Alþýðublaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 8
alþýöu-! blaðiö ' Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes GuOmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrföur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. . . Ritstjórn og auglýsingar eru aö Slöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 Bryndis Schram skrifar um leiklist: Glæsileg byrjun Leikfélag Reykjavikur frumsýnir Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Lýsing: Daniel Williamsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Aðstoðarleikstjóri: Ásdis Skúladóttir Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikfélag Reykjavikur byrjar leikárið aldeilis vel að þessu sinni. Jói, sem leit dagsins ljós siðastliðið laugardagskvöld, heillaði alla viðstadda og er vis til þess að eiga langt lif framl undan, Frá höfundarins hendi er Jói og allt hans skyldulið ein- staklega heillandi persónur, sem eiga samúð áhorfenda frá fyrstu kynnum. Þar aö auki fara leikendur Leikfélagsins á kostumog halda athyglinni vak- andi frá upphaíi til enda. Sagan af Jóa er dæmisaga Ur samfélagi manna. HUn er eigin- lega tviþætt. Annars vegar er það Jói sjálfur, stóra barnið, sem enginn hefur tima né rUm fyrir. Hins vegar er það Lóa, og barátta hennar fyrir sjálfstæðri tilveru. Saga Lóu og Jóa tvinn- ast saman og þá vakna spurn- ingar um eigingirni, metnað, sjálfsfórn, verkaskiptingu o.s.frv. Eins og höfundur segir sjálfur, þá bendir hann ekki á neina lausn. Hann tekur aðeins dæmi af vandamálum liðandi stundar, og siðan getum við sjálf dregið okkar ályktanir. Jói er yngstur af þremur syst- kinum. Elstur er Bjarni. Hann rekur eigið fyrirtæki, og gerir það gott. Á tvær lUxuskerrur og eitt lUxuskvendi. Hann er hið dæmigerða karlrembusvin, eigingjarn, tillitslaus og hroka- fullur. Næstelst er Lóa. HUn bætir það upp sem bróðurinn vantar. Gáfuð, skynsöm, örlát og elsku- full. HUn hefur lokið háskóla- námi og er á leið utan til frekara náms ásamt manni sinum, sem er myndlistarmaður. Jói rekur lestina. Hann heíur ekki átt þess kost að ganga menntaveginn, þvi að hann er öðruvisi en aðrir. Hann hefur þvi átt athvarf hjá foreldrum sinum, þ.e.a.s. móöur sinni, sem hefurfram tii þessa helgað lif sitt þessu vangefna barni. Faðirinn hætti i norrænu i há- skólanum á sinum tima og vinnur nú i Landsbankanum. Svo þegar mamma verður veik og fer á spitala, vaknar spurningin um, hver eigi að annast Jóa. Það kemur á dag- inn, að hver er sjálfum sér næstur, enginn vill fórna neinu, og Jóiersendur á hælið. Jafnvel Lóa, sem allir horfa vonaraug- um til, af þvi að hUn er kona, getur ekki neitað sér um aö vera eigingjörn. Hennar kvöl er r 4 ' \ 1 1 yl K >4 ’ mest, einmitt af þvi að hún er kona, sem er að rifa sig lausa Ur viðjum hefðarinnar. Kjartan Ragnarsson hefur oft fariö á kostum, en aldrei sem nú. Hann hefur náð sliku valdi að tækni leikritunar, að unun er á að horfa oe hlvða. Það er eins flg öll reynsla undanfarinna ára sé nU að skila sér i tæknilegum yfirburðum. Leikfléttan tvinn- ast og rofnar svo undurþýtt, samtöl eru einföld og hnitmiðuð, atburðarásin hröð og spenn- andi, hvergi dauður punktur. Kjartan hefur verið gagnrýndur fyrir að vera „sentimental”, en að þessu sinni sleppur hann fyrir horn. Það jaðrar við það istundum en þá er engu likara en leikstjórinn taki i hnakka- drambið á rithöfundinum og leiöi hann af þeirri braut. Það getur stundum farið illa, þegar höfundur og leikstjóri er einn og sami maðurinn, en i þetta sinn hefur Kjartan hitt beint i mark, og það verður ekki sagt annað, en að þeir bæti hvor annan upp, höfundur og leik- stjóri. Með sinni óþrjótandi hug- vitsemi tekst Steinþóri að koma öllu haganlega og smekklega fyrir á litla sviðinu, þannig að unnt er að nýta hvern blett. Og að vanda er lýsingin þægileg og hlutlaus. _X, Leikarar i Jóa eru sjö talsins, !7 og veröurekkiannað sagt en, að ÞEGAR SKYGGJATEKUR ER HÆPINN SPARNAÐUR ... aö kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LÍTIÐ. ||%F FERÐAR BOLABAS Nú er svo komið að íslenskir ávaxtainnflytjendur eru farn- ir aö stjórna stórviðskiptum þýskra fyrirtækja á þessu sviði. Sagt er að „mafian” is- lenska hafi komiö sér upp ein- kunnaroröunum, af