Vísir - 27.06.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 27.06.1969, Blaðsíða 8
3 i= V í S IR . Föstudagur 27. júní 1969. Otgeíandi ReyKjaprent h.l. Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjólfssot! Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jðn Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingar; Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 145.00 * mánuði innanlands I lausasölu kr 10.00 eintakið prentsmiðja Visis — Edda h.f. Leit oð verðmætum j fyrradag var sagt frá því hér í blaðinu, að athuganir færu nú fram um útflutning á vikri úr Þjórsárdal fyr- ir enskan og þýzkan byggingariðnað. Ef úr því yrði, mundi Hekla gamla loks fá tækifæri til að bæta nokkilð fyrir þann óskunda, sem hún hefur um ald- irnar gert í umhverfi sínu. En allur vikur í Þjórsár- dal er frá henni kominn og hefur nú um nærfellt 900 ár hulið landsvæði, þar sem áður var blómleg byggð. Vikurmagnið þarna er gífurlega mikið, allt að tíu metra þykkt eða meira. Sama dag var einnig skýrt frá því, að víðtæk leit að verðmætum í jörðu færi fram, svo sem málmleit austur í Lóni o.fl. Nokkur skriður hefur komizt á slíkar athuganir og rannsóknir upp á síðkastið, og er það vel. Það er hvergi nærri fullkannað, hvað leynast kann af verðmætum efnum hér í jörðu og hvaða þýð- ingu það gæti haft fyrir afkomu þjóðarinnar í fram- tíðinni, ef jákvæður árangur yrði af þessari leit. Nú síðustu árin hafa oft komið fram raddir um það, að við þyrftum að verja miklu meira fé en nú er gert til slíkra rannsókna. Það ' om því óneitanlega spánskt fyrir, þegar Tíminn hafði það um daginn eftir einum helzta efnahagssérfræðingi Framsóknar, að verið væri að eyða fé í óskipulagðar athuganir og leit að einhverjum ímynduðum verðmætum í stað þess að einbeita sér að uppbyggingu sjávarútvegs og landbún- aðar. Er ósennilegt að flokksbróðir hans, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, sé honum sammála um þetta. Enginn neitar því, að efla þurfi sjávarútveginn og auka fjölbreytni þeirrar fram- leiðslu. Hún hefur verið okkar aðalgjaldeyrislind og verður það enn a.m.k. um langa framtíð. Landbúnað- urinn hefur einnig sínu hlutverki að gegna og verð- ur að halda velli. En ekki má gleyma iðnaðinum, sem framfleytir svo stórum og vaxandi hópi landsmanna. Og jákvæður árangur fyrrnefndra rannsókna gæti einmitt orðið grundvöllur að stofnun nýrra iðngreina, sem veittu mörgum atvinnu. Og sumar þeirra yrðu meira og minna í tengslum við sjávarútveg og land- búnað og myndu þannig auka fjölbreytni þeirra. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, og er ekki seinna vænna, að einhvern veginn verður að tryggja þeim fjölmenna hópi, sem bætist á vinnu- markaðinn næstu árin, atvinnu og viðunandi afkomu- möguleika. Þeir sem gerst mega vita um þróunina á komandi áratugum segja, að hvorki sjávarútvegur- inn né landbúnaðurinn geti að óbreyttu tekið við telj- andi aukningu á vinnuafli frá því sem nú er. Það er því iðnaðurinn, sem við verðum að treysta á og efla að fjölbteytni og framleiðni, og að því er m.a. stefnt með þeim rannsóknum og athugunum, sem verið er að framkvæma á þeim verðmætum, sem til kunna að vera ónýtt í skauti jarðar og hafinu umhverfis landið. Framtíðin á vonandi eftir að leiða í ljós, að sumt af þeim störfum er ekki unnið fyrir gýg. ÉTA ÞEÍRmTTINN Tjá er nú loksins að hefjast brottíflutningur bandarísks herliðs frá Víetnam. Nixon forseti hefur tilkynnt, að 25 þús- und hermenn af 537 þúsund, sem nú eru staðsettir þar, verði fluttir burt fyrir ágúst-lok. Með þessu vill hann sýna samningamönnum kommúnista á Parísarfundinum „einlægan vilja“ til að koma á friði í hinu striðshrjáða landi. Jafnframt heldur hann því fram, að nú sé komið að kommúnistum að leika næsta leik og sýna sinn vilja með því að kippa einhverjum hluta af innrásarliði sínu frá Suður-Víetnam eöa draga úr vopnafkitningum