Alþýðublaðið - 06.06.1981, Side 6

Alþýðublaðið - 06.06.1981, Side 6
6 Laugardagur 6. júní 1981 BORG ARSPÍTALIN N Lausar stöður Staöa aðstoöardeildarstjóra á hjúkrunar- og endur- hæfingardeild (Grensás) er laus til umsóknar nú þegar Staða aðstoðardeildarstjóra á gjörgæsludeild er laus til umsóknar nú þegar. Æskilegt er aö umsækjandi hafi sér- menntun i gjörgæsluhjúkrun. Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar til sumarafleysinga á ýmsar deildir spitalans. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200 (207, 201). Læknafulltrúi Staða læknafulltrúa á Háls- nef-og eyrnadeild spitalans er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júni. Upp- lýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson i sima 81200/368. Reykjavik, 5. júni 1981. Borgarspitalinn. Auglýslng um út- og innflutning peningaseðla og myntar Með heimild i 9. gr. laga nr. 63 frá 31. mai 1979 eru hér með settar reglur um útflutn- ing og innflutning peningaseðla og mynt- ar, sem eru eða hafa verið löglegur gjald- miðill og látin i umferð. íslenskir peningar Innlendum og erlendum ferðamönnum er heimilt, við komu eða brottför frá landinu, að taka með sér allt að 700 krónur i seðlum að verðgildi 18, 50 og 100 krónur. Erlendir peningar Ferðamenn búsettir hérlendis mega flytja með sér út úr og inn i landið þann erlenda gjaldeyri, sem þeir hafa lögleg umráð yfir. Ferðamenn búsettir erlendis mega flytja jafnmikla erlenda peninga út úr landinu og þeir fluttu inn við komu til landsins, að frádregnum þeim dvalarkostnaði, sem þeir hafa haft hér. Gjaldeyrisbankar, svo og aðrir aðilar, sem löglegar heimildir hafa, mega flytja erlenda peninga inn og út úr landinu. Reglur þessar taka þegar gildi og koma i stað samsvarandi reglna um gjaldmiðil, er i umferð hefur komið frá s.l. áramót- um, sjá auglýsingu bankans, dags. 23. desember 1980. 22. mai 1981 SEÐLABANKI ÍSLANDS FLOKKSSTARF Utanlandsferð i byrjun september verður farin þriggja vikna ferð til St. Petersburg Florida. Fararstjóri Arni G. Stefánsson. Nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins í sima 15020. Ifl Tii sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar: 1. Hino vörubif reið, pallhús K-AA802 árg. 1980 2. Volkswagen sendibif reið " 73 3. Volkswagen " " 72 4. Volkswagen " " 74 5. Volkswagen 1200 " 73 6. Volkswagen " " 73 7. Volkswagen " " 73 8. Traktorsgraf a J.O. B. 3C " 70 9. Götusópur Verro — City Bifreiðar þessar og tæki verða til sýnis i porti Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1, þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn 10. júni n.k. Tilboð verða opnuð á skrifstof u vorri f immtu- daginn 11. júní n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar Fnkifkjuvegi 3 — Sími "ÍÍS800 TILKYNNING til dísilbifreiðaeigenda Frá og með 1. júli n.k. fellur niður heimild til þess að miða ákvörðun þungaskatts (kilómetragjalds) við þann fjölda ekinna kilómetra sem ökuriti skráir, nema þvi aðeins að þannig sé frá ökuritaranum gengið að hann verði ekki opnaður án þess að innsigli séu rofin, sbr, reglugerð nr. 264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum, fyrir 1. júli n.k. snúa sér til einhvers þeirra verk- stæða, sem heimild hafa til isetningar ökumæla og láta innsigla ökuritara á þann hátt sem greinir i nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa bifreiðar sinar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið viðurkenndar af fjármálaráðuneyt- inu til skráningar á þungaskattsskyldum akstri. Fjármálaráðuneytið, 1. júni 1981. Til umhugsunar 1 venjulega. Fjárhagurinn væri góður og forystan heföi verið sjálfkjörin. NU er spurningin: Hvernig stendur á þvi að óánægjan sem sýður og kraumar undir niðri, eins og bezt sést af Þjóðvilja- \iðtalinu við Dagsbrúnarmenn- ina, — fyrir fund, kemur ekki upp á yfirborðiö? Hvers vegna láta DagsbrUnarmenn bjóða sér það, að sama gamla duglausa öldungaráðiðsé sjálfkjörið til að drottna yfir þeirra málum ár eftir ár og áratug eftir áratug? Astæðan er sú, að óbreyttir liðsmenn verkalýðshreyfingar- innar telja það þvi næst von- laust mál, aö koma fram fram- boði eða tryggja sér áhrif við stjörnarkjör. 