Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1970, Blaðsíða 2
Ný'jasta hugmynd dr. Barnards: Heila- flutningur er fjar- stæða — segja sérfræðingar Þegar dr. Christian Bamard á sínum tíma gerði kunnugt, að hann hygðist reyna að skipta um hjarta í lifandi manni, brugð ust menn misjafnlega við. Og sumir læknar fordæmdu þá tilraun og kölluðu hana glæpsam lega o. fl. á meðan frumrannsókn ir væru ekki lengra komnar í þeim efnum. Enn á ný hefur dr. Bamard orð ið til þess að espa vísindamenn upp með því að ummæli hafa verið birt í blöðum, þar sem haft er eftir honum, að hann telji að senn verði skipt um heila í mönn- um. „Þetta er brjáiæði“, sagöi kunn ur danskur heilaskurðlæknir, John Riishede hjá Rigshospitalet, þegar danskir blaðamenn leituðu álits hans á ummælum dr. Barn- ards, sem birtust í „Daily Parisi en.“ „Þetta er aðeins hugarfóst- ur duglegs skurðlæknis, sem orö- inn er hungraður í umtal og frægðarljóma", sagði danski lækn irinn, og svipuð orð viðhafði taugasérfræðingurinn Poul Hede- gaard, hjá Bispebjerg Hospital. Dr. Christian Bamard, sem nú er á ferðalagi um Evrópu, vegna útgáfu bókar hans „Ævi mín“, hafði sagt: „Eitt sinn sögðu vísindin, að ðmögulegt væri að gefa mann- eskju nýtt hjarta. — Það hefur okkur samt tekizt, og því skyld- um við þá ekki geta flutt heila á milli manna?" Hinn frægi hjartasérfræðingur sagði þetta nánast sem uppá- stungu eða varpaði því fram sem hugmynd, en meira þurfti ekki til að blöðin blésu þetta upp, og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta er óframkvæmanlegt", sögðu læknar. „Eigi að flytja heila úr manni yfir í annan, þarf að deyða heilagjafann aðeins augnabliki áður en aðgerðin yrði gerð. svo að heilinn væri starf- andi þegar hann væri fluttur á milli. Til slikra verka munum við aldrei grípa." „Vísindin hafa ekki til að bera þekkingu til þess að tengja sam an mænuna, ef hún rofnar ein- hvers staðar. Því verður bezt lýst Hollywood kallar á hana, en Paris á eiginmanninn Dr. Bamard og kona hans eru nú á ferðalagi um Evrópu, vegna útgáfu bókar hans, „Ævi mín“. Ingrid Bergman er í skilnaðar- 1 hugleiðingum, segja þeir sem nán ast til hennar þekkja, og aðalmál gagn stjörnuborgarinnar Holly- wood Reporter, tekur undir þenn an orðróm. Ástæðan ku vera Hollywood, borgin, sem aila seiðir til sín, er haldnir eru leikarabakteríunni. Hollywood hefur gripið Ingrid Bergman tökum eins og svo fjöldamarga aðra, og hana lang- ar til að setjast þar að, en eigin maður hennar, hinn sænski leik húsmaður, Lars Schmidt, sem undanfarið hefur starfað í París, getur starfa sfns vegna ekki flutt. Kunnugir telja, að það hafi verið kvikmyndin „Kaktusblómið", sem hlaut afbragðsdóma í fyrra og þá einkum leikur Ingrid Berg man í henni, sé upphafið að þess- um hugleiðingum leikkonunnar. Þegar Ingrid Bergman sneri aftur til Hollywood eftir 20 ára fjarveru vegna andúðar almenn- ings á hjónabandi hennar og Ro- berto Rossellini, var henni fagnað sem þjóðhetju, og meðan á dvöl hennar stóð þar, var „Kaktus- blómið" kvikmyndað og einnig önnur mynd „Gönguferð í vorrign ingu“, sem enn hefur ekki verið frumsýnd. „Kaktusblómið" vakti á nýjan leik upp frægð Bergmanstjöm- unnar og henni líkaði vel við Hollywood, enda lofaði hún vin- um sínum, þegar hún fór, að koma aftur og leika í fleiri mynd um. Lars Schmidt er þriðji eigin- maður Ingrid Bergman, en á fjórða tug aldarinnar giftist hún lækninum Aron Petter Lind- ström, en þau skildu svo 1950 og hún giftist Rossellini, eins og frægt varð. 1958 giftist hún svo Lars, en skilnaðurinn vofir yfir þeim, þar eð framavonir frúarinn ar [ Hollywood spilla fyrir. Færi hún til Hollywood og tæki til við kvikmyndaleik af fullum krafti, mundu samverustundir hjónanna verða næsta fáar. Þau mundu hreinlega aldrei sjást — og þetta sjá þau bæði fyrir. með þvi að nefna augun sem dæmi, en þau eru tengd heilanum með tugþúsundum af taugaþráð- um, sem við gætum aldrei tengt saman. Þannig er heilinn allur — eitt samsafn taugaþráða. Að setja heila í mann væri það sama og setja síma í hús, en setja hann svo ekki í samband við umheiminn.“ Sumir læknar, er voru spurðir á- lits á þessum möguleika, sem dr. Barnard impraði á, töldu að læknirinn hefði einungis látiö sér þetta um munn fara til þess að halda sjálfum sér áfram í sviðs- ljósinu og afla þeirri baráttu, sem hann hvagst helga sig í framtíð- inni, meira brautargengis, en dr. Barnard hefur látið að* því liggja, að framvegis muni hann láta út- rýmingu kynþáttamisréttis meira til sín taka. „En heilaskipti! Algjör fjar- stæða“, segja sérffæðingar. INGRID BERGMAN 1 SKILNAÐI?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.