Vísir - 27.06.1969, Side 16

Vísir - 27.06.1969, Side 16
'•—? VISIR Föstudagur 27. iúní 1969. AU6LÝSINGAR AÐALSTRÆTI 8 SÍMAR 106-60 1-56-10 og 1-50-99 RITSTJÓRN LAUGAVEGI 178 SÍMI 1-16-60 AF6REIÐSLA AÐALSTRÆH 8 SÍMl 1-16-60 trtgging! JHBMEBfe ffffff^ LAUGAVEGl 178 ff * * Lélegt heilsu- iar í borginni T'ið heilahimnu- bólgutilfelli Heilahimnubólgutilfellum hef- ur fjölgað mjög í borginni aö undanförnu, en eins og kemur fram í skýrslu frá skrifstofu borgarlæknis er töluvert um sjúkdóma í borginni um þessar mundir. Vikuna 7. til 14. júní voru heila himnubólgutilfelli 8 en voru 3 vikuna áður. Bragi Ólafsson að- stoðarborgarlæknir tjáði blað- inu, að heilahimnubólgan væri alvarlegur sjúkdómur, sem menn þyrftu mjög að reyna að varast, en einkum mun hætta á heilahimnubólgu sem fylgikvilla inflúensu. Inflúensutilfelli voru 20 um- rædda viku. Aðstoðarborgarlæknir sagði, að hér væri um að ræða in- flúensu, sem á læknamáli væri nefnd „inflúensa nostra“, en það inflúensuafbrigði er landlægt hér og skýtur venjulega upp kollinum á vissum árstímum. Hún er af ann arri gerð, en inflúensan, sem kom hingað til lands í vetur. ■AAAAAAAMWyyMMMAAAAAMb Málað yfir „Cityi o! Reykjavík## — Flogið bæði að nóttu og degi til Biafra City of Reykjavík er ekki leng ur nafn DC 6B vélar Fragt- flugs hf. Þegar vélin flaug utan í gær áleiðis tii Genfar, var búið að mála yfir nafnið. Forráða- menn Fragtflugs segja að þessi nafngift l.afi verið gerð meira að gamni, en félagið hefur ekk-i srt leyfi tíl þess að nota þann-; ig nafnið Reykiavík og óvíst að borgaryfirvöld taki slíkt gottl og giit. ; Vélin flýgur frá Genf á morg< un meðul til Cotonou Ðahomey, en þaðan eru nú að' héfjast flugferðir á veguml Rauða krossins til Bíafra að; degi til. • Hjálparsamtök kirkjunnar; hafa hins vegar ákveðið að' halda áfram uppi næturflugi á. milli Femando Po og Bíafra,; sn talið var að loka þyrftf sjúkrahúsum í landinu, ef fiug; nu hefði ekki verið haldið á-' ?ram. i Konurnar ósínknr á féð Yfir miiljón í „Ég er búin að gefa í samtök, sem ég er í, en komdu aftur um mánaða mótin og þá læt ég eitt- hvað aftur af hendi rakna..— „Gætirðu komið í hádeginu á morg un, þá hef ég peningana tilbúna...“ — „Ég hefði fegin viljað gefa eitt- hvað, en það stendur illa á hjá mér núna...“ Vísir fylgdist með 15 ára gamalli stúlku, Ingibjörgu Jón- asdóttur, þegar hún fór í nokkur hús i gærdag til að safna fyrir Landspítalasöfnunina til að kynnast móttökunum. Það var ekki ofsögum af því sagt, sem konur f fjáröflunarnefnd söfn- unarinnar höfðu látið sér um munn falla, „allin vildu vera með“. Móttökumar, sem Ingi- björg fékk voru hinar elskuleg- ustu þótt ekki stæði þannig á fyrir öllum, að þeir gætu í það skiptið látið peninga af hendi. jfnunina nú þegar Ingibjörg er nemandi í Kvennaskólanum og einn þeirra sjálfboðaliða, sem gáfu sig fram til þess að safna fyrir Landspít- alasöfnunina en alls hafa á þriðja hundraö konur lagt leið sína í hús í Reykjavík til að safna peningum til stækkunar Fæðingardeildar Landspítalans. á morgnana, en hefur frí atlan seinnihluta dagsins og því góðan tíma tii að vinna að söfnuninni. „Frænka mín vinnur hérna", segir Ingibjörg á skrifstofunni á Hallveigarstöðum, “hún sagði mér frá þessu og mig hálflang- aöi til aö hjálpa henni“. Nú er upphæðin, sem borizt hefur til Hallveigarstaða í