Alþýðublaðið - 06.06.1981, Side 5

Alþýðublaðið - 06.06.1981, Side 5
Laugardagur 6. júní 1981 Laugardagur 6. júní 1981 Landsstjóraembættið í Kanada: Bæði framkvæmdavald og löggjafavald að vissu marki í höndum drottningar eða fulltrúa hennar Margir haf a rekið upp stór augu þegar talað er um landstjórann í Kanada og ekki gert sér fyllilega grein fyrir stöðu hans innan stjórnskipaninnar. Af tilefni heimsóknar fulltrúa Drottningar í Kanada sendi blaðafulltrúi landsstjóra út texta þar sem hlutverk landsstjórans er skýrt. Sá texti f er hér á eftir. Fulltrúi Drottningar i Kanada Samkvæmt stjórnarskrá er Kanada konungsriki en konung- ur hefur ekki aðsetu i landinu. Eiizabeth drottning situr i Bret- landi. Titillhennar merkir ann- að hér í Kanada en á hennar heimaslóðum. Þótt hún riki i fleiri en einu riki þýðir það ekki að eitthvert eitt þeirra lúti öðru, öll hafa þau sömu réttindi og sömu lög gagnvart henni. Mál bresku krúnunnar eru i höndum fulltrúa hennar i Kanada. Laun hans og útgjöld eru greidd af Kanada. Þegar Kanada var bresk nýlenda stjórnaði þessi fulltrúi krúnunn- ar likt og forsætisráðherra gerir nú. Völd hans fóru hins vegar smá minnkandi og i dag eru þau næsta lítil þ.e.a.s. framkvæmd- arvald og löggjafarvald eru i höndum rikisstjórnar. Fulltrúi drottningar er þjóðhöfðingi Kanada og í hennar fjarveru kemur hann fram við hátiðleg tækifæri. Mest breyting á störfum um- boðsmanns krúnunnar var gerö á ráðstefnu sambandsveldanna árið 1926. Fram að þeim tima var hann ekki eingöngu fulltrúi konungsvalds heldur einnig bresku stjórnarinnar. Allt frá stofnun Kanada, 1867, fóru störf hans minnkandi jafnt og þétt eins og áður sagði. Þrátt fýrir það var hann ávallt valinn Ur hópi aðlaöra Englendinga fram til ársins 1952. Siðan þá hefuri hann alltaf verið skipaður Ur röðum Kanadamanna eingöngu og hefur sU hefð nú skapast að hann er valinn til skiptis meðal þeirra sem annars vegar hafa frönsku að aðalmáli og hins vegar þeirra sem annars vegar hafa frönsku að aðalmáli og hins vegar þeirra sem velja heldur ensku. Nær allir sem valdir hafa verið til þessa starfs höfðu á einhverju sviði skarað fram Ur almúganum. Störf i samræmi við stjórnarskrá Þess konar störf hafa mótast bæði af hefð og Bresk-Norður Ameriku samningnum þar sem segir m.a.: „Framkvæmdar- vald skal vera I höndum drottn- ingar og hún þjóöhöfðingi Kan- ada'” og „Eitt þing skal sitja i Kanada og skiptist þannig: æðst er drottning þá efri deild og loks niðri deild”. Bæöi framkvæmd- ar- og löggjafarvald er þvi að vissu marki i höndum drottn- ingar þvi meiri háttar mál veröa ekki framkvæmd án hennar eða réttara sagt f ulltrúa hennar. Fulltrúi drottningar setur þing, rýfur það ef með þarf og slftur því. Hann flytur setning- arræðu á hverju þingi og flytur lokaræðu að þingi loknu. Honum ber að undirrita ný lög og laga- breytingar, umboð og sýknan- ir. Drottningarnefndarmenn, svokallaðir (það er, þeir sem kallaöir eru sérlegir ráðgjafar drottningarvalds t.d. forsætis- ráðherra og stjórn hans) sverja eið að fulltrUa viðstöddum, hann tekur við trúnaðarbréfum nýrra sendiherra I Kanada og það er i hans verkahring að greiða leiðir fulltrUa annarra samveldis- landa meðan á dvöl þeirra i Kanada stendur. Hann er mikil- vægasti gestgjafi lands sins og jafnt I Ottawa sem öðrum borg- um. Þá annast hann orðuveit- inga r og er æðsti m aður