Alþýðublaðið - 28.10.1981, Side 8
alþýðu
■nRT.rr.j
Miðvikudagur 28. október 1981
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson.
Biaöamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson.
Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigríöur Guömundsdóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866.
Askriftarsíminn
er 81866
Ógnvekjandi niðurstöður
Alþjóða vinnumálastofn
unarinnar á heilsufari
kennara:
Fjórðungur
kennara
haldinn
streitu
Streita setur mark sitt á
heilsufar allt aö 25% kennara
samkvæmt upplýsingum frá
Svlþjóö, Bretlandi og Banda-
rikjunum. Þetta kemur fram i
nýrri rannsókn frá ILO,
(Alþjóöa vinnumálastofnunin i
Genf.)
í siðasta tölublaði Asgarös,
blaðs Bandalags starfsmanna
rikis og bæja er greint frá niður-
stöðum þessarar könnunar ILO
og skemmst frá sagt, eru niður-
stöður hreint ógnvekjandi fyrir
kennara og þá einnig nemendur.
Segir i niðurstöðum ILO, að
vaxandi streitueinkenni á
kennurum hafi vakið vaxandi
ugg jafnt i iðnrikjunum, sem og
I hinum vanþróuðu rikjum. Og
streitueinkennin taka til ófárra
þátta likamlegs og andlegs at-
gervis kennara. Helstu einkenn-
in eru þessi, samkvæmt skil-
greiningu ILO: Þreyta, von-
leysi, úrræðaleysi og tauga-
spenna. Likamlegar afleiðing-
ar, svo sem hækkaður blóðþrýs-
ingur, magasár, hjarta- og
nýrnasjúkdómar og hreýfi-
hamlandi truflanir. Mikil og
langvarandi streita getur leitt
til andlegra erfiðleika eins og
hræöslutilfinningar, þunglyndis
og annarra taugaveiklunarein-
kenna, auk drykkjusýki, ofnotk-
unar lyfja og jafnvel eitur-
lýfja.”
Segir og i niðurstöðum ILO,
að vegna þessa hafi fjarvistar-
dögum kennara fjölgað gifur-
lega og megi lika
vinnuandanum við
„uppgjafamóral” hjá
hermönnum i styrjöld.
Menn biöa nú spenntir eftir
setningarræöu Geirs Hallgrims-
sonar viö upphaf landsfundar
Sjálfstæöismanna á fimmtudag.
Varaformaður flokksins hefur
nefnilega marglýst því yfir að
hann gefi ekki kost á sér til end-
urkjörs. Þaö keraur þvi i hlut
Geirs flokksformanns, aö flytja
fráfarandi varaformanni hug-
heilar þakkir flokksforystunnar
fyrir vel unnin störf á liönu kjör-
timabili...
Sambandsþing Norrænu félaganna:
Vinabæjatengsl virkasti
þátturinn í starfseminni
Sambandsþing Norræna
félagsins var haldið f Munaöar-
nesi 10. og 11. október s.L Þetta
var i fyrsta sinn sem þingið er
haldiö utan Reykjavikur. Þaö
sóttu alls 59 fulltrúar frá félags-
deildum vi'ös vegar um landiö,
auk stjórnarmanna og ýmissa
gesta.
Formaður félagsins Hjálmar
Ölafsson, setti þingið með ræðu
og minntist Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, fyrrum forsætis-
ráðherra, sem látist hafði eftir
siöasta sambandsþing. Hann
var 16 ár formaður félagsins og
siðar heiðursfélagi.
Sam bandsstjórn hafði kjörið
Steindór Steindórsson, fyrrum
skólameistara heiðursfélaga og
afhenti formaður honum
heiðursskjal til staðfestingar.
Steindór var frumkvöðull að
stofnun Norræna félagsins á
Akureyri fyrir nær 50 árum og
hefur æ siðan starfað i Norræna
félaginu, oftast sem stjórnar-
maður.
Forsetar þingsins voru
kjörnir Hjálmar Ólafsson,
Kópavogi, Gylfi Þ. Gfslascm,
Reykjavik, Bárður Halldórsson,
Akureyriog ritarar þeir Hörður
Bergmann, Reykjavik og Stefán
Ólafsson, Mosfellssveit.
