Vísir - 04.05.1970, Síða 6

Vísir - 04.05.1970, Síða 6
5 V í S IR . Mánudagur 4. maí 1970. I'TO t :I i Utgefandi: Keykjapreni n.>. ) Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjóltsson ( Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson / Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 og 15099 \ Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 ( Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) \ Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands y 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið /1 Prentsmiöja Visis — Edda h.f.____________________________\\ rv}WBBr'3inaKK».^'-jtoaiiiwniiii ii ————gg- // Ólöglegar leiðir virkastar? | JJafa íslenzkir fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi (( í að skýra frá vandamálum námsmanna erlendis? Er (í eðlilegt, að fjölmiðlar rjúki þá fyrst upp til handa og / fóta, þegar gripið er til upphlaupa og ólöglegra að- ) gerða? Ýmsar slíkar spurningar hafa vaknað undan- ) fama daga. En þær byggjast að nokkru leyti á \ misskilningi. ( Fjölmiðlarnir hafa undanfarin misseri sí og æ verið ( að birta greinargerðir og útreikninga frá stúdentum / erlendis um kjör þeirra, sumpart í löngu máli og ) sumpart sem úrdrátt. Um málið hefur einnig verið ) fjallað á útsíðum dagblaðanna og í fréttaauka í út- \ varpi. Ef þessi miklu skrif hafa ekki haft nægileg ( áhrif, stafar það fyrst og fremst af því, að almenn- ( ingur hefur ekki verið nógu móttækilegur fyrir þetta / efni. Fjölmiðlarnir hafa verið opnir, en fólkið í land- )/ mu hefur haft takmarkaðan áhuga. )) Hitt er rétt, að fjölmiðlarnir sögðu frá upphlaupi ) nokkurra námsmanna í Svíþjóð á meira áberandi hátt. ) Enda var þar um að ræða mál, sem hlaut að vekja al- ( menna athygli og umhugsun fólks, hvernig sem fjöl- ( miðlarnir settu það fram. Þá vaknar eðlilega sú / spurning, hvort það sé raunverulega hagkvæmara ) fyrir menn að vekja á ólöglegan hátt athygli á vanda- ) málum sínum, heldur en að fara eftir hefðbundnum ) leiðum. Ef menn færu almennt að beita slíkum upp- ( hlaupum til að opna hugi fólks, ei hætt við, að upp- ( lausn myndist í þjóðfélaginu. Viðgangur þess bygg- / ist á því, að þorri manna virði leikreglur þess. Hér ) er því um að ræða alvarlegt vandamál. ) Samt má ekki gleyma því, að athyglin, sem hinar ) ólöglegu aðgerðir hafa vakið, er tvíeggjuð. í þessu til- ) viki er hún neikvæð. Meðal almennings hefur borið ( töluvert á andúð og fyrirlitningu á þessum aðgerðum, II hinum sömu og margir námsmenn hafa lýst stuðningi ) við. Fram að töku sendiráðsins í Stokkhólmi voru ) sjónarmið stúdenta á uppleið í hugum almennings. ) Nú hefur það snúizt við. ( Stúdentar við lí.í.i'/'lvuiíi fslands hafa gert sér grein fí fyrir, að lykillinn að lausn vandamála þeirra felst í / að fá fólk til að skilja mikilvægi háskólamenntunar. ) Þeir hafa í vetur unnið mikið starf í þessu skyni, / hafa kynnt starf háskólans á ýmsan hátt og vakið eft- ) irminnilega athygli á því, að bókvitið verður í askana látið. Allt hefur þetta stuðlað að því að draga úr þeirri landlægu skoðun, að stúdentar séu iðjuleysingjar og ónytjungar. )) En þessu mikla þolinmæðiverki hefur verið spillt }) með aðgerðunum í Stokkhólmi og menntamálaráðu- } neytinu, að minnsta kosti hvað snertir hagsmuni í stúdenta. Andúð almennings á aðgerðunum er ekki búin til af fjölmiðlum, heldur er hún raunveruleg. f Þannig er á fáeinum stundum hægt að rífa niður þá <■ samúð, sem aðrir og skynsamari menn hafa byggt )) upp á heilum vetri. Það kann því að vera, að hinar )j löglegu leiðir séu árangursríkari, þrátt fyrir allt. \\ Umsjón: Haukur Heigason □ Einum stærsta kapí- talista auðvaldsheimsins hefur verið fagnað sem hetju í Sovétríkjunum. Bílakóngurinn Henry Ford H var lofi hlaðinn af leiðtogum alþýðulýð- veldisins, og Kosygin forsætisráðherra tók honum opnum örmum. Christina, kona Henrys, og dóttir hans Charlotte ofbuðu sovétkonum með klæðum sínum. Til- efnið var það, að Sovét- leiðtogar eru að „bjóða í kapítalistann“. Þeir vilja fá aðstoð hans. Henry Ford II á blaðamannafundi i Moskvu. Kapítalisti á gullstóli í Sovétríkj unum — Rússar vijja fá bilakónginn Ford til að reisa verksmiðju i Sovétrikjunum — Hvað segir Nixon Bandarikjaforseti? Stærst í heimi að flatarmáli Rússar báöu