hersins. Viðhafnir Störf drottningarfulltrUans sem upp voru talin að ofan er oft erfitt að greina frá viðhafnar- störfum. Orðuveitingar i Kanada leiða oft til verulegra ferðalaga vittog breittum land- ið og er þeirra jafnan getið i fjölmiðlum. Honum er ætlað að bera merki rikisstjórnar hátt á ferðum sínum. Þá er enn frem- ur til þess mælst að hann leggi sig fram við að kynnast til hlitar ólikum viðhorfum um land allt svo hann öðlist rétta mynd af þjóðinni og þörfum hennar. Þá er iðulega ætlast til að hann taki óbeinan þátt i störfum ýmissa samtaka, styrki þau og efli. Eins og áður sagði rekur full- trúi drottningar erindi hennar ‘ Kanada. A ferðum hans utan- lands er hann einnig taiinn full- trUi þjóðar sinnar. 1 fjarveru hans fer hæstarréttardómari með embætti hans og svo er einnig oft þótt hann sé innan- lands, eins og kveöið var á um i reglgerð árið 1947. Dómara þessum er einkum falið að undirrita ný lög eöa lagabreit- ingar. $ Garðar Sverrisson skrifar: Baráttan gegn NATO heitir nú ,Sjálfstæðisbarátta’ í kennslubókum Pólitfsk innræting i skólum er fyrirbrigði sem talsvert hefur verið rættá liðnum árum. Þetta vandamál er erfitt viðfangs þegar um er að ræða kennara sem misnota aðstöðu sina i kennslustundum. Hinsvegar er mllið áþreifanlegra þegar boð- skapurinn stendur svart á hvitu í sjálfum kennsiubókunum. Að undanförnu hefur einmitt nokk- uð borið á kennslubókum sem ákaflega litið eiga skylt við fræðimennsku en eru þess i stað uppfullar af marxisku þvaðri. Frægt dæmi um þetta er Samféiagið eftir Jochim Isra.el, sem er ekki aðeins pólitisk bók heldur lika heimskulega skrifuð og með afbrigðum klúðursleg. Hugmyndir Marx um arðrán og vinnuverðgildi eru ekki það eina sem tekið hefur bólfestu i kennslubókum islenskrar æsku. Andstæðingum Nato og varnar- liðsins hefur lika tekist að koma fagnaðarerindi sinu i skyldu- lesningu þeirra sem stunda nám i Menntaskólanum við Hamra- hlið og öðrum fjölbrautaskólum landsins. Það er með ólikindum hvernig þessu fólki tekst að flétta stjórnmálaskoðanir sinar saman við námsefnið. Til stúdentsprófs er ungu fólki gert að kynna sér Islenskan kveðskap um landið, þjóðina og sjálfstæðisbaráttuna. Þeim áfanga sem fjallar um þennan þátt islenskunnar er þannig lýst i námsskrá skólanna: „Lesin verða ljóð, sögur og leikrit. Þá verða tekin til umfjöllunar ákveðin þemu og könnuð þróun þeirra i tengslum við samfé- lagsbreytingar frá upphafi rit- aldar og allt til vorra daga. Þessi könnun byggist einkum á — enginn greinarmunur gerður á Jónasi Hallgrímssyni og Samtökum Herstöðva- andstæðinga umræðum og verkefnavinnu.” Nú hlýtur það að vera hverj- um nemanda ljúft að kynna sér sjálfstæðisbaráttu sinnar eigin þjóðar og taka fyrir „þemað land, þjóð og sjálfstæðisbar- átta.” En hvernig skyldi nú þemað um sjálfstæðisbaráttuna vera sett fram? Til aö byrja með er titilsíðan skreytt með teiknaðri mynd. Þessi mynd er hvorki af Jónasi né Jóni forseta, heldur af fólki á göngu með spjöld eins og tiðkast helst i Keflavikurgöngum Herstöðva- andstæðinga. En i þessa labbi- túra fer fólk jafnan af sovét- þjónkun, skilningsleysi eða hreinlega af heilsufarsástæð- um. Skáldskapurinn i framan- greindu þema er tvískiptur. Fyrri hlutinn fjallar um hina raunv erulegu sjálf- stæðisbaráttu og föðuriandsást af ýmsu tagi, en hinn helgast af skitkasti i Atlantshafsbanda- lagið. Maður