Alþýðublaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 2
2
AAiðvikudagur 9. desember 1981
—RITSTJÓRNARGREIN----------------------------------------
FALLANDI GENGI
Félag islenzkra iðnrekenda efndi s.l. föstudag til skyndiráöstefnu
um afkomu helztu greina iðnaðarins það sem af er árinu og um
horfurnar framundan. Það var vægast sagt fljót lesning og i litlu
samræmi við hátiðarræður stjórnmálamanna um iðnaðinn sem
vaxtarbrodd gróandi þjóðlifs á næstu áratugum. Veruleikinn birtist
i öfugu hlutfalli við óskhyggju og skrum hinna pólitisku valdhafa.
Niðurstöður sérstakrar úttakskönnunar um afkomu iðnfyrirtækja
eruþær, að á árinu 1980 nemur hallarekstur 6% af rekstartekjumað
jafnaði, ogum 8,7%á fyrrihluta þessa árs.
Hreinn hagnaður iðnfyrirtækja hefur farið minnkandi jafnt og
þéttá árunum 1971—1978, en eftir það hefur hann tekið hreina koll-
steypu niður á við. Afleiðingar hallarekstursins i ár birtast m.a. i
þvi, að fyrstu niu mánuði ársins jukust útlán bankakerfisins til
iðnaðar um 70%. Fyrirtækin reyna þannig að brúa greiðsluerfið-
leika vegna rýrnandi hagnaðar með bankalánum. Segja má að
greiðsluerfiðleikar fyrirtækjanna hafi verið fluttir inn I banka-
kerfið.Athyglisverter, að það eru ekki einungis viðskiptabankar og
sparisjóðir, seiji hafa aukið útlán sin til iðnaðar. Frá áramótum til
loka septembermánaðar jók Seðlabankinn endurkaup lána vegna
iðnaðar um 74%, en á tólf mánaða timabili frá október 1980 til sama
mánaðar 1981 var aukninginhvorki meira né minna en 96%.
Þ essar tölur gefa að sjálfsögðu sannari mynd af raunverulegri
kostnaðarverðbólgu i landinu heldur en hin margfalsaða fram-
færsluvisitala. Þessar tölur gefa einnig til kynna, hvert stefnir með
aukningu peningamagns I umferð, en tölur um það segja meira um
hina raunverulegu verðbólguundiröldu I hagkerfinu en flest annað.
Það litla sem áunnizt hefur f stjórn rikisfjármála, hefur aftur tapast
i stjórn peningamála.
Þá er ástæða til að spyrja, hvernig hag fyrirtækjanna væri komið,
ef verðtryggingarstefnan hefði ekki leitt til aukinnar sparifjár-
myndunar i bankakerfinu. En hallarekstur atvinnulifsins veröur
ekki til frambúðar leystur meö þvi að fyrirtækin gangi á eignir sinar
eða safni skuldum i bankakerfinu. Fyrirtæki sem þannig er ástatt
um eru ekki i stakk búin til þess að auka framleiðni, eða risa undir
vaxandi kaupmætti iauna og batnandi lifskjörum starfsmanna
sinna. Þess vegna er islenzkur iðnaöur láglaunaiðnaður. Einmitt
vegna þess aö honum eru búin lakari starfsskilyrði en flestum
öðrum atvinnugreinum I landinu, er hann illa samkeppnisfær á
vinnumarkaðnum um kaup og kjör.
Hvað hefur núv. rikisstjórn gert til þess að skapa iðnaðinum við-
unandi starfsskilyröi? Það er ótrúlegt en satt, að stjórnvöld hafa -
ekki einasta svikið öll loforð sins, sem gefin voru við inngönguna i
EFTA upp úr 1970, heldur beinslinis lagt stein i götu iðnfyrirtækj-
anna með ýmsum hætti.
Þegar lög um aðlögunargjaldrunnu út um s.l. áramót, lækkaði
verð margra innfluttra samkeppnisvara um 3%, og samkeppnis-
staða Islenzks iðnaðar versnaði sem þvi nam.
Þegar rikisstjórnin ábyrgðist sérstaka 5% hækkun viðmiöunar-
verös á fiskií verðjöfnunarsjóði á timabilinu janúar-mai, var reynt
að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslu án gengisbreytingar, en
sambærilegar ráðstafanir voru ekki gerðar vegna afkomu iðnaðar-
ins. Þaö þýddi, að á þessu timabili fékk fiskiðnaðurinn 5% meira
fyrir útflutning sinn ídollurum heldur en iðnaðurinn. Slikar ráðstaf-
anir, sem mismuna atvinnuvegum með þessum hætti, eru i raun og
veru ekkert annað en dulbúin gengisfelling.
