Vísir - 30.01.1969, Side 9
V í S IR . Fimmtudagur 30. janúar 1969.
— Hvemig hefur iönaðurinn
staðið i atvinnuuppbyggingunni?
— Fram hjá þeirri staöreynd
verður ekki gengið, aö það, sem
öðru fremur hefur ráöið upp-
byggingu iðnaðarins £ landinu,
hafa verið tímabundnar efna-
hagsaðstæður og ráðstafanir
stjómvalda i efnahagsmálum
auk styrjaldaráhrifa, þegar yfir
lengra tímabil er litiö.
Þannig hafa til dæmis skortur
erlends gjaldeyris, innflutnings
höft, stefna i tollamálum og fjár
festingarhömlur, sem verka
mjög mismunandi á einstakar at-
vinnugreinar, einkennt verulega
þróun þess iðnaðar, sem er að
finna í landinu í dag.
Nú í dag, þegar skilningur
virðist vera aö skapast á því, að
iönaðarins bíða vaxandi hlut-
verk í íslenzku atvinnulífi og
mönnum verður tíðrætt um iðn-
þróun, er nauösynlegt að gera
sér grein fyrir því. að það dug
ar ekkj lengur að láta tíma-
bundin viðhorf ráöa ferðinni.
— Hvemig skýrir þú þetta
títtnefnda hugtak, iðnþróun?
— Þessu vildi ég svara á þá
leið, að iðnþróun sé sköpun um
hverfis og atvinnuhátta, sem
miða að því að nýta á sem hag-
kvæmastan hátt þær aðstæður
og auðlindir, sem þjóöin hefur
yfir að ráða.
Iðnþróun kallar á hugsunar-
hátt og jarðveg, þar sem sinna
þarf mörgu í senn. Það er aö
vinna kröftuglega að öflun mark
aða, tilraunum og rannsóknum,
iönhönnun, eflingu stjómunar-
tækni og tæknimenntunar. Fyr-
ir hendi þarf aö vera fullkomin
iðnaöarstatistík, vinna þarf að
alhliða hagræðingu i atvinnu-
rekstrinum, byggja upp stöðlun
arkerfj fyrir framleiösluna, sjá
fyrir skynsamlegri löggjöf, m.a.
® VIÐTAL
DAGSINS
í tolla, skatta og verðlagsmálum,
sjá iðnaðinum fyrir fjármagni,
endurskoða skipulagsbyggingu
atvinnuveganna og umfram allt
má skeytingarleysi ekki ráða
um arðsemi þeirra verkefna,
sem ráðizt er í.
Hagnaður er mælikvarði
á getu stjómenda
— Telur þú, að oft hafi skort
á nægilegt tillit til arðsemissjón-
armiða?
- í starfsemi lánastofnana
hefur þess gætt átakanlega, að
enginn samræmdur mælikvarði
hefur verið lagður á þjóðhags-
legt arðsemisgildi nýrra fjár-
festinga, og kröfur um vandaðan
undirbúning fjárfestingarákvarð
ana hafa verið mjög takmarkað-
ar.
Sjálfvirk, lögbundin fjármiöl
un til forréttindaverkefna hefur
sljóvgað meðvitund þeirra, sem
fjármagni ráðstafa og reyndar
margra annarra um mikilvægi
þess að láta arðsemissjónarmið
ráða verkefnavali.
— Er það „ljótt“ að hagn-
ast?
— Sú ógæfa hefur hent is-
lenzkt þjóöfélag, að skilningur
á hlutverki og gildi hagnaðar í
atvinnurekstri hefur farið for
görðum. Hefur sú skoðun orö
ið ofan á, að hagnaður sé af
hinu vonda, afkvæmi brasks og
óheiðarleika. Afleiðing þessa
birtist meðal annars i skilnings
leysi á arösemi atvinnurekstr-
ar á öllum sviðum þjóðlífsins.
Án hagnaðar verður vöxtur fyr
irtækja hægfara og lítilmótleg-
ur, ef nokkur, framfarir drepn-
ar í dróma og fjárhagslegu sjálf
stæði stefnt í voða.
Hagnaöur er raunhæfur mæli
kvarði á getu stjómenda og
frammistöðu, jafnframt því að
vera vísbending um raunhæft
verkefnaval. Hagkerfi, sem af
neitar þessu hugtaki, má líkja
við skip án áttayita.
- Hvernig horfir fyrir iðnaöin
um eftir gengislækkunina og um
sókn um aðild að EFTA?
lagi. Það yrði iðnaðinum háska-
legast.
Um þessar mundir er inn-
ganga í EFTA ofarlega á baugi.