þangað. En kommúnistar sýna engan lit, þéir aöeins bíða og þver- skallast. Þeir kalla tilkynningu Nixons einungis „auövirðilegt áróðursbragð" og láta sem þeim liggi ekkert á, þeir skuli bíða endalaust, þangað til Banda- rlkjamenn kalla meira herlið héim, þangað til hver bandarlsk- ur soldáti ér fluttur heim. Þá ímynda þeir sér að lokasigur kommúnismans I styrjöldinni sé viss, þarmeð hafi þessi góm- sæta terta verið lögð á þeirra disk og eftir muni fylgja ekki aðeins Víetnam, heldur margur stærri og gómsætari biti, Síam, Malakkaskagi og hver veit nema þá langi líka til að gleypa Burma og sjálft Indland. Ekkert liggur á, segja komm- únistar, viö getum beðið, við höfum tímann og framtíðina fyrir okkur. /'kneitanlega virðast hin banda- rísku yfirvöld nú „éta hatt- inn sinn“ ofan I margar fyrri yfirlýsingar, um að þeir skyldu vinna sigur I Vietnamstyrjöld- inni, margar háleitar og hátt- stemmdar upphrópanir um að þeir myndu til eilífðamóns verja smáþjóðina gegn hemaðarlegu ofbeldi kommúnista og þar fram eftir götunum, í fyrstu þóttust þeir aldrei skyldu hætta loftá- rásum á Norður-Víetnam fyrr en kommúnistar sýndu samkomu- lagsvilja, síðan þóttust þeir aldrei myndu setjast að samn- ingaborði í París fyrr en komm- únistar sýndu samkomulagsvilja og enn síðar þóttust þeir aldrei myndu fækka um einn einasta hermann fyrr en kommúnistar sýndu einhvern vott af sam- komulagsvilja. Nú eru þeir búnir að gera þetta allt, éta það allt ofan I sig, já éta bæði hatta og skó og vasaklúta og sokka ofan I sig öfuga og láta þó ekkert á sér sjá að þeim sé hið minnsta bumbult, án þess að kommún- istar hafi látið f nokkru undan. Það er ekki hægt að neita þvl að mönnum verður starsýnt á þessa frammistöðu. Er þetta stórveldið sem hefur ætlað sér að vera ægiskjöldur, vernd og skjól hinna fátæku smáþjóða. Og menn spyrja — hvað er nú héðan í frá að reiða sig á loforð og varnarsamninga Bandaríkja- manna? Kemur nýr forseti I þvfsa lar.di og hann ógildir eftir geðþótta fyrri loforð og skuldbindingar. Það er nú mikiö um það talað, að með þessum atburðum séu Bandaríkjamenn að flýja eins og halaklipptir rakkar af hólmL Að nokkru leyti sannast kímnisög- ur Kínverja um að Bandaríkin séu stór og hræðilegur „papp- írs“dreki. Því að sannleikurinn er sá að Bandaríkjamenn hafa beðið ósigur með vissum hætti heima fyrir. Þeir hafa ekki þol- að á heimavígstöðum sínum það álag sem fylgir mannfalli. John- son forseti var rúinn trausti og stuöningi meðal annars vegna mannfallsskýrslnanna frá Víet- nam. Nixon óttast að hið sama kunnl að koma fyrir hann. Að vísu hefur hann fengið nokk- urra mánaða frest meðan hann var að koma sér fyrir I embætti, en ýmis merkj eru um það, aö sama ólgan sé að blossa upp. Þannig verður sjálft stórveldið ekki fært um að gegna skuld- bindingum sínum. Bandarískur almenningur hefur enn sem fyrrsömu tilhneiginguna til aö Nixon forseti kallar 25 þúsund menn heim frá Víetnam. einangra sig og reyna að losna undan slnum alþjóðlegu skuld- bindingum, hvað varðar járn- brautarstarfsmanninn I Ohio um hvað er að gerast austur f Saigon, suöur I Lima eöa á bökk- um Saxelfar? Eftir reynsluna af smástyrjöldinni I Víetnam er ennþá ólíklegra en áður að valdhafamir I Washington þori að hreyfa hönd né fót, þó kommúnisminn trampi undir sig fátækar þjóðir. ^ meðan heldur spilið á ráð- stefnunni I París áfram, og þó er það ekki frekar en annaö spil svo einfalt, að annar sþilar- inn taki alla slagina í alslemmu. Því að svo einkennilega vill til, aö á sama tíma og Banda- ríkjamenn hafa tapað stríðinu á vígstöðvunum heima I Banda- ríkjunum, hefur þeim aftur á móti gengið spilið miklu betur á sjálfum vígvellinum austur I Víetnam. Og það er kannski ein ástæöan fyrir því, að Nixon hef- ur getað verið all upplitsdjarf- ur og ákveðinn, þegar hann tók þessa ákvörðun um brottflutn- ing fyrstu herflokkanna frá