Verðstöðvunrikisstjórnarinnar fyrri hluta ársins bitnaði þungt
á islenzkum fyrirtækjum og þjónustu, en ekki á innfluttum sam-
keppnisvörum.
1 efnahagsáætlun frá s.l. áramótum ákvað rikisstjórnin að
halda meðalgengi islenzku krónunnar óbreyttu fyrstu mánuði árs-
ins en á sama tima var gert ráð fyrir 40—50% innlendum kostnaðar-
hækkunum á ári.
Tekjur útflutningsiðnaðarins markast fyrst og fremst af gengis-
þróuninni. Það sem af er árinu hefur dollar hækkað i isl. krónum um
28,4%. Þýzka markið hefur hins vegar aðeins hækkað um 13%,
danska krónan um 8,5% og sterlingspundið um 2,2%. Tekjur útflutn-
ingsiðnaðar, sem eingöngu flytur út til Bandarikjanna, ráðast af
gengi dollars, en tekjur iðnfyrirtækja sem flytja út til meginlands-
ins, Bretlandseða Norðurlanda hafa goldið þessarar gengisþróunar
Evrópumynta.
Ef litið er á hækkun framleiðslukostnaðar innanlands blasa allt
aðrar tölur við. Kauptaxtar fram að samningum hækkuðu um 25,6%
á árinu, en lánskjaravisitalan hækkaöi um 41,7% til nóvemberloka.
Það hefur ekki litil áhrif á afkomu fyrirtækja, sem i vaxandi mæli
eru rekin með skuldasöfnun. Lánskjaravisitaian hefur hækkað
langt umfram gengishækkun dollarans á árinu. Allir kostnaðar-
þættir innlends iðnaðar hafa hækkað langt umfram hækkun þýzka
marksins. Afleiðingarnar koma fram { vaxandi hallarekstri og
skuldasöfnun, minnkandi markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði
og versnandi afkomu.
Þjóðhagsstofnun spáir nú 55% verðbólgu á næsta ári, mælt á
mælikvarða framfærsluvisitölu. Þá gerir hún ekki ráð fyrir neinum
grunnkaupshækkunum á árinu 1982, þrátt fyrir það að samningar
eru aftur lausir i vor og samningum við rikisstarfsmenn ólokið. 1
raun og veruer Þjóðhagsstofnun þess vegna að spá mun meiri verð-
bólgu. Hikisstjórnin er þess vegna aftur i nákvæmlega sömu
sporum og hún var fyrir s.l. áramót. Það sem hefur haldið henni á
floti hingað til er tvennt:
Litilþægni verkalýðsforystunnar, sem féllst á 7% kauprán
snemma á árinu, án nokkurrar tryggingar fyrir minnkandi verð-
bólgu á móti. Hinn bjarghringur rikisstjórnarinnar var styrking
dollarans. Áhrifin af þessu hvoru tveggja eru nú að fjara út. Verð-
bólgukollsteypan, sem leiðiraf gengisfeilingunni i nóv. s.l., visitölu-
hækkun launa 1. des., grunnkaupshækkuninni, búvöruverðshækk-
unum o.fl. skellur yfir með vaxandi þunga upp úr áramótum.
Undirstöðuatvinnuvegirnir eru reknir með bullandi halla og gengis-
skráningin er kolvitlaus. Innan rikisstjórnarinnar deila ráðherr-
arnir um það, hvort fylgja skuli stefnu Munchausens og lifa á gjald-
eyrisvarasjóðnum, eins og Svavar Gestsson leggur til, eða vega
aftur að visitölukerfi launa, eins og gert var i marz s.1., eins og
Framsóknarmenn ieggja til. Forsætisráðherra boðar hins vegar
kenningu sina um áframhaldandi falskt gengi, byggt á milli-
færslum. En hvaðan á að taka þá fjármuni? Þeirri spurningu
verður ekki svarað, fyrr en búið er að senda þingið heim, skv. hefð.
Þannig er komið „virðingu Alþingis”. —JBH
Þorvaldur
Guðmundsson
sjötugur
f svo kölluðu sviðsljósi eru á
hverjum tima fyrst og fremst
þeirsemgegna fwystuhlutverki
i stjórnmálum eða láta til sin
taka á ýmsum sviöum lista og
menningar. Stjórnmálamenn-
irnir móta söguna og örlög
þjóðarinnar að verulegu leyti.