Of snemmt er aö dæma um
hver endanleg áhrif a íslenzkan
iðnaö hlytust af þátttöku, en
mér er ofarlega í huga, að sú aö
staða, sem þar með skapaSisí
til náins samstarfs íslenzkra
iðnfyrirtækja við til dæmis nor
ræn iðnfyrirtæki, bæöi á sviöi
framleiöslutækni og markaös-
mála, ættj að geta haft örvandi
áhrif á iðnað landsmanna.
— Þyrfti ekki aö vera meira
samstarf milli íslenzkra iðn-
fyrirtækja?
— ÞaÖ verður að viðurkenn
ast, að I ýmsum greinum iön-
aðar okkar hafa vaxið upp ó-
þarflega margar smáar rekstrar
einingar, sem erfitt munu eiga
um vik að keppa viö iönað
grannlandanna.
ísland er staðsett í miðju iðn-
þróaöasta hluta veraldar, og ég
álít, að vissar breytingar á
skipulagsbyggingu iðngreinanna
séu óumflýjanlegar ef þær eiga
að geta keppt á frjálsum
markaðsgrundvelli. Þetta kallar
á samstarf iönfyrirtækja í ríkum
mæli, sem verður að eiga sér
stað að frumkvæðj fyrirtækj-
anna sjálfra. I sumum tilvikum
væri beinlínis æskilegt að sam-
runi iönfyrirtækja ætti sér stað.
Þetta hafa verið viðbrögð hjá
grannþjóðum okkar, til dæmis
á Noröurlöndum, gagnvart
markaðsbandalögunum, og eru
fjöldamörg dæmi um slíkt hjá
frændþjóðum okkar.
Komum sterkari út
— Yrðu ekki grundvallar
breytingar óhjákvæmilegar, ef
við gengjum í Friverzlunarbanda
Iagið?
Það er augljóst mál, að
vissir erfiðleikar I sambandi við
aðlögun I þessum efnum munu
skapast um ófyrirsjáanlegan
tíma. Þaö er mitt álit, að fram
tíöarafkoma okkar í þessu
landi byggist á því, að okkur
takist að ganga í gegnum þetta
tímabil, þannig að við komum
sterkari út úr því en áöur.
— Aö Iokum, Sveinn.
— Ég geri mér grein fyrir því
erfiða ástandi, sei hefur skap-
azt í efnahags- og atvinnumál-
um okkar nú um stundarsakir.
Hins vegar má segja, aö ekk-
ert sé svo illt að ekki boði nokk
uö gott, og ég fæ ekkj betur séð
en þessar þrengingar muni
knýja okkur til að taka
upp nýjan hugsunarhátt á mörg
um sviðum þjóðlífsins. Hugs-
unarhátt sem muni leiöa til
meira raunsæis i verkefnavali
en áður og að hvers konar mis-
munur í vaxtarskilyrðum at-
vinnugreina muni þar með
hverfa úr sögunni.
er við Svein Björnsson,
framkvæmdastjóra
Iðnaðarmálastofnunar
Islands, um málefni
iðnaðarins
„Arðsemissjónarmið eiga
að ráða verkefnavali"
Gengislækkun stuðlar
að iðnþróun
Vart þarf að efast um, aö ís-
lendingar muni í vaxandi mæli
leitast við að fara inn á braut
iðnþróunar, en eins og nú er
ástatt í atvinnumálum, þarf aö
leggja meirj áherzlu á það en
□ Efling iðnaðarins er mjög á döfinni um þessar
mundir. Þegar síldarkúfurinn eyddist og gjaldeyr-
isstaðan hríðversnaði, rifjuðu menn upp nauðsyn
fjölbreyttara atvinnulífs, sem í vaxandi mæli
byggðist á iðnaði, stóriðju og ekki sízt ýmsum
smærri greinum.
□ Hvernig á að byggja upp iðnað framtíðarinnar?
í eftirfarandi viðtali við Svein Björnsson, sem segja
má að hafi allsherjar-yfirsýn yfir vandamál þess-
arar greinar, koma fram ýmis atriði, sem gefa þarf
gaum.
Sveinn Björnsson.
nokkru sinni, að vel sé vandað
til verkefnavals og hvers kon-
ar framkvæmdir verði undir-
búnar af kostgæfni, bæði hvað
varðar tæknilegan og rekstrar-
legan grundvöll.
Gengislækkunin hefur að
mínu áliti, ef rétt er á haldið
skapað jákvæð viðhorf fyrir iðn
þróun, en allt er undir þvi kom-
ið aö ekki sæki i sama horfið
aftur og raungengi færist úr