Vísir - 04.12.1969, Síða 6
6
V1SIR . Fimmtudagur 4. desember 1969.
L EIG A N s.f.
y
Vinnuvelar tit leigu
Litlar Steypuhrœrivélar
Múrhamrar m. borum og fleygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín )
Jarövegsþjöppur Rafsuðutœki
Víbratorar
Stauraborar
Slípirokkar
Hitablásarar -**»*»- y j
HDFDATUNI M- - SÍMI 23480
Nýtt
Betra
Við úrbeinum, söltum og reykjum 1. flokks
dilkakjöt, eftir nýjustu og fullkomnustu að-
ferðum, og höldum sérkennum hins íslenzka
hangikjöts betur en áður. Ávallt rétt saltað
og gegnumreykt, og mjög safaríkt.
Kaupið eingöngu beinlaust hangikjöt, fram-
parta og læri. Tilvalið til sendingar í flugi.
KOMIÐ, og komið tímanlega og fáið að
bragða sýnishorn.
Opið til kl. 6 á laugardögum og á sunnudögum
frá kl. 11 til 13.30-
NYTT
MEIRI GÆÐI
t Ff OlOlOlUly) iii
SÍLD &
loib rnu
® Notaðir bílar til sölu
Höfum kaupendur að Volkswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu.
Til sölu í dag:
Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’62 ’63 ’65 ’68
Volkswagen 1300 ‘66 ‘67 ‘68 ’69
Volkswagen Fastback ’66 ’67
Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68
Volkswagen station ’67
Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68
Land-Rover dísil ’62
Willys ’66 ’67
Fíat 600 fólksbifr. ’66
Fíat 124 ’68.
Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67
Toyota Crown De Luxe ’67
Toyota Corona ’67
Volvo station ’55
Chevy-van ’66
Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju.
Volga 65
Singer Vogue ’63
Rússajeppi Gaz. ’66
Benz 220 ’59
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar.
cTMenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Rómantík
og
Simí
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
Skúli Guðjónsson:
Það sem ég hef skrifað
Ritgerðaúrval 1931 —1966
Heimskringla, Reykjavík
1969, 287 bls.
Á. ritgerðir Skúla Guðjónsson-
ar frá þrjátíu og fimm ára
tfma í þessari bók má meö sín-
um hætti lfta sem sögul.,minnsta
kosti menningarsögulegar heim-
ildir. Skúli er sveitamaður í húð
og hár, uppvaxinn á síðasta
áhrifaskeiði ungmennafélags-
hreyfingarinnar við þjóðrækni
og rómantísku hennar samtvinn
aðar hugsjónum samvinnu-
stefnu og framsóknarflokks. Eða
svo er að skilja af hans eigin
sögn f bókinni. Þegar elztu rit-
gerðimar f bók hans komu til,
árin 1931 og 1932, er augljós-
lega æöimikið farin aö fölskv-
ast hugsjónaglóðin enda komin
kreppuár og lífsbaráttan vafa-
laust hörð hjá bóndanum á Ljót
unnarstöðum, hinn ungi ritgeröa
höfundur þarf að semja sig að
samfélagi sem sízt virðist í þeim
vændum að láta rómantískar
hugsjónir rætast. í þessum
fyrstu ritgerðum er Skúli Guð-
jónsson augljóslega að gera upp
sakir við hugmyndaforða og hug
sjónir eigin æsku, arftekin mátt
arvöld í samfélaginu. Og leiö
hans liggur frá rómantískri vimu
ungmennafélagshreyf'ngarinnar
til sósíalisma og kommúnisma.
1935 er hann svo galvaskur orð
inn að hann boðar sveitaæsk-
unni, hinni nýju bændastétt bylt
ingarhlutverk í samfélaginu: „1
fylgd með hinum byltingarsinn
aða verkalýð mun hann hefja
nýja sókn — gegn auövaldi og
kúgun — fyrir þvf að verða
frjáls maður í frjálsu landi —
Sovét-íslandi,“ segir hann þá í
grein um ..fslenzkan bónda“ Og
svo fór fleirum en Skúla Guð-
iónssyni. Jóhannes úr Kötlum
var f upphafi sínu „óskmögur
fslenzkrar sveitarómantfkur og
nánast talinn heilagur maður,“
segir Skúli, svo mikill ungmenna
félagi að hann vildi helzt klæða
þjóðina í litklæðj fom á tylli-
dögum. Nú tapaði hann „trúnni
á rómantíska endurreisn og gerð
ist öreigaskáld af svo mikilli
skyndingu að undrum sætti“.
Hugsjón byltingarinnar ruddi
burt rómantískrj þjóðrækni ung
mennafélaganna. En hið róman-
tíska upphaf hennar kann að
vera fróðlegt um róttæka vinstri
stefnu á krepputímanum og þró
un hennar síðan allt fram á
þennan dag. Hinir róttæku rit
höfundar og menntamenn sem
hófu hana til vegs og áhrifa i
samfélaginu á næstu árum eru
enn f fullu fjöri á meðal okkar.
Ckúli Guðjónsson hefur á
^ nokkrum stöðum í þessari
bók orð á þeirri gáfu sinnj að
geta komið auga á broslegu hlið
ina á mönnum og málefnum;
kímnigáfu sinni virðist hann
þakka margt sem sér hafi vel
tekizt, bæði við ritstörfin og f
lífsbaránunni yfirleitt. Ekkj vil
ég vanþakka hana. En satt að
segja virðast hinar pólitísku rit-
geröir hans frá fyrri árum og
raunar fram eftir öllum aldri
fjarskalega brosvana ritsmíðar.
