Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Side 2

Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Side 2
Ynrburðarsigur .« -j -j*• ..» «* «= Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Prófkjör Sjálfstæðismanna nú á dögunum var um margt merkilegt. Prófkjörið vakti vissulega at- hygli og skapaði ferskan blæ hér í bæjarfélaginu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fékk afgerandi kosn- ingu í þessu prófkjöri og er þar með orðinn ótví- ræður foringi Sjálfstæðismanna hér í bæ. Það vek- ur einnig athygli við þetta prófkjör er að fjöldi ungs fólks hefur áhuga á og vill taka þátt í sveitarstjórn- arstörfum. Þetta er jákvætt fyrir margra hluta sakir. Nýir aðilar eru að koma inn með ferskar hugmynd- ir og nýja sýn á hlutunum. Þessi nýji listi Sjálfstæð- ismanna mun í vor að öllum líkindum takast á við eldri einstaklinga á hinum listunum sem ef að lík- um lætur munu sitja sem fastast. Það er engum vafa undiroipið að núverandi meirihluti hefur með þessum lista Sjálfstæðis- manna fengið verðugan andstæðing í komandi kosningabaráttu. Sagt er að nýir vendir sópi best og er slíkur listi með Ragnheiði Ríkharðsdóttur í broddi fylkingar vel líklegur til þess. Núverandi meirihluti hefur verið við völd í tvö kjörtímabil og því tími til að skipta út. Ákveðinnar þreytu virðist gæta hjá núverandi meirihluta og því er nauðsyn- legt að nýr listi komist að. í langan tíma hefur ekki verið kona sem leitt hef- ur lista Sjálfstæðismanna hér í Mosfellsbæ eða ekki síðan Helga á Blikastöðum var hér oddviti. Með Ragnheiði, Haraldi, Herdísi og Hafsteini mun koma nýr og ferskur blær á sveitarstjómina hér í bænum. Listinn mun ef vel tekst til leiða bæjar- stjórnina út úr farvegi stjórnsýslubrota og víxl- skrefa í stjómun bæjarfélagsins. Þá er víst að ábyrg- ari stjómun verður á fjármálum bæjarfélagsins og að réttur einstaklingsins verði tryggður. Öllum ætti að vera ljóst að í hönd fer spennandi kosningabar- átta þar sem þessi listi Sjálfstæðismanna mun verða mjög áberandi með Ragnheiði Ríkharðsdóttur í forystusætinu. Helgi Sigurðsson Mosfellsbakarí 20 ára Mosfellsbakarí verður 20 ára þann 6. mars n.k. Þann dag 1982 opn- aði Ragnar Hafliðason og fjölskylda hans nýtt bakarí á sama stað, Urðar- holti 2. Ragnar er ættaður frá Patreks- ftrði, faðir hans Hafliði Ottósson var bakari þar og afí Ragnars, Ottó Guð- jónsson var einnig bakari á Patreks- firði þar á undan. I dag vinna við Mosfellsbakarí auk Ragnars kona hans Aslaug Sveinbjömsdóttir, dóttir þeirra Linda Björk, sonur þeirra Hafliði ásamt eiginkonu hans, Ellisif Sigurðardóttur. Erfiðleikar í byrjun Opnunardaginn fyrir 20 ámm var allt fullt af fólki frá morgni til kvölds. Viðskiptavinum fór síðan fækkandi allt árið og lítið að gera um helgar. Asakanir komu jafnvel um að rún- stykkin væru gömul af því skorpan var hörð. Ragnar fór um höfuðborgar- svæðið og seldi í heildsölu í verslanir og veitingahús, allt var gert til að halda fyrirtækinu á floti, nýi bakarinn og fjölskylda hans sat uppi með skuldasúpu og litla aðsókn, fólk virtist ekki aðlagast bakaríinu, keypti heldur í öðrum verslunum. Ragnar hefði ekki lagt af stað í þennan rekstur, hefði hann séð fyrir þess miklu erfiðleika. Eftir árið fór þetta að lagast og komið í gott horf eftir þrjú ár. I dag er mikil sala alla daga og sérstakiega um helg- Hafliði og Áslaug ásamt hluta af starfs- fólki í Mosfellsbakaríi fyrír skömmu. 