Fordbílaverk- smiðjurnar að reisa verksmiðju í Sovétríkjunum. Þetta á að vera ein sú stærsta í heimj og framleiða vörubifreiöar. Ford bað um frest til aö íhuga mál- ið. og sérfræðingar Ford munu nú kanna gaumgæfilega allar hliðar þess. Verksmiöjan skal reist í Nab- erezhnye Chelni við ána Kama í Tataralýðveldinu 600 mílum austan Moskvu. Framleiðslan er áætlað 150 þúsund vörubílar á ári. Að flatarmáli yrði verk- smiðjan líklega sú stærsta í heimi, 9.6 fermílur. Þetta eiga að vera átta til tuttugu tonna bílar. Kostnaður við bygginguna fer vafalaust langt yfir 30 millj- arða króna. Henry Ford sesir, aö verk- smiðjan gæti varla náð fullum afköstum fyrir 1974. Góð reynsla Rússa af Fordæítinni Raunar hafa Sovétmenn góða reynslu af Fordættinni. Afi Henrys II, reisti stóra verk- smiðju, f Sovétrikjunum árið 1924, sem framleiddi einnig vörubíla. Á tímum seinni heims- styrjaldarinnar fengu Rússar 362 þúsund bandarskar vörubif- reiðir frá Bandaríkjunum, sem urðu þeim til ómetanlegs í stríðinu. Nú virðast Rússar vilja endurtakn hetta tiívik oa aftur hagnast af. — Þeir hafa einnig snúið sér til sænsku Volvobílaverksmiöianna og hinna vestur-þýzku Daimler- Benz. Þá er bilakóngurinn Ford ekki áhugann um samning af þessu tagi. Honum er mjög um- hugað að ryðja sér braut inn á markaði Austur-Evrópuríkja. Bílamarkaður þeirra er að vísu lítill enn, en færist mjög 1 vöxt. Fordverksmiðjurnar hafa nú þegar unnið markaði fyrir fólks- bíla og vörubíla f Tékkóslóv- akíu, Júgóslavíu, Póllandi, Rúm- enfu og Búlgaríu. Þvf er ekki ólíklegt, aö hann grípi fegins hendi þetta boö um að miðla Rússum nokkrú af tækniþekk- ingu bandarísku bílaframleiðsl- unnar og fá aura f staöinn. Ekki hugsanlegt á tímum Stalíns Þessar aðfarir Sovétmanna hefðu varla verið hugsanlegar á dögum Stalíns. Fyrir nokkrum árum sömdu Rússar hins vegar við Fíat-verksmiðjumar á Italíu, sem reistu hinar stóru verk- smiðjur í Togliatti í Sovétríkj- unum, sení var skírð eftir ftalska kommúnistaleiötoganum Togliatti. Við byggingu Togliatti verksmiöjanna voru tekin lán til langs tíma, er námu um 30 milljöröum fslenzkra króna. Bú- izt er við, að fyrirhugaðar Kama verksmiðjur verði enn stærri en Togliattiverksmiöjurnar. í þessum og fleiri slíkum gerðum Rússa kemur fram vilji beirra til að draga úr efnahags- legri einangrun lands síns og reyna að njóta góðs af kunn- áttu manna á Vesturlöndum. Á mörgum sviðum er tækniþekk- ingu Rússa mjög ábótavant, einkum við framleiðslu á neyzlu vörum. Þeim hefur að sjálf sögðu tekizt betur til á hernað- arsviðinu, enda lagt á það meg- inþungann. Vantaði vörubfla í inn- rásina í Tékkóslóvakíu Þó er maðkur f mysunni, eigi j Henry Ford n að aöstoða við j uppbyggingu rússneskrar bíla- : framleiðslu. , Hann segir að vísœ „Við vifj- um eiga viðskipti við öll riki í i heiminum. Ég er stuðningsmað- ! ur viðskiptafrelsisins. Þegar ! ekki er um að ræða vörur hem- j aðarlegs eðlis, hvers vegna j skyldum við þá ekki skipta við Sovétríkin? Bandarfkin hagnast á viðskiptum, og ég er sann- ! færöur um, að Sovétríkin hagn- ast Ifka á viðskiptum sem þess- , um.“ Það er hins vegar ekki víst, að Nixon Bandaríkjaforseti muni verða eins áfjáður til slíkra viðskipta. Starfsmenn í Fordverksmiðjanna spurðust fyrir hjá bandarískum stjóm- völdum, áður en þeir lögðu í Rússlandsreisuna. Svarið var, að sjálfsagt væri að kanna til hlítar, hvað Rússum væri á , höndum. Hins vegar munu ráö- gjafar Nixons ekki vera á einu máli um viðskiptin, og sumir vilja, að Rússar leggi eitthvað af mörkum á móti. Það gerðist nefnilega í inn- rás Rússa í Tékkóslóvakíu árið 1968, að þá skorti vörubila ; Varð að kveðja til mjólkurbíla frá Kænugarði til að aka sum- um innrásarmönnunum. Hversu mikið vlðskiptafrelsi? Þrátt fyrir þennan skort hafa Rússar sent einhverja vörubíla til Norður-Víetnam. Yrði það naumast í samræmi við þá hörðu stefnu, sem Nixon hefur hafið í málum Víetnam þessa j dagana, að bandarískt fyrirtæki. hjálpaði Rússum aö smíða bíla,. sem síðan færu til Indó-Kína. Viðbrögð Bandarfkjastjómar við fyrirhuguðum samningi Ford- verksmiðjanna og Sovétmanna munu hins vegar sýna í hnot- skum, hversu langt stjómin hyggst að ganga í því að gera frjálsari viðskipti Bandaríkj- anna og Austur-Evrópurfkja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.