Vísir - 18.01.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 18.01.1969, Blaðsíða 8
goo VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóífsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aastof*arritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Nú er þeim skemmt Verkföll eru hafin og nú er stjórnarandstöðunni ( skemmt. Að þessu hefur hún unnið af fremsta megni. / Kommúnistar eru aldrei kátari en á verkfallstímum, / og þeim mun ánægðari eái þeir sem verkföllin eru )) víðtækari. Það er því skiljanlegt að Þjóðviljinn hneykslist á því, að önnur blöð skuli birta „yfirlætis- \\ lausar“ frásagnir um atvinnuástandið, að þau skuli (( ekki hlakka yfir ógæfunni eins og hann. En blöð ll stjórnarflokkanna hafa talið það viturlegri og þjóð- (l hollari leið, að vara við þeim hættum, sem verkföllin (i hafa í för með sér og brýna fyrir þjóðinni að standa // saman og leggjast á eitt með ríkisstjórninni og öllum ) ábyrgum öflum í landinu um að sigrast á þeim efna- ) hagserfiðleikum, sem nú er við að stríða. Þeir, sem \ nú boða til verkfalla, vita ofur vel, að þau eru ekki (' leiðin til þess að komast út úr ógöngunum. Þvert á ( móti eru þau líkleg til að stuðla mjög að því, að komm- / únistum verði að ósk sinni um upplausn og hrun at- ) vinnuveganna. \ íslenzka þjóðin hefur alið hættulegan snák við \ brjóst sér þar sem kommúnistaflokkurinn er. Áhrif ( hans til ills í þjóðfélaginu eru miklu meiri og víðtæk- í ari en margur hyggur. Margir, sem ekki telja sig / kommúnista og dettur aldrei í hug að greiða þeim at- ) kvæði, eru meira og minna gegnsýrðiFaf því eitri, sem \ forsprakkar kommúnista hafa verið að spúa í þjóðina \ sl. 30—40 ár. Þeim hefur haldizt uppi í skjóli málfrelsis ( og ritfrelsis, sem þeir sjálfir fyrirlíta og fótum troða ( manna mest, þegar þeir hafa náð völdum, að villa svo / um fyrir meginþorra launþega landsins, að hann læt- ) ur þá reka sig eins og blinda hjörð út í hverja ófær- \ una af annarri og virðist aldrei ætla að læra það af 11 reynslunni, að verið er að leika á hann og vinna gegn / hans eigin hagsmunum. Og þegar afleiðingarnar blasa ) við allra augum hverju sinni, lætur fjöldinn allur af \ þessu fólki kommúnista telja sér trú um að ófarirnar \ séu stjómarvöldum landsins að kenna. ( Viðreisnarstjórnin sagði þjóðinni strax í upphafi í valdaferils síns, að til þess að lækna mein efnahags- / lífsins varanlega yrði að ráða niðurlögum verðbólg- } unnar. Með þeirri stefnu, sem upp var tekin, var þetta \ hægt, ef þjóðin hefði viljað það sjálf. Henni var sagt \ nákvæmlega hvað þyrfti að gera, línan var mörkuð ( skýrt og fólkið þurfti aðeins að fara eftir henni. Engin ( stjóm, og allra sízt hér á íslandi — þar sem frelsið er ) meira en víðast hvar annars staðar — getur verndað ) afkomu þjóðar, sem ekki vill það sjálf, eða lætur \ óábyrg öfl leiða sig út í að vinna gegn eigin hags- \ munum. ( íslendingar hafa orðið fyrir miklum efnahagslegum // áföllum, sem enginn mannlegur má^tur gat afstýrt, en / í ofanálag eru þeir nú að súpa seyðið af hlýðni sinpi } við kommúnista og fylgifiska þeirra í Framsókn á } liðnum árum. \ V1SIR . Laugardagur 18. Januar iots. Rannsóknastöð í geimnum / sumum fréttum er talað um sovézkan stökkpall á leiö til tunglsins • í gær hófst þriöji sólarhring- urinn, sem sovézku geimfaramir fjórir höfðu verið samtímis á lofti. Þá vom þeir búnir að vinna það afrek, að samtengja geimförin, Sojus fjórða og Sojus fimmta, og tveir geimfaranna úr Sojusi fimmta svifið milli geim- faranna í klukkustund og farið í heimsókn til Sjatulovs, og voru geimförin samtengd (kúpluð saman) í 2>4 klsL Slíkt afrek sem þetta hefir aldrei verið unn- ið áður. 1 fréttum og fréttaaukum út- varpsstöðva hefir verið mikið um getgátur um hver tilgangur- inn sé með þessum seinustu geimferðum. Að sjálfsögðu vita menn nú, að auk þess sem í Sojusunum eru ýmis sjálfvirk rannsóknartæki var tilgangurinn að „kúpla saman“ geimförin og gera tilraun með að láta geimfarana svífa milli þeirra, og hefir hvort tveggja heppnazt með ágætum. En hver er tilgang urinn, ef horft er lepgra fr^rn? Það eru — og hafa raunar