hefði nú haldiö að hinir gömlu baráttumenn fyrir sjálfstæði Islands ættu annað og betra skilið en að vera settir á bekk tneð taglhnýtingum sovét- fasismans, og það I kennslubók um sjálfstæöisbaráttu og is- lenska tungu. Þessi skilgreining á sjálfstæðisbaráttu er ekki að- eins sögulegur útúrsnúningur heldur lika forkastanlegt virð- ingarleysi við hina eiginlegu sjálfctæðisbaráttu og þau skáld sem lögðu henni lið. Sum kvæðin i kennslubókinni eru þess eðlis að nemendur geta ekki með góðu móti gert sér grein fyrir hvað skáldin eru að fara. Ör þessu er bætt með stuttum greinum inná milli svo nemandinn geti áttað sig á hver óvinurinn er sem mest hindrar islenskt sjálfstæði i dag. Dæmi um þetta er fimm blaðsiðna frá- sögn af baráttunni i mars ’49, hreinræktuð sagnfræðileg lýs- ing sem hefur ekkert að gera i kennslubók i Islensku. Hér er átt við úrdrátt Ur æviminning- um Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar þar sem hann lýsir slagnum við kommúnista á þingi og inn- anflokksglímu sinni við tvo óstýriláta þingmenn, Hannibal og Gylfa. Menn geta rétt imynd- að sér hvaða erindi slagur á Austurvelli og agaleysi i þing- flokki eiga i kennslubók um is- lenska tungu. Það mætti alveg eins birta úrdrátt úr sima- skránni. Lesendum til fróðleiks skal nú birt sýnishorn af kveðskap þeim sem nemendum er kennt að lita á sem sjálfstæðisbaráttu. A blaðsiðu 39 er kvæðið her- námsár eftir Jón Helgason: .... „...jörðina stráðu þeir erlendum óþrifabælum/ og útfiæmdu vættir með skriðdrekans hrjúfa gný.” A blaðsiðu 43 er lýsing Jó- hannesar úr Kötlum i kvæðinu Landráð hvernig tilfinning það sé að eiga orðið ekkert föður- land. A sömu siðu er kvæði eftir Böðvar Guðmundsson sem hvað vinsælast varð á siðustu hljóm- plötu Herstöðvaandstæðinga. A blaðsiðu 49 er kveðskapur Snorra Hjartarsonar frá mars ’49 þar sem hann segir m.a.: „örlagastundin nálgast grimm og köld.” 1 næsta kvæöi á eftir segirhann m.a.: „Dómhringinn sitja ármenn erlends valds”, en undir þessu kvæöi er ártalið 1951. Og sjálfstæðiskveðskapurinn heldur áfram. 1 kvæðinu Aust- anfjalls eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson segir: ,Um landið mitt skuggi grúf ir sem grima köld: Það geysist erlendur her um loftiðá vélum. En Saga og Frelsi, lif vort á liöinniöid, úr iaunsátri stungin, með rýt- ing hnipa i feium.” Á blaðsiðu 52 talar Jakobina Sigurðardóttir um „verndar- ana”í gæsalöppum og Jónas E. Svafár lýsir þvi hvernig erlend- irflugmenn hlæi „kóreuhlátri”. í kvæðinu Landráðamenn á blaðsiðu 56 segir sami höfundur að „lýðveldis landráðamenn lifi og starfi hér enn”, og á þar væntanlega við aðra en sjálfan sig. Sjálfstæðisbaráttukveðskapn- um svokallaða lýkur meö kvæði Garðar Sverrisson Ninu Bjarkar Arnadóttur This land is mine. Þar segir m.a. af ,,R isaúlfinum” sem vakir i Hvfta húsinu: „en skömmin snöktir langt i hjarta minu eyru risaúlfsins eru löng grá og hörð situr skömmin i landinu mínu dansar úlfadans og kallar sig verndara” Þótt hér sé i sumum tilfellum ekki dýrt kveðið er þaö ekki að- alatriðið. Aðalatriðið er ekki leirburðurinn I bókinni heldur hittað hún er hugsuð til þess að veita nemendum innsýn i sjáif- stæðisbaráttu þjóðar sem er eins sjálfstæð og best gerist i heiminum. Fróðlegt væri að vita, hvernig þær umræður fara fram sem gert er ráð fyrir i námsskrá. Getur útgangs- punkturinn yerið nokkuð