1 fyrsta lagi eiga menn i höggi við samvalda kliku.sem þolir illa gagnrýni og hefur áður lagt sig alla fram um að hindra mótframboð gegn stjórninni. f öðru eru reglurnar slikar, að óbreyttir liðsmenn verða að safna hundruðum nafna i stjórn, varastjóm, trUnaðarmannaráð o.s.frv. auk meðmælenda. Þetta er ekkert áhlaupsverk, þegar félagsmenn eru dreifðirum alla vinnustaði borgarinnar. I þriðja lagi eru kosninga- reglurnar slikar, að sá aðilinn sem flest atkvæðin fær, fær alla stjórnarmennina kjörna. Minni- hlutinn færenga kjörna og hefur engináhrif. Þetta eru gjörsam- lega ólýðsæðislegar kosninga- aðferðir. Enginn mundi láta bjóða sér sli'kar kosningaað- feröir við almennar kosningar i landinu. En sU hreyfing, sem hefur á orði að hún berjist fyrst og fremst fyrir auknu lýðræði i landinu, hefur sjálf löghelgað kosningareglur, sem Utiloka minnihlutahópa og gulltryggja hagsmuni fámennishópa i stjórnum verkalýðsfélaga. Þetta vita Dagsbrúnarmenn mæta vel. Þess vegna er öldungaráðið sjálfkjOTið ár eftir ár, þrátt fyrir þá staðreynd, að óánægjan sýður og kraumar undir niðri. Þrátt fyrir þá staðreynd, að forystumennirnir slitna æ m eir Ur öllum tengslum við óbreytta félgsmenn. Þrátt fyrir þá staðreynd, að Dags- brUnarforystan þykir duglaus og stöðnuð. Gagnrýni Dagsbrúnar- mannanna á stjórn íélags sins ætti að vera fylgiskjal með frumvarpi Vilmundar Gylfa- sonar um nýtt vinnustaðaskipu- lag verkalýðshreyfingarinnar, næst þegar það verður lagt fram á Alþingi. Baráttan fyrir viiku lýðræöi innan verkalýðshreyf- ingarinnar er stórmál. Þá baráttu þarf að færa út á vinnu- staðina. Viö höfum ekki tima til að biða annan aldarfjórðung eftir því að svo sjálfsagöar umbætur nái fram að ganga. — JBH. SKYTTURNAR eftir Alexandre Dumas eldri 24. Herra de Tréville lagði af stað til Louvre ásamt kompánunum fjórum. En þegar þeir komu þangað fengu þeir þau óvæntu tiðindi, að kóngur hafði farið á hjartaveiðar i Saint-Germain skógi. De Tréville varð þungt i skapi við þessi tiðindi. — Hafði hans hátign ákveðiðað fara iþenna veiðitúr strax i gær? — Nei, yðar hávelborinheit, svaraði herbergisþjónn kóngs. Það var yfirveiöivörður- inn, sem kom i morgun, með fréttir af þvi aö hjartarslóð heföi fundist 1 skóginum. i fyrstu neitaði kóngur að fara á veiðar, en svo varð freistingin of mikil og hann fór af staö strax eftir morgunmat. — Hefur kardinálinn fengiðáheyrn hjá kóngi I dag? spurði herra de Tréville. — Já vissulega, þvi i morgun sá ég vagn hans náðar og það var sagt að hann ætlaði út til Saint-Germain. — Þá hefur hann orðið á undan okkur, sagöi de Tréville. Ég hitti kónginn á eftirmið- daginn, en hvað ykkur varðar herrar minir, myndi ég ekki ráðleggja ykkur að taka þá áhættu. Þetta var skynsamlegt ráð frá manni, sem þekkti kónginn vel. Fjórmenningarnir létu sér heldur ekki I hug koma aö mótmæla. Herra de TréviIIe skipaði þeim að fara heim og biða boöa frá sér þar. Þegar herra de Tréville kom heim I höll sina hafði hann þegar afráöiö, hvað hann ætl- aði að gera næst. Hann sendi þjón sinn til hallar herra de La Trémouille, meö bréf, en i bréfinu fór hann fram á að varðliði kardinálans yrði fjarlægður úr húsinu, og að þjónar húsbóndans fengju refsingu fyrir að hafa tekið þátt i árásum á skyttuliða. 25. La Trémouille hafði þegar fengiðað heyra hina hliðina af sögunni frá þjóni slnum, frænda Bernajoux. Þjónn herra de Tréville fékk þessvegna svarbréf til að fara með heim á leið, þar sem sagði aö hvorki herra de Tréville né skytturnar heföu nokkurn rétt til að leggja fram klögumál. Það heföi hann hinsvegar. Hann heföi það vegna þess, að skytturnar hefðu ráðist á þjóna hans og höfðu hótað að leggja eld að húsi hans. Til þess að málin drægjust ekki um of á langinn ákvaö herra de TréviIIe að heimsækja La TrémouiIIe sjálfur. Hann gekk til hallar hans og lét tilkynna komu slna. Herrarnir heilsuðu hvor öörum kurteislega, þvi þó þeir væru ekki vinir, báru þeir virðingu hvor fyrir öðrum. — Herra de La Trémouille, sagði de Tréville við höfum báöir fulla ástæðu til að vera óánægðir með þaösem gerst hefur, og þessvegna kem ég sjálfur, til að við getum sæst á málin sem fyrst. — Það væri mér mikil ánægja, svaraði La Trémouille, en ég verð aö segja yöur, að ég hef þegar fengið góðar upplýsingar um hvernig þetta mál kom til. Það eru skytturnar yðar, sem bera alla sökina. — Nú ætla ég að koma með uppástungu og ég veit aö þér eruð svo skynsamur og réttsýnn maður.að þér munið ekki neita aöreyna hana, sagði herra de Tréville. Hvern- ig hefur herra Bernajoux það, frændi þjóns yðar. — Hann hefur þaðekki gott, hann hefur fengið sverðstungu gegnum lungað. — Er hann meö meövitund? Já. — Getur hann talað? — Það er erfitt fyrir hann, en hann talar dálitið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.