Mosfellsblaðið - 01.02.2001, Side 10
Framtíðin björt
Strákamir í 3. flokki karla í hand-
knattleik hafa verið að spila ótrú-
lega vel það sem af er tímabilinu og
nú fyrir stuttu unnu þeir HK 19-17 í
undanúrslitum bikarkeppninnar. Leik-
urinn var jafn og spennandi allan tím-
ann, mikið var um mistök enda voru
drengimir taugastrekktir það sem úr-
slitaleikur gegn Haukum var í húfi.
Þegar lítið var eftir af leiknum var
staðan 17-17 og allt gat gerst, en með
góðri markvörðslu Davíðs Svansson-
ar og glæsitöktum leikmanna þá tókst
að vinna sanngjaman sigur í lokinn.
Tap í úrslitaleik
Urslitaleikurinn við Hauka var spil-
aður 17. febrúar síðastliðinn í Laugar-
dalshöllinni. Haukamenn stjómuðu
leiknum allt frá upphafi og voru allan
fyrri hálfleik með þriggja til fimm
marka forystu. Afturelding byrjaði
seinni hálfleikinn af krafti og minnk-
aði muninn í 15-12, en þar við sat og
Haukar skiptu um gír. Um tíma náðu
Haukar 10 marka forystu en undir
lokinn kom ágætis kafli hjá Aftureld-
ing og náðu strákarnir okkar að minn-
ka muninn niður í 6 mörk, leikurinn
endaði 29-23 fyrir Hauka.
Þess má geta að flestir leikmenn
Aftureldingar em á yngra ári meðan
nokkrir leikmenn Hauka hafa verið að
spila með meistaraflokki þeirra. Það
er því óhætt að segja að framtíðin sé
björt!
Skellur gegn Fram
Fyrir skömmu mættu stelpumar í 4.
flokki kvenna Fram í bikarkeppninni.
Það var ljóst fyrir leikinn að þetta yrði
erfiður leikur, þar sem Fram hefur
haft mjög gott lið í þessum flokki.
Segja má að þetta hafi verið leikur
kattarins að músinni en hann endaði
22-11 fyrir Fram.
Þrátt fyrir tapið mátti sjá margt já-
kvætt í leik liðsins og það verður því
gaman að sjá hvemig stelpumar munu
standa sig í framtíðinn. Skipulagsleysi
hefur einkennt leik liðsins í sókninni,
enda verið að flýta sér alltof mikið á
köflum.
www.husa.is
jrrm
f í % / .3
Á förum til Spánar
að er ekki hægt að segja annað en
að það sé mikill hugur í leikmönn-
um meistaraflokks karla í knatt-
spymu. Þeir hafa verið með hverja
fjáröflunina á fætur annari og nú á
laugardaginn síðasta þá héldu strák-
amir tónleika þar sem XXX Rot-
hweilerhundar komu sáu og sigmðu.
Áætlað er að liðið fari til Spánar 20.
mars næstkomandi, og verði þar í
viku við stífar æfingar. Canella á
Spáni er rétt við landamæri Spánar og
Portúgals sem skýrir það að flogið er
til Portúgals. Sigurður Þórir þjálfari
liðsins segir að það sé góður andi í
hópnum og menn verði spenntari eftir
því sem nær dregur Islandsmótinu.
I fyrra gerði Afturelding vensla-
samning við Fylki en samkvæmt nýj-
ustu reglunum í dag er það ekki leyfi-
legt, það verða því engir Fylkismenn í
láni hjá Aftureldingu í sumar.
Ákveðin bið er enn í gangi varðandi
Leiftursmálið og er búist við niður-
stöðu frá KSÍ í því máli fyrstu vikuna
í mars. Sá möguleiki sem tíðrætt er
talað um þessa daganna er að Leiftur
sameinist Dalvík, en það myndi þýða
að Afturelding myndi væntanlega
færast upp um deild.
Það sem er næst á dagskrá hjá
meistaraflokknum er firmakeppni
sem þeir ætla að halda til að styrkja
væntanlega Spánarferð sem og deild-
arbikarinn, en hann mun hefjast 9.
mars næstkomandi
I góðum félagsskap, Ameríku-Jói, Oli og Svanni ásamt gömlum landsliðshetjum.
klárt, það eru 6 hress-
ir félagar úr Mos-
fellsbæ að fara til
Svíþjóðar í morg-
unsárið. Á laugar-
dagsmorgninum
kemur limósían 45
mínútum of seint að
sækja þá Svanna,
Bjössa, Bigga, Þórð,
Ola og Ameríku Jóa,
A myndinni má sjá
Ola, Pórð, Bigga,
Bjössa, Svanna og
Ameríku-Jóa ásamt
öðrum hressum
Islendingum.
en bflstjórinn hafði sofið yfir sig!
Flugvélin er full af Islendingum og
mikil stemning í hópnum, ekki
minnkar hún þegar til Svíþjóðar er
komið, adrenalínið er á fullu og menn
setja sig í rétta gírinn fyrir leikinn.
Þegar í höllina er komið fyllast menn
lotningu, mannvirkið er svo glæsilegt,
húsið reyndar fullt af Svíum en það er
bara aukaatriði. Menn eru komnir til
Svíþjóðar til að styðja sína þjóð gegn
Faxa Olson og kompaní. Leikurinn
fer vel af stað en þegar vel er liðið á
seinni hálfleik ákveða menn, að nú sé
rétti tíminn að fá sér pulsu enda leik-
urinn hvort er tapaður.
Sunnudagsmorguninn er tekin
snemma, Liverpool að spila við Leeds
svo að það er ákveðið að finna pub
sem er að sýna leikinn. Þessi leikur er
nú aðeins aukaatriði þar sem stóri
leikurinn er gegn Dönum um brons-
verðlaunin seinna um daginn. Þegar
komið er í höllina fara menn upp á
sjöundu hæð hallarinnar þar sem
finna má veitingastaði, menn ætla
nefnilega að vera fullir af orku þegar
leikurinn hefst. Líkt og með Svíaleik-
inn þá er hann spennandi framan af en
svo fara hjólin að snúast Dönum í vil,
þá fara menn bara að syngja og
skemmta sér því svona ævintýra upp-
lifa menn ekki hverja helgi.
í Svíþjóð
Það er föstudagur klukkan er 18:13,
1 .febrúar 2002. Island er komið í und-
anúrslit Evrópukeppni landsliða í
handknattleik. Björn Örvar er að tala
við ferðaskrifstofuna og Óli Már fé-
lagi hans ráfar um gólfið á Pizzabæ,
spenntur og trúir þvf varla að hann sé
að fara til Svíþjóðar að horfa á ísland
mæta Svíum í undanúrslitum mótsins.
Svanþór Einarsson eigandi Pizzabæj-
ar var þá nýbúinn að ganga frá sinni
ferð. Hálftíma síðar er allt klappað og
LLSÍ0BLAÐIÐ