annað en ófrjáls hersetin þjóð? Með þessu áframhaldi er alls ekki fráleitt að hugsa sér að áróðursmenn herstöðvaand- stæðinga láti fjalla sérstaklega um sig i kennslubókum i nátt- úrufræðum. Bókin sem hér hefur verið sagtfrá heitir Lestrarkver 2og hefur verið kennd m jög viða frá þvi hún var gefin út af Mennta- skólanum við Hamrahlið árið 1979. Efnisval og frágang önn- uöust Sigurður Svavarsson og Steingrimur Þórðarson. INNLEND SYRPA Ferðagjald- eyrir Með auglýsingu i Lög- birtingablaði dags. 1. þ.m. tilkynnir Seðla- bankinn að 22. mai s.l. hafi reglum um heimild ferðamanna til útflutn- ings og innflutnings á is- lenskum seðlum verið breytt þannig. Nú er ferðamönnum, jafnt erlendum sem inn- lendum, heimilt að flytja með sér til og frá landinu allt að kr. 700-, i stað kr. 500-, áður. Þá hefur sú breyting verið gerð, aö nú má einnig flyt ja 100 króna seðla, auk 10 og 50 króna seðl a. I samræmi við framan- ritað hefur viðskipta- ráðuneytið tilkynnt hækk- un á heimild til verslunar fyrir islenskar krónur i frihöfninni á Keflavikur- flugvelli úr 250 kr. i 350 kr. við brottför og komu til landsins. Breyting þessi tekur gildi 10. júni Ný Ijóðabók frá Matthíasi Út er komin hjá Al- maina bókafélaginu ný ljóðabók eftir Matthias Johannessen. Hún heitir Tvcggja bakka veður og er 10. ljóðabók skáldsins. Tvær siðustu ljóðabækur Matthiasar, Dagur ei meir (1975) og Morgunn i mai (1978) eru ljóðaflokk- ar, en bók með ljóðum um margvisleg efni hefur hann ekki sent frá sér siðan Mörg eru dags augu kom út 1972. Varnarliðið á niunda störfum í bandariska sjó- hernum bæði i Bandarikj- unum og erlendis, þ.á.m. var hann i flugsveit sem staðsettvarhérá landiog Azoraeyjum á árunum 1969 til 1971. Frá þeim timahefur hann starfað á vegum sjóhersins i flota- málaráðuney tinu i Washington og öðrum mikilvægum stofnunum bandariska flotans. Richard A. Martini er sautjándi yfirmaður varnarliðsins á íslandi, V arfthoro n rr CVC UTIFUNDUR FATLAÐRA Varðberg og SVS (Samtök um vestræna samvinnu) halda sameig- inlegan fund á Hótel Sögu, Atthagasal, þriðju- daginn 9. júni kl. 20.30. Ræðumaður er Richard A. Martini, aðmiráll, yf- irmaður Varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Umræðuefni flota- foringjans verður: Varnarliðið á níunda ára- tugnum. Þess skal getið að Richard A. Martini lætur senn af embætti yfir- manns Varnarliðsins hér á landi og hverfur til starfa í Washington. Skorað er á félagsmenn beggja félaganna að f jöl- menna á fundinn og taka með sér gesti. Richard A. Martini er fæddur i Norway, Michigan, 15. janúar 1932. Hann lagði stund á fram- haldsnám við háskólann i Utha og útskrifaðist það- an árið 1954. Að þvi loknu fór hann i flugskóla sjó- hersins f Pensacola á Flórida, en lauk þvi námi i Naval Air Station Hutchinson i Kansas árið 1956. Flotaforinginn hefur frá þeim tima gegnt fjöldamörgum ábyrgðar- A þvi ári, sem nú er senn hálfnað hefur verið unniðá ýmsum sviðum að málefnum fatlaðra. Unn- iö er að nýrri og bættri lagagerð um málefni þeirra. Undirbúningur er hafinn að umbótum i ferlismálum. Margvis- legt upplýsingastarf er unnið og margskonar áróður uppi hafður svo mikill að sumum þykir nóg um. Einn er þá háttur, sem nú kemur inn á þetta svið ifyrsta sinn. Það er hafið samstarf við verkalýðs- hreyfinguna. A miðju siðasta sumri tók til starfa vinnuhópur skipaður nokkrum forustumönnum