1 ýtarlegri skýrslu formanns
kom fram aö starfsemi Nor-
ræna félagsins siöustu 2 árin var
mjög fjölbreytt og fer sivax-
andi. Formannaráöstefnur voru
haldnar um land alit. Ferða-
starfsemi var með liku sniði og
áður, námskeið voru haldin
fyrir norðurhjarabúa og nor-
ræna málaársins var minnst á
viðeigandi hátt. Svæðaskrif-
stofa, sú fyrsta hér á landi, var
opnuð á Egilsstöðum og er von-
ast til að hún skili drjúgu starfi
á Austurlandi.
Jónas Eysteinsson, sem um
árabil hefur verið fram-
kvæmdastjóri félagsins, lét af
störfum i árslok 1980 og voru
honum þökkuð vel unnin störf i
þágu félagsins.
í skýrslum stjórnar félagsins
og deilda þess kom fram, að
vinabæjartengsl hafa verið
virkasti þátturinn i starfi Nor-
ræna félagsins, og á siðasta ári
hafa tengsl við Grænlendinga
aukist verulega. A Islandi eru
um 30 bæir með vinbæjartengsl
og alls á Norðurlöndum um 500
bæir.
Aberandi var hversu mikill
fjöldi ungs fólks sat þingið og
bendir það til þess að áhugi
yngra fólksins sé sist minni á
norrænu samstarfi en hinna
eldri.
A þessu þingi störfuðu nefndir
er fjölluðu um alla helstu þætti i
starfi félaganna og skiluðu þær
merkum tillögum um fjölmörg
mál. Má bar til nefna aukið
starf að æskulýðssamskiptum,
meiri samræmingu i vinabæja-
samstarfi og ferðaþjónustu
félagsins.
Þá var ákveðið að minnast 60
ára afmælis félagsins á næsta
ári á viöeigandi hátt og sömu-
leiðis að hefja undirbúning að
þátttöku i hátíðarhöldum á
Grænlandi f tilefni 1000 ára af-
mælis byggðar norrænna
manna þar.
Hjálmar ólafsson var ein-
róma ' endurkjörinn formaður
félagsins og aðrir i stjórn voru
ennfremur kosnir einum rómi,
þeir Gylfi Þ. Gislason varafor-
maður, Karl Jeppesen ritari,
Kristin Stefánsdóttir æskulýðs-
fulltrúi, en þau skipa fram-
kvæmdaráð félagsins, aðrir f
sambandsstjórn Þorvaldur Þor-
valdsson, Akranesi, Bárður
Halldórsson, Akureyri, Ólafur
Guðmundsson, Egilsstöðum, og
Grétar Unnsteinsson, Hvera-
gerði. 1 varastjórn eiga sæti,
Vilhjálmur Skúlason, Hafnar-
firði, Stefán Karlsson, Reykja-
vfk, Svava Storr, Reykjavik,
Kristjana Sigurðardóttir, Isa-
firði, Ami Sigurðsson, Blöndu-
ósi, Gunnar ólafsson, Nes-
kaupsstað og Eyjólfur ólafssön,
Grindavik. Vara æskulýðsfull-
trúi var kosin Friða Halldórs-
dóttir, Reykjavfk. Endurskoð-
endur voru kjörnir þeir úlfar
Sigurmundsson og Þór Vil-
hjálmsson og til vara Þórður
Magnússon og Arni Brynjólfs:-
son. J
A laugardagskvöld 10. okt.
sýndi norræni samstarfsráð-
herrann Friðjón Þórðarson og
kona hans Kristin Sigurðar-
dóttir Norræna félaginu þann
sóma að heimsækja Sambands-
þingið og bjóða þingfulltrúum til
kvöldveröar. Fluttihann snjalla
ræðu við það tækifæri.
Tveir forsetar þingsins, dr. Gylfi Þ. Gislason I ræðustól, og Hjálmar
Ólafsson situr við hlið hans.
A RATSJÁNNI
___ •
„Eins og þúsundir annarra
sjálfstæðismanna hef ég vaxandi
áhuggjur af þvi ástandi sem rikir
innan flokksins. Þar hafa main
verið dregnir i dilka og meðkosn-
ingu milli GeirsHallgrimssonar
og Pálm Jónssonar er enn einu-
sinni verið að stilla sjálfstæðis-
mönnum upp vig vegg, skipta
þeim i Geirsarm eða Gunnars-
arm”. Þetta segir Ellert B.
