Vísir - 06.08.1969, Side 16

Vísir - 06.08.1969, Side 16
 Mlðvikudagur 6. ágúst 1969. AÐA15TR>ÍTI 8 SÍAAAR 1-16-60 1-56-10 og 1-50-99 Hffil (1 BOLHOLTI 6 SÍMI 82143 V. ... m 06 mm wcii' .tjMiu SVANS-PRENT , SKEIFAN 3 - SÍMAR 8J60S 0S8HS»J J ú TRYGGtNG * * LAUGAVEGI1» # SÍMt 21130 7 Maður í höfnina Maður féll í höfnina af Ingólfs- garði í gærkvöldi, en nærstaddir voru menn, sem sáu til hans og björguðu honum strax upp úr sjón um. Lögregluna bar að í sömu and rá og tók manninn upp á sína arma, veitti honum aðhlynningu og flutti hann heim til sín ✓V\AAAAAAAAA/\AAAAAAA' 8 öra drengur fyrir bifreið Átta ára drengur fótbrotnaði, > þegar hann varð fyrlr bifreiö j í gærkvöldi um kl. 17.20. Bifreið > inni hafði verið ekið austur Suð > urlandsbraut, en við vestari brúna yfir Elliðaár hljóp dreng ; urinn i veg fyrir bílinn og náði • konan, sem ók bílnum, ekki að [ hemla í tæka tíð. Drengurinn »var fluttur á slysavarðstofuna. „Eitt forvitnilegasta fram- lag til norrænnar leikHstarA — segir Sveinn Einarsson um Odin-leikhúsið, sem heimsækir LR í september „Odin-leikhúsið er al- mennt talið eitt forvitni- legasta framlag til nor- rænnar leikhúsmenning- ar, og það starfar raun- ar sem leiksmiðja fyrir öll Norðurlöndin. ísland er eina landið, sem leik- húsið hefur ekki heim- sótt. Slasaði drengurinn borinn í sjúkrakörfu af slysstað á Elliðaárbrúnni, en hann reyndist fótbrot- inn. Takið eftir plastik-„spelkunum , sem settar hafa verið um fótinn. SAS byggir aðeins hótel hér í samvinnu við Flugfélagið — segir Birgir Þórhallsson, en má/ið ekki rætt enn H Vísir spurði Birgi Þórhalls- son, forstöðumann skrif- stofu SAS hér á landi, f morgun, 'ivort SAS hygði á hótelbygg- ingu hér á landi. Sagði Birgir, að það mál hefð' alls ekki ver- ið rætt. Birgir kvað það enn- fremur sfna sko’ vm, að til slíkra aðgerða hér á landi kæmi ekki, riema um þær skapaðist sam- vinna milli SAS og Flugfélags Islands. Þá upplýsti Birgir ennfremur, að hann vissi ekki annað, eins og málin stæðu í dag en að SAS myndi lornið tók í stýrið og bíllinn í skurðinn © Bílvelta varð í gær við Holta- veg, en þar fór bifreið niður i skurð, vegna þess að þriggja-ára barn ökumanns tók í stýrið. Missti þá ökumaðurinn stjórnina á bíln- um, en hraðinn var lítill og meidd ist enginn alvarlega. halda uppi reglubundnu áætlunar- flugi til íslands einu sinni í viku i vetur, með svipuðu sniði og var s.l. vetur. Eins og komið hefur fram i frétt- um að undanförnu, hefur SAS ný- lega opnað hótel í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn. Ennfremur munu frekari framkvæmdir í at- hugun hjá félagínu, eins og eðlilegt er hjá fyrirtæki I vexti. Vilja 2 milljónir vegna vistheimilis stúlkna • Borgarráð hefur beint þeim ákveðnu tilmælum til mennta- mál?ráðuneytisins, að þegar í stað verði hafinn undirbúningur að stofnun vistheimilis fyrir af- vegaleiddar stúlkur í Reykjavík. 