Vísir - 01.04.1970, Síða 3

Vísir - 01.04.1970, Síða 3
VISTR . MiJSvflcadagur I. aprfl 1970. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Sólarhríng í ræningjahöndum Nai Huyk Chung, sagði í gærkvöldi aö vélinni yröi leyft aö fara til Noröur-Kóreu, ef það reyndist óhjá- kvæmilegt vegna öryggis farþeg- anna. „Viö munum reyna í lengstu lög að telja ræningjana á að sleppa Japanska flugvélin var enn / Séoul i morgun. Japanska lögreglan leitar öfgafullra vinstri stúdenta ffl í rúman sólarhring hafa farþegar og áhöfn í japönsku Boeingflugvél- inni verið gíslar hinna fimmtán vinstrisinna. Enn í morgun var flugvélin á flugvellinum í Seoul í Suð- ur-Kóreu. Urðu menn enn að bíða þess, að vélin legði af stað til Norður-Kóreu, þangað sem ferðinni er heitið. Varð að skipta um rafhlöður, og var þeirra von með flugvél frá Tókíó. Yfirvöld í Japan og Suöur-Kóreu hafa gert sitt ýtrasta til að fá stúdentana til aö hætta viö ferða- lag sitt til Norður-Kóreu, þar sem kommúnistar stjórna. Stúdentarn- ir eru samt staðráðnir að fara þang- að með alla farþegana. Áhöfn var á leiðinni frá Japan í morgun til að leysa af hina þreyttu áhöfn flug- vélarinnar. Japan hefur beðið Sovétríkin að beita áhrifum sinum í Norður- Kóreu, ef flugvélin kemur þangað, Biður Japansstjórn, að tryggt verði, að 115 farþegar og sjö manna áhöfn vélarinnar fái strax að halda heim. Vamarmálaráðherra S-Kóreu, Verða Kínverjar með í íþróttum? © Margt bendir til þess, að Kína taki þátt í alþjóðlegu iþrótta- samstarfi áður en árið er úti. Tafimar, sem urðu vegna menn- ingarbyltingarinnar, hafa þó leitt til þess, að geta kínverskra íþróttamanna er ekki eins mikil og ella væri. @ Samt leggja kínversk yfirvöld mikla áherzlu, eins og önnur kommúnistariki, á getu íþrótta- manna sinna. Á tuttugu ára af- mæli kínversku byltingarinnar, hinn 1. október síðastliðinn, var lýst yfir, að mikið átak yrði gert á sviði íþróttanna. © Nú sjást aftur í búðagluggum tæki eins og spjót, kringla, kúla, sleggja, fót- og handknettir, volleyboltar og leikfimiáhöld. 0 í öllum stórborgum Kina eru góð þjálfunarskilyrði. í Peking er knattspyrnuvöllur fyrir 80 þúsund áhorfendur. farþegunum, áður en þeir leggja af stað til Pyongyang," sagöi hann. ,,En verði farþegunum alvarlega ógnað, verðum við að heimila flug- vélinni að leggja af stað með alla um borö.“ í gær áttust stúdentarnir og lög- reglan við í átján klukkustundir á fiugvellinum í Seoul, og reyndi lög- reglan að ginna ræningjana og telja þeim trú um, að þeir væru komnir til Noröur-Kóreu. Allt var gert til að teija stúdentunum hughvarf. — Stúdentarnir fimmtán eru vopnaöir samurai-sverðum og sprengjum og einhverju af skammbyssum. Japanska lögreglan gerði i morg- un húsleit í tutttugu felustöðum meðlima i öfgaarmi stúdentasam- takanna Zengakuren. Er talið, að flugvélarránið hafi verið skipulagt og því stjórni hinn 27 ára Taka- mora Tamiya. Er hans leitað um allt Japan. Á kafi í peningum Nú er að koma að því, að dregið verði um DAS-húsið, einn af hinum stóru í happdrætt- um okkar. Því er rétt að segja frá vandamáli frú Barböru Young í Kansas í Bandaríkjun- um, sem