úr Sjálfsbjörg, félagi 'fatl- aðra i Reykjavik og framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssam- band fatlaðra. Verkefnið var að koma á tengslum við verkalýðshreyfing- una. Safnað var upplýs- ingum um samvinnu verkalýðshreyfingar og samtaka fatlaöra á Norð- urlöndum og stöðuna i málefnum fatlaðra hér á landi. Útdráttur úr þessu efni öllu var tekinn saman i litla bók, sem dreift var til allra fulltrúa á Alþýðu- sambandsþingi i nóvem- ber. Þá fól vinnuftópurinn Theodór A. Jónssyni, for- manni Sjálfsbjargar l.s.f. að flytja ávarp um mál- efni fatlaðra i boði þings- ins. Var gerður mjög góð- ur rómur að máli hans. Jafnframt samþykkti þingið einróma ályktun um að efla samvinnu þessara aðila. Eftir áramótin var stofnuð samstarfsnefnd Alþýðusambandsins og Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra með þrem fulltrúum frá hvorum aðila. Þessi nefnd hefur unnið gott starf til undir- búnings framtiðarsam- vinnu samtakanna. Meðal annars gengið frá drögum að kröfugerð um réttindi fatlaðra, sem lögð var fyrir fyrsta fund i 54. manna samninga- nefnd A.S.I., sem undir- býr samninga verkalýðs- félaganna á hausti kom- anda. Þetta er ánægjuleg samvinna. Við hana eru bundnar miklar vonir um bættan hag fatlaðra i framtiðinni, ef vel verður á málum haldið. Mörg stór verkefni I jafnréttis- málum liggja óleyst, sem samtök fatlaðra og verkalýðshrey fingin munu sameiginlega vinna að á næstu árum. Dagana 13. og 14. júni heldur Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, Auka- þing i Reykjavfk i tilefni Alþjóðaárs fatlaðra. Einn dagskrárliður á þessu þingi er útifundur á Lækjartorgi, laugardag- inn 13. júni kl. 13.30. Verkalýðshreyfingin hefur i sambandi við þennan útifund enn sýnt samstöðu sina með þvi að taka virkan þátt i undir- búningi fundarins, með margvislegu móti. Bæði einstaklingar og stærri einingar verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið reiðubúnir að vinna með okkur að þessu verkefni. Fjölmargir aðrir aðilar vinna einnig að undirbún- ingi útifundarins. Má þar meðal annarra nefna Al- þýðuleikhúsið, sem mun frumflytja hluta úr leik- riti sem nú er verið að æfa. Það heitir „Sterkari en Súpermann” og fjallar um vandamál fatlaðra og ófatlaðra. Magnús Kjartansson hefur gert þýðinguna. Höfundur leikritsins er breskur og heitir Roy Klift. Verkið var samið 1979-1980 og frumflutt7. mars 1980, og er enn á fjölunum. Allstór hópur fólks, þar á meðal margir fatlaðir sáu æfingu á þessu leikriti fýrirskömmu og voru all- ir sammála um að Al- þýðuleikhúsið hefði ekki einungis valið afburða- gott verk til sýningar heldur að það unga fólk sem að sýningunni stend- ur hefði náð ótrúlegum tökum á hinu vandmeð- farna efni, sem þarna er fjallað um. Verkið er afar gripandi án þess nokkur- staðar örli á þeirri við- kvæmni og stundum væmni, sem oft einkennir slfk verk. Leikverkið teygir tilfinningar áhorf- andans og ber öll einkenni hinna fullkomnu ádeilu- verka þegar gengið er fram á ystu nöf hvað mannleg samskipti varð- ar, en heldur ekki fetinu lengra. Þetta verk sem Alþýðu- leikhúsið mun frumflytja þættiúr á útifundi Sjálfs- bjargar, verður frumsýnt i leikhúsinu i haust, eitt þeirra verka, sem setja munu svip sinn á næsta leikár islenskra leikhúsa. Fólki er bent á að út- vega sér aðstoðarfólk i tima og athuga um flutn- ing til og frá fundi. Ferða- þjónusta