söfn- unina komin yfir milljónina. ekki síður en einstaklingum. Konur í kvenfélaginu Seltjörn færðu söfnuninni 50 þúsund krónur, sem þær höföu safnað utan þeirrar upphæðar, sem þær höfðu gefið áður frá félaginu. Aðrar upphæðir eru minni og konurnar á Hallvéigarstööum geta sagt frá mörgum dæmum þess, að gefið hefur verið í söfn- unina af litlum efnum en mikilli Ingibjörg skrifar kvittun fyrir upphæðinni, sem Guðrún Jónsdóttir, Framnesvegi 15, néttir henni . og svo er haldið áfram í næsta hús. Skólafólk ,f)efar uppi' óskráq útvarps- og sjónvarpstæki leitar á heimilum og i bilum „Við höfum ráðið stóran hóp af skólafólki til að leita að óskráð- um útvarpstækjum í bílum og á heimilum og einnig að óskráð- um sjónvarpstækjum, og her- ferðin hefur þegar gefið mjög góða raun. Greidd afnotagjöld fyrir útvarpstæki í bílum tvö- földuðust í fyrra eftir að við höfðum byrjað herferðina, og það er hægit að tvöfalda upp- hæðina ennþá, því ótrúlega marg ir reyna að komast hjá því að greiða þessi gjöld,“ sagði Gunn- ar Vagnsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, er við töiuðum við hann í morgun um innheimtu herferð útvarpsins. „Við höfum reynt að hafa mann til að fylgjast meö grunsamlegum bílum í bílaskoðuninni, en fjölda- margir bílaeigendur fjarlægja út- varpstækin úr bílunum áður en þeir koma til skoöunar, til að losna við að greiða gjaldiö. Nú ætlum við að senda fólk gangandi og ak- andi um bæinn til aö athuga hvort greiðslumerkið fyrir gjaldinu, sé á rúðum þeirra bíla, sem útvarps- tæki eru í. Ennfremur höfum við sent af stað stóran hóp af ungut fólki út á land til að ganga á heihw ili og skrásetja útvarps- og sjón-1 varpstæk; og síðan að innheimtaL afnotagjöld." í „Hvemig tekur fólk slíkum/ heimsóknum og hver hefur árang-1 urinn orðið?“ „Fólk tekur þessu yfirleitt velí og árangurinn er ágætur. Þetta/ unga fólk sinnir þessum störfumj með prýði," sagði Gunnar enn- fremur. Þess má að lokum geta, að gjald/ fyrir útvarpstæki í bíl eða á; heimili er kr. 900.—. Baðstaður I uppi I Þjórsádal — Landsvirkjun byggir fxtr 25 metra laug í vikurauðninni uppi í Þjórs- árdal var núna í vikunni sem leið tekin í notkun ný og glæsileg sundlaug. Lögin vár steypt á þremur dögum og önnuðust starfsmenn Fosskraft verkið. Laug þessi er hins vegar reist á vegum Lands- virkjunar fyrir starfsmenn við virkjunina og teiknuðu þeir Jó- hann Már Maríusson verkfræð- ingur og Gísli Júlíusson raf- magnsverkfræðingur laugina, er stendur við Reykholt, um sjö km leiö frá virkjuninni við Búr- fell. Laugin er dálítiö sérstæð og eiginlega nýjung í sundlauga- byggingu hér á landi, þvi að veggirnir eru ekki lóðréttir eins og í venjulegum laugum heldur hallandi upp frá botninum og geta menn alls staðar labbað upp úr lauginni. Hún er 25 m löng og 10 m breið í botninn. Vatnið kemur úr 72 gráöu heit- um hver. sem sprettur þama upp og er blandað lækjarvatni, sem veitt er að hvernum. Starfsmenn Landsvirkjunar hyggjast í framtíðinni koma upp svolitlum garði þarna í kringum laugina og hefur verið ýtt upp skjólvegg í kringum laugina. Þarna má því búast við að verði vinsæll baðstaður inni i Öræfum. — Laugin er byggð á yfirráðasvæði Skógræktarinnar, sem hefur gert þarna tilraumr meö gróðursetningu á fjallalúo- ínu, sem grær þarna rétt hjá

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.