íengi verið — uppi getgátur um, aö fyrir Rússum vaki að hafa að staðaldri rannsóknastöð svífandi úti í geimnum, og stundum hef- ir þeim verið lýst sem „stökk- palli“ á leið til tunglsins. Og get- gátur hafa komið fram, að til- gangurinn kunni að vera hern- aðarlegur ekki síður en vísinda- legur, og augljóst virðist, að all- ar geimferöir kunni að hafa eitt- hvert hernaðargildi, og verður ekki fjölyrt meira um þetta at- riöi, þar sem fremur lítið er á því að byggja, sem um þetta hefir heyrzt, og er að því er virð- ist byggt á grunsemdum, og ekki þarf að taka fram, að von þjóð- anna er, að sú þekking, sem fæst verði eingöngu notuð í þágu þekkingarinnar og vísinda. Það var mikið afrek, sem bandarískir vísindamenn og geimfarar eiga heiðurinn af, af- rekið, sem unnið var f geimferð- inni um jólaleytið til tunglsins og kringum það og aftur til jarð ar. Um allan heim dást menn að þeirri nákvæmni, sem liggur til grundvallar, aö allt gengur eins og í sögu. Og menn dást að persónulegu hugrekki geimfar- anna, en úr því gera þeir lítið sjálfir. Oft er talaö um það f frétta- aukum hvorir séu nú komnir lengra, Bandaríkjamenn eða Rússar. 1 sumum seinustu frétta aukum eru Rússar nú taldir lengra komnir — jafnvel, að þeir séu 2 árum á undan. Aðrir segja, að áhöld séu um þaö, svo full- komin sé tæknin orðin hjá báð- um. — (Sjá myndir á 7. sfðu). Vladimir Sjatulov. Myndin tekín er hann var til heilbrigði- legrar skoðunar áður en honum var skotið á loft í Sojusi IV. Mlpuol Ckákþing Reykjavíkur 1969 hófst sunnudaginn 12. jan úar, meö þátttöku 73 skák- manna. í meistaraflokki eru keppendur 26, og er þeim skipt i 3 riðla, en tveir efstu menn í hverjum riöli tefla síöan til úr- slita. Riölaskipting meistara- flokks er þessi: 1. riöill: 1. Bragi Halldórsson 2. Jón Kristinsson 3. Magnús Gunnarsson 4. Harvey Georgs- son 5. Stefán Þormar 6. Andrés Fjeldsted 7. Benóný Benedikts son 8. Jóhannes Lárusson 9. Júlíus Friðjónsson. 2. riöill: 1. Sigurður Jónsson 2. Björn Þorsteinsson 3. Sigurður Kristjánsson 4. Kári Sólmund- arson 5. Björn Theodórsson 6. Frank Herlufsen 7. Heiöar Þórð- arson 8. Björn Jóhannesson 9. Ólafur H. Ólafsson. 3. riðill: 1. Björn Sigupjónsson Bragi Björnsson 3. Karl f/or- ieifsson 4. Jón Þ. Jónsson 5. Gylfi Magnússon 6. Gupnar Gunnarsson 7. Sigurður Herluf- sen 8. Benedikt Halldórsson. Á skákmótum bjóða 1. og síð asta umferð oft upp á óvænt úrslit. Sú varö og raunin nú. I 1. riöli vann Júlíus Jón Krist- insson og Harvey Benóný. í 2. riðli vann Sigurður Kristj ánsson Björn Jóhannesson og í 3. riðli vann Karl Þorleifsson Gunnar Gunnarsson. „Veikara" kynið á sinn full- trúa á mótinu. Er það Sjörn Kristjánsdóttir, systir Braga Kristjánssonar skákmeistara Reykjavíkur og teflir hún í 2. flokki. Björn Þorsteinsson lét lítt á sig fá þótt kollegar hans féllu unnvörpum í 1. umferö og vann öruggan sigur. Hvítt: Björn Þorsteinsson. Svart: Ólafur H. Ólafsson. Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. c3. Mora-gambiturinn, tilvalin byrjun fyrir sóknarskákmenn eins óg Bjöm. 4. ... d3. Venjulega er leikið 4. ... dxc 5 Rxc, en svartur óttast sóknarfæri hvíts og gefur peðiö til baka. 5. Bxd Rf6 6. o-o e5? Slæmur leikur, þar eö svart ur getur aldrei losað um sig með d6-d5. Bakstætt d-peðið á opinni línu hlýtur að verða svörtum fjötur um fót. Betra var 6......Rc6. 7. c4! Bg4 8. Rc3 Be7 9. h3 Bh5 10. Be3 o-o 11. g4 Bg6 12. Rh4 Fc6. \ Ekki dugar 12. ... Rxe 13. RxB RxR 14. RxBt 13. Rf5 BxR 14. exB Rd7. Eftir 14... d5 15. cxd Rxd RxR ÓxR 17. f6 og vinnur mann vegna hótunarinnar Bxh-f 15. Rd5 Bg5 16. Df3 BxB 17. fxB RÖ3 18. Bc2 f6. Svartur hefur stöðvaö lcóngs- sókn hvíts í bili, en veikleikinn á d6 verður honum erfiður. 19. V4 Rd7 20. Hadl Rb6 21. Bb3 KJh8 22. a3 RxR 23. HxR Re7 24. Hd2 Db6 25. Hfdl Rc8 26. Kf2 a5 27. c5! Þat meö er vöm svarts brot- in á i>ak aftur. 27 . . dxc 28. Hd7! Ha7 EP 28 ... axb 29. Hxb Da5 30. HlCl og svartur er vamarlaus. 2«. Dd5 h6 30. Hd8 HxH 31. Dxílf DxD 32. HxPt KH7 33- Bg^.f Kh8 34. Bf7t Gefið. Jóhann Sigurjónsaon. ................................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.