og aðstoð verður veitti tengslum við fund- inn, ef aðstoðar er þörf, hafið samband við skrif- stofuna i sima 17868 og 29133 sem fyrst. Fundurinn verður túlk- aður á táknmáli fyrir heyrnarlausa. Línurnar í Frakklandi að skýrast: Breytinga er þegar farið að gæta i Frakklandi, enda þótt Francois Mitterrand leggi áherzlu, á að langa tið taki að koma breytingum i gegn. Athygli hefur vakið að Mitterrand hefur náðað dauðadæmda menn og að hann mun liklega taka upp gallharða afstöðu gegn Sovétrikjunum. athygli meðal almennings i Frans. Það eru ákvarðanir Francois Mitterrands sjálfs, enda forsetaembættið tengdara sið- fræði og kúltúr en efnahagsmál- um. Nú þegar hefur Mitterrand látið verkin tala hvað varðar dauöarefsingar, sem hann hefur lýst sig andvigan. Hann hefur nefnilega þegar náðað ungan gangster, Philippe Maurife, sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögregluþjóni. Þá hefur Mitter- rand stöðvað heimsendingu norð- ur-afriskra innflytjenda, en slikt var mjög algengt á siðustu árum valdaferils Giscards. Meðal ann- ars kom það fyrir aö börnum inn- flytjenda sem voru fædd og upp- alin i Frans var visað úr landi fyrirvaralaust og hafa vinstri menn ætið mótmælt þessum að- förum lögreglu og útlendingaeft- irlits harðlega. Það er ofmælt að þessar ákvarðanir Mitterrands njóti vin- sælda meðal almennings, siður en svo, og margir stjórnmálaskýr- endur hafa bent á það að Mitter- rand taki vissulega áhættu póli- tiskt, að láta ákvarðanir þessar koma til framkvæmda fyrir kosn- ingar. Aðrir hafa bent á það, að Mitterrand hafi með þessu sýnt að hann tekur ekki ákvarðanir eftir þvi hvernig vindar blása meðal kjósenda heldur láti hann stjórnast af sannfæringu sinni, jafnvel þótt það kosti nokkur at- kvæði. Með þessu kemur fram mikill mismunur á Mitterrand og fyrrverandi forseta Valery Gisc- ard d’Estaing, sem aldrei þorði að taka af skariö varðandi dauða- refsingu, enda þótt hann lýsti þvi yfir i tima og ótima, að hann væri „persónulega” á móti dauðarefs- ingum. Fari svo að það myndist UMSKIPTIN I FRONSKUM STJÓRNMÁLUM ÞEGAR FARIN AÐ SEGJA TIL SÍN Francois Mitterrand hefur þegar efnt hluta kosn- ingaloforða sinna. Nú þegar hafa lægstu laun verið hækkuð um tíu prósent, en meðal lægst launuðu verka- manna er mikill meirihluti konur. Á fyrsta ríkis- stjórnarfundi nýju ríkisstjórnarinnar kom stefna stjórnarinnar skýrt fram. Mitterrand leggur höfuð- áherzlu á tvennt: I fyrsta lagi að sýna verkamönnum fram á það að kosningaloforðin um að jafna þann fé- lagslega óréttlæti sem er ríkjandi í landinu, og í öðru lagi, að sýna f ram á það að félagslegum umbótum má koma á því aðeins að það sé gert á grundvelli póli- tískrar samvinnu um miðju stjórnmálanna og að tekin sé afstaða gegn marxískum lausnum og þjóðnýtingu. Rikisstjórn forsætisráðherra, Pierre Mauroy, hefur upplýst hvað hún vilji gera i þeim félags- málum sem eru mest aðkallandi: Laun láglaunamanna hækka, elli- lifeyrir hækkar, og eftirlaunaald- urinn verður færður niður til að veita fleiri ungum mönnum starfsmöguleika. Talsmenn rikis- stjórnarinnar hafa lagt mikla áherzlu á þaðað stórátak verði að gera til að koma atvinnuleysi nið- ur, áhrif verkafólks á vinnustöð- um veröur að auka og tryggja þeim margvisleg réttindi sem það hefur ekki i dag. Þá hafa þeir og haldið fast við að fækka viku- vinnustundum úr fjörutiu i