Vísir - 04.10.1969, Síða 4

Vísir - 04.10.1969, Síða 4
4 VISIR . Laugardagur 4. október 1969. UIRULORIN r VISIR 1 VISIR I VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1000 króna virði, 250 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverðL VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) til nýrra áskrifenda. DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Sími 11660. Spáin gildir fyrir súnnudaginn 5. október. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Njóttú þeirrar hvfldar sem þú mátt fram eftir deginum, þaö getur nefnilega farið svo að tals verðar Kröfur verði gerðar til þín þegar líður á daginn, án teljandi fyrirvara. Nautiö, 21. apríl—21. maí. Reyndu að sjá svo um að þetta verði þér hvíldardagur, enda muntu hafa þess fulla þörf. Einnig ættirðu að nota tímann til að skipuleggja störfin i vik- unni fram undan. Tvíburamir, 22. maí—21. júni Farðu þér hægt og rólega i dag og haltu þig sem mest heima við. Það lítur út fyrir að þú fáir óvænta heimsókn, og hafir mikla ánægju af. Taktu kvöldið snemma. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Þaö getur farið svo aö þínir nán ustu geri allmiklar kröfur til þín í dag, sennilega í sambandi við einhverja aðstoð, sem þeir treysta þér, og ekki að ástæðu lausu, öðrum betur til að veita. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Það virðist vera hægur nærri fyrir þig að taka þátt I sam- kvæmislífinu sfðari hluta dags- ins, annað mál er svo það, að þú munt varla sækja þangað mikla ánægju, nema þá á yfir- borðinu. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það er ekki ólíklegt að dagurinn valdi eins konar þáttaskilum að einhverju leyti, og þá helzt hjá __beim sem yngri eru. Það kemur þó kannski ekki fram fyrr en síðar. Vogin, 24. sept.—23. okt. Ánægjulegur dagur, að því er virðist. Ef þú lendir í marg- menni, þar sem deilt verður um afstöðu til sérstakra manna, ætt ir þú að láta það hlutlaust, ef þú telur þér stætt á ví. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Haltu þig sem mest heima í dag, njóttu hvíldar eftir því sem þér er unnt, skrifaðu bréf, einkum ef fjarstaddir vinir eiga það inni hjá þér. Gakktu svo snemma til náöa. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Taktu ekki um of tillit til þess hvað aðrir kunna að hugsa eða segja, þótt þú farir þínar eigin leiðir á vissum sviðum. Þú verð ur hvort eð er að taka afleiðing unum sjálfur. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Láttu þá njóta þess, sem áð- ur hafa gert þér greiða, og þurfa nú ef til vill á einhverri aðstoð að halda. Það færi bezt á því, að þú biöir þess ekki að leit- að verði til þín. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. • Það lítur út fyrir að þetta geti orðið þér ánægjulegur dagur, ef þú leitar ekki ánægjunnar langt yfir skammt. Sízt þó í fjöl- menni. Hvíldu þig vel er kvöld ar. Fiskamir, 20. febr.—20. marz. Þú skalt ekki láta hafa þig til neins þess í dag, sem þú vilt I rauninni ekki sjálfur, og ef þér finnst þú ekki vel fyrirkallaður, skaltu hvfla þig rækilega, hvað sem hver segir. Rétti seðillinn. F A L S A Ð I R S E Ð L A R Sá falsaöi. Núm eriö á seðlinum er skakkt, það „hoppar“. Nögl vantar á fingur drengsins, sem heldur utan um Iambið og lín- umar í trénu á bak við hann eru óskýrar. Peningafalsarar stinga alltaf öðru hvoru upp kollinum. í Dan- mörku komst nýlega upp um slíka menn, og voru það falsaðir sviss neskir 100 franka seðlar, sem þeir höfðu komið í umferð þar í landi. Eftirlíkingin var býsna vel og ná- kvæmlega af hendi leyst, en eins og ávallt sást peningaprentur- unum yfir nokkur smáatriði, sem upp um þá komu, er lögreglan hafði ófalsaðan seðil til saman- burðar. Það voru fjögur atriði, sem urðu fölsurunum að fótakefli aö þessu sinni. Þau em þessi: Núm- erið á seðlinum er skakkt, þaö „hoppar", sólin er illa teiknuð, það vantar nöglina á fingur drengsins sem heldur utan um lambið. Línumar í trénu á bak við drenginn em óskýrar. Þetta em að vísu allt saman smáatriði, en þau nægðu til að koma npp um fölsunina. Hins vegar hefur enn ekki tekizt að ná f þá miklu hag leiksmenn, sem að prentuninni ■ stóðu. 'iáÆM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.