300 þúsund krónur hafa verið veittar á fjárlögum á undanföm- um árum til stofnunar slíks heimilis. Vísir hafði i morgun tal af ráðu neytisstjóra menntamálaráðuneytis ins, Birgi Thorlacius, og innti hann nánar frétta af viðbrögðum ráðu- neytisins. Sagði ráðuneytisstjórinn að menntamálaráðuneytið hefði þeg ar farið fram á það við fjármála- ráðuneytið, að veittar yrðu nú þeg ar 2 milljónir króna til byrjunar- framkvæmda. Birgir Thorlacius taldi líklega, að svo yrði gert, en kvaðst ekki geta sagt nánar um framkvæmdirnar sjálfar. fyrir Gerðardómur frestar enn ókvörðun Enn dregst, að gerðardómurinn í flugmannadeilunni kveði upp úr- skurð um kjör flugliðanna. Flug- menn höfðu fengið frest til að leggja fram frekari gögn í málinu til síðustu mánaðamöta. Munu þeir hafa gert þaö. Síðan mun nýr frest ur hafa verið veittur til gagna- söfnunnar, áður en málið verður tekið til dóms. En nú hefur Leikfélag Reykja víkur fengið styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum tfi að táka á’Thöti lO manna hóp frá Ieikhúsinu“ — sagði Sveirm Ein- arsson, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í viðtali við blaðiö í morgun, er við inntum hann eftir heimsókn Odin-leikhúss- ins frá Damnörku tH. íslands. „Leikritið sem þau sýna hér heitir Ferai eftir Peter Seeberg, sem er ungur danskur höfund- ur og er jafnvei von til að hann komi með hópnum hingað. Efni leikritsins er sótt í sígildar bók- menntir, en auk þess að halda hér sýningar munu stjórnandi hópsins, Eugenio Baroa og Thor geir Wedal kenna á námskeiði fyrir íslenzka atvinnuleikara. Hópurinn er væntalegur um miðjan september og verður hér í tæpa viku.“ „Hefur Odin-leikhúsið ferð- azt mikið um meginlandið?" „Já, þau hafa sýnt víða og vakið mikla athygli. Til dæmis sýndu þau á Leikhúsi þjóðanna í París og vöktu geysilega at- hygli. Héöan halda þau til Júgó- slavíu,“ sagði Sveinn að lok- «m. m I kerlauginni Flutt rænulitið á brott • Gestir f nýju sundlauginni i Laugardal óttuðust að meiri háttar slys hefði orðið, þegar sjúkra bifreið var kvödd þangað f gær- dag, og lítið bam var borið rænu- iftið úr lauginni og inn i bflinn, sem ók með það á brott. • Tll ailrar hamingju hafði þarna þó ekki orðið alvarlegt slys, heldur hafði litla barnið, sem var f för með móður sinni, dottið í litlu kerlauginni og rekið höfuðið í. Þegar komið var með það á slysa- varðstofuna, kom í ljós, að meiðsli þess voru minniháttar. • Það mun ekki vera cinsdæmi, að böm og raunar fullorðnir detti f kerlauginni, bó að ekki hafi hiotizt af því alvarleg slys. Slasaða bamið sett í sjúkrabíl. Ef þú kemur svona seint aftur, lokum við jbig úti — sagði fangavörðurinn á Litla-Hrauni við fangann, að sögn Readers Digest • Hið heimsfræga bandariska tímarit, Readers Digest, hefur þá sögu að flytja lesendum sín um í síðasta hefti, júlí heftinu, að fangar í aðalfangelsi Islands, Litla-Hrauni, lifi heldur óvenju- legu lífi. • Þeir vinna hjá bændunum f nágrenninnu, segir blaðið og allt andrúmsloftið er afar ó- fangelsislegt. — Þannig gerðist þaö nýlega, segir tímaritið, að heimkomu eins fangans seinkaði óvenju mikið og kom hann ekki heim f fangelsi fyrr en undir miðnætti. • Þetta þótti fangaverðinum ekki gott og skammaði fangann fyrir ábyrgðarleysi. „Ef þú kem ur aftur svona seint, þá lokum við þig bara úti“, sagði hann við fangann að sögn Readers Dig- est. Það skal tekið fram, að Readers Digest hefur þessa sögu frá Look, þar sem hún hafði birzt.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.