Og fjarskaiega virðist tími
þeirra löngu umliðinn. Hinar
stærri greinar Skúla frá fyrri
árum, Að komast áfram, Kirkj-
an og þjóðfélagið, Menningará-
stand sveitanna eru vissulega
vel skrifaðar greinar og maður
trúir því þegar sagt er að þær
hafi á sínum tíma vakið eftir-
tekt, umræður og jafnvel deilur.
Vafalaust eru þær vitnisglöggar
um viðhorf manna sem voru á
þessum tíma að vakna til rót-
tækra skoöana ,og baráttu. En
lesanda sem ber að þeim í fyrsta
sinni hér í bókinnj segja þasr í
rauninni fjarska fátt um sína eig
in samtíð, grófgerðar tilraunir
þeirra til að heimfæra marxísk
stéttahugtök og byltingarfræði
íslenzku kreppusamfélagi, hvað
þá um okkar eigin tíð sem nú
lesum þær þó okkar samtfð
sé frá henni komin. Hafi þær
gildi enn í dag er það ekki
vegna hugmyndafræði þeirra,
svo kynlega úrelt sem hún virð-
ist, né heldur tvímælalausrar
ritleikni höfundarins, heldur sem
mannleg skilrfki. Því að Skúli
Guðjónsson er vissulega eftir-
tektarverður höfundur. Ritgerð-
in hefur löngum þótt afrækt bók
menntaform hérlendis, og það
eitt að einyrkja bóndi, ung-
mennafélagi og samvinnuskóla-
maður skuli gerast pólitískur rit
gerðahöfundur með þeim árangri
sem Skúlj Guðjónsson hefur á
sínum tíma náð kann að þykja
merkilegt — og hótfyndni að
gera það tilkall til slíkra greina
að þær hafi varanlegt gildi að
sínum tíma og tilefnum um-
liðnum. Þó þær leiði lesandanum
engan nvjan efnislegan sann-
leika fvrir sjónir eru greinarn
ar sjálfar staðreyndir og sem
slfkar heimildir um sína tíð.
i~kg það eru ekki hinar póli-
tísku ritgerðir Skúla Guð-
jónssonar sem lesandi hans hef
ur mestan ábata af f bókinni,
enn síður en fyrri greinamar
pólitísk skrif hans eftir að hann
hefur gert upp hug sinn og skip
að sér í flokk. Fyrir mörg-
um af hans kynslóð virð-
ist flokkurinn koma í stað
kirkjunnar sem þeim var svo
mikil þörf að gera upp sakir
við. Flokksbundið pólitískt jag
út af tilfallandi tilefnum, dægur
þras og rígur, verður ekki mark
vert fyrir það eitt að vera
nokkru betur skrifað en gengur
og gerist um slík blaðaskrif, og
á hærra stig hefur Skúli Guð-
jónsson sjaldnast megnað að
hefja sín pólitfsku viðfangsefni.
Engu að síður hefur hann aug-
ljóslega verið vaxandi rithöf-
undur fram á þennan dag, og
það er fyrst í greinum hans frá
seinni árum, nánar tiltekið frá
því upp úr 1950, sem kfmnigáf
an fer að notast honum til veru
legra muna. En miklu era líka
greinar eins og Þegar ég var
f þjónustu krata, í Framsóknar
vagni eða Viöreisnarævintýri,
sfðust og einna yngst í bókinni,
ísmeygilegri pólitískar satírar en
hin fyrri pólitísku skrif höf-
undarins. Skúli Guðjónsson
lagði út á óvanalega braut með
ritgerðaskrifum sfnum f önd-
veröu. En ritgerðarformið lánast
honum bezt þegar hann hefur
frásagnarefni að styðjast við.
Einhvern veginn finnst mér að
greinar hans frá se;nni áram,
Bréf úr sveitinni, Blessuð sértu
sveitin mfn, muni vera fróð-
legri um „menningarástand
sveitanna“ nú á dögum en sam
nefnd grein frá öndverðum
fjórða áratugnum um sína tfð.
Þegar dregur úr hinum pólitíska
hugsjónamóð með aldri og
reynslu auðnast höfundmum
nýtt vald á efni sínu, máli og
stíl og er þó Skúli Guðjðns-
son vafalaust jafn einlægur
sósialisti enn í dag og fyrir 30
árum, og líklega að þvi skapi
betri sem hann skrifar nú bet-
ur. Enn eru þó ónefndar beztu
greinamar í bókinni, inngangs-
ritgerð hennar með sama nafni
og bókin sjálf, og Dagur á
sjúkrahúsi, persónuleg grein
með sönnu snilldarbragði. Höf-
undur sem svo vel skrifar ætti
ekki að glepja fyrir sjálfum sér
með pólitiskum smámunum —
en frjálslyndi, umburðarlvndi,
fúflnað ritgerðarform Skúla
Guðjónssonar á efri árum hans,
en samt líklega afrakstur hans
pólitísku ævi, viðfangi hans um
dagana við hugmyndir og at-
burði samtíðar sinnar á hverj-
um tíma.
Pétur Sumarliðason hefur val
ið efni bókarinnar í samráð: við
höfundinn og búið til nrentur-
ar. Bókin er vel og mvndarieaa
úr garði gerð nema prentvillur
óþarflega margar.
.. É ..
I