Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 3
ISSSœ Lyngási 1-210 Garðabær Sfmi 512 3000 - Fax 512 3040 Flugfélagið Atlanta Nýr forstöðumaður upplýsinga- sviðs flugfciagsins hefur verið skipaður. Er það Erling Aspelund og mun hann hafa umsjón með samskipt- um við fjölmiðla, þróun vefsvæðis, útgáfumálum og innra neti Atlanta. Hann hefur verið yfirmaður þjálfunar- mála hjá Atlanta síðan 1998, en áður var hann stöðvarstjóri flugfélagsins í Sádi-Arabíu, Tyrklandi, Filippseyjum og Englandi. Við þjálfunarstarfinu tekur Sigurjón Þórðarson sem kemur til starfa hjá Atlanta eftir sex ára starf hjá Cargolux í Luxemburg. Þessar breytingar gilda frá næstu mánaðamótum. (Jmferðarör- yggísáætlnn 2002 - 2012 Meginmarkmiðið er að ísland verði fyrirmyndarland í umferð- aröryggismálum fyrir árið 2012. Stefnt verði að því að banaslysum og öðrurn alvarlegum slysum fækki um a.m.k. 40 % fyrir lok tímabilsins 2012. Heildarkostnaður íslensks þjóðfé- lags vegna umferðarslysa er um 17 til 20 milljarðar á ári, eða um 60 - 70 þúsund á hvem íslending. Ljóst er því að til mikils er að vinna því að með eins prósents fækkun slysa lækkar kostnaður um 170 til 200 milljónir á ári. Aldarmlnnlng 'Oyggva Einarssonar Tryggvi Einarsson frá Miðdal hefði orðið 100 ára þann 24. sept- ember s.l., en hann andaðist 1985. Tryggvi fæddist í Miðdal í Mos- fellssveit 24. sept. 1901 og ólst þar upp í hópi 9 systkina, eitt þeirra var listamaðurinn Guðmundur frá Mið- dal. Miðdalur var í þjóðbraut á þeim tíma og rnikið um gesti og gangandi. Tryggvi var bóndi í Miðdal nánast alla ævi, eiginkona hans var Sæunn Halldórsdóttir frá Hnífsdal og áttu þau 3 börn, Einar, sem býr í Miðdal, Margréti og Halldór. Tryggvi var annálaður veiðimaður og ekki síst refaskytta, en stundaði einnig refarækt með norskan silfur- ref, sem þótti bera af. Hann stundaði veiðar af lífi og sál, einnig stoppaði hann upp fugla sem sjá má á litlu fuglasafni í Varmárskóla. Hann rak einnig trésmíðaverkstæði í Miðdal og seldi leikföng, þegar ekkert fékkst af neinu tagi eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Þá voru vinsæl leikföngin frá Miðdal. Landsfræg varð ganga Tryggva Einarssonar og félaga hans yfir Sprengisand á þriðja áratug síðustu aldar. Með honum í för vom Leifur Muller, Reitar Sörensen og Axei nokkur. Þeir hófu gönguna frá Bárð- ardal um miðjan vetur suður um Sprengisand. Þeir sátu fastir í byl í fjóra daga og munu hafa verið taldir af, enda engin fjarskipti á þeim tíma. Gangan tók þá hálfan mánuð og komust allir til byggða. Otís Langatanga í tararbroddi Hjá Olís eru gerðar þjónustukannan- ir meðal almennings varðandi þjónustu allra stöðva Olís á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. Olís við Langatanga í Mosfellsbæ hefur komið stöðugast og jafnast út, oftast í 1. til 3. sæti í könnunum. - Kristján Júlíus Kristjánsson stöðvar- stjóri þakkar þetta fyrst og fremst mjög góðu starfsfólki, sem hefur verið samtaka um að halda þjónust- unni í góðu lagi. í þrjú ár af fimm hefur stöð- in hlotið nafnbótina „Stöð ársins“ hjá Olís. Starfsfolk a vakt f v. Kristján, Eva Osk, Grétar Hauksson og Steindór Steindársson. Frí föröun! 100% nátt- úrulegar hágæöa snyrtivörur á lágmarks- veröi DAGNÝ Sjálfstæður dreifirtgaraðili Herbaiife og Dermajetics Sími 897 7612 frá Miðdal MOSFELLS 3 BLAÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.