Vísir - 30.01.1969, Side 8
VISIR . Fimmtudagur 30. jannar xutnr.i
8
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó'.fsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Skjótar aðgerðir
Fyrir sjómannaverkfallið nam atvinnuleysið hér á
landi 3% af starfandi fólki. Fyrir sjómannaverkfallið
var atvinnuleysið orðið á að gizka 4%. Gera má ráð
fyrir að það hafi síðan aukizt upp í um það bil 6%
vegna verkfallsins. Þessi viðbót er tímabundin og
hverfur um leið og verkfallið leysist og fiskvinnslu-
stöðvarnar geta farið að ráða til sín fólk.
Þótt þriðjungur atvinnuleysisins stafi af ótímabæru
verkfalli farmanna og sjómanna og sé ekki til fram-
búðar, er þróun þessara mála samt mjög alvarleg.
Ekki sjást þess nein merki, að draga fari úr atvinnu-
leysinu. Það virðist fremur fara jafnt og þétt vax-
andi, enda er nú sá tírni ársins, sem verkefnin eru
jafnan minnst.
Alla tíð hefur það verið eitt af meginverkefnum
núverandi ríkisstjórnar að stuðla að fullri atvinnu.
Og upp á síðkastið hefur þetta verið meginverkefni
hennar. Margvíslegar ráðstafanir hafa verið gerðar
til að auka atvinnu. Veigamesta ráðstöfunin var geng-
islækkunin. Hlutverk hennar var að rétta atvinnu-
vegina úr kútnum og gera þeim kleift að þenjast út
og fjölga starfsliði sínu.
Kaldhæðnislegt er, að höfuðóvinir ríkisstjórnarinn-
ar í þessari baráttu hafa verið ýmsir verkalýðsleið-
togar, sem trúa pólitískum niðurrifsmönnum í blindni.
Kjarakröfur þeirra hafa verkað í þveröfuga átt og
stuðlað að samdrætti í atvinnulífinu og vaxandi at-
vinnuleysi. Þrátt fyrir gengislækkunina ríkir ekki
nægileg bjartsýni í atvinnuvegunum, einmitt vegna
óttans um kröfuhörku og verkföll næstu tvo mánuði.
Um þessar mundir beinist viðleitni ríkisstjórnar-
innar einkum að tveimur atriðum. Hið fyrra er að
stuðla að því, að stórauknu fjármagni sé veitt út í
bankakerfið sem eins konar almennri blóðgjöf til at-
vinnulífsins. Töluvert hefur verið rætt á opinberum
vettvangi í vetur um þetta atriði. Á sumum sviðum
hefur þetta þegar verið framkvæmt, og vonir standa
til, að hin sviðin geti fylgt fast á eftir.
Hitt atriðið er mest á oddinum þessa dagana vegna
funda avinnumálanefndanna. Það er útvegun 300
milljón króna til beinnar atvinnuaukningar um allt
land. Um allt land hafa verið stofnaðar nefndir til
þess að gera tillögur um notkun þessa fjár. Þær sitja
nú á fundum í Reykjavík til þess að ganga frá tillög-
um sínum. Gildi þessarar aðgerðar fer fyrst og fremst
eftir því, hve skynsamlega fénu er varið. Mikil ábyrgð
hvílir því á nefndarmönnum.
Þetta mál hefur gengið af undraverðum hraða, eins
og öllum er kunnugt, sem fylgjast með fréttum. Rík-
isstjórnin hefur keyrt það áfram hraðar en talið var
unnt. Það þarf enginn að efast um, að baráttan við
atvinnuleysið er helzta áhugamál stjórnarinnar um
þessar mundir. Og dæmin sýna, að enginn þarf að
efast um, að hún vinnur að því af krafti.
JOHNSON OG N9X0N
Myndin tekin 20. jan. úti fyrir dyrum Hlvíta hússins.