Víetnam, Þess vegna viröist það margra álit að ákvöröun þessi sé ekki eins mikil upp- gjöf og kommúnistar og fleiri hafa viljað vera láta. Svo virðist af frásögnum hinna kunnustu manna frá Saigon, að hemaður kommún- ista hafi gengið fremur ambögu- Iega upp á síökastiö og hafi svo mjög dregið máttinn úr þeim að smám saman sé að komast á eðlilegt ástand I mestum hluta landsins. Við heyrum að vísu svo að segja daglega fréttir af svonefndum eldflaugaárásum þeirra á borgir og almenna byggð I landinu að næturlagi og má vera aö sumir ímyndi sér, að þessar árásir, sem kosta ófá mannslif sýni að þeir séu að sækja f sig veðrið, en það er fjarrj því slíkar eldflaugaárás- ir eru eins og árásir Þjóðveria I síðustu styrjöld með V-2 flug- skeytum aðeins tákn um örvænt. ingu þeirra. Þeir vinna ekkert með þessum árásum. annað en að drepa saklausa borgara og vekja á sér vaxandi hatur. Skipu lagðar stórfelldar hemaöarað- gerðir þeirra eru á sama tlma aö mestu úr sögunni, nema rétt við landamæri Kambodiu og Laos þar sem þeir geta enn leik- ið skollaleik í skjóli hlutleysis- brota. Þess vegna ber brottflutn ingur Bandaríkjamanna nú ekki aðeins vott um ósigur Banda- ríkjamanna á heimavígstöðvun- um, heldur má einnig líta á hann sem afleiðingu sigurvinninga þeirra á sjálfum vígvellinum. TTér má vafalaust slá marga varnag!.. með ef og mundi, mundi og það hefur komið fyrir ósjaldan áður, að Bandaríkja- menn hafi verið of bjartsýnir á hemaðarástandið í Víetnam. En það er þó ekkert ef, aö mikil breyting hefur orðið á Suður- Víetnam síðan kommúnistar gerðu sína víðfrægu Tetárás I fyrra. Þá fmynduðu þeir sér, að þeir gætu með einni ofsafeng- inni sókn og áhlaupi unnið loka- sigur í styrjöldinni, en það fór á annan veg. Hvergi tókst þeim að halda velli og í þessum grimmdarlegu sjálfsmorðsá- hlaupum misstu þeir að talið hef ur verið upp undir 40 þúsund manna þrautþjálfað Iið, blómann úr hinum norður-víetnamska innrásarher. Og þeir hafa aldrei náð sér eftir það. Þeir gátu að vísu sent jafnmarga fætur trítl- andi suður eftir frumskóga- stígum Laos, en þeir höfðu í þessum áhlaupum misst blóm- ann af sínum foringja- og stjóm endahópi. Eftir það fór þeim að förlast með stjóm og aga á víg- völlunum. Þeir gáfust upp við djörf áhlaup og tóku í þess stað upp sínar þjófslegu og glæpa- flokkslegu eldflaugaárásir. En það var meira en það sem gerðist í Tet-árásinni. Kommún- Istar ímynduöu sér, að þó þeim ekki tækist að vinna endanleg- an vígsigur með árásinni, þá myndi þeim takast að skapa því- líkt öngþveiti eða kaos, eins og það kallast á alþjóðamáli, að stjórnarstofnanir og styrjaldar- agi myndi niður hrynja. Svo leit líka út I fyrstu, þegar litiö var yifdr hrundar ösku- og bruna borgir landsins. Þá örvæntu margir að þær myndu nokkurn tíma rísa úr rústunum. Það gerö ist þó fyrr en nokkur hafði bú- izt við. Þá fyrst kom I ljós, að I Suður-Víetnam var mörg vinnufús hönd, sem vildi hjálpa til. Með sameinuðu átaki, vinnu- gleði og baráttuhug var unnið að því af kappi að græöa sárin, og nýr og áður óþekktur andi hefur vaknað með þjóðinni, líkt og þegar Bretar risu upp á sín- um tíma móti loftárásum Þjóð- verja. 'C'yrir Tet-árásina voru komm- únistar og hinn afa-legi gamli karl með geithafursskegg- ið Ho fremur vinsælir, eða menn voru afskíptalausir um það hverjir réðu ríkjum I landinu, sáu lítinn mun á kommúnistum og forréttindastéttinni I Saigon. Búddhakirkjan lét sér nokkuð á sama standa. henni var illa við jarðeignaskiptingu og kristinlit- aða stiórn Saigon og gerði henni allt til bölvunar. Þorri fólksins I landinu vissi jafnvel lftið sem ekkert hvað styrjöld var, því að flestar orustur og loftárásir stríðsins höfðu farið fram uppi I óbyggðum fjöllum og frum- skógaöræfum landsips En nú var þelm allt I einu færður heim sannleikurinn um það hvað styrj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.