hlaut verðlaun hjá álfélagi. Hún mátti velja, hvort hún vildi heldur 25 þúsund dala ávísun (2,2 milij. kr.) eða alla þá peninga, í eins dollars seðlum, sem hún gæti vafið inn í álrúllu. Eftir að frúin hafði velzt um í peningahrúgu í banka í Chicago og kannað málið, kaus hún ávísunina. FÓLK ÓTTAST FREKARI JARÐSKJÁLFTA Átján beiðast haelis í Danmörku @ Átján úr tékkóslóvakískum ferðamannahópi hafa beðið um hæli í Danmörku sem pólitískir flóttamenn. í þessum ferða- mannahópi voru níutíu manns, og fóru hinir heim í gær. Flóttafólkið kom til útlend- ingaeftirlitsins í Kaupmanna- höfn í gær og I fyrradag. Talið er hugsanlegt, að fleiri flótta- menn séu á laun í borginni, og muni koma fram næstu daga. Danir létu.telja þá ferðamenn, sem heim fóru, og munu bera þá tölu saman við þann fjölda, sem til Danmerkur kom fvrir páska. 90 jbús. heimilislausir Vegna hagstæðs veðurs á jarðskjálftasvæðunum í Tyrklandi var snemma í morgun unnt að herða starfið við að leita að fólki í rústunum, en fólk óttast nýja jarðskjálfta. Enn létu 120 lífið í gær í nýjum jarðskjálfta. Er nú óttazt, aö tala látinna sé komin í 3000, og ekki er vitað með neinni nákvæmni, hversu margir eru týndir. 5.701 hús er fullkomlega eyðilagt, og 3.679 að auki eru ekki íbúðarhæf. Húsnæðismálaráðherrann, Hayrett- in Nakipoglu, sem stýrir hjálpar- starfinu, telur, að 90.000 manns hafi misst heimili sín. Efnahagsmálaráö Sameinuöu þjóö anna samþykkti einróma í gær á- lyktun, þar sem lýst er djúpri hryggð yfir hinum hörmulegu af- leiðingum jarðskjálftanna. Skorað er á öll ríki í SÞ að kanna, hvern- ig þau geta oröið að liði. Umsjón: Haukur Helgason Suophanouvong prins, foringi kommúnista í Laos — mætir harðnandi andstöðu. undan- láts- semi Laos ■ Her Laosstjórnar hefur aft- ur náð herstöðinni við Long Cheng, og virðist það gefa tfl kynna breytta stefnu Bandaríkj- anna í málefnum Laos eftir bylt- inguna í Kambódíu. Laosher yfirgaf stöðina á tíma- bilinu 15.—18. marz að ráði banda- rískra ráðgjafa. Nú hefur veriö á- kveðið, aö stjórnarherinn haldi stöðu sinni við Sam Thong, en áð- ur átti að vfirgeía allt þaö svæði. Nú virðist augljóst, að sókn N,- Víetnama í síðastliðnum mánuði var ekki eins öflug og álitið haföi verið. Er talið, að Bandaríkin hafi stefnt að því að draga mjög úr hernaðarátökunum í Laos með því að láta kommúnistum eftir ýmis svæði. Þessi stefna hafi gjörbreytzt eftif byltinguna í Kambódíu, þar sem hægri menn tóku völdin. Er það nú ofan á, að ekki skuli undan látið á þessu svæði. 125 árásir Víetcong í nótt VÍETKONGMENN gcrðu í nótt margar samfelldar árásir á mikil- væga staði í Suður-Víetnam. Segir talsmaður Saígonstjórnarinn- ar, að árásir hafi verið gerðar á 125 staði. Eru það fleiri árásir cn orðið hafa um margra mánaða skeið. Árásirnar voru gerðar með eld- flaugum, sprengjukasti og byssu- skothríð. Meðal skotmarks var stóra bandaríska herstöðin við Da Nang og bandaríska herstöðin við Cam Ranh, og einnig herskóli Suð- ur-Víetnama í Dalat. Bandaríkjamenn segjast bafa fellt um fimmtíu af árásarmönnum i bardögum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.