Schram, ritstjóri Visis i viðtali
viö það blað igær,en þar tilkynnti
Ellert, að hann ihugaði nú fram-
boð til formannsem bættis i
flokknum.
Ellert sagöi einnig: „Þetta er
sé ekki eini maðurinn i Sjálfstæð-
isflokknum, sem er heldur
óánægður með framvindu mála
innan flokksins siðustu ár. Segj-
um að einn af hverjum 10 sjálf-
stæðismönnum séu á móti báðum
örmunum. Segjum enn fremur,
að þessi hluti flokksmeðlima fái
þingstyrk i samræmi við fylgi sitt
innan ftokksins. Þá yrði um 90
fulltrúar á þinginu á móti bæði
Geir og Pálma. En þar sem slikir
fulltrúar eru á móti öllu tali um
arma og fylkingar innan flokks-
ins, geta þeir ekki kosið Ellert,
endur til þess háa embættis, Geir fordæmi sem Ellert gefur með þvi þá tilheyrðu þeir Ellertsarm-
Hallgrimsson, Pálmi Jónsson og framboöi sinu. Ef iandsfundur inum! Þessvegna yrðu þeir allir
93 formennskuframboð á lands-
fundi Sjálfstæðismanna
óþolandi ástand og Sjálfstæðis-
flokkurinn verður að brjótast út
úr þessari herkvi.”
Hann sagði einnig, að framboð
sittkæmitil greina „þó ekki væri
til annars en að leggja áherslu á,
að til er sjálfstæöisfólk sem unir
ekki lengur þvi ástandi að vera
flokkað i arma og striðandi fylk-
ingar.” Eins og menn muna ef-
laust hefur Pálmi Jónsson ráð-
herra landbúnaðarmála tilkynnt
aö hann verði i framboði til for-
mannsku, og ástæðan sem hann
gefurfyrirframboðisinu ersú,að
hann sjái ekki ástæðu til þess, að
Geir Hallgrimsson verði einn i
framboði til formennsku i flokkn-
um. Þannig eru nú þrir frambjóð-
Ellert B. Schram. Það ma-kileg-
asta viö þessa þrjá frambjóöend-
ur er liklega það, að tveir þeirra,
Pálmi og Ellert fara ekki i fram-
boð vegna þess, að þeir vilji verða
formenn! Onei, fjarri þvi. Pálmi
fer bara af þvi aö hann óttast að
Geir verði annars einmanna á
landsfundinum. Og Ellert fer
bara af þvi, að hann getur ekki
hugsað sér að verða talinn til
fylgismanna Geirs, eða Pálma.
Þetta er líklega i fyrsta sinn i ver-
aldarsögunni, sem tveir atvinnu
stjórnmálamenn fara i framboð
til sama embættis, án þess að
hafa minnst áhuga á þvi að vinna
kosningu.
Þaö er annars dulitið hættulegt
Sjálfstæðisslokksins á ekki að
verða þeim mun langdregnari og
kosningaprósessinn þeim mun
flóknari, er ráðlegt fyrir flokkinn
að finna einhverja nýja aðferð
fyrir þingfulltrúa til að lýsa yfir
hlutleysi si'nu.
Þvi, ef aöferð Ellerts verður of-
aná,og formannsframboð reynist
eina praktiska leiðin til að lýsa
yfir hlutleysi sinu, gætu for-
mannsframboðið á þinginu orðið
ansi hreint mörg.
Þagall hefur þaö eftir
áreiðanlegum heimildum, að rétt
til þingsetu hafi um 1200 manns,
en að ekki sé búist viö nema
um 900 fulltrúum. Það má ef-
laust reikna með þvi, að Ellert
sem einn að bjóða sig fram til for-
mennsku i flokknum. Þar með
væru framboöin orðin 93 talsins,
og þá fyrst yrði nú f jör i atkvæða-
greiðslu.
Ellert segir réttilega að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé i herkvi. Þar
má enginn maður svo hreyfa sig
eða ræða við annan, að þvi'sé ekki
slegiö upp á forsi'ðum dagblaöa.
Fyrir almenningi eru frásagnir
blaðanna af átökum innan flokks-
ins á við besta framhaldsefni i
sjónvarpi, eins og Dallas, t.d. Og
það eru litlar likur til þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn brjótist út
úr þeirri hverkvi i bráð! Ekki
einusinni leiftursókn myndi duga.
— Þagall