Listamennimir auðga lif okkar
og leiða hugann að öðrum
verðmætum en þeim, sem lifs-
baráttan stendur um. Miklu
hljóðara er hirs vegar um at-
hafnamenninasem þó stjorna
þeim rekstri, sem vinnandi fólk
starfar við og skapar þá
velmegun er við njótum. Sem
betur fer virðist sá timi að
mestu liðinn, að dugmiklir
framkvæmdamenn séu litnir
hornauga og þeir taldir „óvinir
alþýðunnar”. Skilningur hefur
vaxið á þvi, hversu mikið er
undir þvi komið, að atvinnu-
rekstur sé I höndum hygginna
og dugmikilla forystumanna.
Störf slikra manna skila þjóöar-
búinu — og þá um leið okkur
öllum — ómældum hagsbótum. í
þessum efnum er stundum um
afrek að ræða, þótt ekki komist
þau i brennidepil fjölmiðla.
A fyrsta námsári minu i
Þýzkalandi, veturinn 1936—37,
frétti ég, að þar hefði árið áður
verið ungur maður, að nafni
Þorvaldur Guðmundsson, við
nám I niöursuðufræði og skyld-
um greinum, en þar var um
algera nýlundu að ræða i námi
íslendings. Þeir, sem höfðu
kynnst honum, bæði Islendingar
og Þjóðverjar, létu mikið af
dugnaði hans og áhuga. Að
loknu námi kom þessi ungi
maður á fót rækjuverksmiðju á
fsafirði, hinni fyrstu sinnar teg-
undar á islandi, hann varð for-
stjóri niðursuðuverksmiðju SIF
i Reykjavik 1937—1944 og
ráðunautur um stofnun margra
niðursuðuverksmiðja úti á
landsbyggðinni. Gerðist hann
þannig brautryðjandi á mik-
ilvægu sviði islenzks
sjávarútvegs.
En framkvæmdahugur hans
var meiri en svo, að hann léti
hér staðarnumið. Hann stofnaði
verzlunina Sild og fisk 1944 og
tiu árum siðar hóf hann svina-
búskap suður á Vatnsleysu-
strönd, þannig að hann gæti selt
sina eigin gæðavöru. Og enn var
atorka afgangs. Hann hóf veit-
ingarekstur I Þjóðleik-
húskjallaranum 1951, reisti
veitingahúsiö Lidó 1958, var
ráðunautur við byggingu
Bændahallarinnar og fyrsti
hóteistjóri Hótel Sögu. Það var
hann á árunum 1962—1964, en
ári slðar reisti hann sitt eigið
hótel, Hótel Holt.
Slik umsvif eins athafna-
mannseru með ólikindum. Ekki
gat hjá þvi farið, að honum yrðu
falin trúnaðarstörf i þágu
stéttarsinnar. Hann hefur verið
formaður Verzlunarráðs
Islands, i stjórn Verzlunar-
sp a r i s j óð s i n s , banka
ráði Verzlunarbankans og for-
maður þess, hann hefur verið i
stjórn Kaupmannasam taka
tslands, i stjórn Sambands
veitinga-og gistihúsaeigenda og
Vinnuveitendasambandsins.
Á þeim tólf árum, sem ég
gegndi starfi viðskiptaráðherra,
hlaut maður i'siikum trúnaöar-
stöðum að sjálfsögðu að eiga
margvisleg skipti við ráðuneyt-
ið. Samtöl við hann voru jafnan
stutt. Þótt um flókin og vanda-
söm viðfangsefni væri að ræða,
setti Þorvaldur Guðmundsson
ætið erindi sin fram i stuttu en
skýru máli. Og hann áttaði sig
jafnan á augabragði á svörum
og hvað i þeim fólst. Hann var
mjög hreinskiptinn, og orðum
hans mátti jafnan treysta.
