Vísir


Vísir - 27.06.1969, Qupperneq 6

Vísir - 27.06.1969, Qupperneq 6
6 VÍSIR . Föstudagur 27. júní 1969. Færeyski útvarpskórinn er í heimsókn á Islandi þessa dagana. Mun kórinn syngja á ýmsum stöðum næstu daga, — og eftir hið langa sumarfrí sjónvarpsins er væntanleg dagskrá með kórnum, en upptaka fór fram í gær. Draion glujjgatjöld og dúkar frá Gefiun. dralon Alstaöar getið þér fengið glugga- tjöld og dúka úr dralon með hin- um framúrskarandi eiginleikum, sem allir þekkja! Með dralon — úrvals trefjaefninu frá Bayer — veit maður hvað maö- ur fær... Gæði fyrir alla pening- ana. dralon BAYER Úrvals trefjaefni ■ „Hver á landgrunnið?" Það er spurning sem er mjög erfitt að fá einhlítt svar við. Á morgun kl. 17.15 flytur Edvard HambrQ. am- bassador Noregs hjá S.Þ. fvnrlest- ur um þetta efni í Sigtúni og er öll- um heimill aðgangur. Hambro er 57 ára gamall doktor f lögum og á j að baki litríkan feril. Veitti hann m.a. lögfræðideild S.Þ. forstöðu í London árin 1945—’46. Hefur nafn hans mjög verið nefnt að und anfömu í sambandi við val á næsta forseta Allsherjarþingsins. Fyrirlest ur Hambros verður fluttur á norsku. ■ „Algjört neyðarástand rikir í [ húsn.málum skólans" segja forráða menn Matsveina- og veitingaþjóna- skólans. Skólinn er enn í húsnæði . Sjómannaskólans, hefur 4 kennslu [stofur, sem hvergi nærri fullnægja | kröfum tímans. Á síðasta þingi var samþykkt heimild fyrir rfkisstjóm ina að útvega nýtt húsnæði, en ekk- ert hefur þó gerzt enn í málmu. ■ Lokatölur em komnar frá Hag- stofunni um mannfjölda á landinu 1. des. 1968. AIls voru íslendingar '202.191 talsins. Af þessum fjölda bjuggu 57.275 í kaupstöðum, 81. 026 f Reykjavík og 63.890 í sýslum. í Stór-Reykjavfk býr liðlega heim- ingur landsmanna, eða 105.826. Kópavogur er næststærsti bær landsins með 10.887 íbúa. Akur- eyri 10.355 fbúa, Hafnarfjörður með 9.334, Keflavík 5500. Vestmanna- eyjar 5034. H Nú em Isfirðingar komnir með sjálfvirka sambandið og sömuleiðis Hnffsdælingar og 14 af 21 sveita- síma við ísafjörð. Sé hringt frá Reykjavík eða öðrum stöðum til ísafjarðar er fyrst valið númerið 94 en síðan númer notendanna, sem eru á sviðinu frá 3000 til 3799. — Notendur em 742. ■ Undanfarið ár hefur dr. Bragi Jósepsson, ásamt fimm öðrum mönnum, sem sérstaka þekkingu hafa á fræðslulögum Norðurianda verið að vinna að samanburðar- rannsóknum á fræðslulögum Norð urlanda. í sambandi við þessar rann sóknir hafa sérstakir umræðufund ir verið haldnir f Noregi og Finn- landi. Fundir með svipuðum hætti vom haldnir f Stokkhölmi dagana 9, —10. júní, í Kaupmannahöfn 12. — 14. júní og í Reykjavík 18.—20. júní. ■ Islenzkir kristniboðar starfa víða um lönd. 1 nýútkomnu hefti Bjarma segir frá fsi. kristniboðum, og hvar þeir starfa. Segir þar að Björg og Haraldur Ólafsson séu í Noregi en þau hjón hafa starfaö í Suður-Eþiópiu. Unnf og Helgi Hróbjartsson em staðsett f nýrri kristniboðsstöð sem Norðmenn em að reisa í Waddera, Margrét og Benedikt Jasonarson em á 4 mán. málanámskeiði í Gidole, þar sem Benedikt verður skólastjóri við Biblíuskólann. Símonetta Bmvik verður og f málanámi, en tekur síðan við starfi á sjúkrahúsinu í Gidole, þar sem Jóhannes Ólafs- son og Áslaug kona hans starfa. Ingunn Gfsladóttir hefur verið starf andi við þetta sjúkrahús í Eþfópíu, en mun senn hefja starf f sjúkra- skýlinu í Konsó þar sem hún hef- ur verið forstöðukona. B Ljóðasamkeppni hefur verið auglýst af Æskulýðssambandi kirkj unnar f Hólastifti. Á ljóðið að vera vel falliö til söngs á fundum krist- innar æsku. Ljóðin eiga að sendast í pósthólf 196 á Akureyri til stjómar ÆSK. H í sambandi við 25 ára afmæli b'ðveldisins bámst forseta íslands heillaóskaskeyti frá 28 þjóðhöfð- ingjum hvaðanæva að, — einkum frá Evrópulöndum, þjóðhöfðingjar 20 landa f Evrópu sendu heillaósk- ir, en löndin munu vera 26.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.