Vísir - 11.03.1969, Blaðsíða 2
VlSIR . Þriðjudagur 11. marz 1969.
jT
Stærsta iþróttakeppni á Islanai
lætur ekki mikið yfir sér
• Fjölmennasta íþrótta-
keppni hér á landi fer fram
svo til I kyrrþey. íþrðttasíður
blaðanna láta ekkert heyra
frá sér um keppnina, og á-
horfendur mæta ekki til að
horfa á þessa keppni. En
hvers vegna? Jú, svarið er
einfalt, því að hér er keppt á
fjölmörgum „vígstöðvum“. —
Það eru þau yngstu, sem
keppa, framtíðin í íþróttalíf-
inu.
Þríþraut Æskunnar og FRÍ er
að veröa umfangsmikið fyrir-
tæki, líkast snjóbolta sem velt
er á undan sér, keppnin stækk
ar í sifellu og í síðustu þrí-
þraut voru keppendur 500 fleiri
en þar á undan að því er Sig-
uröur Helgason, form. útbreiðslu
nefndar FRÍ tjáir blaðinu. —
Mimar þar mest um framlag
Reykjavíkuræskunnar, en 2392
böm í höfuðborginni tóku þátt
eða þúsund fleiri en áður. —
Hins vegar mmnkaði nokkuö
þáttaka utan Reykjavíkur. Ekki
gat Sigurður um heildarfjölda
þátttakenda, en hann mun vera
um eða yfir 5000.
Athyglisvert er að árangur
var nú betri en áður í 5 flokkum
af 6, árangur einstaklinga at-
hyglisverður og greinilegt að
nóg er af efniviðnum. Nú er það
bara forystunnar aö vinna úr
honum.
1 næsta blaði Æskunnar, marz
heftinu, veröur getið um úrslit
keppninnar, en 6 þeir beztu í
hverjiun flokki hafa áunnið sér
rétt til að komast í úrslita-
keppnina á Laugarvatni í júni
og júlí.
JLofÚaulLt pakka öMum piLm,
sam síðasttu)Lnn aídatfjóidang-
oaLttu ááíaMnatLÍ hass
Xí 'Ví.
ÉáMM^LjaguiLnn
*Jö. mats, 1QÓ9,8
'■ ..... . / / ^ g
'\:'í # rí-.
mmm^SmaL flí k
,.V V.
:f' %
,vv. .*»' »v .»««v«v«v<rf
.V >• jF •» ;f»**»««».V»
fLmmtagsafímazÍLsLns
10. mat& 199*1-,
o&tdL aLnnLg ífáft a2 njóta.
Skíðalandsmótið á ísafirði
# Að sögn Sigurlaugs Þor-
kelssonar, blaðafulltrúa Eim
skips hafa eftirspum og pant-
anlr á farmiðum með Gullfossi
á skíðavikuna á ísafirði um pásk
ana verið mjög miklar.
• Sigurlaugur sagði að nú
væri aðeins mjög lítið eftir af
farmiðum og kvaðst hann bú-
ast við að senn yrði uppselt í
ferðina, sem er hugsuð sem eins-
konar tilraun félagsins í þessa
átt.
• Myndin sem hér fylgir er
af einum skiðakappanum,
sem eflaust á eftir að láta mikið
aö sér kveða á ísafirði um pásk-
ana, ívari Sigmundssyni frá
Akureyri.
ísland með í HM í
körfulcnattleik í maí
Lendir i riBli með Tékkum, A-Þjóðverjum,
Svium og Dönum
■ Stjóm Körfuknattleikssam-
bands Islands hefur nú tekið
endaniega ákvörðun um þátt-
töku landsliðsins í EM ’69, sem
fram fer í Svíþjóð 9.-13. maí
næstkomandi.
Liðin, sem leika með íslandi í
riðli, verða Tékkóslóvakía, Austur
Þýzkaland, Svíþjóð og Danmörk.
Aðeins tvö af þessum iiðum munu
halda áfram í aðalkeppnina á Ítalíu
í september, þar sem 16 lið munu
keppa til úrslita, þ.á.m. Rússar,
núverandi Evrópumeistarar Venj-
an mun vera sú, að raða þannig
niður í riðla, að í það minnsta tvö
sterk lið lendi f hverjum, sem á
að fyrirbyggja að veikari liðin kom
ist í aðalkeppnina.
Má gera ráð fyrir að Tékkar og
Austur-Þjóðverjar séu sigurstrang
legastir f þessum riðli, en Tékkar
urðu í 2. sæti f sfðustu Evrópu
meistarakeppni töpuðu aðeins úr-
slitaleiknum gegn Rússum með fá-
um stigum. Austur-Þjóðverjar eru
einnig mjög sterkir, og hafa lengi
verið f fremstu röð körfuknattleiks
manna í Evrópu. Svíar eru nokkuð
þekkt stærð, því landslið okkar hef
ur oft elt við þá grátt silfur á
síðustu árum, en ekki tekizt enn
að sigra þá. Danir reyndust ofjarl
ar okkar í tveim fyrstu landsleikj-
unum, en síðan 1962 hefur ís-
lenzka liðið ekki tapað leik gegn
þeim, þótt oft hafi verið mjótt á
mununum
Landsliösnefnd KKÍ hefur valið
20 menn til landsliðsæfinga fyrir
þessa keppni, en auk þeirra eru
nokkrir leikmenn úti á landi, sem
ekki hafa tök á að mæta á lands-
liðsæfingar, menn eins og Guttorm
ur Ólafsson, Einar Bollason og e.t.v.
fleiri. Eins og útlitið er í dag verð
ur liðið að sjá á bak nokkrum af
sínum beztu mönnum, því Hjörtur
Hansson, Birgir Jakobsson, Agnar
Friðriksson, Jón Sigurösson og
Sigmar Karlsson eru allir í erfiðu
námi og prófum á þessum tíma, og
verða líklega að sitja heima. Lið-
ið æfir enn sem komið er ekki nema
einu sinni í viku, en strax að loknu
íslandsmótj veröa æfingar hafnar
af fullum krafti. Landsliösþjálfari
er Guðmundur Þorsteinsson.
Sterkar líkur eru fyrir þvi, að
liðið leiki einn leik gegn Skotum
í útieiðinni, en þeir eru í örri fram
för í körfunni. Ætti það að veröa
góð upphitun fyrir liðið fyrir átökin
í Svíþjóð, og taka mesta glímu-
skjálftann úr liðinu.
íslenzka liðiö hefur átt gott ár,
sigrar gegn Dönum, Norðmönnum
og Sparta Prag. og góðir leikir gegn
Finnum og Gillettemönnum. Má
segja að liðið sé í stöðugri fram-
för enda getum við státað af
nokkrum beztu körfuknattleiks-
mönnum á Norðurlöndum og þótt
víðar væri leitað, og er sigurinn
gaen Sparta gott dæmi um hvað
í liöinu býr, þegar það fær að
reyna sig.
Liðið mun halda utan í kring
um 5. mai, en keppnin hefst þann
9., eins og fyrr segir.