þrjá- tiu og fimm. Talsmenn stjórnarinnar og Mitterrand hafa hins vegar lagt á það rika áherzlu, að menn verði að sýna raunsæi og þolinmæði til þess að tryggja að félagslegum umbótamálum verði komið i gegn. Franska samfélaginu er ekki hægt að breyta á einni viku, segja þeir. „Það pólitiska timabil sem nú er hafið verður að standa lengi ef takmarkinu á að ná”, sagði Mitterrand á fundi verka- manna i siðustu viku. Þessi orð endurtók hann siðan þegar hann hélt fyrsta rikisstjórnarfundinn með nýju stjórninni. Varfærnar yfirlýsingar Mitter- rand og stjórnar hans hafa fariö illa fyrir brjóstið á hægri öflunum i Frans. Fulltrúar þeirra reyna að slá ryki i augu kjósenda i kom- andi þingkosningum með þvi að halda fram, að hér sé um kosn- ingabrellur Mitterrand að ræða. Með fyrirlitningu tala þessir full- trúar um rikisstjórn Mauroy sem „kosningarikisstjórn” og að ein- asta hlutverk hennar sé að vinna kosningarnar. Vissulega er það rétt, að það sem er bráðaðkallandi fyrir Mitt- errand er einmitt að vinna kosn- ingarnar. En þeir félagar, Franc- ois Mitterrand og Pierre Mauroy, hafa þegar tekið ákvarðanir sem koma til framkvæmda langt handan úrslita þingkosninganna. Fyrsta verk rikisstjórnar Mauroy var að endurskoða dg endur- skipuleggja efnahagskerfið þann- ig að auka neysluna meðal al- mennings, en efnahagssérfræð- ingar telja að þetta sé djarflega teflt hjá rikisstjórninni. Kaup- hækkun þeirra lægst launuðu ber að skoða m.a. i þessu ljósi. Full- trúar hægri aflanna ganga skilj- anlega ennþá lengra og segja að þessi efnahagsstefna fái ekki staðist. Það eru hins vegar ekki ákvarðanirnar um gerbreytta efnahagsstefnu, sem vekja mesta vinstri meirihluti i þjóöþinginu eftir kosningar veröur dauðarefs- ingin afnumin með lögum i Frans. tbúar Bretagne hafa ástæðu til að fagna nýju stjórninni og nýja forsetanum. Rikisstjórnin hefur nefnilega gert að engu ákvörðun fyrrverandi forseta um að byggja kjarnorkuver i smábænum Pio- goff á Bretagnestrandlengjunni, en þessar fyrirhuguðu fram- kvæmdir höfðu einmitt leitt til mikilla óeirða og reiði meðal ibúa i bænum og i næsta nágrenni. Þetta var fyrsta ákveðna vis- bendingin um breytingar á stefnu stjórnarinnar i orkumálum. Jafn- aðarmenn hafa ákveðið að stööva kjarnorku veraáætlun fyrri stjórnar á þvi stigi sem þær standa nú, en leggja hins vegar áherzlu á „mýkri” orkugjafa! Plogoff-málið svokallaða snér- ist hins vegar um meira en kjarn- orkuver. Það var engu siður spurningin um valdahlutföllin milli miðstýrðs teknókratisks rik- isvalds og vilja ibúa smábæjar, en ibúar bæjarins hafa háð þrot- lausa baráttu i tiu ár gegn áform- unum um kjarnorkuver á staðn- um án þess að hlustað hafi verið á málflutning þeirra. Plogoff hefur þvi verið spurning um valddreif- ingu og dreifingu ákvöröunar- töku. Sem sagt grundvallar- spurning i pólitik. Utanrikisráðherrann, Cheys- son, hefur dregið upp höfuðlin- urnar i franskri utanrikispólitik i viðtali við dagblaðið „Le Monde”. Þar segir hann að stjórnarskiptin muni ekki leiða til neinna skjótra breytinga á utan- rikisstefnu stjórnarinnar nýju. Stjórnin er bundin af stefnu fyrri stjórnar i mörgum veigamiklum málum á sviði utanrikismála, af- staða i mörgum alþjóðlegum deilumálum er óbreytt og afstað- an til vandamálanna i Mið-Austurlöndum er hin sama. Frakk- nao- $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.