ávöxtun um skuluð þér þekkja þá. „Þvi betur, sem ég kynnist mönnum, þvl vænna þykir mér um hundinn minn”. Þetta sagði Friðrik mikli PrUssakóngur í einu geövonskukastinu. Hann var að vísu ekki alltaf svona leiöinlegur. Það var ekki fyrr en hann varð tannlaus, sem hann varð svo mannfjandsamlegur. Þá varð hann að hætta að spila á flautuna sina, sem var aldeilis hræðilegt fyrir hann, og hirðina. En margir hafa gert saman- burö á hundum og mönnum, og yfirleitt reynt að vera frumlegir með þvi, að Urskurða hundana betri en menn. Þagall er ekki þeirrar skoðunar. í æsku var Þagall að visu einu sinni bitinn i slagsmálum við skólafélaga sinn. Enþað varlitið bit, og varla orð á því gerandi. Hinsvegar virðast hundar almennt hafa sterka þörf fyrirað bita Þagal. Þessvegna er Þagall litið fyrir hunda. hjónaba ndinu eins og finlegu blómi og vökva það með hrósi, skilningi og hlýju. Við getum taðað að okkur fólk á sama hátt og við temjum hundinn okkar. Við klöppum honum, gælum viðhann og hrósum þegar hann stendur sig vel og gætum þess að vera hlý- leg...” Svo mörg voru þau orð! Nú hefur Þagallaldrei átt hund, og veit ekki hvemig ætti að tem ja slíka skepnu. Samkvæmt þvi sem segir hér að ofan i tilvitnuninni, ætti hinsvegar að vera hægt aö nýta sér reynslu Ur hjónabandi, við hundauppeldi. Ef laða má að sérfólk, á sama hátt og hundur er taminn, hlýtur að mega temja hund ásamaháttog maður laðar fólk að sér. Það hlýtur að liggja i augum uppi. Þannig er hér þegar komið eitt gott ráð til þeirra, sem hyggjast fá sér hund I fram- tiðinni. Farið með hann eins og Manneldi, eða hundalíf? Astæöan fyrir þvi að Þagall gerir hér að umræöuefni saman- burö á hundum og mönnum, er greinarstúfur i Visi i gær, á blað- siðu 12, nánar til tekið, en þar er fjallað um hjónabandið. (Það skal tekið fram hér, að Þagall hyggst ekki gera samanburö á hjónabandi og hálsbandi hunda, slikur samanburður er auðvitað alis ekki samboðinn siðmenntuðu fólki.) t pistli þessum um hjónabandið og ráð til þess að það blessist, eru gefnar upp 10 meginreglur um það, hvernig ftílk skuli hegöa sér svo eilif ást og gott samlyndi sé tryggt. Þagall rak strax augun i boöorö númer 2, sem er þannig hijóöandi, í herrans nafni og fjörutíu: „Við verðum aö hlúa að hann væri maki yðar! Ef aöferöirnar eru þær sömu við hundauppeldi og sambúð fólks, ætti niðurstaðan augljós- lega að vera sú sama. Allavega virðist gengið Ut frá þvi, aö ekki sé margt ósvipað meðhundum og fólki. Þannig ætti maka- og hundauppeldi að leiða til nokkuð svipaörar niðurstöðu. Og þar fæð- ast aldeiiis ótrúlegar hugmyndir. Vel uppalinn eiginmaður gerir aldrei þarfir sinar inni við, heldur hleypur hann fram að Utidyrum þegar hann finnur þörfina, klórar i hurðina, og lltur biðjandi til eiginkonunnar. Hann jafnvel ýlfrar dálitið til að draga að sér athygli. Eiginkonan biður þar til komnar eru auglýsingar i sjón- varpinu, stendur síðan upp, og Boðorð hjónabandsins hleypir eiginmanninum ilt, og á meðan hann er að ljOka sér af, biður hún í gættinni, en hleypir honum siðan inn aftur. Viljasterkur eiginmaður hefur vaniö konu sina ákaflega vel. A hverjum morgni stekkur hún framUr rúminu, hleypur fram i forstofu, glefsar upp Moggann og hleypur með hann inni svefnher- bergi til mannsins. Þegar hann vaknarviðfyrirganginn.og fer að lesa Mogga, þá sætir hin vel vanda eiginkona færisá að sleikja á honum handarbakið. Hjtínin fara bæði saman Ut i göngutOr. Þegar þau koma niöur i Hljómskálagarð, fer eiginmaður- inn að æsast allur og iða. Hann linnir ekki látunum, fyrr en eigin- konan hefur þrifiö upp sprek, og hent þvi' langa leiö Ut i Tjörnína. Hann geltir hástöfum af hrifn- ingu, hendir sér til sunds og snýr aftur með sprekið á milli tann- anna. Þessileikur er endurtekinn nokkrum sinnum, en aö lokum þreytist eiginkonan á að leika við veluppalda eiginmanninn, snýr heim á leið og eiginmaðurinn heldur ldpulegur á eftir, með skottiö á milli lappanna. Honum er þó heimförin þvert um geð, og frameftir kvöldi má heyra eigirr konuna viljasterku kalla til vei- uppalda eiginmannsins: „kondu kallinn,kondu kondu.Kondu kall- inn....” Og þar skulum við skilja við þau. —Þagall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.