En ég kynntist Þorvaldi
Guðmundssyni einnig persónu-
lega, utan heims viðskipta hans
og trúnaðarstarfa. Þau kynni
valda þvi,að ég hlýt að segja, að
sagan af ævintýralegum
viðskiptaferli hans og óteljandi
trúnaðarstörfum er þó ekki
nema hálf sagan af Þorvaldi
Guðmundssyni. Ég hélt á sinum
tima satt að segja, að ég hefði
lesið helztu ritverk Knut
Hamsuns með sæmilegum
skilningi og kynnst heiztu sögu-
persónum hans. En ég verð að
játa, aö ég hafði til dæmis alls
ekki áttað mig til fulls á Ágústi
Knut Hamsuns, fyrr en ég
heyrði Þorvald Guðmundsson
hafa yfir utanbókar heilu
kaflana Ur snilldarverkinu um
Agústog fara með ummæli hans
og tilsvör I sambandi við hittog
þetta, sem var að gerast i
samtimanum. Sannleikurinn er
sá, að Þorvaidur Guðmundsson
er óvenjulegur bók-
menntamaður. Það er skýr-
ingin á þeim skilningi, sem vinir
hans vita, að hann hefur á
vandamálum og leyndardómum
mannli'fsins. Af sama toga
spunninn er áhugi hans á
myndlist. Safn hans af
málverkum er liklega með
stærstu söfnum i eigu einstaks
manns á Islandi. Oghann hefur
ekki aðeins ætlað sjálfum sér og
vinum sinum að njóta þessara
listaverka. Þau hafa ætið prýtt
veitingasali þá, sem hann hefur
stjórnað, herbergi i hótelum og
skrifstofur fyrirtækja hans.
Þorvaldur Guðmundsson er
tvimælalaust i hópi merkustu
islendinga, sem lifað hafa og
starfað um miðbik þessarar
aldar. Hann er einn þeirra, sem
hafizt hefur af sjálfum sér.
Hann fæddist ekki með „silfur-
skeið i munninum”. En með at-
orku, dugnaði og hyggindum
hefur hann byggt upp stórveldi
á sviði islenzkra viðskipta,
gegnt með miklum sóma marg-
vislegum trúnaöarstörfum og
jafnframt verið trúr listamann-
inum i sjálfum sér, þótt hann
hafi látið sem minnst á honum
bera. Slikir menn eru óvenju-
legir. En þeir setja svip á
samtimann og söguna.
GylfiÞ.GIslason.
ERLEND SYRPA
Kafbátar í norskri landhelgi
Siðustu tiu ár hafa borist til
norskra stjórnvalda 170 tilkynn-
ingar um að sést hafi til ókenni-
legra skipaferða i nánd við
norsku ströndina, og er þá átt
við kafbáta.
Þó i mörgum tilfellum hafi
komið iljós, að ekki varum kaf-
báta að ræða, væri það alger
barnaskapur að efast um hvað i
raun er á seyði. Hér er um að
ræða skipulagða starfsemi i
þáátt, að kortleggja siglinga-
leiðirinn i firði, að herstöðvum,
könnun á hugsanlegum stöðum
fyrir tundurduflanet og hlust-
unardufl. Þetta segir Roy P.
Breivik, aðmiráll i norska flot-
anum. Hann segir, að skip-
stjórar á kafbátum austantjalds
rikjanna séu nú orðnir svo vanir
slikum ferðum að þær séu
næstum venjubundin fyrirbæri.
Breivik aðmiráll segir, að
norskar hersveitir hljóti þjálfun
i þvi hvernig á að bregðast við,
er erlendir kafbátar brjóta
landhelgi Noregs. Flotinn
heldur æfingar i slikum að-
gerðum og reglur sem mæla
fyrir um viðbrögð.eru strangar,
þar með talið reglur varðandi
beitingu vopna, tilþess að neyða
hinn ókunna kafbát upp á yfir-
borðið, eða ef þörf gerðist til að
sökkva honum.
En, þrátt fyrir margar til-
kynningar, hefur aldrei náðst i
erlendan kafbát innan norskrar
landhelgi. Breivik aðmiráll
segirþetta m.a. stafa af þvi, að
norsk landhelgi er mjög stór og
strandlengjan gifurleg sem og
því, að tækjabúnaður norska
flotans er takmarkaður. Þá er
norska ströndin mjög hentug
fyrir athafnir kafbáta. Eftirlits-
kerfi, sem fylgdist með ferðum
erlendra kafbáta um landhelg-
ina væri svo viðamikið og kostn-
aðarsamt, aö ekki kemur til
greina að koma þvi upp. Þar að
auki var allur tækjakostur flot-
ans keyptur og hannaður til að
gegna varnarhlutverki. Eins og
mál standa nú, getur ekkert
strandriki varið landhelgi sina
algerlega fyrir ágangi erlendra
kafbáta á friðartimum, sagði
aðmirállinn.