarikjamenn og Sovétmenn
stórum hlutum heimsins upp i
áhrifasvæöi og innan þeirra, fara
þessi riki sinu fram. En umfram
allt viröa þau þessa svæöa-
skiptingu. Þannig hreyföu
Bandarikjamenn ekki legg né liö,
þegar Rússar kúguöu Tékka til
hlýöni. Meira aö segja herma
heimildir, aö USSR hafilátiö USA
vita af fyrirhugaöri innrás nokkr-
um dögum áður en hún var gerð.
USSR og USA að tafli
Sú skák sem stórveldin hafa
leikið i gegnum árin, er augljós.
Taflboröinu hefur verið skipt til
helminga og þessar stórþjóöir
hreyfa menn sina fram og til baka
á sínum hluta borösins. En þaö
veröur aö halda þjóöunum á
„áhrifasvæöinu” rólegum. Þess
vegna setja þessar þjóöir af staö
vigbúnaöarkapphlaup og
áróðursstriö sin á milli. Segja
sinum vinaþjóöum, aö óvinurinn i
austri nú eða óvinurinn I vestri,
allt eftir þvi hver talar ógni nú
mjög heimsfriönum. Bandarikja-
menn segja Rússa færa sig upp á
skaftiö á hernaðarsviöinu, þeir
auki við vopnabirgöir sinar og
hernemi smárikin hvenær sem
möguleiki gefist. Þannig væru Is-
'lendingar t.a.m. 1 stórhættu ef
þeir nytu ekki „verndar” risa-
veldisins Bandarikjamanna, sem i
krafti kjarnorkusprengjunnar og
annarra vitisvéla nái aö halda
rússneska birninum i skefjum.
Þaö gangi þó illa og þvi þurfi Is-
lenska þjóöin aö leggja sitt af
mörkum i þeirri baráttu. Ætli hún
sé ósvipuö pólitikin sem Rússar
bjóöa sinum „vinaþjóöum” uppá.
Þeir segja hið spilita, kapital-
istiska þjóöfélag Bandarikja-
manna stefna aö heimsyfirráöum
og þvi þurfi hinn kommúniski
heimur aö vera á varöbergi.
Sami grautur i sömu skál.
Þessum sýndarleik stórveld-
anna hafa margar þjóðir risiö upp
gegn og mótmælt. Hafa ekki
viljaö taka þátt i hinum gráa ieik
og lýst sig hlutlaus. Hafa viljað
brjóta upp þaö heljartak, sem
risaveldin hafa á stórum hluta
heimsins. Viö ungir jafnaðar-
menn viljum einnig brjóta á bak
aftur þessi heimsyfirráð risa-
veldanna og teljum, aö viö leggj-
um okkar lóö á vogarskálina I
þeirri baráttu, þegar við tslend-
ingar stöndum utan hernaðar-
bandalaga og án erlendra herja.
Friöur veröur aldrei tryggöur
með aukinni spennu. Spennu-
slökun verður aldrei raunveru-
leiki með framleiöslu nýrra ger-
eyöingarvopna. tsland eflir ekki
friöarhugsjónina meö þvi aö vera
þátttakandi I slikum hildarleik.
Eins og ástandiö er I dag, liggur
tsland á áhrifasvæöi Bandarikj-
anna. Brottför hersins og úrsögn
úr NATO myndi i sjálfu sér ekki
breyta þeirri landfræöilegu stað-
reynd. Þvi er af og frá aö ætla, aö
Rússar myndu seilast hér til
áhrifa, á einn eöa annan hátt.
Samkomulag stórveldanna gerir
ekki ráö fyrir íhlutun þeirra á
svæöum hins aöilans.
Hreinsun
þjóðarsálar
En þótt stórbreyting yröi ekki i
einni svipan á stööu heimsmála
þótt tsland drægi sig út úr vopna-
skaki risaveldanna, þá gæti
islenska þjóöin 1 öllu falli staöiö
fullreist andspæni heims-
byggöinni og sagt aö friðarhugur
þjóöarinnar væri ekki aöeins
oröin tóm. Slik hreinsun
bióöarsálarinnar, er ekki svo llt-
ils viröi. Ekki er heldur fjarri
lagi, aö slfk friöarviöleitni yröi
öörum smáþjóöum fordæmi, þvi
víöa i Evrópu styrkjast þær
hreyfingar meö degi hverjum,
sem vilja losna undan oki heims-
valdasinnanna I austri og vestri.