Nixon vill „nýja
— til lausnar deilum Israels og Arabar'ikja
□ Það er nú augljóst orðið, að Nixon Bandaríkjaforseti ætl-
ar sér ekki að fyigja óbreyttri stefnu Johnsons fv. forseta
og stjórnar hans varðandi ísrael og Arabaiönd, og hafa verið
dregin inn seglin, að þvi er varðar sum atriði í greinargerð
Johnsons, sem hann sendi sovétstjóminni áður en hann lét
af embætti, og var þar um að ræða svar við tillögum sovét-
stjórnar varðandi frið milli israels og Arabaríkja. Talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í fyrradag, að ofan-
nefnd greinargerð væri ekki „algerlega tæmandi yfirlýsing
um stefnu Bandaríkjanna í Austurlöndum nær.“
essi greinargerð Johnsons eða
boðskapur hefir ekki verið
birtur í Washington, en í blöðum
i löndum Araba er því haldið
fram, að Bandaríkjastjórn vilji
heildarsamkomulag til lausnar
öllum deiluatriðum, sem þessi
mál varða. Ennfremur hafði
Johnson hvatt sovétstjórnina til
þess að beita sér fyrir því, að
Arabar hætti að vinna hermdar
verk í ísrael.
Dean Rusk utanríkisráðherra
Johnsons sendi boðskapinn til
Moskvu 15. janúar, fimm dögum
áöur en Johnson lét af embætti
og Nixon settist í forsetastól.
Það er vitað mál, að arabísku
blöðin hafa sína vitneskju frá
sovézkum heimildum.
Hið hálf-opinbera málgagn í
Kairo A1 Ahram sakaði Banda
ríkjastjórn þegar um að hafa fall
izt algerlega á sjónarmið ísra-
els og hefði Johnson forseti með
þessari afstöðu móðgað Araba-
þjóðirnar „freklegar en nokkurn
tfma fyrr“.
Blaöið skýrði síðar frá þvi, að
Nixon forseti óskaði þess að
stjórn EgvDtalands liti ekki á
greinargerð Johnsons sem
tæmandi greinargerð um afstöðu
Bandaríkjanna“
Talsmaður bandaríska utanrik
isráðuneytisins sagði, að boð-
skapur Johnsons hefði verið „til-
raun“ til þess að svara „vissum
spurningum" sovétstjórnar, er
hún hefði lagt fyrir Bandaríkja-
stjórn. Greinargerðin næði því
aðeins til „vissra hliða" deilu-
málsins.
Nú er það kunnugt orðið að
Nixon forseti, sem hefir haft til
rækilegrar endurskoðunar
stefnu Bandaríkjanna varðandi
deilur ísraels og Arabaríkjanna
og ástand og horfur í Austur-
löndum nær yfirleitt, telur sig
ekki bundinn af áðurnefndri
greinargerð Johnsons.
Forsetinn boðaði á fundinum
með fréttamönnum, að öryggis-
ráð Bandaríkjanna myndi verja
öllum næstkomandi laugardegi
til þess að endurskoða allt varð
andi „alla möguleika“, sem fyrir
hendi væru til þátttöku i að
forustu"
draga úr þenslu á fyrmefndu
hnattsvæði.
Forsetinn gaf í skyn, að hugs-
anlega yrðu breytingar á stefnu
Bandaríkjanna er hann sagði, að
ný forusta væri nauðsynleg til
þess aö draga úr þenslu í
skiptum áðurnefndra þjóða.
Utanríkisráðuneytið vildi ekki
þegar í stað segja neitt um hvatn
ingu U Thants framkvæmdastj.
Sameinuðu þjóöanna til fjórveld
anna, Bretlands, Bandaríkjanna
Frakklands og Sovétríkjanna, að
ná samkomulagi um „grundvall
aratriði til þess að koma á friði
milli ísraels og Arabaríkjanna“
og leggja fyrir Öryggisráð SÞ,
er svo beitti áhrifum sínum til
þess með „siöferðilegum þunga“
að friður yrði saminn.
Bandaríkjastjórn hefir einnig
til athugunar tillögur frönsku
stjórnarinnar um þessi mál og
mun ekki svara þeim fyrr en
eftir laugardagsfundinn í ör-
yggisráði Bandaríkjanna, en það
er kunnugt, aö Johnson-stjórnin
ól sínar efasemdir varöandi til-
lögur Frakka um fjórveldafund.
Nixon hefir nú hvatt Israel til
þess að hefna ekki fyrir henging
arnar á 9 Gvöingum í Irak, þar
sem hefndaraðgeröir gætu leitt
til „sprengingar" með þeirri áf-
leiðingu, að „kjarnorkuveldin
stæðu andspænis hvert öðru.“
Hann varaði með öðrum
orðum við þvi að neitt væri gert
sem gæti ónýtt öll áform um
samkomulagsumleitanir. Aug-
Ijóst er, að Nixon vill hindra,
að starf „nýrrar forustu", ef
til kemur, verði unnið fyrir &g.
A. Th.
*