40 manns eru nú á launaskrá fyrirtœkisins, starfandi í Mosfellsbœ og Reykjavík. lengri tíma og eru bragðmeiri, betra hráefni í tertum en áður tíðkaðist hér á landi. Mosfellsbakarí festi kaup á Briddebakaríi í Miðbæ á Háaleitis- braut s.l. ár. Þar er búð eins og er, en hún verður stækkuð á þessu ári og kökubakstur, hluti af vinnslunni hér í Mosfellsbæ verður flutt þangað. Að öðmm kosti þarf að stækka hér, en málið verður leyst með þessum hætti sem er hagkvæmt fyrir reksturinn. Bakarafjölskyldan í Mosfellsbakaríi sendir starfsfólki sínu fytr og síðar þakkir fyrir vel unnin störf og er bæj- arbúum þakklát fyrir stuðninginn hér, en einnig leggja Mosfellingar sem starfa í Reykjavík leið sína í Mosfells- bakarí á Háaleitisbraut. Haldið verður upp á afmælið 6. mars á báðum stöð- um með afmælistertu og fleiri uppá- komum, allir em velkomnir. Viltu vinna heima? Sláðu inn: mypc2work.com code: B1010 ar, en aðeins um 10% er selt nú í heildsölu. Breyting á rekstri Hafliði Ragnarsson tók sveinspróf í bakaraiðn 1993 og „kondidori,“ kökugerðarlist í Danmörku, allt nám- ið tók sex ár. Hann vann í Perlunni og víðar, tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum keppnum og unnið til margra verð- launa, t.d. í tvö skipti Islandsmeistari, Danmerkurmeistari, brons í heims- meistarakeppni o.fl. - Hafliði kom að rekstrinum í Mosfellsbakaríi 1997 og var búðinni breytt það ár í það horf sem nú er. Keyptur var steinofn, þar eru brauðin bökuð á steininum, aukið var tertuúrval, val á hráefnum vandað meira og vinnsluaðferðir breyttust. Allt er handunnið, einu tækin eru hrærivélar og ofnar, brauð gerjast á * Jgy, íW - y H J > f ■. ' T •’ i ) J~~' í -J 2. tbl. 5. árg 2002 Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042 Fax: 5666815. Netf: gylfigud@tal.is Auglýsingastjóri: Valtýr Björn Valtýsson. íþróttir: Pétur Berg Matthíasson s. 861-8003. Umbrot og hönnun: Halldór B. Kristjánsson Netf: leturval @ litrof.is Prentun: Svansprent. Mosfellsblaðinu er dreift á öll fyrirtæki og heimili í Mosfells- bæ og heimili á Kjalarnesi, Kjós og Þingvallasveit. ^skaífvf'^ r\ RÉTTINGA VERKSTÆÐI CELETTE Flugumýri 2 Jón B. Guúnumdsson 270 Mosfellsbæ GunnlaugurJónsson RLTTINGAR c- ■ ccc icm ArnarÞórJónsson Simi: ,ioo r660 N V S M í t) I Fax: 566 8685 bifrcid9smidamcht*nr MÁLIJN /AWM ■ÍL.H HkSS ISSSSS^ 566-8555 Þverholt 2 ----------------------------------------! Gegn framvísun þessa miða færð þú: I6" pizzu með 2 áleggs- tegundum, lítinn skammt af frönskum, lítið hvítlauks- eða kryddbrauð og 2 L coke á 1999 kr. ef sótt er. TíŒoðið giCdir tiC 10. mars 2002 ■------*K----------------------------- "" ..|•• ..—■ RAMKOLLUN MOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 566-8283 Heimasíða: www.simnet.is/fkm Opið: Mán-fös frá 10-18 ________________________________________ --------------------------------------------------------~ 1 Yílrlitsmynd (Index Print) fylgir öllum framköllunum -g'oí FramköIIun á APS filmum BMHBB I2S1I2ÍS1IWI ^ Q. Stækkanir uppí 20 x 30 cm FUJI hágæðapappír notaður í allar framkallanir Í2- g MOSFELLS 2 BLAÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.