Þau vopn sem framleidd hafa
verib I veröldinni nægja til að
eyða hverju lifi a.mk. tólf sinn-
um. Þaö er þvi ljóst að ef styrjöld
skylli á myndi slikt kalla á
geröeyöingu mannkyns. Allt tal
manna um takmarkaða styjöld
milli stórþjóöa er út I bláinn.
Hvenær hafa striöandi öfl ekki
nýtt alla sina vopnatækni, sér-
staklega þegar hallar á annan
aöilann.
En þaö skiptir ekki höfuðmáli
út af fyrir sig, hvort vltisvélarnar
geti drepiö hverja mannskepnu
einu sinni eöa tólf sinnum. Þvi
eykst hætta jarðarbúa ekki i réttu
hlutfall viö aukinn vopnabúnaö.
En þaö er I hugum risaveldanna
fuil þörf á þvi aö halda spennunni
i heiminum svo þau haldi slnum
valdataumum. Þvi er kapphlaup-
inu haldið áfram. Afvopnui og
slökun spennu er eitur I beinum
stórveldanna, en hlýtur því aö
vera lausnarorðið hjá smárikjum
á borö viö tsland. Og hvernig
verður spennuslökun án þess að
þjóðir heims losi sig ein af ann-
arri úr klóm stórveldanna?
Valdajafnvægi milli stórveldanna
og kyrrstaöa á „yfirráöasvæöun-
um” sem nauðsynlegir þættir i
viðhaldi heimsfriöar, er tilbúiö
slagorð I Pentagon og Kreml.
Eyðingarmáttur stórþjóöanna er
slikur, aö þær myndu aidrei fara
út í styrjöld, hvaö þá vegna nokk-
urra smárikja, sem vildu standa
hlutlaus hjá og vera utan hern-
aðarbröltsins.
Augljóst er aö „leyniplagg” eöa
heimsyfirráöaskipting” stór-
veldanna, tryggir það aö Rússar
munu ekki seilast til valda hér á
landi, þótt viö lýsum þjóöina hlut-
lausa. Þaö væri fremur, að
Bandarikjamenn geröu okkur
ókleift aö fara sllku fram. Meö
viðskiptaþvingunum eöa á annan
hátt. Þvi veröur þó ekki trúaö á
Guðmundur Arni Stefánsson.
vinaþjóöina i vestri — Bandarikin
— fyrr en á reynir.
Engir skósveinar
Hér aö framan hefur verið farið
nokkrum oröum, um stööu
tslands i taflmennsku risa-
veldanna. Eins og staöa mála er i
dag, þá er varnarliðiö hér okkur
ekki til verndar. Hvert er hlut-
verk þess, ef gereyöingarstríö
brýst út? Meö hverju á varnarlið-
iö aö hafa eftirlit, þegar kjarn-
orkusprengjurnar taka aö falla
yfir heimsbyggðina? Nei, vera
bandariska varnarliösins hér á
landi, á einungis aö sýna styrka
stööu og hiö valdamikla hlutverk
Bandarikjamanna á tslandi. Meö
stööinni er „Sam frændi” aðeins
aö minna okkur tslendinga og
aðrar vestrænar þjóöir á mátt
sinn og megin. Og alltof margir
landsmenn taka einmitt mátt sinn
úr vestri.
Er ekki timi til kominn aö viö
tslendingar tökum af skarið og
látum veröa af þvi, að standa ein-
ir og óháöir. Fyrst Norömenn,
siöan Danir, þá Bretar og loks
Bandarikjamenn. Er ekki mál aö
linni. Við höfum verið undir skó-
sólum erlendra rikja i aldir. Er
ekki rétt að tslendingar fari aö
standa á eigin fótum og séu ekki
lengur taglhnýtingar útlendinga.
Auövitaö er tsland aöeins
smáriki og þarf á velvilja
nágranna — og vinaþjóöa aö
halda. Sllkum samskiptum ber að
sjálfsögðu aö viðhalda og rækta I
framtíðinni. En skósveinar stór-
velda i valda- og hernaðarbrölti
eigum við ekki aö vera. Þvi hlut-
verki eigum viö aö kasta frá
okkur.
AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI ÞAÐ ER STAÐURINN!